Aukinn hraði með Ljósneti 3. maí 2012 21:00 Sævar Freyr Þráinsson. Síminn stefnir að því að tengja tæp 80 prósent íslenskra heimila við Ljósnetið á næstu tveimur árum, en þessi nýjung mun gefa notendum möguleika á meiri hraða, bæði til niðurhals og upphals, og á lægra verði. Nýjungin felst í því að ljósleiðaratenging er í símkassa við götu, en þaðan eru koparstrengir nýttir síðasta spölinn upp að húsi. Að sögn Sævars Freys Þráinssonar, forstjóra Símans, er um að ræða stórt skref í því að auka þjónustu Símans. „Hugsunin með Ljósnetinu er að bjóða upp á 100 mb tengingu í þessu skrefi. Við erum þegar búin að tengja 46.000 heimili og ætlum að bæta 54.000 við á næstu tveimur árum og verðum þá búin að tengja næstum 80 prósent allra heimila í landinu." Sævar bætir því við að framfarir í tækni síðustu ár hafi skilað sér í möguleika á miklum hraða í tengingum um koparstrengi um styttri vegalengdir. „Þessi lausn hefur miklu minna rask í för með sér heldur en að leggja ljósleiðara upp að hverju húsi, en býður upp á álíka hraða. Sé miðað við ADSL-tengingar býður Ljósnetið upp á um fjórum sinnum meiri hraða á niðurhali, og hraði frá notanda fer úr einu mb upp í 25 mb." Með auknum hraða segir Sævar verið að leitast við að svara þörfum nútímans. Til dæmis sé sífellt að verða meira um að sjónvarpsefni og kvikmyndum sé dreift á vefnum, til dæmis með gagnvirku sjónvarpi og fleira. Þá færist sífellt í vöxt að hinn almenni notandi geymi gögn, til dæmis ljósmyndasöfn, á vefnum og það kalli á aukinn hraða í upphali. Hvað varðar tækjabúnað munu notendur Ljósnets þurfa að skipta um beini en inntak verður hið sama. Verðið á grunnáskrift á Ljósnetinu er nú 4.290 krónur, sem er nokkuð lægra en ódýrasta áskriftin á ADSL-neti Símans. Það segir Sævar að vinnist með minni kostnaði við rekstur og viðhald kerfanna, auk þess sem ekki þurfi að grafa fyrir tengingum að húsum, en það sé jafnan mesti kostnaðurinn við að koma tengingum í hús. „Þetta verður um fjögurra milljarða fjárfesting hjá okkur, sem er ef til vill ekki mikið þegar litið er til þess að um 100.000 heimili er að ræða, en þetta er góð innspýting í atvinnulíf sem þarfnast fjárfestingar." Sævar segir jafnframt að þetta framtak ætti að verða til þess að festa Ísland í sessi í fremstu röð landa hvað varðar aðgang að nettengingum. „Ísland hefur verið meðal efstu þjóða í öllum mælikvörðum um fjölda tenginga, hraða tenginga og þess háttar og með þessu erum við að tryggja að við verðum áfram í fremstu röð." thorgils@frettabladid.is Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Síminn stefnir að því að tengja tæp 80 prósent íslenskra heimila við Ljósnetið á næstu tveimur árum, en þessi nýjung mun gefa notendum möguleika á meiri hraða, bæði til niðurhals og upphals, og á lægra verði. Nýjungin felst í því að ljósleiðaratenging er í símkassa við götu, en þaðan eru koparstrengir nýttir síðasta spölinn upp að húsi. Að sögn Sævars Freys Þráinssonar, forstjóra Símans, er um að ræða stórt skref í því að auka þjónustu Símans. „Hugsunin með Ljósnetinu er að bjóða upp á 100 mb tengingu í þessu skrefi. Við erum þegar búin að tengja 46.000 heimili og ætlum að bæta 54.000 við á næstu tveimur árum og verðum þá búin að tengja næstum 80 prósent allra heimila í landinu." Sævar bætir því við að framfarir í tækni síðustu ár hafi skilað sér í möguleika á miklum hraða í tengingum um koparstrengi um styttri vegalengdir. „Þessi lausn hefur miklu minna rask í för með sér heldur en að leggja ljósleiðara upp að hverju húsi, en býður upp á álíka hraða. Sé miðað við ADSL-tengingar býður Ljósnetið upp á um fjórum sinnum meiri hraða á niðurhali, og hraði frá notanda fer úr einu mb upp í 25 mb." Með auknum hraða segir Sævar verið að leitast við að svara þörfum nútímans. Til dæmis sé sífellt að verða meira um að sjónvarpsefni og kvikmyndum sé dreift á vefnum, til dæmis með gagnvirku sjónvarpi og fleira. Þá færist sífellt í vöxt að hinn almenni notandi geymi gögn, til dæmis ljósmyndasöfn, á vefnum og það kalli á aukinn hraða í upphali. Hvað varðar tækjabúnað munu notendur Ljósnets þurfa að skipta um beini en inntak verður hið sama. Verðið á grunnáskrift á Ljósnetinu er nú 4.290 krónur, sem er nokkuð lægra en ódýrasta áskriftin á ADSL-neti Símans. Það segir Sævar að vinnist með minni kostnaði við rekstur og viðhald kerfanna, auk þess sem ekki þurfi að grafa fyrir tengingum að húsum, en það sé jafnan mesti kostnaðurinn við að koma tengingum í hús. „Þetta verður um fjögurra milljarða fjárfesting hjá okkur, sem er ef til vill ekki mikið þegar litið er til þess að um 100.000 heimili er að ræða, en þetta er góð innspýting í atvinnulíf sem þarfnast fjárfestingar." Sævar segir jafnframt að þetta framtak ætti að verða til þess að festa Ísland í sessi í fremstu röð landa hvað varðar aðgang að nettengingum. „Ísland hefur verið meðal efstu þjóða í öllum mælikvörðum um fjölda tenginga, hraða tenginga og þess háttar og með þessu erum við að tryggja að við verðum áfram í fremstu röð." thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira