Engin kraftaverk á Króknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2012 07:00 Bárður Eyþórsson hefur náð frábærum árangri með Tindastólsliðið á þessu tímabili. Mynd/Anton KörfuboltiTindastóll byrjaði tímabilið ekki vel og stjórnarmenn körfuknattleiksdeildarinnar urðu síðan að hafa snör handtök þegar þjálfarinn Borce Ilievski hætti með liðið eftir þrjú töp í fyrstu þremur leikjunum. Tindastóll hafði hins vegar heppnina með sér þegar félagið datt niður á Bárð Eyþórsson, ferskan eftir góðan tíma á sjónum og tilbúinn í slaginn á ný. Bárður hafði ekki þjálfað síðan hann hætti með Fjölni vorið 2010 en var fljótur að rífa Stólana upp og nú eru þeir orðnir eitt heitasta liðið í karlakörfunni. „Ég byrjaði ekkert að vinna hérna þó að það hafi síðan gerst fljótlega," segir Bárður en fjórir fyrstu leikirnir töpuðust þar af tveir þeirra á móti tveimur heitustu liðum deildarinnar. Tindastóll vann fyrsta leikinn á móti Val 10. nóvember og síðan þá hefur liðið varla tapað leik. Tindastóll sló Njarðvík út úr átta liða úrslitum bikarsins á sunnudagskvöldið sem var tíundi sigurinn í síðustu tólf leikjum. Allir vissu hvað bjó í liðinuMynd/Anton„Ég held að allir hafi vitað að það bjó mikið í þessu liði og þess vegna tók ég þetta að mér," sagði Bárður og hann mun fylgjast vel með í dag þegar dregið verður í undanúrslit bikarsins. „Þegar þú ert kominn svona langt þá skiptir ekki alltaf máli hvar þú spilar en það er aldrei verra að fá heimaleik," segir Bárður og Tindastóll gæti dregist á móti Keflvíkingum sem mæta í Síkið í Iceland Express-deildinni í kvöld. Í pottinum eru líka KR og KFÍ. „Ég finn mig mjög vel á Króknum og finnst mjög gott að vera hérna.Þeim finnst greinilega ágætt að h afa mig því þeir eru að spila svona vel. Það var fínt að hvíla sig aðeins á þjálfuninni. Ég fór á sjóinn á meðan, á frystitogara, og mér fannst það mjög góður tími. Ég er enn þá í góðu sambandi við strákana á Hrafni Sveinbjarnarsyni," segir Bárður sem segist hafa þurft að taka þessa pásu út af persónulegum ástæðum. „Maður er vonandi alltaf að læra allt sitt líf og maður er aldrei fullnuma í þessum fræðum. Ég veit ekki hvort ég kem eitthvað öðruvísi að þessu. Ætli maður horfi ekki bara öðruvísi á lífið." Bárður telur að strákarnir hans geti gert enn betur. „Mér finnst að við eigum helling inni og við erum ekki búnir að toppa. Við erum ekkert að spila neinn glimrandi bolta þó svo að við skorum nógu mikið. Okkur finnst við eiga nóg inni og það heldur okkur á jörðinni. Það er mikill metnaður í strákunum og þeir mæta á hverja einustu æfingu til þess að leggja sig fram. Þar er slegist og allt sem því fylgir, til þess að halda uppi góðri æfingu," segir Bárður. „Við erum alltaf að vinna í okkar hlutum á hverjum degi. Varnarleikurinn okkar hefur styrkst leik frá leik og mistökunum okkar þar fækkar alltaf. Það er ekkert nýtt hjá mér að vera með sterkan varnarleik en það tekur misfljótt að koma honum á," segir Bárður sem hrósar þó strákunum fyrir að taka vel í hans varnarboðskap. Snýst um strákana sjálfaMynd/Anton„Þetta eru bara það góðir strákar að þetta er einmitt það sem þeir eiga að vera að gera, að vinna. Það er það sem ég upplifi og þetta gengi kemur mér ekkert á óvart. Ég held að ég hafi ekki verið að gera nein kraftaverk hérna og þetta snýst aðallega um þá sjálfa. Kannski hefur manni tekist að snúa við hugarfarinu og koma einhverjum aga í spilamennskuna. Þetta eru gríðarlega reyndir strákar og það er hungur í þeim. Það verður gaman að sjá hvernig þetta þróast en gengið er allavega gott núna," segir Bárður kátur. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
KörfuboltiTindastóll byrjaði tímabilið ekki vel og stjórnarmenn körfuknattleiksdeildarinnar urðu síðan að hafa snör handtök þegar þjálfarinn Borce Ilievski hætti með liðið eftir þrjú töp í fyrstu þremur leikjunum. Tindastóll hafði hins vegar heppnina með sér þegar félagið datt niður á Bárð Eyþórsson, ferskan eftir góðan tíma á sjónum og tilbúinn í slaginn á ný. Bárður hafði ekki þjálfað síðan hann hætti með Fjölni vorið 2010 en var fljótur að rífa Stólana upp og nú eru þeir orðnir eitt heitasta liðið í karlakörfunni. „Ég byrjaði ekkert að vinna hérna þó að það hafi síðan gerst fljótlega," segir Bárður en fjórir fyrstu leikirnir töpuðust þar af tveir þeirra á móti tveimur heitustu liðum deildarinnar. Tindastóll vann fyrsta leikinn á móti Val 10. nóvember og síðan þá hefur liðið varla tapað leik. Tindastóll sló Njarðvík út úr átta liða úrslitum bikarsins á sunnudagskvöldið sem var tíundi sigurinn í síðustu tólf leikjum. Allir vissu hvað bjó í liðinuMynd/Anton„Ég held að allir hafi vitað að það bjó mikið í þessu liði og þess vegna tók ég þetta að mér," sagði Bárður og hann mun fylgjast vel með í dag þegar dregið verður í undanúrslit bikarsins. „Þegar þú ert kominn svona langt þá skiptir ekki alltaf máli hvar þú spilar en það er aldrei verra að fá heimaleik," segir Bárður og Tindastóll gæti dregist á móti Keflvíkingum sem mæta í Síkið í Iceland Express-deildinni í kvöld. Í pottinum eru líka KR og KFÍ. „Ég finn mig mjög vel á Króknum og finnst mjög gott að vera hérna.Þeim finnst greinilega ágætt að h afa mig því þeir eru að spila svona vel. Það var fínt að hvíla sig aðeins á þjálfuninni. Ég fór á sjóinn á meðan, á frystitogara, og mér fannst það mjög góður tími. Ég er enn þá í góðu sambandi við strákana á Hrafni Sveinbjarnarsyni," segir Bárður sem segist hafa þurft að taka þessa pásu út af persónulegum ástæðum. „Maður er vonandi alltaf að læra allt sitt líf og maður er aldrei fullnuma í þessum fræðum. Ég veit ekki hvort ég kem eitthvað öðruvísi að þessu. Ætli maður horfi ekki bara öðruvísi á lífið." Bárður telur að strákarnir hans geti gert enn betur. „Mér finnst að við eigum helling inni og við erum ekki búnir að toppa. Við erum ekkert að spila neinn glimrandi bolta þó svo að við skorum nógu mikið. Okkur finnst við eiga nóg inni og það heldur okkur á jörðinni. Það er mikill metnaður í strákunum og þeir mæta á hverja einustu æfingu til þess að leggja sig fram. Þar er slegist og allt sem því fylgir, til þess að halda uppi góðri æfingu," segir Bárður. „Við erum alltaf að vinna í okkar hlutum á hverjum degi. Varnarleikurinn okkar hefur styrkst leik frá leik og mistökunum okkar þar fækkar alltaf. Það er ekkert nýtt hjá mér að vera með sterkan varnarleik en það tekur misfljótt að koma honum á," segir Bárður sem hrósar þó strákunum fyrir að taka vel í hans varnarboðskap. Snýst um strákana sjálfaMynd/Anton„Þetta eru bara það góðir strákar að þetta er einmitt það sem þeir eiga að vera að gera, að vinna. Það er það sem ég upplifi og þetta gengi kemur mér ekkert á óvart. Ég held að ég hafi ekki verið að gera nein kraftaverk hérna og þetta snýst aðallega um þá sjálfa. Kannski hefur manni tekist að snúa við hugarfarinu og koma einhverjum aga í spilamennskuna. Þetta eru gríðarlega reyndir strákar og það er hungur í þeim. Það verður gaman að sjá hvernig þetta þróast en gengið er allavega gott núna," segir Bárður kátur.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti