Að spýta mórauðu Sighvatur Björgvinsson skrifar 5. maí 2012 06:00 Sú var tíðin, að Íslendingar tuggðu munntóbak og spýttu mórauðu. Mórauðastur var víst spýtingur þeirra, sem tuggðu rjól. Menn spýttu gjarna mórauðu þar sem hverjum og einum hentaði. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og Hótel Íslandi – jafnvel undir borð og bak við mublur. Unz svo kom að landlækni og bæjarstjórn Reykjavíkur, sem þá hét, ofbauð. Hrákaslettunum fylgdi nefnilega mikill söfnuður sýkla og sóttkveikja, sem mönnum stafaði háski af – auk þess sem einhverjum þótti sóðaskapur að; líkast til þó bara þeim, sem ekki tuggðu tóbak. Yfirvöld komu því fyrir hrákadöllum hvarvetna; á opinberum skrifstofum, á veitingahúsum og jafnvel utan dyra. Til þess var ætlast að tóbakstyggjarar hræktu í dallana og þannig mætti losna við sóðaskapinn – og sýklana. Síðan þetta var hafa orðið miklar framfarir á Íslandi. Þjóðin sögð vera orðin mjög umhverfislega meðvituð – einkum þó og sér í lagi umhverfislega meðvituð þar um slóðir sem fæstir Íslendingar eiga sjálfir leið um. Auk þess er þjóðin löngu hætt að tyggja tóbak og rjól – en farin að tyggja tyggigúmmí í gríð og erg. Og hrækir svo frá sér tyggigúmmíinu hvar sem hverjum hentar. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og gervöllum krám og kaffibörum staðarins – og undir stóla og bak við mublur þegar enginn er að horfa. Tyggjóhrákarnir nema að mér sýnist ekki minna en sex til sjö slettum á hvern fermetra á gangstígunum í 101 Reykjavík. Slíkum árangri náðu þó tóbaks- og rjóltyggjendurnir aldrei hér á árunum áður. Enda miklu fleira mannfólk sem gengur nú um gangstíga í 101 en þá og hver og einn ákaflega umhverfislega meðvitaður núna – nema hvað? Þó tekist hafi að útrýma berklum, sem mest hættan var talin að stafaði af sóttkveikjum í mórauða spýtingnum, eru margir ekkert síður skeinuhættir sjúkdómar sem láta á sér kræla í tyggjóhrákunum ef að væri gáð. Ef menn nú gefa sér tíma til þess að líta niður fyrir lappirnar á sér á ferð um 101 væri þá ekki ráð að landlæknir og borgarstjórn Reykjavíkur innleiddu aftur hrákadallana; t.d. á gatnamótum, fyrir framan Hótel Borg, á opinberum skrifstofum – og inni á skemmtistöðum. Vegna mikilla framfara og aukinnar umhverfisvitundar sem tvímælalaust hafa orðið hjá Íslendingum mætti mála dallana græna. Þá yrðu þeir svo umhverfisvænir. Ef vel tækist til mætti svo einhvern tíma í framtíðinni ná svo langt í umhverfismeðvitundinni að fólk hætti að gera þarfir sínar í húsagörðum og bak við myndastyttur í miðbænum – jafnvel að það fengist til þess að hirða sjálft umbúðirnar utan af tyggjóinu, sælgætinu, pylsunum, kókinu, bjórnum og hvað það nú allt saman heitir sem umhverfismeðvitaða fólkið skilur eftir sig í kjölfar helgarskemmtananna í miðbæ Reykjavíkurborgar. Mikið væri nú gott ef umhverfismeðvitað fólk væri jafn umhverfismeðvitað um nágrenni sitt og það er um fjarlægðirnar sem fæst af því hefur nokkru sinni heimsótt – svo sé Guði fyrir að þakka. Hvernig myndi umhverfið þar líka líta út ef álíka fjöldi umhverfismeðvitaðara Íslendinga ætti þar leið um og er á ferðinni nótt sem dag í 101 Reykjavík? Það væri nú sjón að sjá! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Sú var tíðin, að Íslendingar tuggðu munntóbak og spýttu mórauðu. Mórauðastur var víst spýtingur þeirra, sem tuggðu rjól. Menn spýttu gjarna mórauðu þar sem hverjum og einum hentaði. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og Hótel Íslandi – jafnvel undir borð og bak við mublur. Unz svo kom að landlækni og bæjarstjórn Reykjavíkur, sem þá hét, ofbauð. Hrákaslettunum fylgdi nefnilega mikill söfnuður sýkla og sóttkveikja, sem mönnum stafaði háski af – auk þess sem einhverjum þótti sóðaskapur að; líkast til þó bara þeim, sem ekki tuggðu tóbak. Yfirvöld komu því fyrir hrákadöllum hvarvetna; á opinberum skrifstofum, á veitingahúsum og jafnvel utan dyra. Til þess var ætlast að tóbakstyggjarar hræktu í dallana og þannig mætti losna við sóðaskapinn – og sýklana. Síðan þetta var hafa orðið miklar framfarir á Íslandi. Þjóðin sögð vera orðin mjög umhverfislega meðvituð – einkum þó og sér í lagi umhverfislega meðvituð þar um slóðir sem fæstir Íslendingar eiga sjálfir leið um. Auk þess er þjóðin löngu hætt að tyggja tóbak og rjól – en farin að tyggja tyggigúmmí í gríð og erg. Og hrækir svo frá sér tyggigúmmíinu hvar sem hverjum hentar. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og gervöllum krám og kaffibörum staðarins – og undir stóla og bak við mublur þegar enginn er að horfa. Tyggjóhrákarnir nema að mér sýnist ekki minna en sex til sjö slettum á hvern fermetra á gangstígunum í 101 Reykjavík. Slíkum árangri náðu þó tóbaks- og rjóltyggjendurnir aldrei hér á árunum áður. Enda miklu fleira mannfólk sem gengur nú um gangstíga í 101 en þá og hver og einn ákaflega umhverfislega meðvitaður núna – nema hvað? Þó tekist hafi að útrýma berklum, sem mest hættan var talin að stafaði af sóttkveikjum í mórauða spýtingnum, eru margir ekkert síður skeinuhættir sjúkdómar sem láta á sér kræla í tyggjóhrákunum ef að væri gáð. Ef menn nú gefa sér tíma til þess að líta niður fyrir lappirnar á sér á ferð um 101 væri þá ekki ráð að landlæknir og borgarstjórn Reykjavíkur innleiddu aftur hrákadallana; t.d. á gatnamótum, fyrir framan Hótel Borg, á opinberum skrifstofum – og inni á skemmtistöðum. Vegna mikilla framfara og aukinnar umhverfisvitundar sem tvímælalaust hafa orðið hjá Íslendingum mætti mála dallana græna. Þá yrðu þeir svo umhverfisvænir. Ef vel tækist til mætti svo einhvern tíma í framtíðinni ná svo langt í umhverfismeðvitundinni að fólk hætti að gera þarfir sínar í húsagörðum og bak við myndastyttur í miðbænum – jafnvel að það fengist til þess að hirða sjálft umbúðirnar utan af tyggjóinu, sælgætinu, pylsunum, kókinu, bjórnum og hvað það nú allt saman heitir sem umhverfismeðvitaða fólkið skilur eftir sig í kjölfar helgarskemmtananna í miðbæ Reykjavíkurborgar. Mikið væri nú gott ef umhverfismeðvitað fólk væri jafn umhverfismeðvitað um nágrenni sitt og það er um fjarlægðirnar sem fæst af því hefur nokkru sinni heimsótt – svo sé Guði fyrir að þakka. Hvernig myndi umhverfið þar líka líta út ef álíka fjöldi umhverfismeðvitaðara Íslendinga ætti þar leið um og er á ferðinni nótt sem dag í 101 Reykjavík? Það væri nú sjón að sjá!
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun