Seðlabankinn þarf að hækka vexti Jón Steinsson skrifar 24. apríl 2012 06:00 Verðbólga mælist nú 6,4%. Hún hefur hækkað úr tæpum 2% frá því í byrjun árs 2011. Verðbólguvæntingar sem lesa má út úr ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa eru um 5,5% og hafa ekki verið hærri síðan í lok árs 2008. Verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja eru svipaðar. Á sama tíma og verðbólga hefur aukist um 4,5 prósentur hafa vextir Seðlabankans hækkað um aðeins 0,5 prósentu. Aðhaldsstig peningamálastjórnar Seðlabankans hefur því minnkað verulega. Og nú er svo komið að raunvextir Seðlabankans eru talvert neikvæðir. Ef Seðlabankinn heldur áfram á sömu braut má búast við því að verðbólga haldi áfram að aukast og gengi krónunnar haldi áfram að lækka. Til þess að ná tökum á verðbólgunni þarf Seðlabankinn að hækka vexti verulega. Hæfileg vaxtahækkun til að byrja með væri 2-2,5 prósentur. Vextir og verðbólgaSú skoðun er nokkuð útbreidd á Íslandi að eitthvað sé sérstakt við Ísland sem geri það að verkum að hefðbundin hagfræðilögmál um að hærri vextir dragi úr eftirspurn eigi ekki við. Því er jafnvel haldið fram að hærri vextir ýti undir þenslu og verðbólgu. Þessu til stuðnings er vísað til áranna fyrir hrun þegar vextir voru hækkaðir en þensla jókst. Þessi röksemdafærsla er eins og að halda því fram að læknar drepi þar sem svo margt fólk deyr þegar það leggst inn á spítala. Á árunum fyrir hrun hafði fullkomlega ábyrgðarlaust fjármálakerfi aðgang að nánast ótakmörkuðu erlendu lánsfé og opinberu eftirliti með starfsemi þeirra var verulega ábótavant. Vaxtahækkanir Seðlabankans á þeim tíma voru eins og mús að reyna að halda aftur af tígrisdýri. Í dag er staðan allt önnur. Hagkerfið er kirfilega innsiglað af gjaldeyrishöftum og mun strangari reglur og strangara eftirlit er með starfsemi banka. Þessar breytingar draga verulega úr hvata (og getu) banka til þess að lána í alls kyns froðu án tillits til áhættu og væntrar ávöxtunar. Við núverandi aðstæður ættu hærri vextir því að bremsa hagkerfið af með því að draga úr útlánum banka og auka sparnað. Hærri vextir ættu þar að auki að styðja við gengi krónunnar og þannig draga úr verðbólguþrýstingi. En hvað með atvinnuleysið?Nú er atvinnuleysi enn hátt í sögulegu samhengi. Einhver kann því að spyrja, af hverju er verðbólga ef það er engin þensla? Líklegasta skýringin á þessu er að verðbólgan sé, svo að segja, sjálfsprottin. Ef enginn hefur trú á því að Seðlabankinn muni gera neitt í því þótt verðbólga hækki getur verðbólga sprottið af sjálfu sér. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig geta væntingar um verðbólgu í framtíðinni orsakað verðbólgu í dag svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum. Slíkt ferli virðist vera að grafa um sig á Íslandi í dag. Seðlabankinn er reyndar blóraböggull í þessu öllu saman. Hinn raunverulegi vandi er að það er enginn stuðningur í samfélaginu fyrir því að Seðlabankinn haldi verðbólgu í skefjum. Alltaf þegar Seðlabankinn aðhefst eitthvað fær hann yfir sig holskeflu gagnrýni alls staðar að. Stjórnmálamenn í öllum flokkum skammast í honum. Og það gera líka forystumenn í verkalýðshreyfingunni og forystumenn atvinnurekenda. Öll elítan í landinu er samstiga í því að skammast í Seðlabankanum ef hann vogar sér að reyna að halda aftur af verðbólgu. Það er því ekki nema von að verðbólga sé sjálfsprottin um þessar mundir á Íslandi. Talsmenn þess að við höldum í krónuna segja að það þurfi „bara" agaðri hagstjórn í framtíð en í fortíð. Sannleikurinn er sá að það er enginn stuðningur á Íslandi fyrir agaðri hagstjórn þegar kemur að peningamálum. Ef við getum ekki haldið aftur af verðbólgu þegar hagkerfið er verndað á bak við gjaldeyrishöft og atvinnuleysi er 6%, er borin von að við getum rekið okkar eigin gjaldmiðil með góðum árangri í opnu hagkerfi. Hugarfarsbreytingar er þörfVitaskuld þarf þetta ekki að vera svona. En til þess að þetta breytist þarf veruleg hugarfarsbreyting að eiga sér stað varðandi peningamálastefnu Seðlabankans. Seðlabankinn getur ekki gegnt hlutverki sínu nema að hann njóti nægilegs stuðnings í samfélaginu til þess að geta ráðist í óvinsælar aðhaldsaðgerðir án þess að það skapi væntingar um að sjálfstæði hans verði ógnað. Sjálfur hef ég afskaplega litla trú á því að hugarfarsbreyting af þessum toga geti átt sér stað á Íslandi. Ég sé einfaldlega ekki hvaðan þessi hugarfarsbreyting á að koma. Þetta er stærsta ástæðan fyrir því að ég hallast mjög að því að við eigum að losa okkur við krónuna eins fljótt og við getum. Þeir sem vilja halda í krónuna verða að vera í fararbroddi um að breyta hugarfari landsmanna til aðhaldssamrar peningamálastefnu. Annars eru þeir að berjast fyrir því að við höldum í ónýtan gjaldmiðil. Best væri ef stjórnmálamenn og aðrir framámenn í samfélaginu tækju sig til og gagnrýndu Seðlabankann fyrir að gera ekki meira til þess að halda aftur af verðbólgu og kölluðu eftir auknu aðhaldi og hærri vöxtum. Í Bandaríkjunum er Ben Bernanke seðlabankastjóri kallaður landráðamaður fyrir að slaka á peningamálum þar í landi þótt verðbólga sé hvergi sjáanleg og atvinnuleysi sé um 8,5%. Ég get ekki ímyndað mér hvað sagt væri um hann ef verðbólga í Bandaríkjunum ykist um 4,5 prósentur og hann hækkaði vexti um einungis 0,5 prósentu. Ég er ekki að mælast til þess að við Íslendingar förum að tala eins og Texasbúar. En það gengur hins vegar ekki að reka gjaldmiðil með því hugarfari sem ríkir á Íslandi til aðhaldsaðgerða í peningamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Verðbólga mælist nú 6,4%. Hún hefur hækkað úr tæpum 2% frá því í byrjun árs 2011. Verðbólguvæntingar sem lesa má út úr ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa eru um 5,5% og hafa ekki verið hærri síðan í lok árs 2008. Verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja eru svipaðar. Á sama tíma og verðbólga hefur aukist um 4,5 prósentur hafa vextir Seðlabankans hækkað um aðeins 0,5 prósentu. Aðhaldsstig peningamálastjórnar Seðlabankans hefur því minnkað verulega. Og nú er svo komið að raunvextir Seðlabankans eru talvert neikvæðir. Ef Seðlabankinn heldur áfram á sömu braut má búast við því að verðbólga haldi áfram að aukast og gengi krónunnar haldi áfram að lækka. Til þess að ná tökum á verðbólgunni þarf Seðlabankinn að hækka vexti verulega. Hæfileg vaxtahækkun til að byrja með væri 2-2,5 prósentur. Vextir og verðbólgaSú skoðun er nokkuð útbreidd á Íslandi að eitthvað sé sérstakt við Ísland sem geri það að verkum að hefðbundin hagfræðilögmál um að hærri vextir dragi úr eftirspurn eigi ekki við. Því er jafnvel haldið fram að hærri vextir ýti undir þenslu og verðbólgu. Þessu til stuðnings er vísað til áranna fyrir hrun þegar vextir voru hækkaðir en þensla jókst. Þessi röksemdafærsla er eins og að halda því fram að læknar drepi þar sem svo margt fólk deyr þegar það leggst inn á spítala. Á árunum fyrir hrun hafði fullkomlega ábyrgðarlaust fjármálakerfi aðgang að nánast ótakmörkuðu erlendu lánsfé og opinberu eftirliti með starfsemi þeirra var verulega ábótavant. Vaxtahækkanir Seðlabankans á þeim tíma voru eins og mús að reyna að halda aftur af tígrisdýri. Í dag er staðan allt önnur. Hagkerfið er kirfilega innsiglað af gjaldeyrishöftum og mun strangari reglur og strangara eftirlit er með starfsemi banka. Þessar breytingar draga verulega úr hvata (og getu) banka til þess að lána í alls kyns froðu án tillits til áhættu og væntrar ávöxtunar. Við núverandi aðstæður ættu hærri vextir því að bremsa hagkerfið af með því að draga úr útlánum banka og auka sparnað. Hærri vextir ættu þar að auki að styðja við gengi krónunnar og þannig draga úr verðbólguþrýstingi. En hvað með atvinnuleysið?Nú er atvinnuleysi enn hátt í sögulegu samhengi. Einhver kann því að spyrja, af hverju er verðbólga ef það er engin þensla? Líklegasta skýringin á þessu er að verðbólgan sé, svo að segja, sjálfsprottin. Ef enginn hefur trú á því að Seðlabankinn muni gera neitt í því þótt verðbólga hækki getur verðbólga sprottið af sjálfu sér. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig geta væntingar um verðbólgu í framtíðinni orsakað verðbólgu í dag svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum. Slíkt ferli virðist vera að grafa um sig á Íslandi í dag. Seðlabankinn er reyndar blóraböggull í þessu öllu saman. Hinn raunverulegi vandi er að það er enginn stuðningur í samfélaginu fyrir því að Seðlabankinn haldi verðbólgu í skefjum. Alltaf þegar Seðlabankinn aðhefst eitthvað fær hann yfir sig holskeflu gagnrýni alls staðar að. Stjórnmálamenn í öllum flokkum skammast í honum. Og það gera líka forystumenn í verkalýðshreyfingunni og forystumenn atvinnurekenda. Öll elítan í landinu er samstiga í því að skammast í Seðlabankanum ef hann vogar sér að reyna að halda aftur af verðbólgu. Það er því ekki nema von að verðbólga sé sjálfsprottin um þessar mundir á Íslandi. Talsmenn þess að við höldum í krónuna segja að það þurfi „bara" agaðri hagstjórn í framtíð en í fortíð. Sannleikurinn er sá að það er enginn stuðningur á Íslandi fyrir agaðri hagstjórn þegar kemur að peningamálum. Ef við getum ekki haldið aftur af verðbólgu þegar hagkerfið er verndað á bak við gjaldeyrishöft og atvinnuleysi er 6%, er borin von að við getum rekið okkar eigin gjaldmiðil með góðum árangri í opnu hagkerfi. Hugarfarsbreytingar er þörfVitaskuld þarf þetta ekki að vera svona. En til þess að þetta breytist þarf veruleg hugarfarsbreyting að eiga sér stað varðandi peningamálastefnu Seðlabankans. Seðlabankinn getur ekki gegnt hlutverki sínu nema að hann njóti nægilegs stuðnings í samfélaginu til þess að geta ráðist í óvinsælar aðhaldsaðgerðir án þess að það skapi væntingar um að sjálfstæði hans verði ógnað. Sjálfur hef ég afskaplega litla trú á því að hugarfarsbreyting af þessum toga geti átt sér stað á Íslandi. Ég sé einfaldlega ekki hvaðan þessi hugarfarsbreyting á að koma. Þetta er stærsta ástæðan fyrir því að ég hallast mjög að því að við eigum að losa okkur við krónuna eins fljótt og við getum. Þeir sem vilja halda í krónuna verða að vera í fararbroddi um að breyta hugarfari landsmanna til aðhaldssamrar peningamálastefnu. Annars eru þeir að berjast fyrir því að við höldum í ónýtan gjaldmiðil. Best væri ef stjórnmálamenn og aðrir framámenn í samfélaginu tækju sig til og gagnrýndu Seðlabankann fyrir að gera ekki meira til þess að halda aftur af verðbólgu og kölluðu eftir auknu aðhaldi og hærri vöxtum. Í Bandaríkjunum er Ben Bernanke seðlabankastjóri kallaður landráðamaður fyrir að slaka á peningamálum þar í landi þótt verðbólga sé hvergi sjáanleg og atvinnuleysi sé um 8,5%. Ég get ekki ímyndað mér hvað sagt væri um hann ef verðbólga í Bandaríkjunum ykist um 4,5 prósentur og hann hækkaði vexti um einungis 0,5 prósentu. Ég er ekki að mælast til þess að við Íslendingar förum að tala eins og Texasbúar. En það gengur hins vegar ekki að reka gjaldmiðil með því hugarfari sem ríkir á Íslandi til aðhaldsaðgerða í peningamálum.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun