Katrín Jakobsdóttir verði forseti Íslands 29. mars 2012 06:00 Eftir þrjá mánuði ætlum við að kjósa okkur nýjan forseta. Ég skrifa þessa grein til að skora á Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra til að gefa kost á sér til embættisins. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt allt frá því hún var á framhaldsskólaaldri að hún er vel til forystu fallin. Skjótur frami hennar í pólitík er merki um mikla hæfileika. Menntamálaráðuneytið er eitt þyngsta og erfiðasta ráðuneyti ríkisstjórnarinnar. Hún hefur leyst forystuhlutverk sitt þar af hendi með mikilli lagni, þannig að friður er um embættið – sem er langt frá því að vera sjálfgefið – og hún hefur mælst vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar frá upphafi eins og fram kom í hádegisfréttum ríkisútvarpsins á sunnudag. Katrín Jakobsdóttir hefur einlægan áhuga á fólki. Hún leggur sig fram um að hlusta á fólk og skilja viðhorf þess. Hún sýnir samborgurum virðingu og er auðmjúk í framgöngu. Hún setur sig vel inn í mál og hefur víðtæka þekkingu og skilning á þeim málefnum sem undir hana heyra, kynnir sér sjónarmið aðila, ræðir hlutina og hefur hæfileika til að lenda málum þannig að sátt ríki. Mikilvægt einkenni á leiðtogafærni Katrínar Jakobsdóttur eru heilindi hennar. Menn geta treyst orðum hennar. Og ég er sannfærð um að hún mun aldrei setja eigin hagsmuni fram fyrir þá hagsmuni sem hún hefur skuldbundið sig til að sinna í þágu þjóðarinnar. Leiðtogunar er þörf víða um heim og mikið liggur við að sannir leiðtogar stígi fram og taki að sér forystu í þágu fólksins. Jafnframt þurfa þeir sem sjá sanna leiðtoga að ákveða að fylgja þeim. Von okkar liggur í því að sannir leiðtogar taki forystuna og gott fólk veiti þeim stuðning. Þess vegna hvet ég Íslendinga til að flykkjast um Katrínu Jakobsdóttur og fara þess á leit við hana að hún gefi kost á sér til forsetaframboðs. Forsetakosningarnar eru tækifæri til nýs upphafs á Íslandi. Forsetinn fær það táknræna hlutverk að sameina íslenska þjóð. Katrín Jakobsdóttir, ég bið þig að íhuga af alvöru að gefa kost á þér til embættis forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir þrjá mánuði ætlum við að kjósa okkur nýjan forseta. Ég skrifa þessa grein til að skora á Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra til að gefa kost á sér til embættisins. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt allt frá því hún var á framhaldsskólaaldri að hún er vel til forystu fallin. Skjótur frami hennar í pólitík er merki um mikla hæfileika. Menntamálaráðuneytið er eitt þyngsta og erfiðasta ráðuneyti ríkisstjórnarinnar. Hún hefur leyst forystuhlutverk sitt þar af hendi með mikilli lagni, þannig að friður er um embættið – sem er langt frá því að vera sjálfgefið – og hún hefur mælst vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar frá upphafi eins og fram kom í hádegisfréttum ríkisútvarpsins á sunnudag. Katrín Jakobsdóttir hefur einlægan áhuga á fólki. Hún leggur sig fram um að hlusta á fólk og skilja viðhorf þess. Hún sýnir samborgurum virðingu og er auðmjúk í framgöngu. Hún setur sig vel inn í mál og hefur víðtæka þekkingu og skilning á þeim málefnum sem undir hana heyra, kynnir sér sjónarmið aðila, ræðir hlutina og hefur hæfileika til að lenda málum þannig að sátt ríki. Mikilvægt einkenni á leiðtogafærni Katrínar Jakobsdóttur eru heilindi hennar. Menn geta treyst orðum hennar. Og ég er sannfærð um að hún mun aldrei setja eigin hagsmuni fram fyrir þá hagsmuni sem hún hefur skuldbundið sig til að sinna í þágu þjóðarinnar. Leiðtogunar er þörf víða um heim og mikið liggur við að sannir leiðtogar stígi fram og taki að sér forystu í þágu fólksins. Jafnframt þurfa þeir sem sjá sanna leiðtoga að ákveða að fylgja þeim. Von okkar liggur í því að sannir leiðtogar taki forystuna og gott fólk veiti þeim stuðning. Þess vegna hvet ég Íslendinga til að flykkjast um Katrínu Jakobsdóttur og fara þess á leit við hana að hún gefi kost á sér til forsetaframboðs. Forsetakosningarnar eru tækifæri til nýs upphafs á Íslandi. Forsetinn fær það táknræna hlutverk að sameina íslenska þjóð. Katrín Jakobsdóttir, ég bið þig að íhuga af alvöru að gefa kost á þér til embættis forseta Íslands.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar