Fréttaskýring: Fjalla þarf um fjármálaáfall í þjóðaröryggisstefnu 17. janúar 2012 10:00 Þó að Ísland þurfi ekki að hafa áhyggjur af hernaðarógnum er að mörgu að hyggja við gerð þjóðaröryggisstefnu. Fréttablaðið/vilhelm Vinna við mótun fyrstu þjóðaröryggisstefnu sem unnin hefur verið hér á landi er nú hálfnuð miðað við skipunartíma þingmannanefndar. Sérfræðingar segja að í stefnunni verði að fjalla um fjölbreyttar ógnir. Hvað þurfa þingmenn að hafa í huga þegar þeir móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland? Nefnd tíu þingmanna sem hafa það verkefni að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland hefur nú notað helming þess tíma sem henni var úthlutað til að ljúka verkinu, en hún á að skila niðurstöðu í júní. Nefndin stendur frammi fyrir ýmsum erfiðleikum, enda Ísland ekki þurft að móta sér sína eigin þjóðaröryggisstefnu fram til þessa, þar sem varnir landsins hafa verið á hendi Bandaríkjanna. Ísland er ekki eina ríkið sem vinnur að slíkri stefnu. Flest önnur ríki eru ýmist að vinna í nýrri stefnu eða að uppfæra eldri þjóðaröryggisstefnu, sagði Alyson Bailes, aðjúnkt við Háskóla Íslands, á ráðstefnu um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland í gær. Bailes sagði afar mikilvægt að vanda til verka, enda þurfi ríki að sína stöðuglyndi þegar komi að öryggi ríkisins. Öryggisstefna sem breytist þegar ný ríkisstjórn tekur við eða ráðherrar skipta um stóla sé lítils virði. Vegna þessa er mikilvægt að finna stefnunni grunn sem allir stjórnmálaflokkar geti sætt sig við. Þátttakendur á ráðstefnunni, sem haldin var af NEXUS, rannsóknarvettvangi á sviði öryggis- og varnarmála, höfðu ólíkar skoðanir á því hvaða atriði þingmenn þurfi helst að hafa í huga við mótun þjóðaröryggisstefnunnar. Allir voru þó sammála um að ógn af hernaðarátökum væri í besta falli fjarlæg og ólíkleg í þessum heimshluta. Þó að taka þurfi á nýjum hættum á borð við hryðjuverk, skipulagða glæpastarfsemi og tölvuárásir í þjóðaröryggisstefnunni eru aðrar ógnir nærtækari, sagði Bailes. Nýja stefnan þarf að taka tillit til hættu af völdum náttúruhamfara, stórslysa og smitsjúkdóma, sem eru líklegri til að hafa áhrif hér. „Ef ég væri að skrifa þjóðaröryggisstefnu á Íslandi í dag yrði það fyrsta sem ég skoðaði líklega ógnin af öðru fjármálaáfalli," sagði Bailes. Hún sagði nær óhugsandi að fjalla ekki um hættuna af slíku áfalli í nýrri þjóðaröryggisstefnu Íslands. Tölvuárásir eru ógn sem verður að taka alvarlega, sagði Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte. Hann sagði lítið hald í að skýla sér bak við það að enginn vilji ráðast á litla Ísland. Dæmin sýni að netárásir séu gerðar af litlu tilefni, enda geti hver sem er staðið í slíkum árásum fyrir lítið fé með einfaldri netleit. Ólíklegt er að alvarlegustu ógnirnar sem Ísland stendur frammi fyrir verði að veruleika, en þar sem afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar þarf að búa sig undir þær, sagði Böðvar Tómasson, sérfræðingur í öryggismálum hjá verkfræðistofunni EFLA. Hann nefndi í því samhengi tölvuárásir og allt sem ógnað gæti matvælaöryggi landsins. Hlýnun jarðar af mannavöldum er eitt af því sem verður að fjalla ýtarlega um í þjóðaröryggisstefnunni, sagði Auður H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst. Hún sagði þessa ógn öðruvísi en flestar sem Ísland standi frammi fyrir, ekki síst vegna þess hversu óáþreifanleg hún sé og hversu erfitt sé að bregðast við henni. Þingmennirnir tíu sem móta nú þjóðaröryggisstefnu þurfa að hafa öll þessi atriði og fleiri í huga við mótun stefnunnar. Á endanum er það Alþingi sem þarf að taka afstöðu til málsins og móta fyrstu þjóðaröryggisstefnu landsins. brjann@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjá meira
Vinna við mótun fyrstu þjóðaröryggisstefnu sem unnin hefur verið hér á landi er nú hálfnuð miðað við skipunartíma þingmannanefndar. Sérfræðingar segja að í stefnunni verði að fjalla um fjölbreyttar ógnir. Hvað þurfa þingmenn að hafa í huga þegar þeir móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland? Nefnd tíu þingmanna sem hafa það verkefni að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland hefur nú notað helming þess tíma sem henni var úthlutað til að ljúka verkinu, en hún á að skila niðurstöðu í júní. Nefndin stendur frammi fyrir ýmsum erfiðleikum, enda Ísland ekki þurft að móta sér sína eigin þjóðaröryggisstefnu fram til þessa, þar sem varnir landsins hafa verið á hendi Bandaríkjanna. Ísland er ekki eina ríkið sem vinnur að slíkri stefnu. Flest önnur ríki eru ýmist að vinna í nýrri stefnu eða að uppfæra eldri þjóðaröryggisstefnu, sagði Alyson Bailes, aðjúnkt við Háskóla Íslands, á ráðstefnu um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland í gær. Bailes sagði afar mikilvægt að vanda til verka, enda þurfi ríki að sína stöðuglyndi þegar komi að öryggi ríkisins. Öryggisstefna sem breytist þegar ný ríkisstjórn tekur við eða ráðherrar skipta um stóla sé lítils virði. Vegna þessa er mikilvægt að finna stefnunni grunn sem allir stjórnmálaflokkar geti sætt sig við. Þátttakendur á ráðstefnunni, sem haldin var af NEXUS, rannsóknarvettvangi á sviði öryggis- og varnarmála, höfðu ólíkar skoðanir á því hvaða atriði þingmenn þurfi helst að hafa í huga við mótun þjóðaröryggisstefnunnar. Allir voru þó sammála um að ógn af hernaðarátökum væri í besta falli fjarlæg og ólíkleg í þessum heimshluta. Þó að taka þurfi á nýjum hættum á borð við hryðjuverk, skipulagða glæpastarfsemi og tölvuárásir í þjóðaröryggisstefnunni eru aðrar ógnir nærtækari, sagði Bailes. Nýja stefnan þarf að taka tillit til hættu af völdum náttúruhamfara, stórslysa og smitsjúkdóma, sem eru líklegri til að hafa áhrif hér. „Ef ég væri að skrifa þjóðaröryggisstefnu á Íslandi í dag yrði það fyrsta sem ég skoðaði líklega ógnin af öðru fjármálaáfalli," sagði Bailes. Hún sagði nær óhugsandi að fjalla ekki um hættuna af slíku áfalli í nýrri þjóðaröryggisstefnu Íslands. Tölvuárásir eru ógn sem verður að taka alvarlega, sagði Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte. Hann sagði lítið hald í að skýla sér bak við það að enginn vilji ráðast á litla Ísland. Dæmin sýni að netárásir séu gerðar af litlu tilefni, enda geti hver sem er staðið í slíkum árásum fyrir lítið fé með einfaldri netleit. Ólíklegt er að alvarlegustu ógnirnar sem Ísland stendur frammi fyrir verði að veruleika, en þar sem afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar þarf að búa sig undir þær, sagði Böðvar Tómasson, sérfræðingur í öryggismálum hjá verkfræðistofunni EFLA. Hann nefndi í því samhengi tölvuárásir og allt sem ógnað gæti matvælaöryggi landsins. Hlýnun jarðar af mannavöldum er eitt af því sem verður að fjalla ýtarlega um í þjóðaröryggisstefnunni, sagði Auður H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst. Hún sagði þessa ógn öðruvísi en flestar sem Ísland standi frammi fyrir, ekki síst vegna þess hversu óáþreifanleg hún sé og hversu erfitt sé að bregðast við henni. Þingmennirnir tíu sem móta nú þjóðaröryggisstefnu þurfa að hafa öll þessi atriði og fleiri í huga við mótun stefnunnar. Á endanum er það Alþingi sem þarf að taka afstöðu til málsins og móta fyrstu þjóðaröryggisstefnu landsins. brjann@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjá meira