Álfheiði misbýður lausn ríkisins vegna sílíkonpúða 11. janúar 2012 07:00 Álfheiður Ingadóttir Formaður velferðarnefndar og fyrrverandi heilbrigðisráðherra telur að ríkið ætti að bjóða öllum konum með P.I.P. fyllingar að láta fjarlægja þær þeim að kostnaðarlausu. Landlæknir vissi af gallanum árið 2010. „Mér er algjörlega misboðið með þessari ákvörðun. Hún er vissulega fyrsta skref, en þetta er hluti af svo miklu stærra og meira máli," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Að mati Álfheiðar á umsvifalaust að bjóða öllum konum með P.I.P. brjóstafyllingar að láta fjarlægja púðana þeim að kostnaðarlausu. Kostnaðinn eigi ríkið svo að sækja á það fyrirtæki sem flutti inn púðana annars vegar, og setti þá í konurnar hins vegar. Í þessu tilviki er þetta einn og sami aðilinn, Jens Kjartansson, lýtalæknir og yfirlæknir lýtalækningadeilda á Landspítalanum. Ríkisstjórnin ákvað í gær að bjóða öllum þeim 440 konum sem fengið hafa P.I.P. púðana á árunum 2000 til 2010 og eru með íslenskar sjúkratryggingar að koma í ómskoðun sér að kostnaðarlausu til að kanna ástand púðana. Séu púðarnir lekir tekur ríkið þátt í kostnaði við að fjarlægja þá. Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa er á bilinu 800.000 til 6.000.000 króna. Álfheiður var heilbrigðisráðherra í apríl árið 2010, en þá barst landlæknisembættinu tilkynning um að P.I.P. púðarnir hefðu verið teknir af markaði í Evrópu. Þeir hafa þó verið bannaðir í Bandaríkjunum síðustu tíu ár. Embættið hafði eftirlitsskyldu með innfluttum læknavörum á þeim tíma, en nú er það í höndum Lyfjastofnunar. Geir Gunnlaugsson landlæknir segist hafa tekið þá ákvörðun þegar tilkynningin barst árið 2010 að senda út bréf til allra lýtalækna og láta það í þeirra hendur að veita sjúklingum sínum upplýsingarnar. Hann veit ekki til þess að púðarnir hafi verið settir í eftir að upplýsingarnar bárust. Álfheiði barst ekki tilkynning um málið í sinni ráðherratíð. „Ég var ekki látin vita af þessu máli, mér var ekki gert viðvart," segir hún. „En mér þykja það mjög mikil tíðindi að púðarnir hafi verið bannaðir í tíu ár í Bandaríkjunum. Mér þykir afar skrýtið að það bann hafi ekki borist hingað fyrr en árið 2010." Í Fréttablaðinu í febrúar á síðasta ári kom fram að landlæknir hafi ekki upplýsingar um brjóstastækkanir sem gerðar eru á Íslandi. Þar er haft eftir landlækni að verið sé að kalla eftir þeim upplýsingum, en það gangi treglega að fá þær. Geir segir að nú hljóti sérfræðingar að sjá að það liggi á upplýsingunum í ljósi umræðunnar. „Við vonumst til þess að vera búin að fá þessar upplýsingar í vikulok," segir hann. sunna@frettabladid.is Nordicphotos/afp PIP-brjóstapúðar Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Formaður velferðarnefndar og fyrrverandi heilbrigðisráðherra telur að ríkið ætti að bjóða öllum konum með P.I.P. fyllingar að láta fjarlægja þær þeim að kostnaðarlausu. Landlæknir vissi af gallanum árið 2010. „Mér er algjörlega misboðið með þessari ákvörðun. Hún er vissulega fyrsta skref, en þetta er hluti af svo miklu stærra og meira máli," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Að mati Álfheiðar á umsvifalaust að bjóða öllum konum með P.I.P. brjóstafyllingar að láta fjarlægja púðana þeim að kostnaðarlausu. Kostnaðinn eigi ríkið svo að sækja á það fyrirtæki sem flutti inn púðana annars vegar, og setti þá í konurnar hins vegar. Í þessu tilviki er þetta einn og sami aðilinn, Jens Kjartansson, lýtalæknir og yfirlæknir lýtalækningadeilda á Landspítalanum. Ríkisstjórnin ákvað í gær að bjóða öllum þeim 440 konum sem fengið hafa P.I.P. púðana á árunum 2000 til 2010 og eru með íslenskar sjúkratryggingar að koma í ómskoðun sér að kostnaðarlausu til að kanna ástand púðana. Séu púðarnir lekir tekur ríkið þátt í kostnaði við að fjarlægja þá. Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa er á bilinu 800.000 til 6.000.000 króna. Álfheiður var heilbrigðisráðherra í apríl árið 2010, en þá barst landlæknisembættinu tilkynning um að P.I.P. púðarnir hefðu verið teknir af markaði í Evrópu. Þeir hafa þó verið bannaðir í Bandaríkjunum síðustu tíu ár. Embættið hafði eftirlitsskyldu með innfluttum læknavörum á þeim tíma, en nú er það í höndum Lyfjastofnunar. Geir Gunnlaugsson landlæknir segist hafa tekið þá ákvörðun þegar tilkynningin barst árið 2010 að senda út bréf til allra lýtalækna og láta það í þeirra hendur að veita sjúklingum sínum upplýsingarnar. Hann veit ekki til þess að púðarnir hafi verið settir í eftir að upplýsingarnar bárust. Álfheiði barst ekki tilkynning um málið í sinni ráðherratíð. „Ég var ekki látin vita af þessu máli, mér var ekki gert viðvart," segir hún. „En mér þykja það mjög mikil tíðindi að púðarnir hafi verið bannaðir í tíu ár í Bandaríkjunum. Mér þykir afar skrýtið að það bann hafi ekki borist hingað fyrr en árið 2010." Í Fréttablaðinu í febrúar á síðasta ári kom fram að landlæknir hafi ekki upplýsingar um brjóstastækkanir sem gerðar eru á Íslandi. Þar er haft eftir landlækni að verið sé að kalla eftir þeim upplýsingum, en það gangi treglega að fá þær. Geir segir að nú hljóti sérfræðingar að sjá að það liggi á upplýsingunum í ljósi umræðunnar. „Við vonumst til þess að vera búin að fá þessar upplýsingar í vikulok," segir hann. sunna@frettabladid.is Nordicphotos/afp
PIP-brjóstapúðar Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira