Hið mjúka vald Jón Ormur Halldórsson skrifar 12. janúar 2012 06:00 Margt það merkilegasta fer undarlega hljótt. Þrátt fyrir allt, og öfugt við það sem margir halda, býr mannfólkið nú á tímum líklega við meiri frið og minna ofbeldi en nokkru sinni fyrr í sögu þess. Ofbeldi innan flestra samfélaga hefur sannanlega minnkað. Stríðum á milli þeirra hefur greinilega fækkað. Og stríðin nú höggva ekki sem fyrr í þjóðir. Þessu trúa líklega ekki margir sem fylgjast með fréttum. En tölfræðin á bak við þetta er þekkt, sumpart raunar umdeild, en þó í heildina sannfærandi. Þetta hefur kanadíski fræðimaðurinn Steven Pinker nýlega rætt í frægri bók. Enginn veitRök Pinkers um ástæðurnar fyrir þessari heimssögulegu þróun eru minna sannfærandi en tölfræðin sem hann notar. Breski fræðimaðurinn John Gray er einn þeirra sem gagnrýnir ályktanir Pinkers en Gray er heimsþekktur fyrir óþægilega skýr rök um að maðurinn sjálfur geti lítið skánað. Það þýðir þó ekki að mannleg samfélög geti ekki batnað. Það hafa þau ljóslega víðast gert. Stóra myndin er að ofbeldi í heiminum er miklu minna en áður þótt menn skilji ekki vel ástæðurnar fyrir því. Kvenlegri heimurEf til vill má nota samlíkingu sem flestum er töm og segja að heimurinn hafi orðið kvenlegri. Þróun frá ofbeldi hófst hins vegar fyrr en barátta nútímans fyrir jafnrétti kynjanna. Minnkandi ofbeldi skýrist því ekki með kvenfrelsi heldur gæti samhengið verið öfugt. Hættir sem oft eru kvenkenndir og eiga hér við eru til dæmis þeir að sækja frekar í samtöl en slagsmál og frekar í mýkt en hörku. Líka að vilja frekar skilja fólk og vinna með því en að sýna því vald sitt og stöðu. Auðvelt er að sjá þýðingu þessara hluta fyrir stöðu og árangur þjóða í alþjóðlegu samfélagi. Slagsmál og spuniYfirgangssemi er síður líkleg til árangurs í alþjóðakerfinu en áður. Rembingur í nafni þjóða hefur líka orðið að aðhlátursefni frekar en uppsprettu virðingar. Fæstum þykir núorðið flottur sá háttur víkinga að slást á daginn og grobba á kvöldin. Bjartur í Sumarhúsum minnir líka frekar á Norður-Kóreu en Norðurlönd. Frá slíkum hugmyndum og háttum eru þjóðir að hverfa. Fyrir stærri ríki þýðir þetta að hervald, kúgun, hótanir og mútur reynast ekki eins vel og áður. Fyrir minni þjóðir þýðir þetta að ekki er nóg að tylla sér á tá, hafa hátt og grobba um eigið ágæti. Þróun frá ofbeldi og mannalátum til hins kvenlega er enn meira fagnaðarefni litlum þjóðum en stórum. Mjúkt valdSá hefur vald sem getur fengið aðra til að lúta vilja sínum. Hart vald er getan til að skipa fyrir. Mjúkt vald er getan til að ná því sama án þess að beita þvingun, hótun eða greiðslu sagði bandaríski fræðimaðurinn Joseph Nye en hann var fyrstur manna til að nota hugtakið með kerfisbundnum hætti í greiningu á alþjóðamálum. Sá hefur mest mjúkt vald sem fær aðra til að vilja það sem hann vill að þeir vilji. Rök eða rígurNúorðið er þorri samskipta ríkja án árekstra og öllum til akks. Sífellt fleiri viðfangsefni ríkja eru alþjóðlegs eðlis. Þjóðir ná líka æ síður árangri með því að streitast upp á sitt eindæmi. Jafnvel sterkustu ríki sjá sér hag í víðtækri samvinnu. Um leið eru áhrif í alþjóðamálum sífellt minna sprottin af hörðu valdi þeirra sterkustu. Í samstarfi þjóða ræður oft mýkra vald frá degi til dags. Uppsprettu áhrifa er æ oftar að finna í siðferði, hugmyndum, lífsmynstri, kunnáttu og í færni í samstarfi. Áhrifin er sífellt sjaldnar að finna í skriðdrekum og sprengjum eða í rembingi og ríg. Hörð og veikSovétríkin áttu yfirþyrmandi herstyrk en lítið af mjúku valdi. Bandaríkin styrktust í heiminum með því að sýna sitt opna eðli og velja son afrísks múslima sem forseta. Þúsund nýjar herþotur hefðu skipt minna máli. ESB er veikt af vopnum en sterkt af mjúku valdi sem það sækir í mikla menningu álfunnar og í virðingu sína fyrir mannréttindum og vilja til uppbyggilegs samstarfs. Það mun miklu ráða um þróun alþjóðamála hvort Kínverjar ná að þróa mjúkt vald til jafns við efnahagsmátt sinn og herstyrk. Enn hafa þeir lítið af sigrandi mýkt. Opin, mjúk og sterkHin sterka mýkt sprettur úr jarðvegi opinna samfélaga, frjórrar menningar, kunnáttusemi, vitsmuna og siðferðiskenndar. Þetta vald sprettur af orðspori þess sem gerir hluti með aðlaðandi, sönnum og trúverðugum hætti. Eins og til dæmis Svíar gera í jafnréttismálum, Norðmenn í friðargæslu, Þjóðverjar með víðtækum samstarfsvilja, Frakkar og Bretar með framlagi til heimsmenningar, Svisslendingar með ábyggilegheitum og Bandaríkin með Hollywood og Harvard. ÞræðirSlíkt vald verður til með þráðum sem liggja frá milljónum stofnana og fyrirtækja af öllu tagi til ótölulegs fjölda af alls kyns miðstöðvum þar sem hlutir koma saman. Þar skiptir kunnáttusemi tíðum meira máli en peningar, skynsemi iðulega meira máli en skriðdrekaeign og vilji til samstarfs oftast meira máli en rembingur. Þetta er flóknari heimur en sá gamli. Hann krefst meiri hugsunar og færri skotgrafa. Fyrir þjóðir sem kunna að fóta sig í flóknum og fjölþættum veruleika er hann opnari og tækifærin fleiri og fínni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Margt það merkilegasta fer undarlega hljótt. Þrátt fyrir allt, og öfugt við það sem margir halda, býr mannfólkið nú á tímum líklega við meiri frið og minna ofbeldi en nokkru sinni fyrr í sögu þess. Ofbeldi innan flestra samfélaga hefur sannanlega minnkað. Stríðum á milli þeirra hefur greinilega fækkað. Og stríðin nú höggva ekki sem fyrr í þjóðir. Þessu trúa líklega ekki margir sem fylgjast með fréttum. En tölfræðin á bak við þetta er þekkt, sumpart raunar umdeild, en þó í heildina sannfærandi. Þetta hefur kanadíski fræðimaðurinn Steven Pinker nýlega rætt í frægri bók. Enginn veitRök Pinkers um ástæðurnar fyrir þessari heimssögulegu þróun eru minna sannfærandi en tölfræðin sem hann notar. Breski fræðimaðurinn John Gray er einn þeirra sem gagnrýnir ályktanir Pinkers en Gray er heimsþekktur fyrir óþægilega skýr rök um að maðurinn sjálfur geti lítið skánað. Það þýðir þó ekki að mannleg samfélög geti ekki batnað. Það hafa þau ljóslega víðast gert. Stóra myndin er að ofbeldi í heiminum er miklu minna en áður þótt menn skilji ekki vel ástæðurnar fyrir því. Kvenlegri heimurEf til vill má nota samlíkingu sem flestum er töm og segja að heimurinn hafi orðið kvenlegri. Þróun frá ofbeldi hófst hins vegar fyrr en barátta nútímans fyrir jafnrétti kynjanna. Minnkandi ofbeldi skýrist því ekki með kvenfrelsi heldur gæti samhengið verið öfugt. Hættir sem oft eru kvenkenndir og eiga hér við eru til dæmis þeir að sækja frekar í samtöl en slagsmál og frekar í mýkt en hörku. Líka að vilja frekar skilja fólk og vinna með því en að sýna því vald sitt og stöðu. Auðvelt er að sjá þýðingu þessara hluta fyrir stöðu og árangur þjóða í alþjóðlegu samfélagi. Slagsmál og spuniYfirgangssemi er síður líkleg til árangurs í alþjóðakerfinu en áður. Rembingur í nafni þjóða hefur líka orðið að aðhlátursefni frekar en uppsprettu virðingar. Fæstum þykir núorðið flottur sá háttur víkinga að slást á daginn og grobba á kvöldin. Bjartur í Sumarhúsum minnir líka frekar á Norður-Kóreu en Norðurlönd. Frá slíkum hugmyndum og háttum eru þjóðir að hverfa. Fyrir stærri ríki þýðir þetta að hervald, kúgun, hótanir og mútur reynast ekki eins vel og áður. Fyrir minni þjóðir þýðir þetta að ekki er nóg að tylla sér á tá, hafa hátt og grobba um eigið ágæti. Þróun frá ofbeldi og mannalátum til hins kvenlega er enn meira fagnaðarefni litlum þjóðum en stórum. Mjúkt valdSá hefur vald sem getur fengið aðra til að lúta vilja sínum. Hart vald er getan til að skipa fyrir. Mjúkt vald er getan til að ná því sama án þess að beita þvingun, hótun eða greiðslu sagði bandaríski fræðimaðurinn Joseph Nye en hann var fyrstur manna til að nota hugtakið með kerfisbundnum hætti í greiningu á alþjóðamálum. Sá hefur mest mjúkt vald sem fær aðra til að vilja það sem hann vill að þeir vilji. Rök eða rígurNúorðið er þorri samskipta ríkja án árekstra og öllum til akks. Sífellt fleiri viðfangsefni ríkja eru alþjóðlegs eðlis. Þjóðir ná líka æ síður árangri með því að streitast upp á sitt eindæmi. Jafnvel sterkustu ríki sjá sér hag í víðtækri samvinnu. Um leið eru áhrif í alþjóðamálum sífellt minna sprottin af hörðu valdi þeirra sterkustu. Í samstarfi þjóða ræður oft mýkra vald frá degi til dags. Uppsprettu áhrifa er æ oftar að finna í siðferði, hugmyndum, lífsmynstri, kunnáttu og í færni í samstarfi. Áhrifin er sífellt sjaldnar að finna í skriðdrekum og sprengjum eða í rembingi og ríg. Hörð og veikSovétríkin áttu yfirþyrmandi herstyrk en lítið af mjúku valdi. Bandaríkin styrktust í heiminum með því að sýna sitt opna eðli og velja son afrísks múslima sem forseta. Þúsund nýjar herþotur hefðu skipt minna máli. ESB er veikt af vopnum en sterkt af mjúku valdi sem það sækir í mikla menningu álfunnar og í virðingu sína fyrir mannréttindum og vilja til uppbyggilegs samstarfs. Það mun miklu ráða um þróun alþjóðamála hvort Kínverjar ná að þróa mjúkt vald til jafns við efnahagsmátt sinn og herstyrk. Enn hafa þeir lítið af sigrandi mýkt. Opin, mjúk og sterkHin sterka mýkt sprettur úr jarðvegi opinna samfélaga, frjórrar menningar, kunnáttusemi, vitsmuna og siðferðiskenndar. Þetta vald sprettur af orðspori þess sem gerir hluti með aðlaðandi, sönnum og trúverðugum hætti. Eins og til dæmis Svíar gera í jafnréttismálum, Norðmenn í friðargæslu, Þjóðverjar með víðtækum samstarfsvilja, Frakkar og Bretar með framlagi til heimsmenningar, Svisslendingar með ábyggilegheitum og Bandaríkin með Hollywood og Harvard. ÞræðirSlíkt vald verður til með þráðum sem liggja frá milljónum stofnana og fyrirtækja af öllu tagi til ótölulegs fjölda af alls kyns miðstöðvum þar sem hlutir koma saman. Þar skiptir kunnáttusemi tíðum meira máli en peningar, skynsemi iðulega meira máli en skriðdrekaeign og vilji til samstarfs oftast meira máli en rembingur. Þetta er flóknari heimur en sá gamli. Hann krefst meiri hugsunar og færri skotgrafa. Fyrir þjóðir sem kunna að fóta sig í flóknum og fjölþættum veruleika er hann opnari og tækifærin fleiri og fínni.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar