Krónan eða kúgildið 30. mars 2012 06:00 Íslenska krónan sem gjaldmiðill sjálfstæðrar þjóðar er nú komin á ellilífeyrisaldurinn. Öll hennar vegferð hefur verið sama markinu brennd. Ýmist hefur hún verið í frjálsu falli eða hrunið stall af stalli niður til móts við botnlaust hyldýpið. Krónan er nú innan við eyris virði á við það, sem var þegar lagt var upp með hana. Samt vilja sumir halda því fram, að krónan hafi bjargað landsmönnum og geri það enn. Í hvert skipti sem krónan hefur hrunið hefur hún flutt verðmæti frá almenningi til útvaldra – ekki síst til útvegsmanna. Þann hagnað hafa menn svo notað með ýmsum hætti sér og sínum til hagræðis – stundum til þess að kaupa sér útgerðarfyrirtæki í útlöndum nú eða kvóta hver af öðrum. Í hvert skipti sem krónan hefur fallið hefur kaupmáttur launa almennings hrunið. Kaupgeta rýrnað. Ávöxtur kjarabaráttu horfið. Húseignir almennings verðfallið. Traust glatast. Svo segja menn að þjóðin hafi grætt á því! Aðrir vinir hrunkrónunnar halda því fram, að íslenska krónan sé svo „þjóðleg". Ég sé ekki hvað er þjóðlegt við það að hanga á gjaldmiðli, sem alltaf er á hausnum. Vel má vera, að útlendingar, sem töpuðu meira en sjö þúsund milljónum króna á því að lána Íslendingum peninga, telji að þar hæfi skel kjafti þegar þjóð, sem illa er treystandi noti gjaldmiðil, sem ekki er treystandi – en að það eigi að vera þjóðlegt get ég ekki skilið. Er samhengið þar? Svo hangið sé áfram á hinum þjóðlegu nótum þá kennir Íslandssagan okkur að þjóðin hefur átt miklu habílli gjaldmiðla í sögu sinni en íslensku krónuna. Þeir, sem þjóðlegheitanna vegna vilja taka upp nýjan og stöðugri gjaldmiðil en hrunkrónuna og umfram allt vilja ekki samsama okkur Íslendinga við þá heimsálfu, Evrópu, sem Drottinn kaus okkur sem íverustað, ættu að leita þjóðlegra lausna í sögunni. Þar eru a.m.k. þrjú fordæmi um gjaldmiðil, sem var stöðugri en krónan. 1. Mörk silfurs. Sá var gjaldmiðillinn í árdaga íslenskrar sögu. Sú mynt var hins vegar vegin en ekki slegin og sá ljóður var á, að svindlarar þjóðveldistímans, sem nú heita víst útrásarvíkingar, komust fljótt að raun um að hafa mátti fé af almenningi bæði með því að svindla á vog og silfri. Gullaldaríslendingar gáfu því þennan gjaldmiðil frá sér – enda ekki eins umburðarlyndir með ónýtum gjaldmiðli og afkomendurnir. 2. Alin vaðmáls. Sá gjaldmiðill stóð lengi fyrir sínu sbr. „Sögu Íslendinga" eftir Jón Jóhannesson. Erfiðleikarnir í dag yrðu hins vegar þeir, að eftir lokun ullarfabrikka SÍS á Akureyri og Álafossverksmiðjanna er vaðmál nánast ekki lengur framleitt á Íslandi og því hætt við að lausafjárskortur yrði meðal þjóðarinnar ef þessi gjaldmiðill yrði nú endurupptekinn. 3. Kúgildi tók svo síðar við sem verðgildisviðmið og grundvöllur viðskipta og eignamats á Íslandi. Sá gjaldmiðill var miklu stöðugri en íslenska krónan – enda kýr tregar í taumi. Að byggja nýjan gjaldmiðil á Íslandi á kúgildinu er því ekki aðeins traustleikamerki heldur umfram allt einkar þjóðlegt. Hvað er þjóðlegra en það að nota íslensku kúna, sem er af mjög sérstöku kúakyni sem hvergi finnst annars staðar og framleiðir auk þess mjólk sem talin er vera sú hollasta í heimi og þó víðar væri leitað – að nota þessa dýrðarskepnu sem undirstöðu nýs gjaldmiðils, kúgildisins? Myntfóturinn gæti sem hæglegast verið afurðamikil kýr í Árnessýslu, sveitinni hans Guðna míns Ágústssonar. Á bakhlið kúgildismyntarinnar færi vel að hafa mynd af rjómabúinu á Baugsstöðum og á framhliðinni portrett af Guttormi sálaða, húsdýragarðsnauti, en Guttormur sá mun vera einna frægastur nautpenings á Íslandi frá landnámi næstur á eftir Þorgeirsbola. Í stað þess að menn hneykslist svo yfir því að útrásarvíkingar skuli nota gullsand sem útálát með sósunni í London, París eða Róm geta blöðin slegið því upp að þeir hafi étið kúgildi á mann í London, París eða Róm. „Blessaaaðir mennirnir", mundi Guðni þá segja. Þetta ættu þjóðhollir menn að skoða vandlega. Svo leitað sé í nýyrðasafn Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, þá ætti forystan þar að „stinga höfðinu í steininn" og efna til ráðstefnu sem gæti heitið: „KRÓNAN EÐA KÚGILDIÐ". Ekki þyrfti þá að leita að fyrirlesurum utan landsteinanna því í þeirri sveit er mikið til af aldeilis kýrskýru fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska krónan sem gjaldmiðill sjálfstæðrar þjóðar er nú komin á ellilífeyrisaldurinn. Öll hennar vegferð hefur verið sama markinu brennd. Ýmist hefur hún verið í frjálsu falli eða hrunið stall af stalli niður til móts við botnlaust hyldýpið. Krónan er nú innan við eyris virði á við það, sem var þegar lagt var upp með hana. Samt vilja sumir halda því fram, að krónan hafi bjargað landsmönnum og geri það enn. Í hvert skipti sem krónan hefur hrunið hefur hún flutt verðmæti frá almenningi til útvaldra – ekki síst til útvegsmanna. Þann hagnað hafa menn svo notað með ýmsum hætti sér og sínum til hagræðis – stundum til þess að kaupa sér útgerðarfyrirtæki í útlöndum nú eða kvóta hver af öðrum. Í hvert skipti sem krónan hefur fallið hefur kaupmáttur launa almennings hrunið. Kaupgeta rýrnað. Ávöxtur kjarabaráttu horfið. Húseignir almennings verðfallið. Traust glatast. Svo segja menn að þjóðin hafi grætt á því! Aðrir vinir hrunkrónunnar halda því fram, að íslenska krónan sé svo „þjóðleg". Ég sé ekki hvað er þjóðlegt við það að hanga á gjaldmiðli, sem alltaf er á hausnum. Vel má vera, að útlendingar, sem töpuðu meira en sjö þúsund milljónum króna á því að lána Íslendingum peninga, telji að þar hæfi skel kjafti þegar þjóð, sem illa er treystandi noti gjaldmiðil, sem ekki er treystandi – en að það eigi að vera þjóðlegt get ég ekki skilið. Er samhengið þar? Svo hangið sé áfram á hinum þjóðlegu nótum þá kennir Íslandssagan okkur að þjóðin hefur átt miklu habílli gjaldmiðla í sögu sinni en íslensku krónuna. Þeir, sem þjóðlegheitanna vegna vilja taka upp nýjan og stöðugri gjaldmiðil en hrunkrónuna og umfram allt vilja ekki samsama okkur Íslendinga við þá heimsálfu, Evrópu, sem Drottinn kaus okkur sem íverustað, ættu að leita þjóðlegra lausna í sögunni. Þar eru a.m.k. þrjú fordæmi um gjaldmiðil, sem var stöðugri en krónan. 1. Mörk silfurs. Sá var gjaldmiðillinn í árdaga íslenskrar sögu. Sú mynt var hins vegar vegin en ekki slegin og sá ljóður var á, að svindlarar þjóðveldistímans, sem nú heita víst útrásarvíkingar, komust fljótt að raun um að hafa mátti fé af almenningi bæði með því að svindla á vog og silfri. Gullaldaríslendingar gáfu því þennan gjaldmiðil frá sér – enda ekki eins umburðarlyndir með ónýtum gjaldmiðli og afkomendurnir. 2. Alin vaðmáls. Sá gjaldmiðill stóð lengi fyrir sínu sbr. „Sögu Íslendinga" eftir Jón Jóhannesson. Erfiðleikarnir í dag yrðu hins vegar þeir, að eftir lokun ullarfabrikka SÍS á Akureyri og Álafossverksmiðjanna er vaðmál nánast ekki lengur framleitt á Íslandi og því hætt við að lausafjárskortur yrði meðal þjóðarinnar ef þessi gjaldmiðill yrði nú endurupptekinn. 3. Kúgildi tók svo síðar við sem verðgildisviðmið og grundvöllur viðskipta og eignamats á Íslandi. Sá gjaldmiðill var miklu stöðugri en íslenska krónan – enda kýr tregar í taumi. Að byggja nýjan gjaldmiðil á Íslandi á kúgildinu er því ekki aðeins traustleikamerki heldur umfram allt einkar þjóðlegt. Hvað er þjóðlegra en það að nota íslensku kúna, sem er af mjög sérstöku kúakyni sem hvergi finnst annars staðar og framleiðir auk þess mjólk sem talin er vera sú hollasta í heimi og þó víðar væri leitað – að nota þessa dýrðarskepnu sem undirstöðu nýs gjaldmiðils, kúgildisins? Myntfóturinn gæti sem hæglegast verið afurðamikil kýr í Árnessýslu, sveitinni hans Guðna míns Ágústssonar. Á bakhlið kúgildismyntarinnar færi vel að hafa mynd af rjómabúinu á Baugsstöðum og á framhliðinni portrett af Guttormi sálaða, húsdýragarðsnauti, en Guttormur sá mun vera einna frægastur nautpenings á Íslandi frá landnámi næstur á eftir Þorgeirsbola. Í stað þess að menn hneykslist svo yfir því að útrásarvíkingar skuli nota gullsand sem útálát með sósunni í London, París eða Róm geta blöðin slegið því upp að þeir hafi étið kúgildi á mann í London, París eða Róm. „Blessaaaðir mennirnir", mundi Guðni þá segja. Þetta ættu þjóðhollir menn að skoða vandlega. Svo leitað sé í nýyrðasafn Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, þá ætti forystan þar að „stinga höfðinu í steininn" og efna til ráðstefnu sem gæti heitið: „KRÓNAN EÐA KÚGILDIÐ". Ekki þyrfti þá að leita að fyrirlesurum utan landsteinanna því í þeirri sveit er mikið til af aldeilis kýrskýru fólki.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun