Engin efnisleg rök fyrir afturköllun 27. janúar 2012 06:00 Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, og Helgi Magnús Gunnarsson varasaksóknari sátu fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. fréttablaðið/gva Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir engar forsendur hafa breyst í málinu gegn Geir H. Haarde sem styðji afturköllun ákæru á hendur honum. Það sé hins vegar Alþingis að taka þá ákvörðun og ef það, sem ákæruaðili, hafi skipt um skoðun í málinu, hafi vissulega orðið veigamikil breyting. Sigríður sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnkerfis- og eftirlitsnefndar í gær ásamt Helga Magnúsi Gunnarssyni aðstoðarsaksóknara. Sigríður sagði skýrt í þeirra huga að engar forsendur hafi breyst í málinu. „Í þingsályktunartillögunni er talað um að að það hafi verið vísað frá einhverjum höfuðákæruliðum. Við erum ekki sammála því að þannig sé staðan. Málið hefur ekkert breyst í sjálfu sér út af því. Og það að þetta kosti einhverja peninga eða tefji Hæstarétt, það eru ekki efnisrök í málinu heldur. Og að það hafi bara verið einn ákærður, en ekki fjórir eða þrír eða hvernig menn vildu hafa það, var ekki brot á jafnræðisreglunni. Það er búið að fjalla um það í dómi Landsdóms og það var svo sem vitað fyrirfram. Þetta gerist nú í sakamálum þegar tekin er ákvörðun um að ákæra einn en ekki annan, hvernig sem mönnum líður svo með það.“ Helgi Magnús tók undir að engar efnislegar forsendur hefðu breyst. Ef ákærandinn efaðist hins vegar um að ákæran væri rétt væru það vissulega breyttar forsendur. Saksóknararnir lögðu þó áherslu á að Alþingi færi með ákæruvaldið og gæti hvenær sem er dregið ákæruna til baka. Þau sögðust ekki sammála túlkunum á aðra lund, svo sem frá Ólafi Jóhannessyni, enda ættu þær sér enga stoð í lögum. Sigríður sagði mikilvægt að fá á hreint hvaða örlög tillaga Bjarna fær sem fyrst, en vitnaleiðslur eru fyrirhugaðar 5. mars. Mjög óþægilegt væri að halda saksókn áfram meðan óvissa ríkti um hvort ákæra yrði afturkölluð. Erfitt væri um vik með að hnika vitnaleiðslum í svo yfirgripsmiklu máli. kolbeinn@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir engar forsendur hafa breyst í málinu gegn Geir H. Haarde sem styðji afturköllun ákæru á hendur honum. Það sé hins vegar Alþingis að taka þá ákvörðun og ef það, sem ákæruaðili, hafi skipt um skoðun í málinu, hafi vissulega orðið veigamikil breyting. Sigríður sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnkerfis- og eftirlitsnefndar í gær ásamt Helga Magnúsi Gunnarssyni aðstoðarsaksóknara. Sigríður sagði skýrt í þeirra huga að engar forsendur hafi breyst í málinu. „Í þingsályktunartillögunni er talað um að að það hafi verið vísað frá einhverjum höfuðákæruliðum. Við erum ekki sammála því að þannig sé staðan. Málið hefur ekkert breyst í sjálfu sér út af því. Og það að þetta kosti einhverja peninga eða tefji Hæstarétt, það eru ekki efnisrök í málinu heldur. Og að það hafi bara verið einn ákærður, en ekki fjórir eða þrír eða hvernig menn vildu hafa það, var ekki brot á jafnræðisreglunni. Það er búið að fjalla um það í dómi Landsdóms og það var svo sem vitað fyrirfram. Þetta gerist nú í sakamálum þegar tekin er ákvörðun um að ákæra einn en ekki annan, hvernig sem mönnum líður svo með það.“ Helgi Magnús tók undir að engar efnislegar forsendur hefðu breyst. Ef ákærandinn efaðist hins vegar um að ákæran væri rétt væru það vissulega breyttar forsendur. Saksóknararnir lögðu þó áherslu á að Alþingi færi með ákæruvaldið og gæti hvenær sem er dregið ákæruna til baka. Þau sögðust ekki sammála túlkunum á aðra lund, svo sem frá Ólafi Jóhannessyni, enda ættu þær sér enga stoð í lögum. Sigríður sagði mikilvægt að fá á hreint hvaða örlög tillaga Bjarna fær sem fyrst, en vitnaleiðslur eru fyrirhugaðar 5. mars. Mjög óþægilegt væri að halda saksókn áfram meðan óvissa ríkti um hvort ákæra yrði afturkölluð. Erfitt væri um vik með að hnika vitnaleiðslum í svo yfirgripsmiklu máli. kolbeinn@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira