Ný reglugerð markar tímamót Svandís Svavarsdóttir skrifar 26. janúar 2012 06:00 Ný byggingarreglugerð sem hefur litið dagsins ljós er sérlega yfirgripsmikil og tekur til fjölda atriða sem snerta daglegt líf og aðbúnað almennings. Ýmis nýmæli eru í nýju reglugerðinni, s.s. aukin áhersla á aðgengismál. Þar er stuðst við svokallaða algilda hönnun, sem gerir ráð fyrir að mannvirki séu þannig úr garði gerð að þau henti öllum – ekki aðeins þeim sem hafa fulla heilsu. Áætlað er að minnst tíu prósent íbúa landsins búi við varanlega hreyfihömlun eða annars konar fötlun og auk þess hefur fjöldi fólks skerta hreyfigetu vegna aldurs eða tímabundinna aðstæðna. Sérstaklega skal taka tillit til þessa við hönnun mannvirkja samkvæmt reglugerðinni. Þá eru auknar kröfur um sjálfbærni í mannvirkjagerð , t.d. um einangrun, flokkun byggingaúrgangs, endingu og um að umhverfisáhrifum byggingarinnar sé haldið í lágmarki. Betri orkunýting er einnig sett á oddinn, sem er mikilvægt neytendamál, því þótt Íslendingar hafi löngum státað af ódýrri og endurnýjanlegri orku er ljóst að orkuverð fer hækkandi. Neytendavernd er reyndar almennt gert hátt undir höfði því lögð er áhersla á að standa vörð um verðmætar eignir almennings með því að stuðla að endingu og hagkvæmni. M.a. er gert ráð fyrir markvissara og samræmdara eftirliti í mannvirkjagerð en áður. Þannig eru líkur auknar á því að ný hús uppfylli væntingar kaupenda og dregið úr hættu á göllum. Innleiðing gæðastjórnunarkerfa í starfsemi byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara þjóna sama markmiði. Ákvæði sem snerta þessa þætti eiga jafnframt að leiða til sparnaðar. Öryggiskröfur eru auknar í nýju reglugerðinni, ekki síst hvað varðar öryggi barna. Sérstakur kafli er um hollustu, heilsu og umhverfi – þar sem m.a. er tekið á raka í húsum. Þá eru kröfur um hljóðvist auknar til muna, með sérstakri áherslu á skóla og aðra staði þar sem börn dvelja og einnig á sjúkrahús. Byggingarreglugerð er dæmi um regluverk sem fæst okkar þurfa að eiga við dags daglega, en hún er gríðarlega mikilvæg, því þar eru lagðar línurnar fyrir megnið af því manngerða umhverfi sem við verjum tíma okkar í. Miklu skiptir að þetta umhverfi sé sem best úr garði gert. Nýja reglugerðin er stórt skref fram á við sem mun bæta lífsskilyrði almennings til muna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Ný byggingarreglugerð sem hefur litið dagsins ljós er sérlega yfirgripsmikil og tekur til fjölda atriða sem snerta daglegt líf og aðbúnað almennings. Ýmis nýmæli eru í nýju reglugerðinni, s.s. aukin áhersla á aðgengismál. Þar er stuðst við svokallaða algilda hönnun, sem gerir ráð fyrir að mannvirki séu þannig úr garði gerð að þau henti öllum – ekki aðeins þeim sem hafa fulla heilsu. Áætlað er að minnst tíu prósent íbúa landsins búi við varanlega hreyfihömlun eða annars konar fötlun og auk þess hefur fjöldi fólks skerta hreyfigetu vegna aldurs eða tímabundinna aðstæðna. Sérstaklega skal taka tillit til þessa við hönnun mannvirkja samkvæmt reglugerðinni. Þá eru auknar kröfur um sjálfbærni í mannvirkjagerð , t.d. um einangrun, flokkun byggingaúrgangs, endingu og um að umhverfisáhrifum byggingarinnar sé haldið í lágmarki. Betri orkunýting er einnig sett á oddinn, sem er mikilvægt neytendamál, því þótt Íslendingar hafi löngum státað af ódýrri og endurnýjanlegri orku er ljóst að orkuverð fer hækkandi. Neytendavernd er reyndar almennt gert hátt undir höfði því lögð er áhersla á að standa vörð um verðmætar eignir almennings með því að stuðla að endingu og hagkvæmni. M.a. er gert ráð fyrir markvissara og samræmdara eftirliti í mannvirkjagerð en áður. Þannig eru líkur auknar á því að ný hús uppfylli væntingar kaupenda og dregið úr hættu á göllum. Innleiðing gæðastjórnunarkerfa í starfsemi byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara þjóna sama markmiði. Ákvæði sem snerta þessa þætti eiga jafnframt að leiða til sparnaðar. Öryggiskröfur eru auknar í nýju reglugerðinni, ekki síst hvað varðar öryggi barna. Sérstakur kafli er um hollustu, heilsu og umhverfi – þar sem m.a. er tekið á raka í húsum. Þá eru kröfur um hljóðvist auknar til muna, með sérstakri áherslu á skóla og aðra staði þar sem börn dvelja og einnig á sjúkrahús. Byggingarreglugerð er dæmi um regluverk sem fæst okkar þurfa að eiga við dags daglega, en hún er gríðarlega mikilvæg, því þar eru lagðar línurnar fyrir megnið af því manngerða umhverfi sem við verjum tíma okkar í. Miklu skiptir að þetta umhverfi sé sem best úr garði gert. Nýja reglugerðin er stórt skref fram á við sem mun bæta lífsskilyrði almennings til muna.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun