Að virkja meira og meira, meira í dag en í gær? 29. mars 2012 08:00 Með staðfestingu Árósasamningsins hafa Íslendingar skuldbundið sig til þess að auka þátttöku almennings í ákvarðanatöku um umhverfismál. Það þýðir m.a. að ef drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landssvæða (rammaáætlun) færu óbreytt inn til þingsins, væri með engu verið að taka tillit til þeirra 225 umsagna sem um þau komu, og þar með gengið á rétt almennings. Þrettán náttúruverndarsamtök skiluðu sameiginlegri umsögn um þessi drög með ítarlegum rökstuðningi fyrir því að fækka svæðum í orkunýtingarflokki. Nokkrar almennar ástæður þess eru tíundaðar hér, en rökstuðning fyrir flutningi hverrar og einnar virkjunarhugmyndar á milli flokka má finna í umsögninni sjálfri. Náttúra Íslands hefur hátt verndargildiRannsóknir sýna að yfir 80% erlendra ferðamanna nefna náttúru Íslands sem ástæðu Íslandsfarar. Þrátt fyrir að víðerni hafi minnkað hratt á síðustu áratugum er hér að finna stærstu lítt snortnu víðerni í Evrópu og einstakar landslagsheildir sem eiga fáa sína líka. Eldvirkni er hér ein sú mesta í heiminum, jarðvarmi mikill, fjölbreytt vistkerfi hitakærra örvera, fossar fleiri og tilkomumeiri en víða annars staðar, hraunbreiður sem fágætar eru á heimsvísu, sífreravistkerfi á hálendinu, stór óröskuð vatnasvið, hreint og tært lindarvatn og svona mætti lengi telja – í heild sinni hefur náttúra Íslands afar mikla sérstöðu. En umfram allt er hér að finna víðáttu og kyrrð, hvort tveggja eru hverfandi auðlindir í sífellt þéttsetnari heimi, ekki síst á evrópskum mælikvarða. Þetta eru gríðarleg verðmæti, bæði efnisleg og andleg, og möguleikarnir eru margir fái þessi svæði verðskuldaða vernd. Þetta á við um mörg svæðanna sem umrædd þingsályktunartillaga tekur fyrir, svo sem inni á hálendinu, í Skaftárhreppi, á Reykjanesskaganum sem og heilu vatnsföllin eins og Jökulsárnar í Skagafirði og Jökulsá á Fjöllum, svo eitthvað sé nefnt. Áhugi landsmanna á vernd íslenskrar náttúru er mikill, t.d. reyndist meirihluti þjóðarinnar (56%) vera hlynntur stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í skoðanakönnun Capacent Gallup frá október 2011. Hvar liggur sáttalínan?Eitt af markmiðum rammaáætlunar var að leita sátta milli þeirra sem vilja framkvæma stórfelld virkjunaráform hérlendis og þeirra sem vilja auka veg verndunar og fara hægar í sakirnar. Margir virðast hins vegar líta á stöðuna í dag óháð þeim framkvæmdum sem þegar hefur verið ráðist í á síðustu áratugum og draga sáttalínuna eins og um upphafsstöðu sé að ræða núna. Því skal hér mótmælt. Ef vikið er að tjóni á náttúru Íslands vegna þess sem þegar hefur verið virkjað, þá er ljóst að það er bæði mikið og að stórum hluta óafturkræft. Stefán Arnórsson, prófessor við HÍ, skrifar í viðauka við skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar í júní 2011 að búið sé að raska um helmingi af sýnilegum háhitasvæðum á landinu (9 af 19). Þá er ónefndur fjöldinn allur af vatnsaflsvirkjunum sem hefur verið reistur eða er í byggingu, ekki síst á hálendinu eða í jaðri þess. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því þær vatnsaflsvirkjanir sem eftir eru í virkjanapottinum eru flestar litlar og mun óhagkvæmari í byggingu og/eða rekstri en þær sem þegar hafa verið reistar og umhverfisáhrif þeirra oft meiri. Í umræðu um sátt verður að taka tillit til þeirra staðreynda sem hér hafa verið raktar. Í hvað á að nota orkuna?Í hvað á að nota alla þá orku sem fæst úr virkjunarhugmyndum í orkunýtingarflokki? Í skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar frá júní 2011 kemur fram að árleg þörf á raforkuframleiðslu til almennrar notkunar, en það er sú notkun sem ekki er hjá stórnotendum (stóriðju), nemur aðeins rúmlega 50 GWh, eða um 7-8 MW. Þær 22 hugmyndir sem eru í orkunýtingarflokki í þingsályktunardrögunum samsvara tæpum 1.500 MW (rúmlega tveimur Kárahnjúkavirkjunum). Það er því erfitt að skilja hvers vegna það liggur svo mikið á að fá öll þessi svæði í orkunýtingarflokk, nema nota eigi orkuna til frekari stóriðju. Benda má á að nú þegar fara um 80% af framleiddri orku í landinu til stóriðju, sérílagi álbræðslu og óskynsamlegt að fjárfesta meira í þeim bransa, á meðan aðeins 5% notkunarinnar er á heimilum landsmanna. Þörf til almennrar notkunar má vel mæta með auknum orkusparnaði, betri nýtingu núverandi vatnsaflsvirkjana vegna aukins rennslis í jökulám, eða jafnvel með öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum. Niðurstaðan er því sú að við þurfum alls ekki á allri þessari orku að halda. Breyttir tímarSé litið til þingsályktunartillögunnar óbreyttrar frá drögunum og miðað við hugmyndir Landsvirkjunar um nær tvöföldun á raforkuframleiðslu fram til ársins 2025 er ljóst að mikill áhugi er á því að ráðast í bróðurpart þessarar orkunýtingar á afar skömmum tíma. Ef ég eignaðist barn á morgun þá væri ég sennilega að ferma það um svipað leyti og búið væri að ráðast í flestar hugmyndirnar. Það er því ekki ofsögum sagt að með þeim fjölda sem nú er í orkunýtingarflokki er verið að ganga freklega á rétt komandi kynslóða til þátttöku í ákvörðunum um ráðstöfun þessarar auðlindar og stórra landssvæða. Í ljósi þeirra ástæðna sem tíundaðar hafa verið í þessari grein er því afskaplega eðlileg krafa að fleiri virkjunarhugmyndir færist úr orkunýtingarflokki í bið- og verndarflokka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Með staðfestingu Árósasamningsins hafa Íslendingar skuldbundið sig til þess að auka þátttöku almennings í ákvarðanatöku um umhverfismál. Það þýðir m.a. að ef drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landssvæða (rammaáætlun) færu óbreytt inn til þingsins, væri með engu verið að taka tillit til þeirra 225 umsagna sem um þau komu, og þar með gengið á rétt almennings. Þrettán náttúruverndarsamtök skiluðu sameiginlegri umsögn um þessi drög með ítarlegum rökstuðningi fyrir því að fækka svæðum í orkunýtingarflokki. Nokkrar almennar ástæður þess eru tíundaðar hér, en rökstuðning fyrir flutningi hverrar og einnar virkjunarhugmyndar á milli flokka má finna í umsögninni sjálfri. Náttúra Íslands hefur hátt verndargildiRannsóknir sýna að yfir 80% erlendra ferðamanna nefna náttúru Íslands sem ástæðu Íslandsfarar. Þrátt fyrir að víðerni hafi minnkað hratt á síðustu áratugum er hér að finna stærstu lítt snortnu víðerni í Evrópu og einstakar landslagsheildir sem eiga fáa sína líka. Eldvirkni er hér ein sú mesta í heiminum, jarðvarmi mikill, fjölbreytt vistkerfi hitakærra örvera, fossar fleiri og tilkomumeiri en víða annars staðar, hraunbreiður sem fágætar eru á heimsvísu, sífreravistkerfi á hálendinu, stór óröskuð vatnasvið, hreint og tært lindarvatn og svona mætti lengi telja – í heild sinni hefur náttúra Íslands afar mikla sérstöðu. En umfram allt er hér að finna víðáttu og kyrrð, hvort tveggja eru hverfandi auðlindir í sífellt þéttsetnari heimi, ekki síst á evrópskum mælikvarða. Þetta eru gríðarleg verðmæti, bæði efnisleg og andleg, og möguleikarnir eru margir fái þessi svæði verðskuldaða vernd. Þetta á við um mörg svæðanna sem umrædd þingsályktunartillaga tekur fyrir, svo sem inni á hálendinu, í Skaftárhreppi, á Reykjanesskaganum sem og heilu vatnsföllin eins og Jökulsárnar í Skagafirði og Jökulsá á Fjöllum, svo eitthvað sé nefnt. Áhugi landsmanna á vernd íslenskrar náttúru er mikill, t.d. reyndist meirihluti þjóðarinnar (56%) vera hlynntur stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í skoðanakönnun Capacent Gallup frá október 2011. Hvar liggur sáttalínan?Eitt af markmiðum rammaáætlunar var að leita sátta milli þeirra sem vilja framkvæma stórfelld virkjunaráform hérlendis og þeirra sem vilja auka veg verndunar og fara hægar í sakirnar. Margir virðast hins vegar líta á stöðuna í dag óháð þeim framkvæmdum sem þegar hefur verið ráðist í á síðustu áratugum og draga sáttalínuna eins og um upphafsstöðu sé að ræða núna. Því skal hér mótmælt. Ef vikið er að tjóni á náttúru Íslands vegna þess sem þegar hefur verið virkjað, þá er ljóst að það er bæði mikið og að stórum hluta óafturkræft. Stefán Arnórsson, prófessor við HÍ, skrifar í viðauka við skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar í júní 2011 að búið sé að raska um helmingi af sýnilegum háhitasvæðum á landinu (9 af 19). Þá er ónefndur fjöldinn allur af vatnsaflsvirkjunum sem hefur verið reistur eða er í byggingu, ekki síst á hálendinu eða í jaðri þess. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því þær vatnsaflsvirkjanir sem eftir eru í virkjanapottinum eru flestar litlar og mun óhagkvæmari í byggingu og/eða rekstri en þær sem þegar hafa verið reistar og umhverfisáhrif þeirra oft meiri. Í umræðu um sátt verður að taka tillit til þeirra staðreynda sem hér hafa verið raktar. Í hvað á að nota orkuna?Í hvað á að nota alla þá orku sem fæst úr virkjunarhugmyndum í orkunýtingarflokki? Í skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar frá júní 2011 kemur fram að árleg þörf á raforkuframleiðslu til almennrar notkunar, en það er sú notkun sem ekki er hjá stórnotendum (stóriðju), nemur aðeins rúmlega 50 GWh, eða um 7-8 MW. Þær 22 hugmyndir sem eru í orkunýtingarflokki í þingsályktunardrögunum samsvara tæpum 1.500 MW (rúmlega tveimur Kárahnjúkavirkjunum). Það er því erfitt að skilja hvers vegna það liggur svo mikið á að fá öll þessi svæði í orkunýtingarflokk, nema nota eigi orkuna til frekari stóriðju. Benda má á að nú þegar fara um 80% af framleiddri orku í landinu til stóriðju, sérílagi álbræðslu og óskynsamlegt að fjárfesta meira í þeim bransa, á meðan aðeins 5% notkunarinnar er á heimilum landsmanna. Þörf til almennrar notkunar má vel mæta með auknum orkusparnaði, betri nýtingu núverandi vatnsaflsvirkjana vegna aukins rennslis í jökulám, eða jafnvel með öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum. Niðurstaðan er því sú að við þurfum alls ekki á allri þessari orku að halda. Breyttir tímarSé litið til þingsályktunartillögunnar óbreyttrar frá drögunum og miðað við hugmyndir Landsvirkjunar um nær tvöföldun á raforkuframleiðslu fram til ársins 2025 er ljóst að mikill áhugi er á því að ráðast í bróðurpart þessarar orkunýtingar á afar skömmum tíma. Ef ég eignaðist barn á morgun þá væri ég sennilega að ferma það um svipað leyti og búið væri að ráðast í flestar hugmyndirnar. Það er því ekki ofsögum sagt að með þeim fjölda sem nú er í orkunýtingarflokki er verið að ganga freklega á rétt komandi kynslóða til þátttöku í ákvörðunum um ráðstöfun þessarar auðlindar og stórra landssvæða. Í ljósi þeirra ástæðna sem tíundaðar hafa verið í þessari grein er því afskaplega eðlileg krafa að fleiri virkjunarhugmyndir færist úr orkunýtingarflokki í bið- og verndarflokka.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar