Vatnið okkar – auðlind til framtíðar 22. mars 2012 06:00 Allar lífverur jarðar eru háðar vatni til lífs, hvort sem þær lifa á landi eða í sjó. Þetta gildir ekki síst um manninn – en oft er aðgangur að vatnsauðlindinni takmarkaður á heimsvísu. Við sem búum á Íslandi gerum okkur kannski ekki alltaf grein fyrir verðmæti vatnsauðlindarinnar – einmitt vegna þess að við höfum aðgang að svo miklu vatni. Jöklar þekja tæplega 12% af yfirborði landsins og jökulár sjá vatnsaflsvirkjununum árlega fyrir 42.300 milljónum rúmmetra af vatni til framleiðslu á rafmagni. Öflug sjávarföll við landið sjá um að flytja mengunarefni s.s. skólp frá ströndinni tvisvar á sólarhring. Þá sér tært grunnvatn 98% þjóðarinnar fyrir neysluvatni og 90% þjóðarinnar hita híbýli sín með jarðhitavatni. Nýlega kom út skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hagfræðilega greiningu á nýtingu vatns á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að Ísland hefur aðgang að 532 þúsundum rúmmetra af ferskvatni á hvern íbúa á meðan Danir hafa einungis aðgang að 3 þúsundum rúmmetra af ferskvatni á hvern íbúa. Sú staðreynd að við Íslendingar eigum slíkar auðlindir hefur leitt til þess að við notum meira vatn en nokkur önnur þjóð, eða 269 rúmmetra á mann á ári, sem er nærri tvöfalt meira magn en hjá nágrannaþjóðum okkar í Evrópu. Ríkulegur aðgangur að vatni má ekki gera okkur kærulaus í umgengni við vatnsauðlindina. Á meginlandi Evrópu er talið að allt að 60% af grunnvatni sé ofnýtt, 50% af votlendi álfunnar er í hættu vegna ofnýtingar grunnvatnsins og 20% alls yfirborðsvatns á svæðinu er í alvarlegri hættu vegna mengunar. Við Íslendingar erum fámenn þjóð í stóru og auðugu landi. Auðæfi okkar eru vatnið – en það er ekki ótæmandi. Sjórinn tekur ekki endalaust við mengun og grunnvatn getur orðið fyrir áhrifum af ofnýtingu. Hvað getum við þá gert til að spyrna við fótum? Ný lög um stjórn vatnamála eiga að innleiða nýja nálgun í vatnsvernd hér á landi. Lögunum er ætlað að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns og langtímavernd vatnsauðlindarinnar, m.a. með því að vinna svokallaða vatnaáætlun. Vatnaáætlun segir til um það hvort úrbóta er þörf og er þannig grundvöllur þess að gripið sé til nauðsynlegra ráðstafana til þess að ná fram umhverfismarkmiðum. Gert er ráð fyrir að fyrsta vatnaáætlun komi til framkvæmda 1. janúar 2016. Almenningur getur einnig lagt sitt af mörkum. Ýmislegt má gera til að spara vatn til þvotta, baða, vökvunar og í salernum. Á Íslandi búum við svo vel að þurfa ekki að spara vatn á slíkan hátt, en það þýðir ekki að við megum sóa vatni með því að láta það renna að óþörfu. Dæmi um góða umgengni um vatn er val á aðferð við uppþvott, böð og þvott bíla. Leirtau þarf ekki að þvo undir rennandi vatni áður en það er sett í uppþvottavél, minna vatn fer í sturtur en baðkör og það er óþarfi að láta vatn renna á bílaplanið á meðan bíllinn er bónaður eftir þvottinn. Önnur dæmi um sóun á vatn er sírennsli í klósettum og lekar í veitukerfum. Íslendingar hafa á síðustu áratugum lært mikilvægar lexíur í umgengni við auðlindir lands og sjávar. Ekki er langt síðan stjórnmálamenn hefðu lagt til tímabundna ofnýtingu fiskistofna til að rétta úr kútnum þegar illa áraði, en okkur hefur lærst að slík skammtímahugsun dugar ekki til framtíðar. Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða er annað dæmi um hugarfarsbreytingu í átt til sjálfbærni, þar sem orkuauðlindir eru flokkaðar af yfirvegun og til langrar framtíðar. Allt miðar þetta að því að við sem byggjum jörðina í dag áttum okkur á ábyrgðinni sem í því felst – að við getum ekki leyft okkur að ganga svo nærri auðlindum að við skerðum möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Engin auðlind er jafndýrmæt og vatnið, þessi undirstaða lífsins, og skiptir því miklu að umgangast það af þeirri virðingu sem því sæmir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Allar lífverur jarðar eru háðar vatni til lífs, hvort sem þær lifa á landi eða í sjó. Þetta gildir ekki síst um manninn – en oft er aðgangur að vatnsauðlindinni takmarkaður á heimsvísu. Við sem búum á Íslandi gerum okkur kannski ekki alltaf grein fyrir verðmæti vatnsauðlindarinnar – einmitt vegna þess að við höfum aðgang að svo miklu vatni. Jöklar þekja tæplega 12% af yfirborði landsins og jökulár sjá vatnsaflsvirkjununum árlega fyrir 42.300 milljónum rúmmetra af vatni til framleiðslu á rafmagni. Öflug sjávarföll við landið sjá um að flytja mengunarefni s.s. skólp frá ströndinni tvisvar á sólarhring. Þá sér tært grunnvatn 98% þjóðarinnar fyrir neysluvatni og 90% þjóðarinnar hita híbýli sín með jarðhitavatni. Nýlega kom út skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hagfræðilega greiningu á nýtingu vatns á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að Ísland hefur aðgang að 532 þúsundum rúmmetra af ferskvatni á hvern íbúa á meðan Danir hafa einungis aðgang að 3 þúsundum rúmmetra af ferskvatni á hvern íbúa. Sú staðreynd að við Íslendingar eigum slíkar auðlindir hefur leitt til þess að við notum meira vatn en nokkur önnur þjóð, eða 269 rúmmetra á mann á ári, sem er nærri tvöfalt meira magn en hjá nágrannaþjóðum okkar í Evrópu. Ríkulegur aðgangur að vatni má ekki gera okkur kærulaus í umgengni við vatnsauðlindina. Á meginlandi Evrópu er talið að allt að 60% af grunnvatni sé ofnýtt, 50% af votlendi álfunnar er í hættu vegna ofnýtingar grunnvatnsins og 20% alls yfirborðsvatns á svæðinu er í alvarlegri hættu vegna mengunar. Við Íslendingar erum fámenn þjóð í stóru og auðugu landi. Auðæfi okkar eru vatnið – en það er ekki ótæmandi. Sjórinn tekur ekki endalaust við mengun og grunnvatn getur orðið fyrir áhrifum af ofnýtingu. Hvað getum við þá gert til að spyrna við fótum? Ný lög um stjórn vatnamála eiga að innleiða nýja nálgun í vatnsvernd hér á landi. Lögunum er ætlað að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns og langtímavernd vatnsauðlindarinnar, m.a. með því að vinna svokallaða vatnaáætlun. Vatnaáætlun segir til um það hvort úrbóta er þörf og er þannig grundvöllur þess að gripið sé til nauðsynlegra ráðstafana til þess að ná fram umhverfismarkmiðum. Gert er ráð fyrir að fyrsta vatnaáætlun komi til framkvæmda 1. janúar 2016. Almenningur getur einnig lagt sitt af mörkum. Ýmislegt má gera til að spara vatn til þvotta, baða, vökvunar og í salernum. Á Íslandi búum við svo vel að þurfa ekki að spara vatn á slíkan hátt, en það þýðir ekki að við megum sóa vatni með því að láta það renna að óþörfu. Dæmi um góða umgengni um vatn er val á aðferð við uppþvott, böð og þvott bíla. Leirtau þarf ekki að þvo undir rennandi vatni áður en það er sett í uppþvottavél, minna vatn fer í sturtur en baðkör og það er óþarfi að láta vatn renna á bílaplanið á meðan bíllinn er bónaður eftir þvottinn. Önnur dæmi um sóun á vatn er sírennsli í klósettum og lekar í veitukerfum. Íslendingar hafa á síðustu áratugum lært mikilvægar lexíur í umgengni við auðlindir lands og sjávar. Ekki er langt síðan stjórnmálamenn hefðu lagt til tímabundna ofnýtingu fiskistofna til að rétta úr kútnum þegar illa áraði, en okkur hefur lærst að slík skammtímahugsun dugar ekki til framtíðar. Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða er annað dæmi um hugarfarsbreytingu í átt til sjálfbærni, þar sem orkuauðlindir eru flokkaðar af yfirvegun og til langrar framtíðar. Allt miðar þetta að því að við sem byggjum jörðina í dag áttum okkur á ábyrgðinni sem í því felst – að við getum ekki leyft okkur að ganga svo nærri auðlindum að við skerðum möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Engin auðlind er jafndýrmæt og vatnið, þessi undirstaða lífsins, og skiptir því miklu að umgangast það af þeirri virðingu sem því sæmir.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun