Ruglið og reikningsgetan Sighvatur Björgvinsson skrifar 10. febrúar 2012 06:00 Fjórði hver drengur, sem útskrifast úr grunnskóla, er sagður ekki kunna að lesa. Enn stærri hópur núlifandi Íslendinga virðist ekki kunna einföldustu undirstöðuatriði í almennum reikningi. Þannig upplýsir Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður þjóðina um að vegna verðtryggingar fjárskuldbindinga hafi lífeyrissjóðirnir hagnast um 200 milljarða króna frá hruni – og lántakendur, almenningur í landinu, þá væntanlega tapað sömu fjárhæð. Vissulega er það rétt, að verðtryggingin hefur haft þau áhrif, að greiðslur til lífeyrissjóða hafa numið 200 milljörðum fleiri krónupeningum eftir hrun en ella hefði orðið. Þetta segir okkur það eitt, að sérhver króna hefur lækkað svona mikið að verðgildi. Verðtryggingin gengur út frá því, að lánveitandi fái jafnmikið verðgildi til baka og hann lánar – auk vaxta – og að lántaki borgi til baka jafnmikil verðmæti og hann fær að láni – auk vaxta. Samanburður Guðlaugs Þórs sýnir einfaldlega hve miklu minna virði hver króna er nú en var fyrir hrun. Þess vegna þarf fleiri krónupeninga til þess að skila sambærilegum verðmætum. Svo einfalt er nú það. Samt vill maðurinn endilega halda í þessa hrunmynt – þrátt fyrir þann mikla vanda sem hrunmyntin hefur skapað! Nei, Guðlaugur Þór, lífeyrissjóðirnir hafa ekki grætt og skuldarar þeirra ekki tapað sem nemur verðhruni krónunnar. Ef hrunkrónunum hefði ekki fjölgað í samræmi við skuldbindingar skuldara lífeyrissjóðanna hefðu lífeyrissjóðirnir hins vegar tapað verðmætum sem því nemur og skuldarar grætt verðmæti, sem því nemur. Þannig var það fyrir 40 árum. Lántakendur græddu á því að fá lán. Lánveitendur töpuðu. Þess vegna vildi enginn lána. Þess vegna vildi enginn spara – nema neyddur til þess með lögum. Og lán fengust ekki nema í gegn um klíku pólitískra fyrirgreiðslupáfa. Þykir þér þá vanta? Langar þig til þess að verða slíkur sjálfur? Ekki trúi ég því. Guðlaugur Þór – fáðu nú endilega Pétur Blöndal til þess að kenna þér samlagningu og frádrátt – og jafnvel prósentureikning ef vel myndi nú takast til við námið! Mjög margir samlandar okkar hefðu gott af því að fylgjast með í tímunum. Gervallt Silfur Egils til dæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Fjórði hver drengur, sem útskrifast úr grunnskóla, er sagður ekki kunna að lesa. Enn stærri hópur núlifandi Íslendinga virðist ekki kunna einföldustu undirstöðuatriði í almennum reikningi. Þannig upplýsir Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður þjóðina um að vegna verðtryggingar fjárskuldbindinga hafi lífeyrissjóðirnir hagnast um 200 milljarða króna frá hruni – og lántakendur, almenningur í landinu, þá væntanlega tapað sömu fjárhæð. Vissulega er það rétt, að verðtryggingin hefur haft þau áhrif, að greiðslur til lífeyrissjóða hafa numið 200 milljörðum fleiri krónupeningum eftir hrun en ella hefði orðið. Þetta segir okkur það eitt, að sérhver króna hefur lækkað svona mikið að verðgildi. Verðtryggingin gengur út frá því, að lánveitandi fái jafnmikið verðgildi til baka og hann lánar – auk vaxta – og að lántaki borgi til baka jafnmikil verðmæti og hann fær að láni – auk vaxta. Samanburður Guðlaugs Þórs sýnir einfaldlega hve miklu minna virði hver króna er nú en var fyrir hrun. Þess vegna þarf fleiri krónupeninga til þess að skila sambærilegum verðmætum. Svo einfalt er nú það. Samt vill maðurinn endilega halda í þessa hrunmynt – þrátt fyrir þann mikla vanda sem hrunmyntin hefur skapað! Nei, Guðlaugur Þór, lífeyrissjóðirnir hafa ekki grætt og skuldarar þeirra ekki tapað sem nemur verðhruni krónunnar. Ef hrunkrónunum hefði ekki fjölgað í samræmi við skuldbindingar skuldara lífeyrissjóðanna hefðu lífeyrissjóðirnir hins vegar tapað verðmætum sem því nemur og skuldarar grætt verðmæti, sem því nemur. Þannig var það fyrir 40 árum. Lántakendur græddu á því að fá lán. Lánveitendur töpuðu. Þess vegna vildi enginn lána. Þess vegna vildi enginn spara – nema neyddur til þess með lögum. Og lán fengust ekki nema í gegn um klíku pólitískra fyrirgreiðslupáfa. Þykir þér þá vanta? Langar þig til þess að verða slíkur sjálfur? Ekki trúi ég því. Guðlaugur Þór – fáðu nú endilega Pétur Blöndal til þess að kenna þér samlagningu og frádrátt – og jafnvel prósentureikning ef vel myndi nú takast til við námið! Mjög margir samlandar okkar hefðu gott af því að fylgjast með í tímunum. Gervallt Silfur Egils til dæmis.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun