Heillandi möguleikar 10. mars 2012 12:30 Boðskapur kristninnar varðar gleði og von. Guð kallar fram líf úr deyfð og dauða. Í þeim anda getum við séð og skilið, að kirkjan er farvegur möguleikanna. Hlutverk biskups er að ganga erinda Guðs með því að boða trú, efla fólk og beina sjónum að tækifærunum sem Guð gefur. Framundan er tími páska og upprisu. Ég hvet til vorverka kirkjustarfs. Ég vil þjóna kirkju vonar og gleði og býð fram krafta mína til biskupsþjónustu. Fjölþætt reynsla í kirkjustarfiÉg hef þjónað sem prestur í sveit og borg og starfað við kirkjulega stjórnsýslu. Ég var rektor Skálholtsskóla og breytti starfi hans í menningarmiðstöð kirkjunnar. Eftir fræðslustarf á Þingvöllum stýrði ég átaki þjóðkirkjunnar í safnaðaruppbyggingu og var verkefnisstjóri guðfræði og þjóðmála á Biskupsstofu. Þá mótaði ég og leiddi samkirkjustarf á Íslandi og erlendis. Ég sit á kirkjuþingi og er varafulltrúi í kirkjuráði. Síðustu átta ár hef ég þjónað sem prestur í stórum og líflegum Nessöfnuði í Reykjavík. Ég hef verið virkur í umræðu um samfélags- og kirkjumál og unnið í hljóðvarpi. Ég hef áhuga á nútímamiðlun, skrifa reglulega um trú og menningarmál í tímarit og blöð og birti ræður mínar og greinar gjarnan á vefnum. Ég er hamingjumaður í einkalífi, á fimm börn á aldrinum 6-27 ára. Kona mín er Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur. Ég er fjárhagslega, pólitískt og félagslega óháður. Ég lærði guðfræði á Íslandi, í Noregi og í Bandaríkjunum, er cand. theol. frá HÍ og lauk meistara- og doktorsnámi frá Vanderbiltháskóla í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð mín, Limits and Life, fjallar um myndmál í trúarhefð Íslendinga og sýnir tvær ólíkar víddir íslenskrar trúarsögu. Menn geta brugðist við kreppum með ábyrgð eða lagt á flótta. Íslensk trúarhefð hvetur til ábyrgðar, sem ég axla, prédika og túlka. Í þágu fólks í kirkju, á götum og torgumÉg virði en hræðist hvorki andóf gegn kirkju né trúargagnrýni. Áskoranir vekja, ögra trú og kalla á frjóa guðfræði. Kirkjan á ekki að einangrast, heldur vera og tala frjáls á götum og torgum mannlífs, miðla gildum og beita sér til góðs í réttlætismálum. Ræða trúarinnar á að vera til upplífgunar, til trúar á Guð og þjónustu við menn. Fyrstu verkefni mín í biskupsstarfi yrðu þrjú:Í fyrsta lagi að kalla barnafræðara kirkjunnar til átaks í þágu barna og barnafjölskyldna. Börnin eru dýrmæti og einnig framtíð kirkjunnar. Í annan stað að beita mér fyrir að söfnuðir þjóðkirkjunnar fái sóknargjöld sín með góðum skilum. Þau ættu að hækka meira en þriðjung. Í þriðja lagi að hefja græðarastarf innan kirkjunnar með því að hafa sem nánast samstarf við presta, djákna og sóknarnefndarfólk um land allt. Þetta forystufólk kirkjunnar þarf að næra og hlúa að. Glatt fólk þjónar vel. Ég tel að ást mín á kirkjunni, mannvirðing, menntun, persónueigindir og staðfesta geri mér fært að vinna vel að verkefnum þjóðkirkju á tímamótum. Ég býð mig fram til að þjóna, sætta og hvetja þjóðkirkjufólk til sóknar. Möguleikar kirkjunnar eru miklir og heillandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Boðskapur kristninnar varðar gleði og von. Guð kallar fram líf úr deyfð og dauða. Í þeim anda getum við séð og skilið, að kirkjan er farvegur möguleikanna. Hlutverk biskups er að ganga erinda Guðs með því að boða trú, efla fólk og beina sjónum að tækifærunum sem Guð gefur. Framundan er tími páska og upprisu. Ég hvet til vorverka kirkjustarfs. Ég vil þjóna kirkju vonar og gleði og býð fram krafta mína til biskupsþjónustu. Fjölþætt reynsla í kirkjustarfiÉg hef þjónað sem prestur í sveit og borg og starfað við kirkjulega stjórnsýslu. Ég var rektor Skálholtsskóla og breytti starfi hans í menningarmiðstöð kirkjunnar. Eftir fræðslustarf á Þingvöllum stýrði ég átaki þjóðkirkjunnar í safnaðaruppbyggingu og var verkefnisstjóri guðfræði og þjóðmála á Biskupsstofu. Þá mótaði ég og leiddi samkirkjustarf á Íslandi og erlendis. Ég sit á kirkjuþingi og er varafulltrúi í kirkjuráði. Síðustu átta ár hef ég þjónað sem prestur í stórum og líflegum Nessöfnuði í Reykjavík. Ég hef verið virkur í umræðu um samfélags- og kirkjumál og unnið í hljóðvarpi. Ég hef áhuga á nútímamiðlun, skrifa reglulega um trú og menningarmál í tímarit og blöð og birti ræður mínar og greinar gjarnan á vefnum. Ég er hamingjumaður í einkalífi, á fimm börn á aldrinum 6-27 ára. Kona mín er Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur. Ég er fjárhagslega, pólitískt og félagslega óháður. Ég lærði guðfræði á Íslandi, í Noregi og í Bandaríkjunum, er cand. theol. frá HÍ og lauk meistara- og doktorsnámi frá Vanderbiltháskóla í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð mín, Limits and Life, fjallar um myndmál í trúarhefð Íslendinga og sýnir tvær ólíkar víddir íslenskrar trúarsögu. Menn geta brugðist við kreppum með ábyrgð eða lagt á flótta. Íslensk trúarhefð hvetur til ábyrgðar, sem ég axla, prédika og túlka. Í þágu fólks í kirkju, á götum og torgumÉg virði en hræðist hvorki andóf gegn kirkju né trúargagnrýni. Áskoranir vekja, ögra trú og kalla á frjóa guðfræði. Kirkjan á ekki að einangrast, heldur vera og tala frjáls á götum og torgum mannlífs, miðla gildum og beita sér til góðs í réttlætismálum. Ræða trúarinnar á að vera til upplífgunar, til trúar á Guð og þjónustu við menn. Fyrstu verkefni mín í biskupsstarfi yrðu þrjú:Í fyrsta lagi að kalla barnafræðara kirkjunnar til átaks í þágu barna og barnafjölskyldna. Börnin eru dýrmæti og einnig framtíð kirkjunnar. Í annan stað að beita mér fyrir að söfnuðir þjóðkirkjunnar fái sóknargjöld sín með góðum skilum. Þau ættu að hækka meira en þriðjung. Í þriðja lagi að hefja græðarastarf innan kirkjunnar með því að hafa sem nánast samstarf við presta, djákna og sóknarnefndarfólk um land allt. Þetta forystufólk kirkjunnar þarf að næra og hlúa að. Glatt fólk þjónar vel. Ég tel að ást mín á kirkjunni, mannvirðing, menntun, persónueigindir og staðfesta geri mér fært að vinna vel að verkefnum þjóðkirkju á tímamótum. Ég býð mig fram til að þjóna, sætta og hvetja þjóðkirkjufólk til sóknar. Möguleikar kirkjunnar eru miklir og heillandi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar