Þjóðhagsstofnun endurreist en SÍ og FME ekki sameinuð 30. apríl 2012 06:00 Miklar breytingar hafa verið gerðar á skipan stjórnarráðs Íslands og enn frekari sameining ráðuneyta er fyrirhuguð. fréttablaðið/valli Öll stjórnsýsla sem tengist peningastefnu landsins, þar með talinn Seðlabanki Íslands, verður færð undir fjármálaráðuneytið, gangi hugmyndir um breytingar á ráðuneytum eftir. Þar með hefur verið fallið frá hugmyndum um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, en það síðarnefnda verður á forræði nýs atvinnuvegaráðuneytis. Samkvæmt þingsályktunartillögu Jóhönnu Sigurðardóttur um skiptingu ráðuneyta verða verkefni færð til og ráðuneyti stofnuð þannig að þrjú ný ráðuneyti verði til: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, umhverfis- og auðlinda-ráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Ríkisstjórnin hefur síðan unnið að tilfærslu verkefna innan ráðuneytanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður niðurstaðan sú að efnahagsþátturinn verði byggður upp í fjármálaráðuneytinu. Þangað færist Seðlabankinn og allt sem tengist peningamálastefnu. Samfylkingin hefur lagt mikla áherslu á þessa skipan mála. Þá verði komið á fót nýrri stofnun, í ætt við Þjóðhagsstofnun sem lögð var niður árið 2002, sem vinni þjóðhagsspár. Málefni atvinnulífsins alls, þar með talinn fjármálamarkaðurinn, færast undir atvinnuvegaráðuneytið. Þar verður einnig eftirlitsiðnaðurinn, Fjármálaeftirlitið og samkeppniseftirlitið, svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að áframhaldandi eflingu FME. Nýtt umhverfis- og auðlinda-ráðuneyti mun fá það hlutverk að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda. Það verður því í mikilli samvinnu við atvinnuvegaráðuneytið. Nokkuð hefur verið rætt um hvernig stofnanir núverandi ráðuneyta munu skiptast á milli þeirra nýju. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Hafrannsóknastofnun verða á forræði atvinnuvegaráðuneytis, en umhverfisráðuneytið fá aðkomu að stefnumótun. Kvótaúthlutunin verður þó á ábyrgð atvinnuvega-ráðherra. Hins vegar hefur verið rætt um að Veiðimálastofnun færist yfir til umhverfisráðuneytis. Þingsályktunartillagan er nú til umfjöllunar í stjórnkerfis- og eftirlitsnefnd, en gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi 1. september. - kóp Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Öll stjórnsýsla sem tengist peningastefnu landsins, þar með talinn Seðlabanki Íslands, verður færð undir fjármálaráðuneytið, gangi hugmyndir um breytingar á ráðuneytum eftir. Þar með hefur verið fallið frá hugmyndum um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, en það síðarnefnda verður á forræði nýs atvinnuvegaráðuneytis. Samkvæmt þingsályktunartillögu Jóhönnu Sigurðardóttur um skiptingu ráðuneyta verða verkefni færð til og ráðuneyti stofnuð þannig að þrjú ný ráðuneyti verði til: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, umhverfis- og auðlinda-ráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Ríkisstjórnin hefur síðan unnið að tilfærslu verkefna innan ráðuneytanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður niðurstaðan sú að efnahagsþátturinn verði byggður upp í fjármálaráðuneytinu. Þangað færist Seðlabankinn og allt sem tengist peningamálastefnu. Samfylkingin hefur lagt mikla áherslu á þessa skipan mála. Þá verði komið á fót nýrri stofnun, í ætt við Þjóðhagsstofnun sem lögð var niður árið 2002, sem vinni þjóðhagsspár. Málefni atvinnulífsins alls, þar með talinn fjármálamarkaðurinn, færast undir atvinnuvegaráðuneytið. Þar verður einnig eftirlitsiðnaðurinn, Fjármálaeftirlitið og samkeppniseftirlitið, svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að áframhaldandi eflingu FME. Nýtt umhverfis- og auðlinda-ráðuneyti mun fá það hlutverk að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda. Það verður því í mikilli samvinnu við atvinnuvegaráðuneytið. Nokkuð hefur verið rætt um hvernig stofnanir núverandi ráðuneyta munu skiptast á milli þeirra nýju. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Hafrannsóknastofnun verða á forræði atvinnuvegaráðuneytis, en umhverfisráðuneytið fá aðkomu að stefnumótun. Kvótaúthlutunin verður þó á ábyrgð atvinnuvega-ráðherra. Hins vegar hefur verið rætt um að Veiðimálastofnun færist yfir til umhverfisráðuneytis. Þingsályktunartillagan er nú til umfjöllunar í stjórnkerfis- og eftirlitsnefnd, en gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi 1. september. - kóp
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira