Hvenær vegur maður að… Helga Vala Helgadóttir skrifar 19. maí 2012 06:00 Þann 30. apríl sl. voru 15 og 16 ára gamlir hælisumsækjendur dæmdir í 1 mánaðar langt óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum í Leifsstöð. Vegna mikillar og oft á tíðum villandi umræðu um málið, og um túlkun og innihald ákvæðis 31. gr. alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna, er mér bæði ljúft og skylt að upplýsa hvernig sérfræðingar í flóttamannarétti álíta að túlka beri ákvæðið, svo það megi verða til að fræða þá sem kunna að vilja tjá sig um málefnið eða ákvæðið sjálft. Fyrst er vert að geta þess að flóttamannasamningurinn hefur verið í gildi gagnvart Íslandi frá árinu 1956. Skv. 31. gr. samningsins ber aðildarríkjum, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, að veita hælisleitendum vernd gegn refsingu hafi þeir komið með ólögmætum hætti. Skilyrðin eru að um flóttamann hafi verið að ræða, sem komið hefur ólöglega inn í landið, beint frá landi þar sem lífi hans eða frelsi var ógnað og að hann gefi sig tafarlaust fram við stjórnvöld og óski hælis. Um fyrstu tvö skilyrðin þarf ekki að orðlengja hér heldur vikið að seinni skilyrðunum. Flóttamannastofnun SÞ hefur í ráðgefandi áliti sagt höfunda samnings eingöngu hafa undanskilið frá verndinni þá flóttamenn sem þegar höfðu fengið hæli eða sest að um lengri eða skemmri tíma í öðru landi. Undir þetta hefur tekið Guy Goodwin-Gill, lagaprófessor við Oxfordháskóla. Tekur vernd ákvæðisins því til þeirra sem hafa viðdvöl í ríkjum á leið sinni á áfangastað, og þeirra sem á einhvern hátt hefur ekki tekist að fá vernd í þeim ríkjum sem þeir flýja til. Skal þá vikið að túlkun á orðunum „gefi sig tafarlaust fram". Í útvarpsviðtali var þetta túlkað sem svo að sá sem kæmi með fölsuð skilríki félli sjálfkrafa utan verndar því þá væri viðkomandi ekki að gefa sig tafarlaust fram. Þetta er alrangt, því hælisleitandinn á oft ekki annarra kosta völ en að ferðast með fölsuð skilríki og er beinlínis gert ráð fyrir vernd honum til handa vegna þess. Hann þarf hins vegar að óska hælis, eins og umræddir drengir hafa gert. Þess ber að geta að hér er um örstutta greiningu að ræða um þetta viðkvæma efni, en er undirrituð tilbúin til að útskýra betur á öðrum vettvangi. Formaður lögmannafélags Íslands, Brynjar Níelsson hrl., hefur kosið að koma fram opinberlega og vega að starfsheiðri undirritaðrar vegna þessa máls. Ekki átta ég mig á hvað formanninum gengur til, enda þekki ég hann ekki neitt og hef aldrei þurft að mæta honum í dómsal eða á öðrum vettvangi. Þegar ég heyrði af málefnum ungu flóttamannanna var mér eðlilega brugðið og fannst ekkert tiltökumál að tjá mig um málið þegar fréttamaður óskaði. Hef ég hvort tveggja unnið að vörn í viðlíka sakamáli sem og starfað að málefnum hælisleitenda, setið námskeið hjá Flóttamannastofnun SÞ og lesið óteljandi rit um efnið. Formaðurinn ýjar að því að ég hafi þar tjáð mig í pólitískum tilgangi, og eykur síðar ávirðingar í minn garð og segir mig hvorki þekkja til í flóttamannarétti, hafa viðrað undarlegar túlkanir á samningnum, og efast um þekkingu mína í sakamálaréttarfari og refsilögum. Er með ólíkindum að formaðurinn telji sig þess umkominn að ræða um mína þekkingu á einhverju, enda hefur hann engar forsendur til þess. Þá ber að geta þess að formanninum ber, eins og öðrum lögmönnum, að fara að siðareglum lögmanna, hvar segir að lögmenn skuli sýna hver öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu, sem og að lögmaður megi einungis hafa uppi gagnrýni á störfum annars lögmanns á málefnanlegum grundvelli og skuli forðast að valda honum álitsspjöllum umfram það sem málefnið gefur ástæðu til. Mæli ég með því að formaðurinn leiti endurmenntunar hjá kollegum sínum í siðareglum lögmanna sjálfum sér og stéttinni til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Skoðanir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 30. apríl sl. voru 15 og 16 ára gamlir hælisumsækjendur dæmdir í 1 mánaðar langt óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum í Leifsstöð. Vegna mikillar og oft á tíðum villandi umræðu um málið, og um túlkun og innihald ákvæðis 31. gr. alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna, er mér bæði ljúft og skylt að upplýsa hvernig sérfræðingar í flóttamannarétti álíta að túlka beri ákvæðið, svo það megi verða til að fræða þá sem kunna að vilja tjá sig um málefnið eða ákvæðið sjálft. Fyrst er vert að geta þess að flóttamannasamningurinn hefur verið í gildi gagnvart Íslandi frá árinu 1956. Skv. 31. gr. samningsins ber aðildarríkjum, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, að veita hælisleitendum vernd gegn refsingu hafi þeir komið með ólögmætum hætti. Skilyrðin eru að um flóttamann hafi verið að ræða, sem komið hefur ólöglega inn í landið, beint frá landi þar sem lífi hans eða frelsi var ógnað og að hann gefi sig tafarlaust fram við stjórnvöld og óski hælis. Um fyrstu tvö skilyrðin þarf ekki að orðlengja hér heldur vikið að seinni skilyrðunum. Flóttamannastofnun SÞ hefur í ráðgefandi áliti sagt höfunda samnings eingöngu hafa undanskilið frá verndinni þá flóttamenn sem þegar höfðu fengið hæli eða sest að um lengri eða skemmri tíma í öðru landi. Undir þetta hefur tekið Guy Goodwin-Gill, lagaprófessor við Oxfordháskóla. Tekur vernd ákvæðisins því til þeirra sem hafa viðdvöl í ríkjum á leið sinni á áfangastað, og þeirra sem á einhvern hátt hefur ekki tekist að fá vernd í þeim ríkjum sem þeir flýja til. Skal þá vikið að túlkun á orðunum „gefi sig tafarlaust fram". Í útvarpsviðtali var þetta túlkað sem svo að sá sem kæmi með fölsuð skilríki félli sjálfkrafa utan verndar því þá væri viðkomandi ekki að gefa sig tafarlaust fram. Þetta er alrangt, því hælisleitandinn á oft ekki annarra kosta völ en að ferðast með fölsuð skilríki og er beinlínis gert ráð fyrir vernd honum til handa vegna þess. Hann þarf hins vegar að óska hælis, eins og umræddir drengir hafa gert. Þess ber að geta að hér er um örstutta greiningu að ræða um þetta viðkvæma efni, en er undirrituð tilbúin til að útskýra betur á öðrum vettvangi. Formaður lögmannafélags Íslands, Brynjar Níelsson hrl., hefur kosið að koma fram opinberlega og vega að starfsheiðri undirritaðrar vegna þessa máls. Ekki átta ég mig á hvað formanninum gengur til, enda þekki ég hann ekki neitt og hef aldrei þurft að mæta honum í dómsal eða á öðrum vettvangi. Þegar ég heyrði af málefnum ungu flóttamannanna var mér eðlilega brugðið og fannst ekkert tiltökumál að tjá mig um málið þegar fréttamaður óskaði. Hef ég hvort tveggja unnið að vörn í viðlíka sakamáli sem og starfað að málefnum hælisleitenda, setið námskeið hjá Flóttamannastofnun SÞ og lesið óteljandi rit um efnið. Formaðurinn ýjar að því að ég hafi þar tjáð mig í pólitískum tilgangi, og eykur síðar ávirðingar í minn garð og segir mig hvorki þekkja til í flóttamannarétti, hafa viðrað undarlegar túlkanir á samningnum, og efast um þekkingu mína í sakamálaréttarfari og refsilögum. Er með ólíkindum að formaðurinn telji sig þess umkominn að ræða um mína þekkingu á einhverju, enda hefur hann engar forsendur til þess. Þá ber að geta þess að formanninum ber, eins og öðrum lögmönnum, að fara að siðareglum lögmanna, hvar segir að lögmenn skuli sýna hver öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu, sem og að lögmaður megi einungis hafa uppi gagnrýni á störfum annars lögmanns á málefnanlegum grundvelli og skuli forðast að valda honum álitsspjöllum umfram það sem málefnið gefur ástæðu til. Mæli ég með því að formaðurinn leiti endurmenntunar hjá kollegum sínum í siðareglum lögmanna sjálfum sér og stéttinni til heilla.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun