Lífið

Megrun ekki hættuleg

Megrun telst ekki vera hættuleg fyrir barnshafandi konur.
Megrun telst ekki vera hættuleg fyrir barnshafandi konur.
Megrun á meðgöngu er ekki hættuleg fyrir konur og felur ekki sér neina áhættu hvað fóstrið varðar. Þetta kemur fram í grein í tímaritinu The British Medical Journal. Þar voru skoðaðar niðurstöður úr 44 rannsóknum sem höfðu áður verið gerðar og tóku rúmlega sjö þúsund konur þátt í þeim.

Samkvæmt grein sérfræðinga tímaritsins er best fyrir ófrískar konur að borða hollan mat og borða ekki fyrir tvo. Það kemur í veg fyrir aukakíló og dregur úr hættunni á einhvers konar vandræðum.

Þessar niðurstöður varðandi megrunina eru í mótsögn við ráðleggingar frá NICE-heilbrigðisstofnuninni í Bretlandi frá árinu 2010, samkvæmt BBC. Þar sem ekki er mælt með megrun fyrir barnshafandi konur því hún geti skaðað fóstrið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×