Mamma, ég held að þú sért með krabbamein Sabine Leskopf skrifar 10. mars 2012 11:00 Samfélagstúlkun er túlkun fyrir einstaklinga sem ekki geta tjáð sig nægilega vel á íslensku í viðtölum þar sem mikið er í húfi, eins og í heilbrigðiskerfinu, í félagsþjónustunni, í foreldraviðtali eða við skilnað. Starf þessara túlka er mjög krefjandi, það er ekki nóg að geta talað tvö tungumál sæmilega til að vera túlkur. Samtölin geta verið einföld og skemmtileg, eins og í foreldraviðtölum í leikskólum, en líka af allt öðru tagi, túlkar sjá fólk deyja eftir bílslys og eru beðnir um að hringja í ættingja erlendis, túlkar þurfa að vera hlutlausir þegar þeir túlka fyrir kynferðisafbrotamann jafnt sem fórnarlamb hans. Ábyrgð túlks er mikil, hlutir eins og röng sjúkdómsgreining, trúnaðarbrestur eða vanlíðan barns vega þungt. Einnig eru sum samfélög innflytjenda mjög lítil og allir þekkjast sem getur gert tilveru túlks mjög erfiða og hafa margir góðir túlkar gefist upp eða þurft að fórna sínu eigin félagslífi. Samt er þessu starfi sýnd mjög lítil virðing: launin eru lægri en á kassanum í Bónus og það er upp á viðkomandi túlkaþjónustu komið hvort einhver fræðsla til túlka fer fram. Rammasamningar Ríkiskaupa eða sveitarfélaga gera engar formlegar kröfur til menntunar túlka. Nám við HÍ í samfélagstúlkun liggur niðri vegna fjárskorts. Þó að yfirvöld borgi túlki minna en helming þess sem þau borga viðgerðarmanni sem kemur til að líta á kaffivélina finnst þeim þjónustan dýr og á tímum sem þessum þarf að spara. Þess vegna taka flestir innan kerfisins því fegins hendi ef fólk kemur með sinn eigin túlk. Stundum eru það vinir og vandamenn en mjög oft er það fólk sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera yfirleitt viðstatt erfið viðtöl, hvað þá að bera ábyrgð á þeim og það eru börn þeirra sem í hlut eiga. Börn eru yfirleitt fljótari að tileinka sér nýtt tungumál og eftir hrunið hefur þetta viðgengist æ meir. Til eru dæmi um að barn hefur verið tekið úr eigin kennslustundum til að túlka fyrir starfsfólk í eldhúsi skólans, hjá félagsþjónustunni hefur barn verið látið miðla samtali um að fjölskyldan ætti að missa húsnæði sitt og börn allt niður að 10 ára aldri hafa túlkað í læknisviðtölum þar sem meira að segja er til staðar lögbundinn réttur á túlkun. Svo eru tvítyngd börn ekki alltaf góðir túlkar – barn pólskra foreldra sem elst upp hér á landi getur kannski haldið uppi almennum samræðum á pólsku en það hefur aldrei farið til læknis, hvað þá til sýslumanns í Póllandi. En aðallega getur þetta verið skelfilega þung byrði sem ekkert barn ætti að þurfa að bera. Í staðinn eiga börn rétt á vernd sem foreldrar og stjórnvöld eiga að veita. Í nýju lagafrumvarpi um málefni innflytjenda er einungis tekið fram að æskilegt sé að móta heildarstefnu um túlkaþjónustu. Hluti af þessari stefnu ætti að fela í sér að brjóta ekki lengur á mannréttindum barna af erlendum uppruna með þessum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Samfélagstúlkun er túlkun fyrir einstaklinga sem ekki geta tjáð sig nægilega vel á íslensku í viðtölum þar sem mikið er í húfi, eins og í heilbrigðiskerfinu, í félagsþjónustunni, í foreldraviðtali eða við skilnað. Starf þessara túlka er mjög krefjandi, það er ekki nóg að geta talað tvö tungumál sæmilega til að vera túlkur. Samtölin geta verið einföld og skemmtileg, eins og í foreldraviðtölum í leikskólum, en líka af allt öðru tagi, túlkar sjá fólk deyja eftir bílslys og eru beðnir um að hringja í ættingja erlendis, túlkar þurfa að vera hlutlausir þegar þeir túlka fyrir kynferðisafbrotamann jafnt sem fórnarlamb hans. Ábyrgð túlks er mikil, hlutir eins og röng sjúkdómsgreining, trúnaðarbrestur eða vanlíðan barns vega þungt. Einnig eru sum samfélög innflytjenda mjög lítil og allir þekkjast sem getur gert tilveru túlks mjög erfiða og hafa margir góðir túlkar gefist upp eða þurft að fórna sínu eigin félagslífi. Samt er þessu starfi sýnd mjög lítil virðing: launin eru lægri en á kassanum í Bónus og það er upp á viðkomandi túlkaþjónustu komið hvort einhver fræðsla til túlka fer fram. Rammasamningar Ríkiskaupa eða sveitarfélaga gera engar formlegar kröfur til menntunar túlka. Nám við HÍ í samfélagstúlkun liggur niðri vegna fjárskorts. Þó að yfirvöld borgi túlki minna en helming þess sem þau borga viðgerðarmanni sem kemur til að líta á kaffivélina finnst þeim þjónustan dýr og á tímum sem þessum þarf að spara. Þess vegna taka flestir innan kerfisins því fegins hendi ef fólk kemur með sinn eigin túlk. Stundum eru það vinir og vandamenn en mjög oft er það fólk sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera yfirleitt viðstatt erfið viðtöl, hvað þá að bera ábyrgð á þeim og það eru börn þeirra sem í hlut eiga. Börn eru yfirleitt fljótari að tileinka sér nýtt tungumál og eftir hrunið hefur þetta viðgengist æ meir. Til eru dæmi um að barn hefur verið tekið úr eigin kennslustundum til að túlka fyrir starfsfólk í eldhúsi skólans, hjá félagsþjónustunni hefur barn verið látið miðla samtali um að fjölskyldan ætti að missa húsnæði sitt og börn allt niður að 10 ára aldri hafa túlkað í læknisviðtölum þar sem meira að segja er til staðar lögbundinn réttur á túlkun. Svo eru tvítyngd börn ekki alltaf góðir túlkar – barn pólskra foreldra sem elst upp hér á landi getur kannski haldið uppi almennum samræðum á pólsku en það hefur aldrei farið til læknis, hvað þá til sýslumanns í Póllandi. En aðallega getur þetta verið skelfilega þung byrði sem ekkert barn ætti að þurfa að bera. Í staðinn eiga börn rétt á vernd sem foreldrar og stjórnvöld eiga að veita. Í nýju lagafrumvarpi um málefni innflytjenda er einungis tekið fram að æskilegt sé að móta heildarstefnu um túlkaþjónustu. Hluti af þessari stefnu ætti að fela í sér að brjóta ekki lengur á mannréttindum barna af erlendum uppruna með þessum hætti.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun