Frávísun felld eftir langar umræður 21. janúar 2012 05:45 Heitt var í mönnum á þingi í gær. Þingmenn röðuðu sér á mælendaskrá og fjölmargir fóru í andvsör. Umræðan stóð enda fram á kvöld og stóð enn þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þingmenn ræddu tillögu um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde fram á kvöld í gær. Lagt var til að henni yrði vísað frá og niðurstaða lá ekki ljós fyrr en í gærkvöldi. Frávísunartillagan var felld með 31 atkvæði gegn 29. Tekist var á um lagatúlkanir og hvort ný efnisleg rök hefðu komið fram. Aðeins eitt mál var á dagskrá Alþingis í gær: tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að Alþingi afturkalli ákæru á hendur Geir H.Haarde, fyrrum forsætisráðherra. Umræðan hófst klukkan 10.30 í gærmorgun og stóð fram á tíunda tímann í gærkvöldi. Bjarni Benediktsson mælti fyrir tillögu sinni. Hann sagði margt hafa komið fram síðan ákæran var samþykkt sem ætti að hafa áhrif á afstöðu manna. Þá hefði Landsdómur vísað frá fyrstu tveimur liðum af sex í ákærunni. Þeir liðir sem eftir stæðu hefðu aldrei einir og sér leitt til þess að Alþingi hefði ákveðið að höfða sakamál á hendur fyrrverandi forsætisráðherra. Frávísun veigamestu liðanna jafngilti því að meginforsendur málssóknarinnar væru brostnar. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, talaði fyrir rökstuddri dagskrártillögu um að vísa málinu frá. Hann sagði engan forsendubrest hafa orðið á málinu sem réttlætti að fallið verði frá því. Engin beiðni hefði borist um slíkt, hvorki frá saksóknara Alþingis né Landsdómi. Landsdómur hefði hins vegar hafnað því að vísa málinu frá í heild sinni og því stæðu fjögur atriði málshöfðunarinnar eftir óhögguð. Deila þingmanna snérist í grófum dráttum um þrjú atriði: Hvort Alþingi væri sætt á því að grípa inn í störf Landsdóms, hvort einhver ný efnisleg rök hefðu komið fram fyrir afturköllun og hvort mistök hefðu verið gerð við atkvæðagreiðsluna í september 2010 sem bæri að leiðrétta. Löglegt eða ekki?Drjúgur tími þingmanna fór í að rökræða um hvort Alþingi væri heimilt að draga tillöguna til baka. Vísað var í greinargerð með lögum um Landsdóm, sem Ólafur Jóhannesson samdi og Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, mælti fyrir. Var þar helst vísað í tilvitnun sem Fréttablaðið birti í gær, en þar segir, eftir leiðsögn um saksóknarnefnd: „En eins og nú er, hefur Alþingi engin skipti af málinu, eftir að það hefur kjörið sóknara.“ Þeir sem styðja tillögu Bjarna vísuðu hins vegar í seinni tíma lögspekinga, svo sem Stefán Má Stefánsson, Róbert Spanó og Ragnar Hall. Þeir hefðu allir metið það svo að Alþingi hefði heimild til að afturkalla ákæruna, enda saksóknaraðili. Fjöldi þingmanna lýsti sig andsnúinn niðurstöðu forseta Alþingis að tillagan væri þingtæk. Mistök eða ekkiAtli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar sem lagði ákærurnar til, sagði mistök hafa verið gerð við atkvæðagreiðsluna. Hann hefði ætíð skilið málið svo að um eina heildstæða tillögu um ákæru á hendur fjórum fyrrum ráðherrum væri að ræða, en ekki fjórar sjálfstæðar tillögur. Þegar í ljós kom að aðeins var samþykkt að ákæra einn ráðherra hefði átt að gera hlé á þingfundi og kalla þingmannanefndina saman. Heggur hann þar í sama knérunn og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sem lýst hefur yfir sömu skoðun. Atla ber þar ekki saman við Eygló Harðardóttur, þingmann Framsóknarflokksins, en hún sat með honum í nefndinni. Hún sagði það alla tíð hafa verið sinn skilning að um fjórar aðskildar tillögur væri að ræða. Annað hefði ekki gengið enda væri um að ræða tillögur um persónulega ábyrgð hvers og eins sem gæti leitt til ákæru. Slíku væri ekki hægt að slá saman í einn pakka. Fylgismenn tillögu Bjarna vitnuðu ótt í ummæli Atla og töldu að það að sumir þeirra sem samþykktu ákæru töluðu nú um mistök væri næg ástæða fyrir því að hleypa málinu áfram. Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði það hins vegar af og frá. Mýmörg dæmi væru um að menn skiptu um skoðun þegar nokkuð væri liðið frá atkvæðagreiðslu. Slíkt kallaði ekki á endurupptöku mála. Landsdómur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Þingmenn ræddu tillögu um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde fram á kvöld í gær. Lagt var til að henni yrði vísað frá og niðurstaða lá ekki ljós fyrr en í gærkvöldi. Frávísunartillagan var felld með 31 atkvæði gegn 29. Tekist var á um lagatúlkanir og hvort ný efnisleg rök hefðu komið fram. Aðeins eitt mál var á dagskrá Alþingis í gær: tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að Alþingi afturkalli ákæru á hendur Geir H.Haarde, fyrrum forsætisráðherra. Umræðan hófst klukkan 10.30 í gærmorgun og stóð fram á tíunda tímann í gærkvöldi. Bjarni Benediktsson mælti fyrir tillögu sinni. Hann sagði margt hafa komið fram síðan ákæran var samþykkt sem ætti að hafa áhrif á afstöðu manna. Þá hefði Landsdómur vísað frá fyrstu tveimur liðum af sex í ákærunni. Þeir liðir sem eftir stæðu hefðu aldrei einir og sér leitt til þess að Alþingi hefði ákveðið að höfða sakamál á hendur fyrrverandi forsætisráðherra. Frávísun veigamestu liðanna jafngilti því að meginforsendur málssóknarinnar væru brostnar. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, talaði fyrir rökstuddri dagskrártillögu um að vísa málinu frá. Hann sagði engan forsendubrest hafa orðið á málinu sem réttlætti að fallið verði frá því. Engin beiðni hefði borist um slíkt, hvorki frá saksóknara Alþingis né Landsdómi. Landsdómur hefði hins vegar hafnað því að vísa málinu frá í heild sinni og því stæðu fjögur atriði málshöfðunarinnar eftir óhögguð. Deila þingmanna snérist í grófum dráttum um þrjú atriði: Hvort Alþingi væri sætt á því að grípa inn í störf Landsdóms, hvort einhver ný efnisleg rök hefðu komið fram fyrir afturköllun og hvort mistök hefðu verið gerð við atkvæðagreiðsluna í september 2010 sem bæri að leiðrétta. Löglegt eða ekki?Drjúgur tími þingmanna fór í að rökræða um hvort Alþingi væri heimilt að draga tillöguna til baka. Vísað var í greinargerð með lögum um Landsdóm, sem Ólafur Jóhannesson samdi og Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, mælti fyrir. Var þar helst vísað í tilvitnun sem Fréttablaðið birti í gær, en þar segir, eftir leiðsögn um saksóknarnefnd: „En eins og nú er, hefur Alþingi engin skipti af málinu, eftir að það hefur kjörið sóknara.“ Þeir sem styðja tillögu Bjarna vísuðu hins vegar í seinni tíma lögspekinga, svo sem Stefán Má Stefánsson, Róbert Spanó og Ragnar Hall. Þeir hefðu allir metið það svo að Alþingi hefði heimild til að afturkalla ákæruna, enda saksóknaraðili. Fjöldi þingmanna lýsti sig andsnúinn niðurstöðu forseta Alþingis að tillagan væri þingtæk. Mistök eða ekkiAtli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar sem lagði ákærurnar til, sagði mistök hafa verið gerð við atkvæðagreiðsluna. Hann hefði ætíð skilið málið svo að um eina heildstæða tillögu um ákæru á hendur fjórum fyrrum ráðherrum væri að ræða, en ekki fjórar sjálfstæðar tillögur. Þegar í ljós kom að aðeins var samþykkt að ákæra einn ráðherra hefði átt að gera hlé á þingfundi og kalla þingmannanefndina saman. Heggur hann þar í sama knérunn og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sem lýst hefur yfir sömu skoðun. Atla ber þar ekki saman við Eygló Harðardóttur, þingmann Framsóknarflokksins, en hún sat með honum í nefndinni. Hún sagði það alla tíð hafa verið sinn skilning að um fjórar aðskildar tillögur væri að ræða. Annað hefði ekki gengið enda væri um að ræða tillögur um persónulega ábyrgð hvers og eins sem gæti leitt til ákæru. Slíku væri ekki hægt að slá saman í einn pakka. Fylgismenn tillögu Bjarna vitnuðu ótt í ummæli Atla og töldu að það að sumir þeirra sem samþykktu ákæru töluðu nú um mistök væri næg ástæða fyrir því að hleypa málinu áfram. Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði það hins vegar af og frá. Mýmörg dæmi væru um að menn skiptu um skoðun þegar nokkuð væri liðið frá atkvæðagreiðslu. Slíkt kallaði ekki á endurupptöku mála.
Landsdómur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira