Velferð barna í forsjárdeilum Ögmundur Jónasson skrifar 8. febrúar 2012 06:00 Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar grein í Fréttablaðið 7. febrúar þar sem hann spyr mig í fyrirsögn hvort ég telji mig vita betur en aðrir hvað varðar leiðir til að leysa úr forsjárdeilum. Karvel Aðalsteinn vill að dómarar fái ákvörðunarvald til að fyrirskipa sameiginlega forsjá og bendir á að víða erlendis, t.d. á Norðurlöndum, sé sá háttur hafður á og séu hvergi uppi áform um að fella niður slíka heimild dómara. Staðreyndin er sú að reynslan af þessu fyrirkomulagi er ekki einhlít, langt í frá, og hef ég lesið skýrslur og reyndar einnig fylgst með meðferð einstakra mála sem vekja miklar efasemdir í mínum huga um að þetta sé rétt fyrirkomulag. Að sjálfsögðu vil ég að meginreglan sé sú að forsjá barna sé sameiginleg hjá báðum foreldrum, eins og fyrirkomulagið er nú. Barn á rétt á því að njóta beggja foreldra sinna. Vandi verður hins vegar á höndum þegar svo harðar deilur rísa með foreldrum eftir að þau eru skilin að skiptum að utanaðkomandi aðilar verða að koma að málinu. Samkvæmt því frumvarpi sem ég hef lagt fram yrðu það aðilar sem hafa sérhæft sig í sáttameðferð og málefnum barna. Lögð yrði lagaleg skylda á herðar foreldra sem deila um forsjá og umgengni að fara í gegnum skipulegt ferli, sem yrði sniðið að því að ná samkomulagi. Ég tel þessa leið miklu betri fyrir barn, að reynt sé að ná samkomulagi og sátt í stað þess að lögmenn beggja aðila reyni að sýna fram á vankanta hins foreldrisins frammi fyrir dómara. Reynslan kennir að það er einmitt það sem gerist frammi fyrir dómara. Er mér minnisstæð saga af foreldrum í öðru landi sem deildu afar harkalega um forsjá barns og fundu hvort öðru allt til foráttu. Þegar þau voru beðin hvort í sínu lagi að segja eitthvað jákvætt um hitt, þá töldu þau bæði hinu til tekna að það væri gott foreldri! Það sjónarmið hafði ekki komið fram í löngum deilum frammi fyrir dómara. Ekki óbreytt ástandÉg ætla mér ekki þá dul að vita betur en aðrir í þessu máli en ég ætla dómurum ekki að gera það heldur. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Danmörku í kjölfar setningar laga, sem heimila dómara að dæma sameiginlega forsjá, hafa um 28% foreldra, sem hafa verið dæmd til að fara saman með forsjá barns síns, alls ekkert samband sín á milli og 43% þeirra ræða ekki saman um málefni sem tengjast daglegum foreldraskyldum – sem hlýtur að vekja spurningar um líðan barns í slíkri stöðu. Það er mitt mat eftir ítarlega athugun á þessu viðkvæma máli að foreldrum sem annt er um velferð barna sinna farnist best með því að fara þá leið sem lögð er til í nýjum barnalögum. Þar er ekki talað um óbreytt ástand heldur nýja leið til að tryggja velferð barna í deilum þar sem foreldrarnir deila um forsjá þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar grein í Fréttablaðið 7. febrúar þar sem hann spyr mig í fyrirsögn hvort ég telji mig vita betur en aðrir hvað varðar leiðir til að leysa úr forsjárdeilum. Karvel Aðalsteinn vill að dómarar fái ákvörðunarvald til að fyrirskipa sameiginlega forsjá og bendir á að víða erlendis, t.d. á Norðurlöndum, sé sá háttur hafður á og séu hvergi uppi áform um að fella niður slíka heimild dómara. Staðreyndin er sú að reynslan af þessu fyrirkomulagi er ekki einhlít, langt í frá, og hef ég lesið skýrslur og reyndar einnig fylgst með meðferð einstakra mála sem vekja miklar efasemdir í mínum huga um að þetta sé rétt fyrirkomulag. Að sjálfsögðu vil ég að meginreglan sé sú að forsjá barna sé sameiginleg hjá báðum foreldrum, eins og fyrirkomulagið er nú. Barn á rétt á því að njóta beggja foreldra sinna. Vandi verður hins vegar á höndum þegar svo harðar deilur rísa með foreldrum eftir að þau eru skilin að skiptum að utanaðkomandi aðilar verða að koma að málinu. Samkvæmt því frumvarpi sem ég hef lagt fram yrðu það aðilar sem hafa sérhæft sig í sáttameðferð og málefnum barna. Lögð yrði lagaleg skylda á herðar foreldra sem deila um forsjá og umgengni að fara í gegnum skipulegt ferli, sem yrði sniðið að því að ná samkomulagi. Ég tel þessa leið miklu betri fyrir barn, að reynt sé að ná samkomulagi og sátt í stað þess að lögmenn beggja aðila reyni að sýna fram á vankanta hins foreldrisins frammi fyrir dómara. Reynslan kennir að það er einmitt það sem gerist frammi fyrir dómara. Er mér minnisstæð saga af foreldrum í öðru landi sem deildu afar harkalega um forsjá barns og fundu hvort öðru allt til foráttu. Þegar þau voru beðin hvort í sínu lagi að segja eitthvað jákvætt um hitt, þá töldu þau bæði hinu til tekna að það væri gott foreldri! Það sjónarmið hafði ekki komið fram í löngum deilum frammi fyrir dómara. Ekki óbreytt ástandÉg ætla mér ekki þá dul að vita betur en aðrir í þessu máli en ég ætla dómurum ekki að gera það heldur. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Danmörku í kjölfar setningar laga, sem heimila dómara að dæma sameiginlega forsjá, hafa um 28% foreldra, sem hafa verið dæmd til að fara saman með forsjá barns síns, alls ekkert samband sín á milli og 43% þeirra ræða ekki saman um málefni sem tengjast daglegum foreldraskyldum – sem hlýtur að vekja spurningar um líðan barns í slíkri stöðu. Það er mitt mat eftir ítarlega athugun á þessu viðkvæma máli að foreldrum sem annt er um velferð barna sinna farnist best með því að fara þá leið sem lögð er til í nýjum barnalögum. Þar er ekki talað um óbreytt ástand heldur nýja leið til að tryggja velferð barna í deilum þar sem foreldrarnir deila um forsjá þeirra.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun