Að virkja meira og meira, meira í dag en í gær? 29. mars 2012 08:00 Með staðfestingu Árósasamningsins hafa Íslendingar skuldbundið sig til þess að auka þátttöku almennings í ákvarðanatöku um umhverfismál. Það þýðir m.a. að ef drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landssvæða (rammaáætlun) færu óbreytt inn til þingsins, væri með engu verið að taka tillit til þeirra 225 umsagna sem um þau komu, og þar með gengið á rétt almennings. Þrettán náttúruverndarsamtök skiluðu sameiginlegri umsögn um þessi drög með ítarlegum rökstuðningi fyrir því að fækka svæðum í orkunýtingarflokki. Nokkrar almennar ástæður þess eru tíundaðar hér, en rökstuðning fyrir flutningi hverrar og einnar virkjunarhugmyndar á milli flokka má finna í umsögninni sjálfri. Náttúra Íslands hefur hátt verndargildiRannsóknir sýna að yfir 80% erlendra ferðamanna nefna náttúru Íslands sem ástæðu Íslandsfarar. Þrátt fyrir að víðerni hafi minnkað hratt á síðustu áratugum er hér að finna stærstu lítt snortnu víðerni í Evrópu og einstakar landslagsheildir sem eiga fáa sína líka. Eldvirkni er hér ein sú mesta í heiminum, jarðvarmi mikill, fjölbreytt vistkerfi hitakærra örvera, fossar fleiri og tilkomumeiri en víða annars staðar, hraunbreiður sem fágætar eru á heimsvísu, sífreravistkerfi á hálendinu, stór óröskuð vatnasvið, hreint og tært lindarvatn og svona mætti lengi telja – í heild sinni hefur náttúra Íslands afar mikla sérstöðu. En umfram allt er hér að finna víðáttu og kyrrð, hvort tveggja eru hverfandi auðlindir í sífellt þéttsetnari heimi, ekki síst á evrópskum mælikvarða. Þetta eru gríðarleg verðmæti, bæði efnisleg og andleg, og möguleikarnir eru margir fái þessi svæði verðskuldaða vernd. Þetta á við um mörg svæðanna sem umrædd þingsályktunartillaga tekur fyrir, svo sem inni á hálendinu, í Skaftárhreppi, á Reykjanesskaganum sem og heilu vatnsföllin eins og Jökulsárnar í Skagafirði og Jökulsá á Fjöllum, svo eitthvað sé nefnt. Áhugi landsmanna á vernd íslenskrar náttúru er mikill, t.d. reyndist meirihluti þjóðarinnar (56%) vera hlynntur stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í skoðanakönnun Capacent Gallup frá október 2011. Hvar liggur sáttalínan?Eitt af markmiðum rammaáætlunar var að leita sátta milli þeirra sem vilja framkvæma stórfelld virkjunaráform hérlendis og þeirra sem vilja auka veg verndunar og fara hægar í sakirnar. Margir virðast hins vegar líta á stöðuna í dag óháð þeim framkvæmdum sem þegar hefur verið ráðist í á síðustu áratugum og draga sáttalínuna eins og um upphafsstöðu sé að ræða núna. Því skal hér mótmælt. Ef vikið er að tjóni á náttúru Íslands vegna þess sem þegar hefur verið virkjað, þá er ljóst að það er bæði mikið og að stórum hluta óafturkræft. Stefán Arnórsson, prófessor við HÍ, skrifar í viðauka við skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar í júní 2011 að búið sé að raska um helmingi af sýnilegum háhitasvæðum á landinu (9 af 19). Þá er ónefndur fjöldinn allur af vatnsaflsvirkjunum sem hefur verið reistur eða er í byggingu, ekki síst á hálendinu eða í jaðri þess. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því þær vatnsaflsvirkjanir sem eftir eru í virkjanapottinum eru flestar litlar og mun óhagkvæmari í byggingu og/eða rekstri en þær sem þegar hafa verið reistar og umhverfisáhrif þeirra oft meiri. Í umræðu um sátt verður að taka tillit til þeirra staðreynda sem hér hafa verið raktar. Í hvað á að nota orkuna?Í hvað á að nota alla þá orku sem fæst úr virkjunarhugmyndum í orkunýtingarflokki? Í skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar frá júní 2011 kemur fram að árleg þörf á raforkuframleiðslu til almennrar notkunar, en það er sú notkun sem ekki er hjá stórnotendum (stóriðju), nemur aðeins rúmlega 50 GWh, eða um 7-8 MW. Þær 22 hugmyndir sem eru í orkunýtingarflokki í þingsályktunardrögunum samsvara tæpum 1.500 MW (rúmlega tveimur Kárahnjúkavirkjunum). Það er því erfitt að skilja hvers vegna það liggur svo mikið á að fá öll þessi svæði í orkunýtingarflokk, nema nota eigi orkuna til frekari stóriðju. Benda má á að nú þegar fara um 80% af framleiddri orku í landinu til stóriðju, sérílagi álbræðslu og óskynsamlegt að fjárfesta meira í þeim bransa, á meðan aðeins 5% notkunarinnar er á heimilum landsmanna. Þörf til almennrar notkunar má vel mæta með auknum orkusparnaði, betri nýtingu núverandi vatnsaflsvirkjana vegna aukins rennslis í jökulám, eða jafnvel með öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum. Niðurstaðan er því sú að við þurfum alls ekki á allri þessari orku að halda. Breyttir tímarSé litið til þingsályktunartillögunnar óbreyttrar frá drögunum og miðað við hugmyndir Landsvirkjunar um nær tvöföldun á raforkuframleiðslu fram til ársins 2025 er ljóst að mikill áhugi er á því að ráðast í bróðurpart þessarar orkunýtingar á afar skömmum tíma. Ef ég eignaðist barn á morgun þá væri ég sennilega að ferma það um svipað leyti og búið væri að ráðast í flestar hugmyndirnar. Það er því ekki ofsögum sagt að með þeim fjölda sem nú er í orkunýtingarflokki er verið að ganga freklega á rétt komandi kynslóða til þátttöku í ákvörðunum um ráðstöfun þessarar auðlindar og stórra landssvæða. Í ljósi þeirra ástæðna sem tíundaðar hafa verið í þessari grein er því afskaplega eðlileg krafa að fleiri virkjunarhugmyndir færist úr orkunýtingarflokki í bið- og verndarflokka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Með staðfestingu Árósasamningsins hafa Íslendingar skuldbundið sig til þess að auka þátttöku almennings í ákvarðanatöku um umhverfismál. Það þýðir m.a. að ef drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landssvæða (rammaáætlun) færu óbreytt inn til þingsins, væri með engu verið að taka tillit til þeirra 225 umsagna sem um þau komu, og þar með gengið á rétt almennings. Þrettán náttúruverndarsamtök skiluðu sameiginlegri umsögn um þessi drög með ítarlegum rökstuðningi fyrir því að fækka svæðum í orkunýtingarflokki. Nokkrar almennar ástæður þess eru tíundaðar hér, en rökstuðning fyrir flutningi hverrar og einnar virkjunarhugmyndar á milli flokka má finna í umsögninni sjálfri. Náttúra Íslands hefur hátt verndargildiRannsóknir sýna að yfir 80% erlendra ferðamanna nefna náttúru Íslands sem ástæðu Íslandsfarar. Þrátt fyrir að víðerni hafi minnkað hratt á síðustu áratugum er hér að finna stærstu lítt snortnu víðerni í Evrópu og einstakar landslagsheildir sem eiga fáa sína líka. Eldvirkni er hér ein sú mesta í heiminum, jarðvarmi mikill, fjölbreytt vistkerfi hitakærra örvera, fossar fleiri og tilkomumeiri en víða annars staðar, hraunbreiður sem fágætar eru á heimsvísu, sífreravistkerfi á hálendinu, stór óröskuð vatnasvið, hreint og tært lindarvatn og svona mætti lengi telja – í heild sinni hefur náttúra Íslands afar mikla sérstöðu. En umfram allt er hér að finna víðáttu og kyrrð, hvort tveggja eru hverfandi auðlindir í sífellt þéttsetnari heimi, ekki síst á evrópskum mælikvarða. Þetta eru gríðarleg verðmæti, bæði efnisleg og andleg, og möguleikarnir eru margir fái þessi svæði verðskuldaða vernd. Þetta á við um mörg svæðanna sem umrædd þingsályktunartillaga tekur fyrir, svo sem inni á hálendinu, í Skaftárhreppi, á Reykjanesskaganum sem og heilu vatnsföllin eins og Jökulsárnar í Skagafirði og Jökulsá á Fjöllum, svo eitthvað sé nefnt. Áhugi landsmanna á vernd íslenskrar náttúru er mikill, t.d. reyndist meirihluti þjóðarinnar (56%) vera hlynntur stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í skoðanakönnun Capacent Gallup frá október 2011. Hvar liggur sáttalínan?Eitt af markmiðum rammaáætlunar var að leita sátta milli þeirra sem vilja framkvæma stórfelld virkjunaráform hérlendis og þeirra sem vilja auka veg verndunar og fara hægar í sakirnar. Margir virðast hins vegar líta á stöðuna í dag óháð þeim framkvæmdum sem þegar hefur verið ráðist í á síðustu áratugum og draga sáttalínuna eins og um upphafsstöðu sé að ræða núna. Því skal hér mótmælt. Ef vikið er að tjóni á náttúru Íslands vegna þess sem þegar hefur verið virkjað, þá er ljóst að það er bæði mikið og að stórum hluta óafturkræft. Stefán Arnórsson, prófessor við HÍ, skrifar í viðauka við skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar í júní 2011 að búið sé að raska um helmingi af sýnilegum háhitasvæðum á landinu (9 af 19). Þá er ónefndur fjöldinn allur af vatnsaflsvirkjunum sem hefur verið reistur eða er í byggingu, ekki síst á hálendinu eða í jaðri þess. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því þær vatnsaflsvirkjanir sem eftir eru í virkjanapottinum eru flestar litlar og mun óhagkvæmari í byggingu og/eða rekstri en þær sem þegar hafa verið reistar og umhverfisáhrif þeirra oft meiri. Í umræðu um sátt verður að taka tillit til þeirra staðreynda sem hér hafa verið raktar. Í hvað á að nota orkuna?Í hvað á að nota alla þá orku sem fæst úr virkjunarhugmyndum í orkunýtingarflokki? Í skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar frá júní 2011 kemur fram að árleg þörf á raforkuframleiðslu til almennrar notkunar, en það er sú notkun sem ekki er hjá stórnotendum (stóriðju), nemur aðeins rúmlega 50 GWh, eða um 7-8 MW. Þær 22 hugmyndir sem eru í orkunýtingarflokki í þingsályktunardrögunum samsvara tæpum 1.500 MW (rúmlega tveimur Kárahnjúkavirkjunum). Það er því erfitt að skilja hvers vegna það liggur svo mikið á að fá öll þessi svæði í orkunýtingarflokk, nema nota eigi orkuna til frekari stóriðju. Benda má á að nú þegar fara um 80% af framleiddri orku í landinu til stóriðju, sérílagi álbræðslu og óskynsamlegt að fjárfesta meira í þeim bransa, á meðan aðeins 5% notkunarinnar er á heimilum landsmanna. Þörf til almennrar notkunar má vel mæta með auknum orkusparnaði, betri nýtingu núverandi vatnsaflsvirkjana vegna aukins rennslis í jökulám, eða jafnvel með öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum. Niðurstaðan er því sú að við þurfum alls ekki á allri þessari orku að halda. Breyttir tímarSé litið til þingsályktunartillögunnar óbreyttrar frá drögunum og miðað við hugmyndir Landsvirkjunar um nær tvöföldun á raforkuframleiðslu fram til ársins 2025 er ljóst að mikill áhugi er á því að ráðast í bróðurpart þessarar orkunýtingar á afar skömmum tíma. Ef ég eignaðist barn á morgun þá væri ég sennilega að ferma það um svipað leyti og búið væri að ráðast í flestar hugmyndirnar. Það er því ekki ofsögum sagt að með þeim fjölda sem nú er í orkunýtingarflokki er verið að ganga freklega á rétt komandi kynslóða til þátttöku í ákvörðunum um ráðstöfun þessarar auðlindar og stórra landssvæða. Í ljósi þeirra ástæðna sem tíundaðar hafa verið í þessari grein er því afskaplega eðlileg krafa að fleiri virkjunarhugmyndir færist úr orkunýtingarflokki í bið- og verndarflokka.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun