Orkuverð og almannahagur Oddný G. Harðardóttir skrifar 2. mars 2012 06:00 Tímamótaákvörðun var tekin á Alþingi 2003 þegar sett voru ný raforkulög. Með þeim lögum var vinnsla og sala raforku gefin frjáls og horfið frá þeirri stefnu að stjórnvöld hlutuðust til um verðmyndun eins og áður var. Með þeim lögum var stjórnvöldum falið að tryggja forsendur samkeppni í sölu og vinnslu raforku en gert að hlutast ekki beint til um verðmyndun þessara þátta. Einn þeirra þingmanna sem greiddi þessum lögum atkvæði sitt var Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann skrifar grein í Fréttablaðið í gær og fjallar þar um mögulega hækkun raforkuverðs í framtíðinni en sleppir aðalatriðinu, þ.e. fyrrnefndum lögum. Þessi löggjöf breytti í fyrstu litlu hvað varðar hagsmuni almennings enda voru öll raforkufyrirtækin á þessum tíma í okkar eigu. Þetta átti síðar eftir að breytast þegar einkavæðing á Hitaveitu Suðurnesja hófst með sölu ríkisins á hlut sínum árið 2007. Landsvirkjun hefur opinberlega kynnt spár sérfræðinga sinna á þróun raforkuverðs í Evrópu. Þær gera ráð fyrir áframhaldandi hækkun á þeim markaði. Af þeim sökum vonast Landsvirkjun til að geta selt raforku á hærra verði til orkufreka iðnaðarins hér á landi á næstu árum. Ein sviðsmyndin gerir ráð fyrir því að það takist að tvöfalda meðalverð seldrar orku á næstu 20 árum. Fjarlægð Íslands frá stærri raforkukerfum veldur því að verðmyndun hér tekur mið af þeirri eftirspurn sem er hér á landi. Það er eingöngu vegna þess að engir möguleikar eru til þess að flytja orkuna út með beinum hætti. Svipaðar aðstæður voru í Noregi fyrir tveimur áratugum en þá var hafist handa við að tengja Noreg betur við raforkukerfin í nágrannaríkjunum. Við það hækkaði raforkuverð í Noregi töluvert, norskum almenningi til hagsbóta, því þeir fá auðlindaarðinn í ríkiskassann og til sveitarfélaga. Raforkuverð er því ekki stjórnvaldsákvörðun heldur afleiðing markaðsaðstæðna. En vegna þess að langstærsti hluti raforkufyrirtækjanna á Íslandi er í opinberri eigu og um 80% raforkunnar eru seld til orkufreks iðnaðar er það hagur almennings, hér á landi eins og í Noregi, að orkuverð hækki. Rétt eins og það er hagur Norðmanna og Sádi-Araba að olíuverð hækki, og Íslendinga að fiskverð hækki. Takist þetta er það ákvörðun stjórnvalda þegar þar að kemur að ákveða hvort hlífa beri almenna markaðinum við slíkri hækkun. Það verður auðvelt ef raforkufyrirtækin verða í opinberri eigu. Því þá á almenningur í viðskiptum við sjálfan sig. Algjört skilyrði er að auðlindirnar verði í opinberri eigu og því mun hvorki Samfylkingin né núverandi ríkisstjórn taka þátt í því að einkavæða náttúruauðlindir þjóðarinnar. Ef raforkuverð hækkar í framtíðinni vegna markaðsaðstæðna á Íslandi er m.a. hægt að velja milli eftirfarandi leiða: 1. Afnema fyrrnefnd lög sem Einar samþykkti 2003 og hefja opinber afskipti af verðmyndun raforku í landinu. 2. Tryggja að tekjur af hækkun raforkuverðs til orkufreks iðnaðar renni til eiganda auðlindanna, þ.e. þjóðarinnar, og eiga möguleika á að verja almenning fyrir hækkunum. 3. Láta sem ekkert sé og einkavæða auðlindaarðinn eins og gert var í sjávarútvegi. Samfylkingin er flokkur almannahagsmuna og velur leið nr. 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Tímamótaákvörðun var tekin á Alþingi 2003 þegar sett voru ný raforkulög. Með þeim lögum var vinnsla og sala raforku gefin frjáls og horfið frá þeirri stefnu að stjórnvöld hlutuðust til um verðmyndun eins og áður var. Með þeim lögum var stjórnvöldum falið að tryggja forsendur samkeppni í sölu og vinnslu raforku en gert að hlutast ekki beint til um verðmyndun þessara þátta. Einn þeirra þingmanna sem greiddi þessum lögum atkvæði sitt var Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann skrifar grein í Fréttablaðið í gær og fjallar þar um mögulega hækkun raforkuverðs í framtíðinni en sleppir aðalatriðinu, þ.e. fyrrnefndum lögum. Þessi löggjöf breytti í fyrstu litlu hvað varðar hagsmuni almennings enda voru öll raforkufyrirtækin á þessum tíma í okkar eigu. Þetta átti síðar eftir að breytast þegar einkavæðing á Hitaveitu Suðurnesja hófst með sölu ríkisins á hlut sínum árið 2007. Landsvirkjun hefur opinberlega kynnt spár sérfræðinga sinna á þróun raforkuverðs í Evrópu. Þær gera ráð fyrir áframhaldandi hækkun á þeim markaði. Af þeim sökum vonast Landsvirkjun til að geta selt raforku á hærra verði til orkufreka iðnaðarins hér á landi á næstu árum. Ein sviðsmyndin gerir ráð fyrir því að það takist að tvöfalda meðalverð seldrar orku á næstu 20 árum. Fjarlægð Íslands frá stærri raforkukerfum veldur því að verðmyndun hér tekur mið af þeirri eftirspurn sem er hér á landi. Það er eingöngu vegna þess að engir möguleikar eru til þess að flytja orkuna út með beinum hætti. Svipaðar aðstæður voru í Noregi fyrir tveimur áratugum en þá var hafist handa við að tengja Noreg betur við raforkukerfin í nágrannaríkjunum. Við það hækkaði raforkuverð í Noregi töluvert, norskum almenningi til hagsbóta, því þeir fá auðlindaarðinn í ríkiskassann og til sveitarfélaga. Raforkuverð er því ekki stjórnvaldsákvörðun heldur afleiðing markaðsaðstæðna. En vegna þess að langstærsti hluti raforkufyrirtækjanna á Íslandi er í opinberri eigu og um 80% raforkunnar eru seld til orkufreks iðnaðar er það hagur almennings, hér á landi eins og í Noregi, að orkuverð hækki. Rétt eins og það er hagur Norðmanna og Sádi-Araba að olíuverð hækki, og Íslendinga að fiskverð hækki. Takist þetta er það ákvörðun stjórnvalda þegar þar að kemur að ákveða hvort hlífa beri almenna markaðinum við slíkri hækkun. Það verður auðvelt ef raforkufyrirtækin verða í opinberri eigu. Því þá á almenningur í viðskiptum við sjálfan sig. Algjört skilyrði er að auðlindirnar verði í opinberri eigu og því mun hvorki Samfylkingin né núverandi ríkisstjórn taka þátt í því að einkavæða náttúruauðlindir þjóðarinnar. Ef raforkuverð hækkar í framtíðinni vegna markaðsaðstæðna á Íslandi er m.a. hægt að velja milli eftirfarandi leiða: 1. Afnema fyrrnefnd lög sem Einar samþykkti 2003 og hefja opinber afskipti af verðmyndun raforku í landinu. 2. Tryggja að tekjur af hækkun raforkuverðs til orkufreks iðnaðar renni til eiganda auðlindanna, þ.e. þjóðarinnar, og eiga möguleika á að verja almenning fyrir hækkunum. 3. Láta sem ekkert sé og einkavæða auðlindaarðinn eins og gert var í sjávarútvegi. Samfylkingin er flokkur almannahagsmuna og velur leið nr. 2.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar