Skipulagsdagar leikskóla - sjónarmið leikskólakennara Haraldur F. Gíslason skrifar 1. maí 2012 06:00 Þann 29.04.2012 skrifuðu Samtök atvinnulífsins grein sem þau birtu á heimasíðu sinni um fjölgun skipulagsdaga í leikskólum Reykjavíkurborgar. Í kjölfarið fór ég að lesa umræðuna um málið í netheimum og sitt sýndist hverjum. Oft litaðist umræðan af mikilli heift út í Samtök atvinnulífsins sem öxulveldi hins illa. Það eru sleggjudómar. Fólkið hjá SA er án efa gott fólk sem vill kannski bara græða á daginn og grilla á kvöldin og það er nákvæmlega ekkert að því. Þó er ekkert víst að öllum hjá SA finnist neitt sérstaklega gaman að grilla. Mér finnst bæði gaman að grilla og svo finnst mér líka grillmatur góður. Eins finnst mér ekkert að því að græða á meðan að gróði minn bitnar ekki á öðrum. Ég er viss um að ég gæti vel vanist því að vera fjárhagslega efnaður. Fjölgun skipulagsdaga úr fimm í sex hjá leikskólum Reykjavíkurborgar á sér að minnsta kosti fjögur sjónarmið. Sjónarmið atvinnulífsins, rekstaraðila, foreldra og leikskólakennara. Ég ætla að skýra aðeins frá sjónarmiði leikskólakennarans. Það vita vonandi flestir að leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar fer fram kennsla allan daginn og við hana fléttast umönnun og umhyggja sem eru nauðsynlegir þættir til þess að einstaklingurinn nemi það sem er verið að kenna honum. Kennslu þarf að undirbúa og þess vegna hefur leikskólakennarinn 4-5 klst. á viku til undirbúnings. Það er mjög lítið ef við miðum við önnur skólastig. Skólastarfið þarf að skipuleggja og þess vegna eru skipulagsdagar. Það er því miður ekki hægt að skipuleggja starfið á meðan að börnin eru í leikskólanum. Skipulagsdagar eru meðal annars notaðir til að útfæra skólanámsskrár og starfsáætlanir. Nú á dögunum kom út ný aðalnámskrá leikskóla sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út. Eðlilega eru ærin verkefni fyrir höndum að innleiða hana og laga að skólanámskrá hvers leikskóla fyrir sig. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim óþægindum sem foreldrar geta lent í vegna starfsdaga skóla. Starfsdagar skóla geta verið erfið viðbót við veikindi barna og fleiri óumflýjanlega þætti sem leiða til fjarvista frá vinnu. Flestir foreldrar gera sér samt grein fyrir mikilvægi þess að faglega sé staðið að menntun barna þeirra. Þeir gera sér flestir grein fyrir því að skólastarf þarf að skipuleggja þegar að nemendurnir eru ekki í skólanum. Leikskólakennarar vita að ábyrgð þeirra er mikil að nýta þessa fáu starfsdaga sem best með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Kannski geta Samtök atvinnulífsins lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að auðvelda foreldrum að vera heima með börnin sín á starfsdögum án þess að þurfa nota orlofsdagana sína. En hvað er annað til ráða? Það er ljóst í mínum huga að starfsdögum og tækifærum leikskólakennara til að viðhalda gæðum, fagmennsku og þróa framsækið skólastig þarf að fjölga en ekki fækka. Sú var tíðin að fastir starfsmannafundir, utan dagvinnumarka, voru haldnir mánaðarlega allt skólaárið. Það voru að mínu mati mjög góðir fundir sem nýttust vel til að vinna að ýmsum þáttum sem tengdust leikskólastarfinu. Eins væri hægt að ráða inn fleiri leikskólakennara til þess að hægt væri að vinna í teymisvinnu á starfstíma skóla að faglegri þróun allt skólaárið samhliða kennslu. Hægt væri að skipuleggja slíka þróunarvinnu ef mannaflinn væri nægur. Fyrst þyrfti reyndar að gera átak í að fjölga leikskólakennurum sem útskrifast úr HÍ og HA um 180 á ári til að viðhalda stéttinni og uppfylla lög um að lágmarki 2/3 hluta leikskólakennara af starfsfólki leikskóla. Allt kostar þetta peninga og þeir virðast vera af skornum skammti þegar horft er til leikskólans. Ég er handviss um að fyrir hrun var að skapast markaður fyrir 24 stunda leikskóla á Íslandi. Honum hefði fylgt frí heimsendingarþjónusta. Við hefðum getað fyllt leikskólann af börnum upptekinna foreldra. Foreldra sem voru í krefjandi vinnu og þurftu að vinna mikið. Foreldra sem hefðu ekki tíma til að grilla. Foreldra sem þyrftu að græða á daginn og græða á kvöldin. Nú er ég bæði ósanngjarn og ósmekklegur. Það hlýtur samt að vera markmið flestra að búa til fjölskylduvænt þjóðfélag. Ég er ekkert viss um að fókusinn í uppbyggingunni eftir hrun sé endilega svo mikill á það. Við verðum að búa til samfélag sem dansar í takt. Atvinnulífið verður að auðvelda foreldrum að geta verið með börnunum sínum á starfsdögum skóla án þess að tefla fjárhag heimilisins í hættu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Þann 29.04.2012 skrifuðu Samtök atvinnulífsins grein sem þau birtu á heimasíðu sinni um fjölgun skipulagsdaga í leikskólum Reykjavíkurborgar. Í kjölfarið fór ég að lesa umræðuna um málið í netheimum og sitt sýndist hverjum. Oft litaðist umræðan af mikilli heift út í Samtök atvinnulífsins sem öxulveldi hins illa. Það eru sleggjudómar. Fólkið hjá SA er án efa gott fólk sem vill kannski bara græða á daginn og grilla á kvöldin og það er nákvæmlega ekkert að því. Þó er ekkert víst að öllum hjá SA finnist neitt sérstaklega gaman að grilla. Mér finnst bæði gaman að grilla og svo finnst mér líka grillmatur góður. Eins finnst mér ekkert að því að græða á meðan að gróði minn bitnar ekki á öðrum. Ég er viss um að ég gæti vel vanist því að vera fjárhagslega efnaður. Fjölgun skipulagsdaga úr fimm í sex hjá leikskólum Reykjavíkurborgar á sér að minnsta kosti fjögur sjónarmið. Sjónarmið atvinnulífsins, rekstaraðila, foreldra og leikskólakennara. Ég ætla að skýra aðeins frá sjónarmiði leikskólakennarans. Það vita vonandi flestir að leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar fer fram kennsla allan daginn og við hana fléttast umönnun og umhyggja sem eru nauðsynlegir þættir til þess að einstaklingurinn nemi það sem er verið að kenna honum. Kennslu þarf að undirbúa og þess vegna hefur leikskólakennarinn 4-5 klst. á viku til undirbúnings. Það er mjög lítið ef við miðum við önnur skólastig. Skólastarfið þarf að skipuleggja og þess vegna eru skipulagsdagar. Það er því miður ekki hægt að skipuleggja starfið á meðan að börnin eru í leikskólanum. Skipulagsdagar eru meðal annars notaðir til að útfæra skólanámsskrár og starfsáætlanir. Nú á dögunum kom út ný aðalnámskrá leikskóla sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út. Eðlilega eru ærin verkefni fyrir höndum að innleiða hana og laga að skólanámskrá hvers leikskóla fyrir sig. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim óþægindum sem foreldrar geta lent í vegna starfsdaga skóla. Starfsdagar skóla geta verið erfið viðbót við veikindi barna og fleiri óumflýjanlega þætti sem leiða til fjarvista frá vinnu. Flestir foreldrar gera sér samt grein fyrir mikilvægi þess að faglega sé staðið að menntun barna þeirra. Þeir gera sér flestir grein fyrir því að skólastarf þarf að skipuleggja þegar að nemendurnir eru ekki í skólanum. Leikskólakennarar vita að ábyrgð þeirra er mikil að nýta þessa fáu starfsdaga sem best með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Kannski geta Samtök atvinnulífsins lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að auðvelda foreldrum að vera heima með börnin sín á starfsdögum án þess að þurfa nota orlofsdagana sína. En hvað er annað til ráða? Það er ljóst í mínum huga að starfsdögum og tækifærum leikskólakennara til að viðhalda gæðum, fagmennsku og þróa framsækið skólastig þarf að fjölga en ekki fækka. Sú var tíðin að fastir starfsmannafundir, utan dagvinnumarka, voru haldnir mánaðarlega allt skólaárið. Það voru að mínu mati mjög góðir fundir sem nýttust vel til að vinna að ýmsum þáttum sem tengdust leikskólastarfinu. Eins væri hægt að ráða inn fleiri leikskólakennara til þess að hægt væri að vinna í teymisvinnu á starfstíma skóla að faglegri þróun allt skólaárið samhliða kennslu. Hægt væri að skipuleggja slíka þróunarvinnu ef mannaflinn væri nægur. Fyrst þyrfti reyndar að gera átak í að fjölga leikskólakennurum sem útskrifast úr HÍ og HA um 180 á ári til að viðhalda stéttinni og uppfylla lög um að lágmarki 2/3 hluta leikskólakennara af starfsfólki leikskóla. Allt kostar þetta peninga og þeir virðast vera af skornum skammti þegar horft er til leikskólans. Ég er handviss um að fyrir hrun var að skapast markaður fyrir 24 stunda leikskóla á Íslandi. Honum hefði fylgt frí heimsendingarþjónusta. Við hefðum getað fyllt leikskólann af börnum upptekinna foreldra. Foreldra sem voru í krefjandi vinnu og þurftu að vinna mikið. Foreldra sem hefðu ekki tíma til að grilla. Foreldra sem þyrftu að græða á daginn og græða á kvöldin. Nú er ég bæði ósanngjarn og ósmekklegur. Það hlýtur samt að vera markmið flestra að búa til fjölskylduvænt þjóðfélag. Ég er ekkert viss um að fókusinn í uppbyggingunni eftir hrun sé endilega svo mikill á það. Við verðum að búa til samfélag sem dansar í takt. Atvinnulífið verður að auðvelda foreldrum að geta verið með börnunum sínum á starfsdögum skóla án þess að tefla fjárhag heimilisins í hættu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun