Sagði Geir sekan um alvarlega vanrækslu 16. mars 2012 07:30 Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, undirbjó sig fyrir málflutning fyrir Landsdómi í gær þegar Geir gekk í salinn. Fréttablaðið/GVA Brot Geirs H. Haarde á ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins telst alvarlegt og viðurlög allt að tveggja ára fangelsi, sagði saksóknari í málflutningi sínum í gær. Hún sagði Geir hafa sýnt alvarlega vanrækslu á skyldum sínum sem forsætisráðherra. Málflutningur heldur áfram í dag þegar verjandi Geirs á sviðið. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sinnti ekki þeirri frumkvæðisskyldu sem hvíldi á honum til að draga úr stærð bankakerfisins, sjá til þess að Icesave yrði fært í dótturfélag og fleira í aðdraganda hrunsins, sagði Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, í málflutningi í Landsdómsmálinu í gær. Brot Geirs telst að hennar mati alvarlegt, en við því getur legið allt að tveggja ára fangelsi verði Geir fundinn sekur. Sigríður sagði að þó alvarleiki brota Geirs ætti að leiða til þyngingar refsingar væri eðlilegt að litið væri til þess að langt væri um liðið síðan brotin hefðu verið framin, auk þess sem Geir hefði ekki gerst brotlegur áður. Það gæti þýtt að skilorðsbinda mætti refsingu Geirs, yrði hann fundinn sekur. Sigríður sagði Geir hafa sýnt alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra frá byrjun febrúar 2008 fram að bankahruninu í október. Hún tók fram að ekki væri verið að gefa það í skyn með ákæru að Geir hefði með aðgerðum sínum getað afstýrt hruninu. Á honum hefði hvílt sú skylda að reyna. Hann hefði vitað af þeirri hættu sem yfir hefði vofað en hefði ekki brugðist við eins og honum hefði verið unnt sem forsætisráðherra landsins. „Það hefur verið talað um að viðvörunarljós hafi blikkað og rúmlega það. Það má líkja þessu við þegar peran er farin í stefnuljósinu, þá hamast ljósið sem aldrei fyrr,“ sagði Sigríður, sem taldi viðvörunarljós hafa blikkað frá árinu 2006 þegar svokölluð míní-kreppa skall á bönkunum. Landsdómur vísaði frá tveimur af sex ákæruliðum í ákæru Alþingis áður en til aðalmeðferðar kom. Eftir standa fjórir ákæruliðir sem Sigríður fjallaði um í málflutningi sínum í gær. Vanræksla samráðshópsinsÍ fyrsta ákæruliðnum sem eftir stendur, lið 1.3, er Geir ákærður fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika væru markviss og skiluðu árangri. Samráðshópur stjórnvalda um fjármálastöðugleika var eini vettvangurinn þar sem unnið var að undirbúningi fyrir mögulegt fjármálaáfall, sagði Sigríður í Landsdómi í gær. Í hópnum sátu fulltrúar forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneytis, auk fulltrúa Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands. Vinna hópsins átti að fela í sér greiningu á áhættu ríkisins, sagði Sigríður. „Það hlýtur að vera forsenda þess þegar unnið er að gerð viðbúnaðaráætlunar að gera sér grein fyrir við hverju megi búast.“ Fundargerðir hópsins, auk annarra gagna, sýna að „vinna hópsins var alls ekki markviss og skilaði ekki tilætluðum árangri“, sagði Sigríður. Hún sagði að skort hefði upp á aðkomu stjórnvalda að starfi hópsins. Hópurinn hefði ekki fengið upplýsingar um út frá hvaða leiðum stjórnvöld hefðu viljað vinna og því erfitt að klára viðbúnaðaráætlun eða önnur verkefni. Ólíkt öðrum ráðherrum fékk Geir ýmis gögn frá samráðshópnum, en settist ekki niður með samráðherrum sínum til að móta stefnu. Sigríður sagði að alvarleg staða bankakerfisins hefði blasað við meðlimum samráðshópsins frá nóvember 2007 að hruninu tæpu ári síðar. Allan þann tíma hefði hópurinn beðið eftir stefnumótun stjórnvalda. Sigríður gerði lítið úr þætti samráðshópsins í undirbúningi á neyðarlögunum. Geir hafði, auk vitna sem komu fyrir Landsdóm, sagt neyðarlögin hafa byggt í veigamiklum atriðum á vinnu samráðshópsins. Þetta sagði Sigríður orðum aukið. Mikilvægustu ákvæði neyðarlaganna hefðu verið samin á þremur dögum fyrir setningu laganna. Smækka banka og senda úr landiÍ öðrum ákæruliðnum, lið 1.4, er Geir ákærður fyrir að hafa ekki haft frumkvæði að virkum aðgerðum ríkisvaldsins til að draga úr stærð bankakerfisins, til dæmis með því að einn bankanna flytti höfuðstöðvar sínar úr landi. Íslensku bankarnir hefðu vel getað selt eignir á árinu 2008 til að minnka efnahagsreikning sinn, og þar með áhættu sem fylgdi hruni þeirra þá um haustið, sagði Sigríður. Hún sagði augljóst að Geir hefði átt að fullvissa sig um að unnið væri að slíkri eignasölu, og beita ríkisvaldinu til að tryggja að af henni yrði. Hún sagði ekki duga fyrir Geir að benda á að ýmislegt hefði verið rætt á fundum, eða að stjórnendur bankanna hefðu sjálfir ólmir viljað selja eignir en ekki getað. „Það verður ekki séð að spjall um að minnka bankana hafi skilað neinu,“ sagði Sigríður. Hún sagði að Geir hefði átt að kalla eftir upplýsingum um stöðu bankanna, setja fram kröfur og fylgja þeim eftir í stað þess að leyfa bönkunum að gera þetta á eigin forsendum. Sigríður sagði augljóst að bankarnir hefðu tapað á því að selja eignir sem mögulega hefðu verið keyptar á uppsprengdu verði, þó fráleitt væri að tala um brunaútsölu. Þó þeir hefðu ekki verið viljugir til að taka á sig slíkt tap hefði það verið skylda Geirs að setja hag samfélagsins í fyrsta sæti og krefjast eignasölu. Bankarnir þrýstu á þessum tíma mjög á stjórnvöld að stækka gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Sigríður sagði að það hefði verið kostur fyrir stjórnvöld að binda slíka stækkun skilyrðum um að bankarnir minnkuðu stærð efnahagsreikninga sinna með sölu eigna óháð kostnaði, í ljósi óhagstæðra aðstæðna. Ekki var hægt að útiloka að slík eignasala kæmi einum eða feiri bönkum í vanda, en svo mikið var í húfi að Geir hefði átt að sjá til þess að þeir reyndu, sagði Sigríður. „Ákærði hafði skyldur við íslenskt samfélag umfram bankana,“ sagði Sigríður. Hún sagði að svo hefði virst sem Geir hefði verið mögulegt tap bankanna efst í huga, ekki alvarlegar afleiðingar af hruni þeirra fyrir íslenskt samfélag. Flytja Icesave í breskt dótturfélagÍ þriðja ákæruliðnum, lið 1.5, er Geir ákærður fyrir að hafa ekki fullvissað sig um að unnið væri að flutningi Icesave-reikninganna frá útibúi Landsbankans í Bretlandi í dótturfélag með virkri aðkomu ríkisvaldsins. Icesave-reikningar Landsbankans í Bretlandi, og síðar Hollandi, urðu þess valdandi að mikil hætta vofði yfir ríkissjóði vegna Tryggingarsjóðs innstæðueigenda, sem ábyrgðist innistæðurnar, sagði Sigríður. Þá hefði verið hætta á áhlaupi á reikningana, og þar með Landsbankann, sem hefði getað haft alvarlegar afleiðingar fyrir allt íslenska fjármálakerfið. Geir hefði átt að hafa frumkvæði að því að þvinga Landsbankann til að færa Icesave-reikningana úr útibúi sínu í Bretlandi í breskt dótturfélag til að takmarka áhættu Íslands vegna þeirra, sagði Sigríður. Breska fjármálaeftirlitið (FSA) setti sem skilyrði að eignir yrðu færðar í slíkt dótturfélag, en það hugnaðist stjórnendum Landsbankans augljóslega ekki, sagði Sigríður. „Landsbankinn vildi ekki færa neinn herkostnað vegna þessa,“ sagði Sigríður. FSA taldi flutninginn geta tekið þrjá til sex mánuði. Ræða ógn á ríkisstjórnarfundumÍ fjórða ákæruliðnum, lið 2, er Geir ákærður fyrir að hafa látið fyrir farast á ríkisstjórnarfundum að ræða um þá ógn sem steðjað hafi að íslenska fjármálakerfinu. Í stjórnarskránni er kveðið á um að forsætisráðherra skuli ræða á ríkisstjórnarfundum um „mikilvæg málefni“. Þrátt fyrir þetta verður ekki séð að vandi fjármálakerfisins hafi verið ræddur fyrir alvöru á fundum ríkisstjórnar Geirs fyrr en í óefni var komið, sagði Sigríður. „Málin verða varla mikið stærri,“ sagði hún, og átti þá við stöðuna á efnahagsmálunum frá því snemma árs 2008. Með því að ræða ekki þetta alvarlega mál á ríkisstjórnarfundum er ljóst að möguleiki ríkisstjórnarinnar á því að afstýra hættu á tjóni minnkaði, sagði Sigríður. Það séu augljóslega minni möguleikar til að bregðast við reyni menn ekki að vinna saman og finna lausnir. Sigríður sagði venjur um hvað tekið væri á dagskrá ríkisstjórnarfunda ekki geta ýtt til hliðar skýru ákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins. Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Brot Geirs H. Haarde á ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins telst alvarlegt og viðurlög allt að tveggja ára fangelsi, sagði saksóknari í málflutningi sínum í gær. Hún sagði Geir hafa sýnt alvarlega vanrækslu á skyldum sínum sem forsætisráðherra. Málflutningur heldur áfram í dag þegar verjandi Geirs á sviðið. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sinnti ekki þeirri frumkvæðisskyldu sem hvíldi á honum til að draga úr stærð bankakerfisins, sjá til þess að Icesave yrði fært í dótturfélag og fleira í aðdraganda hrunsins, sagði Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, í málflutningi í Landsdómsmálinu í gær. Brot Geirs telst að hennar mati alvarlegt, en við því getur legið allt að tveggja ára fangelsi verði Geir fundinn sekur. Sigríður sagði að þó alvarleiki brota Geirs ætti að leiða til þyngingar refsingar væri eðlilegt að litið væri til þess að langt væri um liðið síðan brotin hefðu verið framin, auk þess sem Geir hefði ekki gerst brotlegur áður. Það gæti þýtt að skilorðsbinda mætti refsingu Geirs, yrði hann fundinn sekur. Sigríður sagði Geir hafa sýnt alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra frá byrjun febrúar 2008 fram að bankahruninu í október. Hún tók fram að ekki væri verið að gefa það í skyn með ákæru að Geir hefði með aðgerðum sínum getað afstýrt hruninu. Á honum hefði hvílt sú skylda að reyna. Hann hefði vitað af þeirri hættu sem yfir hefði vofað en hefði ekki brugðist við eins og honum hefði verið unnt sem forsætisráðherra landsins. „Það hefur verið talað um að viðvörunarljós hafi blikkað og rúmlega það. Það má líkja þessu við þegar peran er farin í stefnuljósinu, þá hamast ljósið sem aldrei fyrr,“ sagði Sigríður, sem taldi viðvörunarljós hafa blikkað frá árinu 2006 þegar svokölluð míní-kreppa skall á bönkunum. Landsdómur vísaði frá tveimur af sex ákæruliðum í ákæru Alþingis áður en til aðalmeðferðar kom. Eftir standa fjórir ákæruliðir sem Sigríður fjallaði um í málflutningi sínum í gær. Vanræksla samráðshópsinsÍ fyrsta ákæruliðnum sem eftir stendur, lið 1.3, er Geir ákærður fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika væru markviss og skiluðu árangri. Samráðshópur stjórnvalda um fjármálastöðugleika var eini vettvangurinn þar sem unnið var að undirbúningi fyrir mögulegt fjármálaáfall, sagði Sigríður í Landsdómi í gær. Í hópnum sátu fulltrúar forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneytis, auk fulltrúa Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands. Vinna hópsins átti að fela í sér greiningu á áhættu ríkisins, sagði Sigríður. „Það hlýtur að vera forsenda þess þegar unnið er að gerð viðbúnaðaráætlunar að gera sér grein fyrir við hverju megi búast.“ Fundargerðir hópsins, auk annarra gagna, sýna að „vinna hópsins var alls ekki markviss og skilaði ekki tilætluðum árangri“, sagði Sigríður. Hún sagði að skort hefði upp á aðkomu stjórnvalda að starfi hópsins. Hópurinn hefði ekki fengið upplýsingar um út frá hvaða leiðum stjórnvöld hefðu viljað vinna og því erfitt að klára viðbúnaðaráætlun eða önnur verkefni. Ólíkt öðrum ráðherrum fékk Geir ýmis gögn frá samráðshópnum, en settist ekki niður með samráðherrum sínum til að móta stefnu. Sigríður sagði að alvarleg staða bankakerfisins hefði blasað við meðlimum samráðshópsins frá nóvember 2007 að hruninu tæpu ári síðar. Allan þann tíma hefði hópurinn beðið eftir stefnumótun stjórnvalda. Sigríður gerði lítið úr þætti samráðshópsins í undirbúningi á neyðarlögunum. Geir hafði, auk vitna sem komu fyrir Landsdóm, sagt neyðarlögin hafa byggt í veigamiklum atriðum á vinnu samráðshópsins. Þetta sagði Sigríður orðum aukið. Mikilvægustu ákvæði neyðarlaganna hefðu verið samin á þremur dögum fyrir setningu laganna. Smækka banka og senda úr landiÍ öðrum ákæruliðnum, lið 1.4, er Geir ákærður fyrir að hafa ekki haft frumkvæði að virkum aðgerðum ríkisvaldsins til að draga úr stærð bankakerfisins, til dæmis með því að einn bankanna flytti höfuðstöðvar sínar úr landi. Íslensku bankarnir hefðu vel getað selt eignir á árinu 2008 til að minnka efnahagsreikning sinn, og þar með áhættu sem fylgdi hruni þeirra þá um haustið, sagði Sigríður. Hún sagði augljóst að Geir hefði átt að fullvissa sig um að unnið væri að slíkri eignasölu, og beita ríkisvaldinu til að tryggja að af henni yrði. Hún sagði ekki duga fyrir Geir að benda á að ýmislegt hefði verið rætt á fundum, eða að stjórnendur bankanna hefðu sjálfir ólmir viljað selja eignir en ekki getað. „Það verður ekki séð að spjall um að minnka bankana hafi skilað neinu,“ sagði Sigríður. Hún sagði að Geir hefði átt að kalla eftir upplýsingum um stöðu bankanna, setja fram kröfur og fylgja þeim eftir í stað þess að leyfa bönkunum að gera þetta á eigin forsendum. Sigríður sagði augljóst að bankarnir hefðu tapað á því að selja eignir sem mögulega hefðu verið keyptar á uppsprengdu verði, þó fráleitt væri að tala um brunaútsölu. Þó þeir hefðu ekki verið viljugir til að taka á sig slíkt tap hefði það verið skylda Geirs að setja hag samfélagsins í fyrsta sæti og krefjast eignasölu. Bankarnir þrýstu á þessum tíma mjög á stjórnvöld að stækka gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Sigríður sagði að það hefði verið kostur fyrir stjórnvöld að binda slíka stækkun skilyrðum um að bankarnir minnkuðu stærð efnahagsreikninga sinna með sölu eigna óháð kostnaði, í ljósi óhagstæðra aðstæðna. Ekki var hægt að útiloka að slík eignasala kæmi einum eða feiri bönkum í vanda, en svo mikið var í húfi að Geir hefði átt að sjá til þess að þeir reyndu, sagði Sigríður. „Ákærði hafði skyldur við íslenskt samfélag umfram bankana,“ sagði Sigríður. Hún sagði að svo hefði virst sem Geir hefði verið mögulegt tap bankanna efst í huga, ekki alvarlegar afleiðingar af hruni þeirra fyrir íslenskt samfélag. Flytja Icesave í breskt dótturfélagÍ þriðja ákæruliðnum, lið 1.5, er Geir ákærður fyrir að hafa ekki fullvissað sig um að unnið væri að flutningi Icesave-reikninganna frá útibúi Landsbankans í Bretlandi í dótturfélag með virkri aðkomu ríkisvaldsins. Icesave-reikningar Landsbankans í Bretlandi, og síðar Hollandi, urðu þess valdandi að mikil hætta vofði yfir ríkissjóði vegna Tryggingarsjóðs innstæðueigenda, sem ábyrgðist innistæðurnar, sagði Sigríður. Þá hefði verið hætta á áhlaupi á reikningana, og þar með Landsbankann, sem hefði getað haft alvarlegar afleiðingar fyrir allt íslenska fjármálakerfið. Geir hefði átt að hafa frumkvæði að því að þvinga Landsbankann til að færa Icesave-reikningana úr útibúi sínu í Bretlandi í breskt dótturfélag til að takmarka áhættu Íslands vegna þeirra, sagði Sigríður. Breska fjármálaeftirlitið (FSA) setti sem skilyrði að eignir yrðu færðar í slíkt dótturfélag, en það hugnaðist stjórnendum Landsbankans augljóslega ekki, sagði Sigríður. „Landsbankinn vildi ekki færa neinn herkostnað vegna þessa,“ sagði Sigríður. FSA taldi flutninginn geta tekið þrjá til sex mánuði. Ræða ógn á ríkisstjórnarfundumÍ fjórða ákæruliðnum, lið 2, er Geir ákærður fyrir að hafa látið fyrir farast á ríkisstjórnarfundum að ræða um þá ógn sem steðjað hafi að íslenska fjármálakerfinu. Í stjórnarskránni er kveðið á um að forsætisráðherra skuli ræða á ríkisstjórnarfundum um „mikilvæg málefni“. Þrátt fyrir þetta verður ekki séð að vandi fjármálakerfisins hafi verið ræddur fyrir alvöru á fundum ríkisstjórnar Geirs fyrr en í óefni var komið, sagði Sigríður. „Málin verða varla mikið stærri,“ sagði hún, og átti þá við stöðuna á efnahagsmálunum frá því snemma árs 2008. Með því að ræða ekki þetta alvarlega mál á ríkisstjórnarfundum er ljóst að möguleiki ríkisstjórnarinnar á því að afstýra hættu á tjóni minnkaði, sagði Sigríður. Það séu augljóslega minni möguleikar til að bregðast við reyni menn ekki að vinna saman og finna lausnir. Sigríður sagði venjur um hvað tekið væri á dagskrá ríkisstjórnarfunda ekki geta ýtt til hliðar skýru ákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins.
Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira