Kafteinn Evrópa og þjóðernishyggjan Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 25. janúar 2012 06:00 Það er freistandi fyrir óvandaða stjórnmálamenn, fræðimenn og aðra sem telja sig þurfa að koma óorði á pólitíska andstæðinga að kenna þá við þjóðernisöfgar. Þetta bragð er þekkt í ríkjum þar sem Evrópuaðild er rædd, þ.e. að talsmenn ESB-aðildar reyna að mála andstæðinga sína upp sem þjóðernisöfgamenn. Til stuðnings þessu eru tínd til ýmis alvanaleg atriði eins og notkun íslenska fánans, sýningar á þjóðaríþróttinni og það að talað sé um tækifæri Íslands í framtíðinni á jákvæðan hátt. Í kjölfarið koma svo samlíkingar við fasisma og þjóðernisáróður þýskra nasista, sem í næstu setningu er svo minnt á að sé einmitt það sem ESB var upphaflega stofnað til að sporna gegn. Þannig gefur rökfærslan í skyn að þeir sem séu á móti ESB séu með þjóðernisöfgum og áróðri. Hið þjóðernissinnaða EvrópusambandÞetta eru auðvitað þægileg og hentug stóryrði, sérstaklega nú þegar óhamingju ESB-sinna verður allt að vopni í skuldakreppunni í Evrópu og óvissunni um framtíð ESB. En sannleikurinn er allt annar. Í örvæntingu sinni gleyma þeir hversu mikla þjóðernistilburði Evrópusambandið sýnir sjálft. Evrópusambandið sýnir nefnilega mikla tilburði til að koma fram sem þjóðríki og gengur í raun miklu lengra en t.d. nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur við að koma inn þjóðernishugsun hjá íbúum sambandsins og vonbiðlum þess. Ýmis dæmi má nefna um þetta. ESB-sinnar segja t.d. að notkun íslenska fánans sé merki um þjóðernisöfgar ESB-andstæðinga. Í því sambandi má benda á að ESB leggur mikla áherslu á hinn bláa, stjörnum prýdda fána sinn. Fáninn er mikið notaður í ESB-ríkjunum, í raun mun meira en íslenski fáninn er notaður á Íslandi, t.d. er honum flaggað allt árið við stjórnarbyggingar í mörgum ríkjum og er t.d. notaður á númeraplötur bíla. Ekki er langt síðan kommissararnir í Brussel vildu að íþróttamenn allra ESB-landanna bæru stjörnufánann á búningum sínum, en sú tillaga hefur reyndar farið öfugt ofan í aðildarríkin. ESB hefur auk þess sinn eigin „þjóðhátíðardag" og eigin „þjóðsöng". Allt eru þetta hefbundin þjóðernistákn sem ESB heldur óspart á lofti til að innprenta þegnum sambandsins þá hugsun að þeir séu þegnar hins yfirþjóðlega Evrópuríkis. Ein þjóð í einu ríki. Fyrir utan þessi augljósu merki um þjóðernishugsun ESB (sem eru vissulega kaldhæðnisleg í ljósi uppruna sambandsins) eru ótaldir hinir gríðarlegu fjármunir sem Evrópusambandið veitir ár hvert til verkefna sem uppfylla markmiðið um að innræta íbúum álfunnar hugsjónina um hið sameinaða Evrópuríki. Nærtækasta dæmið eru aðlögunarstyrkirnir sem ESB veitir Íslandi, sem skýrt er kveðið á um að skuli vera jákvætt sýnilegir í íslensku samfélagi. Önnur dæmi eru t.d. að ESB greiðir 5% af framleiðslukostnaði sjónvarpsefnis með „Evrópu-jákvætt" innihald, fræðimenn fá greitt fyrir fyrirlestra sína ef innihaldið sýnir sjónarmið ESB og fríblöðum sem fjalla um ágæti ESB er dreift á milljónir heimila í aðildarríkjunum árlega. Það er því leitun að nokkru þjóðríki sem í dag ver jafn miklum fjárhæðum til „þjóðernisáróðurs" og Evrópusambandið. Kafteinn Evrópa og krakkarnirÞó er nú líklega lengst gengið gagnvart börnunum. Eins og áróðursmeistarar fyrri áratuga veit Evrópusambandið að lykillinn að árangri er að ala upp hugsjónafólk frá unga aldri. Sambandið eyðir mikilli orku og fjármunum í útgáfu á kynningarnámsefni um ESB sem dreift er frítt í aðildarlöndunum, allt frá Evrópulitabókum fyrir leikskóla upp í glansbæklinga sem dásama samvinnu ESB-ríkjanna fyrir eldri börn. Þá er ótalið fyrirbærið „Captain Euro", eða Kafteinn Evrópa, (www.captaineuro.com) teiknuð ofurhetja sem í nafni „Tólfstjörnu-stofnunarinnar" berst gegn óréttlæti og glæpamönnum sem vilja sundra Evrópu. Er 21. öldin gengur í garð breytist heimurinn hraðar en nokkru sinni fyrr. Gamalt skipulag hverfur og nýtt tekur við en því fylgir óvissa um framtíðina. Í þessu umhverfi stöðugra breytinga hefur Evrópusambandið, samband velmegunar og nýsköpunar, komið fram sem risaveldi á heimsvísu. Tólfstjörnu stofnunin var sett á laggirnar til að verja öryggi Evrópu og verja markmið sambandsins… þar sem einn hugrakkur maður heldur eilífri árvekni, KAFTEINN EVRÓPA, evrópska ofurhetjan!" Ef það að flagga íslenska fánanum er talið vera þjóðernisöfgar, hvað myndu ESB-sinnar þá segja um það ef „Kafteinn Ísland" kæmi fram á svipuðum forsendum og þarna? Það er staðreynd að draumaland ESB-sinna er eitt skýrasta dæmi sem þekkist í dag um þjóðernisáróður. Það að ekki er um þjóðríki að ræða heldur samband þjóðríkja gerir áróðurinn ekkert betri eða öðruvísi, heldur gerir hann bara öflugari og lævísari gagnvart börnum á mótunaraldri. Kafteinn Evrópa er lýsandi dæmi um lævísan áróður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Það er freistandi fyrir óvandaða stjórnmálamenn, fræðimenn og aðra sem telja sig þurfa að koma óorði á pólitíska andstæðinga að kenna þá við þjóðernisöfgar. Þetta bragð er þekkt í ríkjum þar sem Evrópuaðild er rædd, þ.e. að talsmenn ESB-aðildar reyna að mála andstæðinga sína upp sem þjóðernisöfgamenn. Til stuðnings þessu eru tínd til ýmis alvanaleg atriði eins og notkun íslenska fánans, sýningar á þjóðaríþróttinni og það að talað sé um tækifæri Íslands í framtíðinni á jákvæðan hátt. Í kjölfarið koma svo samlíkingar við fasisma og þjóðernisáróður þýskra nasista, sem í næstu setningu er svo minnt á að sé einmitt það sem ESB var upphaflega stofnað til að sporna gegn. Þannig gefur rökfærslan í skyn að þeir sem séu á móti ESB séu með þjóðernisöfgum og áróðri. Hið þjóðernissinnaða EvrópusambandÞetta eru auðvitað þægileg og hentug stóryrði, sérstaklega nú þegar óhamingju ESB-sinna verður allt að vopni í skuldakreppunni í Evrópu og óvissunni um framtíð ESB. En sannleikurinn er allt annar. Í örvæntingu sinni gleyma þeir hversu mikla þjóðernistilburði Evrópusambandið sýnir sjálft. Evrópusambandið sýnir nefnilega mikla tilburði til að koma fram sem þjóðríki og gengur í raun miklu lengra en t.d. nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur við að koma inn þjóðernishugsun hjá íbúum sambandsins og vonbiðlum þess. Ýmis dæmi má nefna um þetta. ESB-sinnar segja t.d. að notkun íslenska fánans sé merki um þjóðernisöfgar ESB-andstæðinga. Í því sambandi má benda á að ESB leggur mikla áherslu á hinn bláa, stjörnum prýdda fána sinn. Fáninn er mikið notaður í ESB-ríkjunum, í raun mun meira en íslenski fáninn er notaður á Íslandi, t.d. er honum flaggað allt árið við stjórnarbyggingar í mörgum ríkjum og er t.d. notaður á númeraplötur bíla. Ekki er langt síðan kommissararnir í Brussel vildu að íþróttamenn allra ESB-landanna bæru stjörnufánann á búningum sínum, en sú tillaga hefur reyndar farið öfugt ofan í aðildarríkin. ESB hefur auk þess sinn eigin „þjóðhátíðardag" og eigin „þjóðsöng". Allt eru þetta hefbundin þjóðernistákn sem ESB heldur óspart á lofti til að innprenta þegnum sambandsins þá hugsun að þeir séu þegnar hins yfirþjóðlega Evrópuríkis. Ein þjóð í einu ríki. Fyrir utan þessi augljósu merki um þjóðernishugsun ESB (sem eru vissulega kaldhæðnisleg í ljósi uppruna sambandsins) eru ótaldir hinir gríðarlegu fjármunir sem Evrópusambandið veitir ár hvert til verkefna sem uppfylla markmiðið um að innræta íbúum álfunnar hugsjónina um hið sameinaða Evrópuríki. Nærtækasta dæmið eru aðlögunarstyrkirnir sem ESB veitir Íslandi, sem skýrt er kveðið á um að skuli vera jákvætt sýnilegir í íslensku samfélagi. Önnur dæmi eru t.d. að ESB greiðir 5% af framleiðslukostnaði sjónvarpsefnis með „Evrópu-jákvætt" innihald, fræðimenn fá greitt fyrir fyrirlestra sína ef innihaldið sýnir sjónarmið ESB og fríblöðum sem fjalla um ágæti ESB er dreift á milljónir heimila í aðildarríkjunum árlega. Það er því leitun að nokkru þjóðríki sem í dag ver jafn miklum fjárhæðum til „þjóðernisáróðurs" og Evrópusambandið. Kafteinn Evrópa og krakkarnirÞó er nú líklega lengst gengið gagnvart börnunum. Eins og áróðursmeistarar fyrri áratuga veit Evrópusambandið að lykillinn að árangri er að ala upp hugsjónafólk frá unga aldri. Sambandið eyðir mikilli orku og fjármunum í útgáfu á kynningarnámsefni um ESB sem dreift er frítt í aðildarlöndunum, allt frá Evrópulitabókum fyrir leikskóla upp í glansbæklinga sem dásama samvinnu ESB-ríkjanna fyrir eldri börn. Þá er ótalið fyrirbærið „Captain Euro", eða Kafteinn Evrópa, (www.captaineuro.com) teiknuð ofurhetja sem í nafni „Tólfstjörnu-stofnunarinnar" berst gegn óréttlæti og glæpamönnum sem vilja sundra Evrópu. Er 21. öldin gengur í garð breytist heimurinn hraðar en nokkru sinni fyrr. Gamalt skipulag hverfur og nýtt tekur við en því fylgir óvissa um framtíðina. Í þessu umhverfi stöðugra breytinga hefur Evrópusambandið, samband velmegunar og nýsköpunar, komið fram sem risaveldi á heimsvísu. Tólfstjörnu stofnunin var sett á laggirnar til að verja öryggi Evrópu og verja markmið sambandsins… þar sem einn hugrakkur maður heldur eilífri árvekni, KAFTEINN EVRÓPA, evrópska ofurhetjan!" Ef það að flagga íslenska fánanum er talið vera þjóðernisöfgar, hvað myndu ESB-sinnar þá segja um það ef „Kafteinn Ísland" kæmi fram á svipuðum forsendum og þarna? Það er staðreynd að draumaland ESB-sinna er eitt skýrasta dæmi sem þekkist í dag um þjóðernisáróður. Það að ekki er um þjóðríki að ræða heldur samband þjóðríkja gerir áróðurinn ekkert betri eða öðruvísi, heldur gerir hann bara öflugari og lævísari gagnvart börnum á mótunaraldri. Kafteinn Evrópa er lýsandi dæmi um lævísan áróður.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar