Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar 2. desember 2025 16:00 Hvar er andlit Krists? Jólin eru í nánd og senn fögnum við því að 2025 ár eru liðin frá fæðingu frelsarans. Sá atburður er svo merkilegur og svo samofinn allri menningu okkar að við miðum tímatalið sjálft við hann en virðumst þó á sama tíma oft gleyma hinni raunverulegu merkingu hans. Við þekkjum öll jólaguðspjallið: María og Jósef leggjast á flótta, finna sér hvergi húsaskjól og Jesúbarnið fæðist í jötu í fullkominni auðmýkt. Kristur fæddist hvorki sem konungur eða auðmaður heldur gerði hann sig smáan og varnarlausan og það er þannig sem hann ríkir; Hann birtist okkur ekki yfirþyrmandi og sterkur heldur biður okkur um að elska sig sem barn. Guð gerði sig lítinn svo við myndum ekki óttast dýrð hans, svo við gætum skilið hann í einfaldleika sínum, boðið hann velkominn og elskað hann. Þar með var öllum fyrri forsendum mannkynssögunar snúið á hvolf, andlit Guðs birtist okkur í hjálparlausu barni og fullkomnaðist síðar í písl hans og upprisu. Við kristnir menn höfum löngum litið á Maríu Mey sem sérstaka fyrirmynd okkar. Hún er ekki aðeins móðir Guðs heldur einnig fullkomin birtingarmynd trúarinnar: hún efaðist aldrei og fylgdi Kristi alla tíð, jafnvel í gegnum písl hans. Hún var þar með vitni að- og upplifði þjáningar sem er nánast ómögulegt að ímynda sér. Það hefði verið auðveldara að flýja eða líta undan eins og flestir lærisveinar Krists gerðu raunar. En Guð skapaði okkur ekki til að lifa þægilegu lífi heldur, þvert á móti, til dýrðar. Þar er ekki átt við við hina heiðnu dýrð afls og ríkidæmis, heldur einmitt þá auðmýkt sem birtist okkur í Jesúbarninu í jötunni og þeim styrk sem felst í samneyti við Drottin sjálfan: að líta ekki undan þegar aðrir þjást heldur leita að andliti Krists sem þjáist sjálfur með þeim. Ég hef fylgst nýlega með fréttum af Kaffistofu Samhjálpar sem glímir við mikinn húsnæðisvanda. Stofan er tímabundið til húsnæðis í kjallara Hvítasunnukirkjunnar og svo virðist sem að töluverð mótstaða hafi myndast meðal verðandi nágranna hennar við Grensásveg m.a vegna ótta við þá sem sækja stofuna og mögulegra neikvæðra áhrifa starfseminnar á húsnæðisverð. Þetta eru skiljanlegar áhyggjur í öfugsnúnu samfélagi en þegar slíkar kenndir bera okkur ofurliði þá verðum við að leita í kjarnaboðskap kristinnar trúar til að eiga okkur einhverrar viðreisnar von. Frelsarinn sagði okkur jú ekki að hafa áhyggjur af rýrnandi húsnæðisverði, sígarettureyk eða ónæði heldur talaði hann skýrum orðum um að hafna auðsöfnun, sjálfselsku og harðlyndi og lagði raunar sinnuleysi að jöfnu við að vanrækja Drottin sjálfan: „Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.” (Matt 25.45) Samhjálp vinnur mjög mikilvægt starf og þangað sækja minnstu bræður okkar og systur í samfélaginu: fólk sem vegna fátæktar og fíknar á vart í sig og á og reiðir sig því á þessa þjónustu. Það er lífsnauðsynlegt fyrir þau að þessi starfsemi haldist til streitu. Ég vil því hvetja verðandi nágranna Kaffistofu Samhjálpar að taka þeim fagnandi og hugsa jákvætt um starfsemi hennar - sem tækifæri til að snerta guðdóminn sjálfan með því að elska náunga sinn. Ég vil einnig hvetja alla lesendur sem hafa færi á að hjálpa starfsemi Samhjálpar á einhvern hátt til að gera það. Það má t.d að gera á einfaldan hátt hér. Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hvar er andlit Krists? Jólin eru í nánd og senn fögnum við því að 2025 ár eru liðin frá fæðingu frelsarans. Sá atburður er svo merkilegur og svo samofinn allri menningu okkar að við miðum tímatalið sjálft við hann en virðumst þó á sama tíma oft gleyma hinni raunverulegu merkingu hans. Við þekkjum öll jólaguðspjallið: María og Jósef leggjast á flótta, finna sér hvergi húsaskjól og Jesúbarnið fæðist í jötu í fullkominni auðmýkt. Kristur fæddist hvorki sem konungur eða auðmaður heldur gerði hann sig smáan og varnarlausan og það er þannig sem hann ríkir; Hann birtist okkur ekki yfirþyrmandi og sterkur heldur biður okkur um að elska sig sem barn. Guð gerði sig lítinn svo við myndum ekki óttast dýrð hans, svo við gætum skilið hann í einfaldleika sínum, boðið hann velkominn og elskað hann. Þar með var öllum fyrri forsendum mannkynssögunar snúið á hvolf, andlit Guðs birtist okkur í hjálparlausu barni og fullkomnaðist síðar í písl hans og upprisu. Við kristnir menn höfum löngum litið á Maríu Mey sem sérstaka fyrirmynd okkar. Hún er ekki aðeins móðir Guðs heldur einnig fullkomin birtingarmynd trúarinnar: hún efaðist aldrei og fylgdi Kristi alla tíð, jafnvel í gegnum písl hans. Hún var þar með vitni að- og upplifði þjáningar sem er nánast ómögulegt að ímynda sér. Það hefði verið auðveldara að flýja eða líta undan eins og flestir lærisveinar Krists gerðu raunar. En Guð skapaði okkur ekki til að lifa þægilegu lífi heldur, þvert á móti, til dýrðar. Þar er ekki átt við við hina heiðnu dýrð afls og ríkidæmis, heldur einmitt þá auðmýkt sem birtist okkur í Jesúbarninu í jötunni og þeim styrk sem felst í samneyti við Drottin sjálfan: að líta ekki undan þegar aðrir þjást heldur leita að andliti Krists sem þjáist sjálfur með þeim. Ég hef fylgst nýlega með fréttum af Kaffistofu Samhjálpar sem glímir við mikinn húsnæðisvanda. Stofan er tímabundið til húsnæðis í kjallara Hvítasunnukirkjunnar og svo virðist sem að töluverð mótstaða hafi myndast meðal verðandi nágranna hennar við Grensásveg m.a vegna ótta við þá sem sækja stofuna og mögulegra neikvæðra áhrifa starfseminnar á húsnæðisverð. Þetta eru skiljanlegar áhyggjur í öfugsnúnu samfélagi en þegar slíkar kenndir bera okkur ofurliði þá verðum við að leita í kjarnaboðskap kristinnar trúar til að eiga okkur einhverrar viðreisnar von. Frelsarinn sagði okkur jú ekki að hafa áhyggjur af rýrnandi húsnæðisverði, sígarettureyk eða ónæði heldur talaði hann skýrum orðum um að hafna auðsöfnun, sjálfselsku og harðlyndi og lagði raunar sinnuleysi að jöfnu við að vanrækja Drottin sjálfan: „Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.” (Matt 25.45) Samhjálp vinnur mjög mikilvægt starf og þangað sækja minnstu bræður okkar og systur í samfélaginu: fólk sem vegna fátæktar og fíknar á vart í sig og á og reiðir sig því á þessa þjónustu. Það er lífsnauðsynlegt fyrir þau að þessi starfsemi haldist til streitu. Ég vil því hvetja verðandi nágranna Kaffistofu Samhjálpar að taka þeim fagnandi og hugsa jákvætt um starfsemi hennar - sem tækifæri til að snerta guðdóminn sjálfan með því að elska náunga sinn. Ég vil einnig hvetja alla lesendur sem hafa færi á að hjálpa starfsemi Samhjálpar á einhvern hátt til að gera það. Það má t.d að gera á einfaldan hátt hér. Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun