Auðvelt að kaupa Ísland Ögmundur Jónasson skrifar 13. mars 2012 06:00 Kínversk fjárfestingarfyrirtæki vildu nýlega kaupa Grímsstaði á Fjöllum eins og flestir vita. Um var að ræða þrjú hundruð ferkílómetra land. Hugmyndin var að reisa hótel og ferðamannabústaði. Jafnframt var látið fylgja með að áhugi væri á því að styrkja flugbraut sem þarna væri að finna. Kaupverðið var milljarður. Kínverjar eru ekki einir í landvinningahugleiðingum. Eftirfarandi fréttafrásögn var á vefmiðlinum Pressunni í vikunni sem leið: „Fjórir rússneskir auðjöfrar fóru í viðamikla skoðunarferð á þyrlu í síðustu viku. Tilgangurinn var að skoða hentugar jarðir til að kaupa. Ferð þeirra var skipulögð í smáatriðum. Fjórmenningarnir leigðu þyrlu til að fá sem best útsýni og ná sem mestri yfirferð um Suðurland og segir í Sunnlenska að þeir hafi skoðað jarðir í Biskupstungum, Reykjanesi og Rangárvallasýslu. Rússnesku auðjöfrarnir fóru héðan til Alaska til að skoða jarðir þar." Bæði Kína og Rússland standa utan hins Evrópska efnahagssvæðis. Þess vegna geta hvorki Kínverjar né Rússar umyrðalaust keypt upp landið. Lagaskorður eru þarna enn til varnar en þyrftu að vera mun víðtækari. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþingiskona hefur sett fram þingmál um að slíkar skorður verði reistar gagnvart fulltrúum erlendra stórvelda og erlendum kaupspekúlentum, einnig frá hinu Evrópska efnahagssvæði, með það að leiðarljósi að halda eignarhaldi á landi í íslensku samfélagi. Ísland allt á 400 milljarða?Auðkýfingum og stórveldum myndi reynast Ísland auðkeyptur biti ef engar fyrirstöður væru í lögum eða hugarfari. Samkvæmt reiknireglunni frá Grímsstöðum færu þúsund ferkílómetrar á þrjá milljarða, eða eigum við að segja fjóra. Í framhaldinu mætti ætla að Ísland allt gengi á fjögur hundruð milljarða. Eigum við kannski að vera varfærin og tvöfalda þá upphæð eða jafnvel fjórfalda og rúmlega það og segja tvö þúsund milljarða? Það eru talsverðir peningar fyrir íslenska bændur en smáaurar þegar stórir stórveldahagsmunir eru í húfi. Það vita heimsveldin, sem hugsa hundrað ár fram í tímann, en búa nú í haginn fyrir framtíðina með því að koma upp litlum sjálfbærum nýlendukjörnum víðs vegar um heiminn innan landamæra gamalgróinna ríkja; kjörnum með allt til alls. Jafnvel eigin flugvelli. Auðmenn og fjárfestingarsamsteypur á höttunum eftir jarðnæði og auðlindum og þá sérstaklega vatninu — gulli framtíðarinnar — kunna líka á slíka langtímahugsun. En hvað með Íslendinga? Ræður skammtíma gróðahugsun ennþá för? Getur það verið? Nánast sama hvert litið er í heiminum nú um stundir; nánast alls staðar eru erlend ríki að reisa skorður við jarðnæðissölu út fyrir eigin landamæri. Hér á okkar ísalandi telja alltof margir hins vegar að allt standi og falli með því að fá eitthvað gert í snarhasti, bara eitthvað, þess vegna hótel og hví ekki hótel með flugvelli? En hótel verða ekki rekin, hvorki á Grímsstöðum á Fjöllum né annars staðar án hótelgesta og það margra. Einsemdin í Herðubreiðarlindum á stórmarkað?Sjá menn það kannski fyrir sér að selja öllum þúsundunum einsemdina í Herðubreiðarlindum? Hvað þola þær? Væri ekki ráð að gefa sér stund til að hugleiða afleiðingar ráðagjörða sinna, sérstaklega hinna stórbrotnari? Fyrir lítið samfélag og viðkvæmt land er ekki allt fengið með stærð og fjölda. Hið gagnstæða gæti reynst gæfudrýgra: Að leggja áherslu á jafnvægi og sátt við náttúru og samfélag. Þá er það hugarfarið. Þótt breyta þurfi reglum og lögum nægir það ekki eitt. Ef við ætlum ekki að láta taka af okkur landið verðum við að hafa trú á eigin getu. Uppbygging tuttugustu aldarinnar réðst af slíkri afstöðu. Yfirráð yfir landi og auðævum varðar hagsmuni okkar sem samfélags og þjóðar um ókominn tíma. Þess vegna verðum við að virkja vitsmuni okkar og sýna fyrirhyggju. Svo er það allt önnur saga að á Íslandi eru nógir peningar. Peningahirslur fjármálastofnana eru að springa. Spurningin snýst um það eitt að koma fénu á beit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Kínversk fjárfestingarfyrirtæki vildu nýlega kaupa Grímsstaði á Fjöllum eins og flestir vita. Um var að ræða þrjú hundruð ferkílómetra land. Hugmyndin var að reisa hótel og ferðamannabústaði. Jafnframt var látið fylgja með að áhugi væri á því að styrkja flugbraut sem þarna væri að finna. Kaupverðið var milljarður. Kínverjar eru ekki einir í landvinningahugleiðingum. Eftirfarandi fréttafrásögn var á vefmiðlinum Pressunni í vikunni sem leið: „Fjórir rússneskir auðjöfrar fóru í viðamikla skoðunarferð á þyrlu í síðustu viku. Tilgangurinn var að skoða hentugar jarðir til að kaupa. Ferð þeirra var skipulögð í smáatriðum. Fjórmenningarnir leigðu þyrlu til að fá sem best útsýni og ná sem mestri yfirferð um Suðurland og segir í Sunnlenska að þeir hafi skoðað jarðir í Biskupstungum, Reykjanesi og Rangárvallasýslu. Rússnesku auðjöfrarnir fóru héðan til Alaska til að skoða jarðir þar." Bæði Kína og Rússland standa utan hins Evrópska efnahagssvæðis. Þess vegna geta hvorki Kínverjar né Rússar umyrðalaust keypt upp landið. Lagaskorður eru þarna enn til varnar en þyrftu að vera mun víðtækari. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþingiskona hefur sett fram þingmál um að slíkar skorður verði reistar gagnvart fulltrúum erlendra stórvelda og erlendum kaupspekúlentum, einnig frá hinu Evrópska efnahagssvæði, með það að leiðarljósi að halda eignarhaldi á landi í íslensku samfélagi. Ísland allt á 400 milljarða?Auðkýfingum og stórveldum myndi reynast Ísland auðkeyptur biti ef engar fyrirstöður væru í lögum eða hugarfari. Samkvæmt reiknireglunni frá Grímsstöðum færu þúsund ferkílómetrar á þrjá milljarða, eða eigum við að segja fjóra. Í framhaldinu mætti ætla að Ísland allt gengi á fjögur hundruð milljarða. Eigum við kannski að vera varfærin og tvöfalda þá upphæð eða jafnvel fjórfalda og rúmlega það og segja tvö þúsund milljarða? Það eru talsverðir peningar fyrir íslenska bændur en smáaurar þegar stórir stórveldahagsmunir eru í húfi. Það vita heimsveldin, sem hugsa hundrað ár fram í tímann, en búa nú í haginn fyrir framtíðina með því að koma upp litlum sjálfbærum nýlendukjörnum víðs vegar um heiminn innan landamæra gamalgróinna ríkja; kjörnum með allt til alls. Jafnvel eigin flugvelli. Auðmenn og fjárfestingarsamsteypur á höttunum eftir jarðnæði og auðlindum og þá sérstaklega vatninu — gulli framtíðarinnar — kunna líka á slíka langtímahugsun. En hvað með Íslendinga? Ræður skammtíma gróðahugsun ennþá för? Getur það verið? Nánast sama hvert litið er í heiminum nú um stundir; nánast alls staðar eru erlend ríki að reisa skorður við jarðnæðissölu út fyrir eigin landamæri. Hér á okkar ísalandi telja alltof margir hins vegar að allt standi og falli með því að fá eitthvað gert í snarhasti, bara eitthvað, þess vegna hótel og hví ekki hótel með flugvelli? En hótel verða ekki rekin, hvorki á Grímsstöðum á Fjöllum né annars staðar án hótelgesta og það margra. Einsemdin í Herðubreiðarlindum á stórmarkað?Sjá menn það kannski fyrir sér að selja öllum þúsundunum einsemdina í Herðubreiðarlindum? Hvað þola þær? Væri ekki ráð að gefa sér stund til að hugleiða afleiðingar ráðagjörða sinna, sérstaklega hinna stórbrotnari? Fyrir lítið samfélag og viðkvæmt land er ekki allt fengið með stærð og fjölda. Hið gagnstæða gæti reynst gæfudrýgra: Að leggja áherslu á jafnvægi og sátt við náttúru og samfélag. Þá er það hugarfarið. Þótt breyta þurfi reglum og lögum nægir það ekki eitt. Ef við ætlum ekki að láta taka af okkur landið verðum við að hafa trú á eigin getu. Uppbygging tuttugustu aldarinnar réðst af slíkri afstöðu. Yfirráð yfir landi og auðævum varðar hagsmuni okkar sem samfélags og þjóðar um ókominn tíma. Þess vegna verðum við að virkja vitsmuni okkar og sýna fyrirhyggju. Svo er það allt önnur saga að á Íslandi eru nógir peningar. Peningahirslur fjármálastofnana eru að springa. Spurningin snýst um það eitt að koma fénu á beit.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun