Lífið

Dansstjarna á leið til landsins að kenna

4.sería Gev Manoukian keppti í 4.seríu þáttaraðarinnar So You Think You Can Dance og vakti þar með heimsathygli.
4.sería Gev Manoukian keppti í 4.seríu þáttaraðarinnar So You Think You Can Dance og vakti þar með heimsathygli.
„Hann er að koma til að kenna hipp hopp og breik, þannig að þetta er frábært tækifæri fyrir fólk sem hefur áhuga á þessum dansstílum," segir Nanna Ósk Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Dance Center, um komu So You Think You Can Dance-stjörnunnar Gev Manoukian til landsins.

Gev komst í 10 manna úrslitin í fjórðu þáttaröð So You Think You Can Dance og hefur þar fyrir utan komið fram með söngkonunni Pink og í kvikmyndinni High School Musical 2. Hann er að koma hingað til að halda námskeið þar sem öllum er velkomið að skrá sig, óháð fyrri dansreynslu. „Hann er mikið í því að gera alls kyns stökk og slíkt sem þarf góðan bakgrunn í að gera en hann er ekki að fara að kenna það. Þannig að þeir sem eru ekki með neinn bakgrunn geta komið á námskeiðið," segir Nanna.

Nanna segir mikilvægt fyrir dansara að grípa hvert tækifæri til að sækja tíma hjá þeim sem eru fremstir á sínu sviði og að fara í sem fjölbreyttasta tíma. Það sé því ómetanlegt að fá svo hæfileikaríka dansara til landsins, sem hafi ástríðu fyrir að miðla danskunnáttu sinni og byggja upp öfluga dansara.

Námskeiðið verður dagana 12.-14. apríl og lýkur með sýningu í Hörpu þar sem Gev og nemendurnir koma fram. Skráningin er þegar hafin á heimasíðunni dancecenter.is en nánari dagskrá er væntanleg á vefinn næstu dögum.- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.