Stefnumót að vori Katrín Jakobsdóttir skrifar 18. maí 2012 06:00 Það vorar og Listahátíð í Reykjavík verður sett í dag. Næstu vikur verður hægt að næra andann og njóta þeirra fjölbreyttu viðburða sem hátíðin færir okkur í þetta skiptið. Reykjavík er mikil menningarborg, langt umfram það hve margir búa í henni og á landinu öllu, ef því er að skipta. Sköpunarkraftur landsmanna er lykilþáttur í því fjölbreytta menningarlífi en Listahátíð í Reykjavík er eitt af þeim verkefnum sem nærir þetta mikla líf og leggur til dýrmæta mælikvarða sem hægt er að beita á menningarlífið. Í því sambandi hafa erlendir gestir hátíðarinnar skipt miklu máli og fært nýjungar og viðmið til landsins og íslenskir listamenn og almenningur hafa notið góðs af þeim samanburði. Hátíðin hefur þannig veitt innblástur og eflt vitund um stöðu og horfur í íslenskri menningu. Listahátíð í Reykjavík hefur á undanförnum árum líka verið mikilvægur vettvangur fyrir stefnumót grasrótar íslenskra lista og hefðanna sem myndast hafa í menningarlífinu. Slíkt samtal er öllum hollt og gott. Frumsköpun í íslenskum listum er mikilvæg um leið og hugað er að arfi þjóðarinnar í listum og menningu. Listir, í sínum fjölbreyttu myndum, geta þegar best lætur höfðað bæði til hjarta og heila. Fyrir marga brjóta þær upp daginn, koma róti á hugann, hrífa menn eða hneyksla, kæta eða græta, reita jafnvel til reiði. Listir eru hluti af þekkingarleit mannsins sem ekki er alltaf hægt að fella undir hagvaxtarmælikvarða eða bræða í mæliker vísindamanna þó að flestir telji þær ómissandi hluta mannlegs samfélags. Á undanförnum árum hefur líka færst í vöxt að dagskrá Listahátíðar færist út á götur og torg borgarinnar og liðin er sú tíð að menn umgangist listir með hvítum hönskum, alvarlegir á svip. Lykilatriðið er að njóta, upplifa og síðast en ekki síst skapa. Rétt er að hvetja alla til að kynna sér dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2012 og finna sér eitthvað við hæfi. Við eigum stefnumót við listina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það vorar og Listahátíð í Reykjavík verður sett í dag. Næstu vikur verður hægt að næra andann og njóta þeirra fjölbreyttu viðburða sem hátíðin færir okkur í þetta skiptið. Reykjavík er mikil menningarborg, langt umfram það hve margir búa í henni og á landinu öllu, ef því er að skipta. Sköpunarkraftur landsmanna er lykilþáttur í því fjölbreytta menningarlífi en Listahátíð í Reykjavík er eitt af þeim verkefnum sem nærir þetta mikla líf og leggur til dýrmæta mælikvarða sem hægt er að beita á menningarlífið. Í því sambandi hafa erlendir gestir hátíðarinnar skipt miklu máli og fært nýjungar og viðmið til landsins og íslenskir listamenn og almenningur hafa notið góðs af þeim samanburði. Hátíðin hefur þannig veitt innblástur og eflt vitund um stöðu og horfur í íslenskri menningu. Listahátíð í Reykjavík hefur á undanförnum árum líka verið mikilvægur vettvangur fyrir stefnumót grasrótar íslenskra lista og hefðanna sem myndast hafa í menningarlífinu. Slíkt samtal er öllum hollt og gott. Frumsköpun í íslenskum listum er mikilvæg um leið og hugað er að arfi þjóðarinnar í listum og menningu. Listir, í sínum fjölbreyttu myndum, geta þegar best lætur höfðað bæði til hjarta og heila. Fyrir marga brjóta þær upp daginn, koma róti á hugann, hrífa menn eða hneyksla, kæta eða græta, reita jafnvel til reiði. Listir eru hluti af þekkingarleit mannsins sem ekki er alltaf hægt að fella undir hagvaxtarmælikvarða eða bræða í mæliker vísindamanna þó að flestir telji þær ómissandi hluta mannlegs samfélags. Á undanförnum árum hefur líka færst í vöxt að dagskrá Listahátíðar færist út á götur og torg borgarinnar og liðin er sú tíð að menn umgangist listir með hvítum hönskum, alvarlegir á svip. Lykilatriðið er að njóta, upplifa og síðast en ekki síst skapa. Rétt er að hvetja alla til að kynna sér dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2012 og finna sér eitthvað við hæfi. Við eigum stefnumót við listina.
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar