Pressan er á Grindavík og KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2012 06:00 KR-ingar fagna hér titlinum sem þeir unnu síðast vor. Mynd/Anton Úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum þar sem tvö efstu lið deildarkeppninnar, Grindavík og KR, fá Njarðvík og Tindastól í heimsókn. Það búast allir við því að Grindavík og KR komist áfram án mikilla vandræða og fari langt í úrslitakeppninni í ár. Pressan er ekki auðveld viðureignar og undanfarin tvö ár hafa hvorki deildarmeistararnir né Íslandsmeistararnir komist alla leið í úrslitaeinvígið. Grindvíkingar hafa verið í nokkrum sérflokki í deildinni í vetur, tryggðu sér deildarmeistaratitilinn þegar fjórir leikir voru eftir og enduðu með átta stigum meira en næsta lið. Grindavík mætir nágrönnum sínum í Njarðvík í átta liða úrslitunum. Grindvíkingar unnu báða leikina við Njarðvík, þar af þann seinni með 22 stiga mun í Ljónagryfjunni fyrir aðeins tíu dögum. Sá sigur kom eftir smá hikst en liðið tapaði tveimur leikjum í röð eftir að deildarmeistaratitillinn var í höfn. Það hefur verið beðið lengi eftir Íslandsmeistaratitlinum í Grindavík en liðið hefur lent fjórum sinnum í öðru sæti síðan félag vann sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil árið 1996. Þetta er í fjórða sinn sem Grindvíkingar mæta í úrslitakeppnina sem deildarmeistarar og heimavallarrétt út alla keppnina. Það hefur ekki skilað Íslandsmeistaratitli í hin þrjú skiptin og liðið féll meira segja út í átta liða úrslitum sem deildarmeistari árið 1998.KR - Grindavík Powerade-bikar karla körfubolti karfa bikarinnDeildarmeistaratitillinn er líka langt frá því að vera ávísun á stóra titilinn því aðeins þrír af síðustu tíu deildarmeisturum hafa orðið Íslandsmeistarar. KR-ingar fá Tindastól í átta liða úrslitunum. KR-ingar eru núverandi Íslandsmeistarar en þurfa að brjóta blað í sögu félagsins ætli þeir að verja titilinn. KR hefur aldrei unnið titilinn tvö ár í röð eftir að úrslitakeppnin var sett á laggirnar og vann síðast tvö ár í röð árið 1979. Reyndar hefur ekki bara KR-ingum gengið illa að verja Íslandsmeistaratitilinn í karlakörfunni því það hefur ekki gerst síðan Keflvíkingar unnu þrjú ár í röð frá 2003 til 2005. KR-ingar lentu í miklum vandræðum í átta liða úrslitunum á árunum 2006 til 2008 og féllu þeir óvænt úr leik á móti ÍR vorið 2008. Síðan þá hafa KR-ingar unnið alla sex leiki sína í átta liða úrslitunum. Það verður ekki auðvelt að sækja sigur á Króknum enda hafa Stólarnir unnið fimm síðustu heimaleiki sína í úrslitakeppni og töpuðu síðast í Síkinu í úrslitakeppni fyrir tíu árum. Eitt af sárustu töpum KR-liðsins í vetur kom einmitt á móti Tindastól á Króknum í undanúrslitaleik bikarsins í febrúarbyrjun. KR-ingar hafa þegar unnið Stólanna einu sinni örugglega eftir það en sá leikur fór fram í DHL-höllinni. Nú bíða margir spenntir eftir því hvernig titilpressan fer í Grindvíkinga og KR-inga að þessu sinni. Liðin hafa allt til alls til að komast langt í ár og sumir sjá í hillingum úrslitaeinvígi eins og það hjá liðunum fyrir þremur árum þegar KR-ingar unnu á síðustu sekúndu í oddaleik. Átta liða úrslitin reyna oft mikið á einbeitingu „betri" liðanna enda þarf bara að vinna tvo leiki og með því að stela sigri í fyrsta leiknum er pressan á hærra skrifaða liðið orðin gífurleg. Hvort það verða óvænt úrslit í kvöld verður hins vegar að koma í ljós. Dominos-deild karla Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum þar sem tvö efstu lið deildarkeppninnar, Grindavík og KR, fá Njarðvík og Tindastól í heimsókn. Það búast allir við því að Grindavík og KR komist áfram án mikilla vandræða og fari langt í úrslitakeppninni í ár. Pressan er ekki auðveld viðureignar og undanfarin tvö ár hafa hvorki deildarmeistararnir né Íslandsmeistararnir komist alla leið í úrslitaeinvígið. Grindvíkingar hafa verið í nokkrum sérflokki í deildinni í vetur, tryggðu sér deildarmeistaratitilinn þegar fjórir leikir voru eftir og enduðu með átta stigum meira en næsta lið. Grindavík mætir nágrönnum sínum í Njarðvík í átta liða úrslitunum. Grindvíkingar unnu báða leikina við Njarðvík, þar af þann seinni með 22 stiga mun í Ljónagryfjunni fyrir aðeins tíu dögum. Sá sigur kom eftir smá hikst en liðið tapaði tveimur leikjum í röð eftir að deildarmeistaratitillinn var í höfn. Það hefur verið beðið lengi eftir Íslandsmeistaratitlinum í Grindavík en liðið hefur lent fjórum sinnum í öðru sæti síðan félag vann sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil árið 1996. Þetta er í fjórða sinn sem Grindvíkingar mæta í úrslitakeppnina sem deildarmeistarar og heimavallarrétt út alla keppnina. Það hefur ekki skilað Íslandsmeistaratitli í hin þrjú skiptin og liðið féll meira segja út í átta liða úrslitum sem deildarmeistari árið 1998.KR - Grindavík Powerade-bikar karla körfubolti karfa bikarinnDeildarmeistaratitillinn er líka langt frá því að vera ávísun á stóra titilinn því aðeins þrír af síðustu tíu deildarmeisturum hafa orðið Íslandsmeistarar. KR-ingar fá Tindastól í átta liða úrslitunum. KR-ingar eru núverandi Íslandsmeistarar en þurfa að brjóta blað í sögu félagsins ætli þeir að verja titilinn. KR hefur aldrei unnið titilinn tvö ár í röð eftir að úrslitakeppnin var sett á laggirnar og vann síðast tvö ár í röð árið 1979. Reyndar hefur ekki bara KR-ingum gengið illa að verja Íslandsmeistaratitilinn í karlakörfunni því það hefur ekki gerst síðan Keflvíkingar unnu þrjú ár í röð frá 2003 til 2005. KR-ingar lentu í miklum vandræðum í átta liða úrslitunum á árunum 2006 til 2008 og féllu þeir óvænt úr leik á móti ÍR vorið 2008. Síðan þá hafa KR-ingar unnið alla sex leiki sína í átta liða úrslitunum. Það verður ekki auðvelt að sækja sigur á Króknum enda hafa Stólarnir unnið fimm síðustu heimaleiki sína í úrslitakeppni og töpuðu síðast í Síkinu í úrslitakeppni fyrir tíu árum. Eitt af sárustu töpum KR-liðsins í vetur kom einmitt á móti Tindastól á Króknum í undanúrslitaleik bikarsins í febrúarbyrjun. KR-ingar hafa þegar unnið Stólanna einu sinni örugglega eftir það en sá leikur fór fram í DHL-höllinni. Nú bíða margir spenntir eftir því hvernig titilpressan fer í Grindvíkinga og KR-inga að þessu sinni. Liðin hafa allt til alls til að komast langt í ár og sumir sjá í hillingum úrslitaeinvígi eins og það hjá liðunum fyrir þremur árum þegar KR-ingar unnu á síðustu sekúndu í oddaleik. Átta liða úrslitin reyna oft mikið á einbeitingu „betri" liðanna enda þarf bara að vinna tvo leiki og með því að stela sigri í fyrsta leiknum er pressan á hærra skrifaða liðið orðin gífurleg. Hvort það verða óvænt úrslit í kvöld verður hins vegar að koma í ljós.
Dominos-deild karla Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira