Fasteignasjóður Íslands að fæðast Magnús Halldórsson skrifar 9. maí 2012 09:30 Undirbúningur að stofnun Fasteignasjóðs Íslands hefur staðið yfir undanfarna mánuði og undirbúningsteymið hefur kynnt hann fyrir fjárfestum. Frá vinstri sjást á myndinni Brynjólfur Baldursson, Tryggvi Tryggvason og Örn V. Kjartansson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MP banki hefur unnið að stofnun Fasteignasjóðs Íslands slhf. (FÍ) að undanförnu, en formlega mun félagið hefja störf í júní nk. samkvæmt áætlunum. Félagið mun kaupa og reka atvinnuhúsnæði, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og er unnið eftir því að fjárfestingarframlög þeirra sem koma að félaginu verði 10 til 20 milljarðar króna. Fjármálaráðgjöf og áhættustýring félagsins verður í höndum MP banka á grundvelli samnings þar um. Markmiðið með stofnun félagsins er að bjóða stofnanafjárfestum upp á áhættulítinn og tryggan langtímafjárfestingakost. Yfir 90 prósent þeirra sem koma munu að félaginu sem hluthafar verða lífeyrissjóðir og tryggingafélög, samkvæmt því sem lagt er upp með. Ávöxtunarmarkmið félagsins verður um 3 prósent ofan á 10 ára ríkisskuldabréf. Félagið verður ekki skráð á hlutabréfamarkað Nasdaq OMX Kauphallarinnar, en skuldabréf verða útgefin og skráð á markað. Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri FÍ, segir að tækifærin séu fyrir hendi þegar kemur að því að velja góða fjárfestingakosti og semja við leigutaka til langs tíma. „Eftir því sem efnahagur landsins batnar, því meiri verða tækifærin þegar kemur á fjárfestingu í atvinnuhúsnæði."Fáir ávöxtunarmöguleikar Eitt af því sem þegar er farið að valda vandræðum hjá ýmsum fjárfestum eru fáir fjárfestingamöguleikar, en helst eru það opinber skuldabréf og þau fyrirtæki sem skráð eru á hlutabréfamarkað sem hafa verið í boði. Að undanförnu hafa síðan bæst við skuldabréfaflokkar fyrirtækja, þar helst Íslandsbanka og Arion banka. Stofnun FÍ er ekki síst hugsuð til þess að auka möguleika fyrir stofnanafjárfesta sem reyna eftir fremsta megni að ávaxta fé sitt þannig að ávöxtunarmarkmið náist. Gjaldeyrishöftin gera þetta enn meira krefjandi en lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis sökum þeirra. Einnig er horft til þess að litlar líkur séu til útgáfu verðtryggðra skuldabréfa á komandi árum, og því sé eftirspurn eftir langtímafjárfestingakostum eins og vel staðsettu atvinnuhúsnæði líkleg til þess að aukast. Í undirbúningsteymi FÍ hafa verið auk Arnar, þeir Brynjólfur Baldursson, framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs MP banka, Tryggvi Tryggvason, sem er forstöðumaður á eignastýringarsviði MP banka, og síðan Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka. Þeir hafa undirbúið stofnun FÍ undanfarna mánuði og kynnt hann fyrir fjárfestum. magnush@365.is Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
MP banki hefur unnið að stofnun Fasteignasjóðs Íslands slhf. (FÍ) að undanförnu, en formlega mun félagið hefja störf í júní nk. samkvæmt áætlunum. Félagið mun kaupa og reka atvinnuhúsnæði, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og er unnið eftir því að fjárfestingarframlög þeirra sem koma að félaginu verði 10 til 20 milljarðar króna. Fjármálaráðgjöf og áhættustýring félagsins verður í höndum MP banka á grundvelli samnings þar um. Markmiðið með stofnun félagsins er að bjóða stofnanafjárfestum upp á áhættulítinn og tryggan langtímafjárfestingakost. Yfir 90 prósent þeirra sem koma munu að félaginu sem hluthafar verða lífeyrissjóðir og tryggingafélög, samkvæmt því sem lagt er upp með. Ávöxtunarmarkmið félagsins verður um 3 prósent ofan á 10 ára ríkisskuldabréf. Félagið verður ekki skráð á hlutabréfamarkað Nasdaq OMX Kauphallarinnar, en skuldabréf verða útgefin og skráð á markað. Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri FÍ, segir að tækifærin séu fyrir hendi þegar kemur að því að velja góða fjárfestingakosti og semja við leigutaka til langs tíma. „Eftir því sem efnahagur landsins batnar, því meiri verða tækifærin þegar kemur á fjárfestingu í atvinnuhúsnæði."Fáir ávöxtunarmöguleikar Eitt af því sem þegar er farið að valda vandræðum hjá ýmsum fjárfestum eru fáir fjárfestingamöguleikar, en helst eru það opinber skuldabréf og þau fyrirtæki sem skráð eru á hlutabréfamarkað sem hafa verið í boði. Að undanförnu hafa síðan bæst við skuldabréfaflokkar fyrirtækja, þar helst Íslandsbanka og Arion banka. Stofnun FÍ er ekki síst hugsuð til þess að auka möguleika fyrir stofnanafjárfesta sem reyna eftir fremsta megni að ávaxta fé sitt þannig að ávöxtunarmarkmið náist. Gjaldeyrishöftin gera þetta enn meira krefjandi en lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis sökum þeirra. Einnig er horft til þess að litlar líkur séu til útgáfu verðtryggðra skuldabréfa á komandi árum, og því sé eftirspurn eftir langtímafjárfestingakostum eins og vel staðsettu atvinnuhúsnæði líkleg til þess að aukast. Í undirbúningsteymi FÍ hafa verið auk Arnar, þeir Brynjólfur Baldursson, framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs MP banka, Tryggvi Tryggvason, sem er forstöðumaður á eignastýringarsviði MP banka, og síðan Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka. Þeir hafa undirbúið stofnun FÍ undanfarna mánuði og kynnt hann fyrir fjárfestum. magnush@365.is
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira