Umræða, ekki afneitun Ögmundur Jónasson skrifar 19. janúar 2012 06:00 Fundarhöld eru stór hluti af lífi stjórnmálamanns. Það þyrfti heila grein – og væri hún lítið skemmtileg – til að fjalla um þann fjölda funda sem meðalstjórnmálamaður situr á einni viku. Sumir fundir eru venjubundnir og ef til vill takmarkað gagnlegir á meðan aðrir fundir eru líflegir og fræðandi, opna jafnvel augu þátttakenda og sá fræjum til framtíðar. Sama á við um ráðstefnur, hvort sem þær eru alþjóðlegar eða bundnar við ein landamæri. Alþjóðlegt samstarf getur hæglega hætt að snúast um innihald og farið að snúast um form, nokkuð sem ber að forðast í lengstu lög. Sjálfur hef ég haft fyrir reglu að reyna að taka ekki ótilneyddur þátt í rútínukenndum fundum á alþjóðavettvangi en að beina heldur sjónum og kröftum að fundum og ráðstefnum sem eru raunverulegur lýðræðislegur vettvangur, eða – og helst í senn – eru upplýsandi og fræðandi, hafa vekjandi áhrif á þankaganginn og viðhalda þannig frjórri hugsun. Kannski verður það þú…Þetta síðastnefnda átti við um ráðstefnu Evrópuráðsins um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sem haldin var í Róm fyrir rúmu ári síðan. Á ráðstefnunni var fjallað um sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu á börnum og þær skyldur sem eru lagðar á herðar ríkjanna sem að sáttmálanum standa, en Ísland er þeirra á meðal. Það voru þó ekki eingöngu skyldur ríkja sem sjónum var beint að, heldur einnig skyldur okkar allra sem einstaklingar í samfélagi. „Kannski verður það þú sem hjálpar,“ stóð á einu póstkortanna sem Evrópuráðið dreifði og sú setning sat í mér. Eru augu mín alltaf opin? Hlusta ég á hjálparkall? Það sem er mér minnisstæðast frá ráðstefnunni eru orð ungmenna, sem höfðu verið beitt ofbeldi í æsku, um hvernig þau reyndu að kalla eftir hjálp en enginn tók í útrétta hönd þeirra. Ungmennin sögðu frá því hvernig kerfin brugðust þeim, ekki vegna ills vilja þeirra sem innan þeirra störfuðu, heldur vegna vanþekkingar á eðli og afleiðingum þeirra afbrota sem um ræddi, það er kynferðisbrota gegn börnum. Vanþekkingu er eytt með fræðslu og umræðu en henni er viðhaldið með afneitun og þögn. Okkur öllum ber skylda til að hoppa ekki á vagn þess síðarnefnda, þótt það kunni að virðast einfaldara og þægilegra til skamms tíma. Á ráðstefnu Evrópuráðsins var kallað eftir samtali við réttarkerfi, heilbrigðiskerfi og félagskerfi um kynferðislegt ofbeldi. Markmiðið er að ekkert barn þurfi að upplifa það sem ungmennin lýstu – að finnast þau hlutur á færibandi réttvísinnar, sem að lokum reyndist ekki alltaf réttvísi. Ákall um samtalHér á landi hefur orðið það mikil breyting á meðferð kynferðisbrota gegn börnum að það er nærri lagi að tala um byltingu. Vitundarvakning hefur orðið fyrir tilstilli einstaklinga og grasrótarsamtaka og réttarkerfið hefur tekið við sér með bættari lögreglurannsóknum og stofnun Barnahúss, sem litið er til sem fyrirmyndar úti í heimi. Þetta þýðir ekki að við getum látið staðar numið, það leyfist okkur ekki fyrr en ofbeldi gegn börnum hefur verið útrýmt. Því miður erum við langt fjarri því markmiði. Börn og ungmenni eru ekki ein um að hafa kallað eftir betra réttarkerfi vegna brota sem þau verða fyrir. Fullorðnir brotaþolar kynferðisofbeldis hafa vakið athygli á erfiðri reynslu sinni við að leita réttar síns. Þessu fylgir ákall um samtal: Er hægt að bæta meðferð kynferðisbrota til að treysta réttarríkið? Hverju er hægt að breyta og hverju ekki? Hver eru viðhorf okkar sem samfélags til brotaflokksins? Lita þau viðhorf meðferð þessara mála? Þessar spurningar eru meðal þeirra sem verða ræddar á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota sem fram fer nú á föstudag en ráðstefnan er haldin af innanríkisráðuneytinu og lagadeild Háskóla Íslands í samvinnu við Evrópuráðið og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr. Með minni aðkomu að ráðstefnunni vil ég leggja mín lóð á vogarskálarnar í að efla fræðslu og umræðu um þessa stóru áskorun sem réttarkerfið – og samfélagið í heild sinni – þarf að takast á við. Ef til vill sáir þessi ráðstefna fræjum til framtíðar, líkt og var um ráðstefnuna í Róm. Þá yrði markmiðinu með þessu litla skrefi náð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fundarhöld eru stór hluti af lífi stjórnmálamanns. Það þyrfti heila grein – og væri hún lítið skemmtileg – til að fjalla um þann fjölda funda sem meðalstjórnmálamaður situr á einni viku. Sumir fundir eru venjubundnir og ef til vill takmarkað gagnlegir á meðan aðrir fundir eru líflegir og fræðandi, opna jafnvel augu þátttakenda og sá fræjum til framtíðar. Sama á við um ráðstefnur, hvort sem þær eru alþjóðlegar eða bundnar við ein landamæri. Alþjóðlegt samstarf getur hæglega hætt að snúast um innihald og farið að snúast um form, nokkuð sem ber að forðast í lengstu lög. Sjálfur hef ég haft fyrir reglu að reyna að taka ekki ótilneyddur þátt í rútínukenndum fundum á alþjóðavettvangi en að beina heldur sjónum og kröftum að fundum og ráðstefnum sem eru raunverulegur lýðræðislegur vettvangur, eða – og helst í senn – eru upplýsandi og fræðandi, hafa vekjandi áhrif á þankaganginn og viðhalda þannig frjórri hugsun. Kannski verður það þú…Þetta síðastnefnda átti við um ráðstefnu Evrópuráðsins um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sem haldin var í Róm fyrir rúmu ári síðan. Á ráðstefnunni var fjallað um sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu á börnum og þær skyldur sem eru lagðar á herðar ríkjanna sem að sáttmálanum standa, en Ísland er þeirra á meðal. Það voru þó ekki eingöngu skyldur ríkja sem sjónum var beint að, heldur einnig skyldur okkar allra sem einstaklingar í samfélagi. „Kannski verður það þú sem hjálpar,“ stóð á einu póstkortanna sem Evrópuráðið dreifði og sú setning sat í mér. Eru augu mín alltaf opin? Hlusta ég á hjálparkall? Það sem er mér minnisstæðast frá ráðstefnunni eru orð ungmenna, sem höfðu verið beitt ofbeldi í æsku, um hvernig þau reyndu að kalla eftir hjálp en enginn tók í útrétta hönd þeirra. Ungmennin sögðu frá því hvernig kerfin brugðust þeim, ekki vegna ills vilja þeirra sem innan þeirra störfuðu, heldur vegna vanþekkingar á eðli og afleiðingum þeirra afbrota sem um ræddi, það er kynferðisbrota gegn börnum. Vanþekkingu er eytt með fræðslu og umræðu en henni er viðhaldið með afneitun og þögn. Okkur öllum ber skylda til að hoppa ekki á vagn þess síðarnefnda, þótt það kunni að virðast einfaldara og þægilegra til skamms tíma. Á ráðstefnu Evrópuráðsins var kallað eftir samtali við réttarkerfi, heilbrigðiskerfi og félagskerfi um kynferðislegt ofbeldi. Markmiðið er að ekkert barn þurfi að upplifa það sem ungmennin lýstu – að finnast þau hlutur á færibandi réttvísinnar, sem að lokum reyndist ekki alltaf réttvísi. Ákall um samtalHér á landi hefur orðið það mikil breyting á meðferð kynferðisbrota gegn börnum að það er nærri lagi að tala um byltingu. Vitundarvakning hefur orðið fyrir tilstilli einstaklinga og grasrótarsamtaka og réttarkerfið hefur tekið við sér með bættari lögreglurannsóknum og stofnun Barnahúss, sem litið er til sem fyrirmyndar úti í heimi. Þetta þýðir ekki að við getum látið staðar numið, það leyfist okkur ekki fyrr en ofbeldi gegn börnum hefur verið útrýmt. Því miður erum við langt fjarri því markmiði. Börn og ungmenni eru ekki ein um að hafa kallað eftir betra réttarkerfi vegna brota sem þau verða fyrir. Fullorðnir brotaþolar kynferðisofbeldis hafa vakið athygli á erfiðri reynslu sinni við að leita réttar síns. Þessu fylgir ákall um samtal: Er hægt að bæta meðferð kynferðisbrota til að treysta réttarríkið? Hverju er hægt að breyta og hverju ekki? Hver eru viðhorf okkar sem samfélags til brotaflokksins? Lita þau viðhorf meðferð þessara mála? Þessar spurningar eru meðal þeirra sem verða ræddar á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota sem fram fer nú á föstudag en ráðstefnan er haldin af innanríkisráðuneytinu og lagadeild Háskóla Íslands í samvinnu við Evrópuráðið og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr. Með minni aðkomu að ráðstefnunni vil ég leggja mín lóð á vogarskálarnar í að efla fræðslu og umræðu um þessa stóru áskorun sem réttarkerfið – og samfélagið í heild sinni – þarf að takast á við. Ef til vill sáir þessi ráðstefna fræjum til framtíðar, líkt og var um ráðstefnuna í Róm. Þá yrði markmiðinu með þessu litla skrefi náð.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun