Kópavogskrónikan heldur áfram Guðríður Arnardóttir skrifar 15. febrúar 2012 06:00 Oddviti Næstbesta flokksins fer mikinn í fjölmiðlum í kjölfar brotthvarfs síns úr fráfarandi meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. Hann víkur sér undan ábyrgð og skellir skuldinni á aðra og þá helst undirritaða. Honum er mikið í mun að klína á mig stimpli valdagræðgi og sverta mannorð mitt þannig að ósekju. Samstarf flokkanna fjögurra var sannarlega flókiðEftir kosningar vorið 2010 var okkur í Samfylkingunni mikið kappsmál að mynda meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs án þátttöku fyrri meirihlutaflokka. Einungis þannig gætum við breytt vinnubrögðum í stjórnsýslunni til betri vegar frá því sem áður var. Eins og kunnugt er var það ófrávíkjanleg krafa Lista Kópavogsbúa að bæjarstjóri yrði ópólitískur. Það var og er ekkert launungarmál að á þeim tíma höfðu aðrir í þeim meirihluta aðra skoðun, líka fulltrúi Næstbesta flokks. Niðurstaðan varð samt sem áður sú að ganga að kröfum Lista Kópavogsbúa frekar en leita samstarfs t.d. við Framsóknarflokk. Ef það hefði verið mitt helsta markmið á þeim tíma að verma bæjarstjórastólinn þá stóð það vissulega til boða, ég valdi hins vegar aðra leið. Samstarf flokkanna fjögurra var sannarlega flókið og ekki alltaf auðvelt. Rauði þráðurinn í samstarfi okkar voru þó bætt vinnubrögð og betri stjórnsýsla. Innan okkar raða var oftast einhugur um öll mál. Miklar kröfur gerðar til þess sem gegnir starfi bæjarstjóraBæjarstjóri situr í umboði kjörinna fulltrúa og þeir bera ábyrgð á störfum hans. Gerðar eru miklar kröfur til þess sem gegnir starfi bæjarstjóra. Hann þarf að vera vakinn og sofinn í vinnunni, vera trúr þeim sem hann vinnur fyrir og fylgja vel eftir ákvörðunum bæjarstjórnar. Það er mikilvægt að hans störf og embættisfærslur séu hafin yfir allan vafa. Þetta er vel launað starf einmitt vegna þessara ríku krafna sem til hans eru gerðar. Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að bæjarstjóri náði ekki utan um þetta erfiða og flókna starf sem æðsti embættismaður stjórnsýslu Kópavogs. Nokkrir fundir voru haldnir í meirihlutanum á síðustu mánuðum þar sem störf bæjarstjóra voru rædd. Það hefur ekki verið ágreiningur um það innan meirihlutans að rétt hafi verið að skipta um bæjarstjóra. Samkomulag um ópólitískan bæjarstjóraEins og Hjálmar benti réttilega á ítrekaði ég það sérstaklega að ég sæktist ekki eftir því að taka við starfi bæjarstjóra á fundi í september þegar framtíð bæjarstjórans var rædd innan meirihlutans. Ég lýsti því einnig yfir í hádegisfréttum RÚV þann 16. janúar að ég teldi það ekkert endilega heppilegt í ljósi aðstæðna að ég yrði sú sem tæki við. Á umræddum fundi þann 12. janúar var framhaldið rætt lítillega, þ.e. hver tæki við starfi bæjarstjóra. Á þeim fundi hélt oddviti VG þeirri skoðun sinni á lofti að næsti bæjarstjóri yrði að vera pólitískur, einungis þannig myndum við ná tökum á stjórnsýslu bæjarins. Á þeim fundi tjáði ég mig ekkert um málið. Ég hef aftur á móti ekki skorast undan þeirri ábyrgð að taka að mér verkefnið en aftur og ítrekað, hef ég aldrei gert það að kröfu minni. Á sunnudeginum 15. janúar hittist meirihlutinn og var sameiginleg niðurstaða þess fundar að leita að bæjarstjóra utan okkar raða. Hjálmar skipti um skoðunEn eins og svo oft áður skipti Hjálmar um skoðun á milli funda og gekk út úr meirihlutanum tveimur dögum seinna án þess að um nokkurn ágreining væri að ræða. Undangengin fjölmiðlaumfjöllun hafði reynt mikið á okkur og að okkur var sótt af fjölmörgum aðilum utan okkar raða og þá ekki hvað síst pólitískum andstæðingum sem sáu sér leik á borði að reka fleyg í okkar raðir. Það er alltaf erfitt að segja upp starfsfólki og ömurlegt að standa frammi fyrir því að verða sagt upp. Reiði og tortryggni er eðlilegur fylgifiskur. Ég minnist þess ekki að mikið fjaðrafok hafi verið innan okkar raða þegar 13 starfsmönnum bæjarins var sagt upp fyrir rúmu ári síðan vegna hagræðingar. Starfsmenn sem höfðu ekkert til saka unnið og almennt staðið sig vel í starfi. Bæjarstjóri var þó í samningi sínum tryggður í bak og fyrir og gat tekið við starfi áþekku sínu gamla starfi. Ég hafði fullt umboð til að nefna það við hana hvað sem Hjálmar segir nú þar sem ráðningarsamningur bæjarstjóra kveður á um að hún geti gengið að sínu fyrra starfi láti hún af störfum sem bæjarstjóri. Hjálmari er tíðrætt um trúnaðarbrestÞað er rétt að einn fulltrúi okkar hóps hafði verið í sambandi við fulltrúa Framsóknarflokks með hugsanlegt samstarf í huga. Sjálfur lagði Hjálmar það til í desember að Framsóknarflokki yrði boðið inn í meirihlutann og hann þannig styrktur. En það var niðurstaðan að samstarf þessara fjögurra flokka héldi áfram út kjörtímabilið þótt einn og einn villiköttur ýfði sig af og til. Þannig er það nú bara, við erum öll misjöfn og langt því frá fullkomin. Við höfum öll gert mistökÞað voru mistök að rita ekki fundargerðir á þeim fundum þegar störf bæjarstjóra voru rædd. Ég gerði klárlega mistök að ganga ein á fund bæjarstjóra að ræða hennar starfslok. Eftir á að hyggja hefðum við átt að fara fjögur, oddvitar allra flokka. Þannig hefði enginn getað vikið sér undan ábyrgð. Ég gerði mistök þegar ég lagði til að bæjarstjóri Kópavogs yrði valinn úr röðum starfsmanna. Þá hefði ég átt að vita að það myndi reynast okkur erfitt að gera kröfu um breytt vinnubrögð með starfsmann bæjarins til áratuga í brúnni. Ég gerði mistök þegar ég lét Hjálmar Hjálmarsson ganga út úr meirihlutanum án þess að leggja mig meira fram um að leiða honum fyrir sjónir hverjar afleiðingar þess gætu orðið og ég gerði mistök að treysta fólki sem var ekki traustsins vert. Þetta var dýrkeypt fyrir Kópavog. Gamli meirihlutinn sem við lögðum öll kapp á að fella er nú kominn til valda aftur. Meirihluti sem vann það ótrúlega afrek að hækka skuldir bæjarins um tuttugu milljarða frá 2006 -2008. Hann nýtti sér þá upplausn sem varð í okkar röðum sér í hag. Ég skorast ekki undan ábyrgð en ég axla hana ekki ein, við vorum sex í gamla meirihlutanum. Hjálmar á sinn þátt í því hvernig fór. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Oddviti Næstbesta flokksins fer mikinn í fjölmiðlum í kjölfar brotthvarfs síns úr fráfarandi meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. Hann víkur sér undan ábyrgð og skellir skuldinni á aðra og þá helst undirritaða. Honum er mikið í mun að klína á mig stimpli valdagræðgi og sverta mannorð mitt þannig að ósekju. Samstarf flokkanna fjögurra var sannarlega flókiðEftir kosningar vorið 2010 var okkur í Samfylkingunni mikið kappsmál að mynda meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs án þátttöku fyrri meirihlutaflokka. Einungis þannig gætum við breytt vinnubrögðum í stjórnsýslunni til betri vegar frá því sem áður var. Eins og kunnugt er var það ófrávíkjanleg krafa Lista Kópavogsbúa að bæjarstjóri yrði ópólitískur. Það var og er ekkert launungarmál að á þeim tíma höfðu aðrir í þeim meirihluta aðra skoðun, líka fulltrúi Næstbesta flokks. Niðurstaðan varð samt sem áður sú að ganga að kröfum Lista Kópavogsbúa frekar en leita samstarfs t.d. við Framsóknarflokk. Ef það hefði verið mitt helsta markmið á þeim tíma að verma bæjarstjórastólinn þá stóð það vissulega til boða, ég valdi hins vegar aðra leið. Samstarf flokkanna fjögurra var sannarlega flókið og ekki alltaf auðvelt. Rauði þráðurinn í samstarfi okkar voru þó bætt vinnubrögð og betri stjórnsýsla. Innan okkar raða var oftast einhugur um öll mál. Miklar kröfur gerðar til þess sem gegnir starfi bæjarstjóraBæjarstjóri situr í umboði kjörinna fulltrúa og þeir bera ábyrgð á störfum hans. Gerðar eru miklar kröfur til þess sem gegnir starfi bæjarstjóra. Hann þarf að vera vakinn og sofinn í vinnunni, vera trúr þeim sem hann vinnur fyrir og fylgja vel eftir ákvörðunum bæjarstjórnar. Það er mikilvægt að hans störf og embættisfærslur séu hafin yfir allan vafa. Þetta er vel launað starf einmitt vegna þessara ríku krafna sem til hans eru gerðar. Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að bæjarstjóri náði ekki utan um þetta erfiða og flókna starf sem æðsti embættismaður stjórnsýslu Kópavogs. Nokkrir fundir voru haldnir í meirihlutanum á síðustu mánuðum þar sem störf bæjarstjóra voru rædd. Það hefur ekki verið ágreiningur um það innan meirihlutans að rétt hafi verið að skipta um bæjarstjóra. Samkomulag um ópólitískan bæjarstjóraEins og Hjálmar benti réttilega á ítrekaði ég það sérstaklega að ég sæktist ekki eftir því að taka við starfi bæjarstjóra á fundi í september þegar framtíð bæjarstjórans var rædd innan meirihlutans. Ég lýsti því einnig yfir í hádegisfréttum RÚV þann 16. janúar að ég teldi það ekkert endilega heppilegt í ljósi aðstæðna að ég yrði sú sem tæki við. Á umræddum fundi þann 12. janúar var framhaldið rætt lítillega, þ.e. hver tæki við starfi bæjarstjóra. Á þeim fundi hélt oddviti VG þeirri skoðun sinni á lofti að næsti bæjarstjóri yrði að vera pólitískur, einungis þannig myndum við ná tökum á stjórnsýslu bæjarins. Á þeim fundi tjáði ég mig ekkert um málið. Ég hef aftur á móti ekki skorast undan þeirri ábyrgð að taka að mér verkefnið en aftur og ítrekað, hef ég aldrei gert það að kröfu minni. Á sunnudeginum 15. janúar hittist meirihlutinn og var sameiginleg niðurstaða þess fundar að leita að bæjarstjóra utan okkar raða. Hjálmar skipti um skoðunEn eins og svo oft áður skipti Hjálmar um skoðun á milli funda og gekk út úr meirihlutanum tveimur dögum seinna án þess að um nokkurn ágreining væri að ræða. Undangengin fjölmiðlaumfjöllun hafði reynt mikið á okkur og að okkur var sótt af fjölmörgum aðilum utan okkar raða og þá ekki hvað síst pólitískum andstæðingum sem sáu sér leik á borði að reka fleyg í okkar raðir. Það er alltaf erfitt að segja upp starfsfólki og ömurlegt að standa frammi fyrir því að verða sagt upp. Reiði og tortryggni er eðlilegur fylgifiskur. Ég minnist þess ekki að mikið fjaðrafok hafi verið innan okkar raða þegar 13 starfsmönnum bæjarins var sagt upp fyrir rúmu ári síðan vegna hagræðingar. Starfsmenn sem höfðu ekkert til saka unnið og almennt staðið sig vel í starfi. Bæjarstjóri var þó í samningi sínum tryggður í bak og fyrir og gat tekið við starfi áþekku sínu gamla starfi. Ég hafði fullt umboð til að nefna það við hana hvað sem Hjálmar segir nú þar sem ráðningarsamningur bæjarstjóra kveður á um að hún geti gengið að sínu fyrra starfi láti hún af störfum sem bæjarstjóri. Hjálmari er tíðrætt um trúnaðarbrestÞað er rétt að einn fulltrúi okkar hóps hafði verið í sambandi við fulltrúa Framsóknarflokks með hugsanlegt samstarf í huga. Sjálfur lagði Hjálmar það til í desember að Framsóknarflokki yrði boðið inn í meirihlutann og hann þannig styrktur. En það var niðurstaðan að samstarf þessara fjögurra flokka héldi áfram út kjörtímabilið þótt einn og einn villiköttur ýfði sig af og til. Þannig er það nú bara, við erum öll misjöfn og langt því frá fullkomin. Við höfum öll gert mistökÞað voru mistök að rita ekki fundargerðir á þeim fundum þegar störf bæjarstjóra voru rædd. Ég gerði klárlega mistök að ganga ein á fund bæjarstjóra að ræða hennar starfslok. Eftir á að hyggja hefðum við átt að fara fjögur, oddvitar allra flokka. Þannig hefði enginn getað vikið sér undan ábyrgð. Ég gerði mistök þegar ég lagði til að bæjarstjóri Kópavogs yrði valinn úr röðum starfsmanna. Þá hefði ég átt að vita að það myndi reynast okkur erfitt að gera kröfu um breytt vinnubrögð með starfsmann bæjarins til áratuga í brúnni. Ég gerði mistök þegar ég lét Hjálmar Hjálmarsson ganga út úr meirihlutanum án þess að leggja mig meira fram um að leiða honum fyrir sjónir hverjar afleiðingar þess gætu orðið og ég gerði mistök að treysta fólki sem var ekki traustsins vert. Þetta var dýrkeypt fyrir Kópavog. Gamli meirihlutinn sem við lögðum öll kapp á að fella er nú kominn til valda aftur. Meirihluti sem vann það ótrúlega afrek að hækka skuldir bæjarins um tuttugu milljarða frá 2006 -2008. Hann nýtti sér þá upplausn sem varð í okkar röðum sér í hag. Ég skorast ekki undan ábyrgð en ég axla hana ekki ein, við vorum sex í gamla meirihlutanum. Hjálmar á sinn þátt í því hvernig fór.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun