Hvenær vegur maður að… Helga Vala Helgadóttir skrifar 19. maí 2012 06:00 Þann 30. apríl sl. voru 15 og 16 ára gamlir hælisumsækjendur dæmdir í 1 mánaðar langt óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum í Leifsstöð. Vegna mikillar og oft á tíðum villandi umræðu um málið, og um túlkun og innihald ákvæðis 31. gr. alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna, er mér bæði ljúft og skylt að upplýsa hvernig sérfræðingar í flóttamannarétti álíta að túlka beri ákvæðið, svo það megi verða til að fræða þá sem kunna að vilja tjá sig um málefnið eða ákvæðið sjálft. Fyrst er vert að geta þess að flóttamannasamningurinn hefur verið í gildi gagnvart Íslandi frá árinu 1956. Skv. 31. gr. samningsins ber aðildarríkjum, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, að veita hælisleitendum vernd gegn refsingu hafi þeir komið með ólögmætum hætti. Skilyrðin eru að um flóttamann hafi verið að ræða, sem komið hefur ólöglega inn í landið, beint frá landi þar sem lífi hans eða frelsi var ógnað og að hann gefi sig tafarlaust fram við stjórnvöld og óski hælis. Um fyrstu tvö skilyrðin þarf ekki að orðlengja hér heldur vikið að seinni skilyrðunum. Flóttamannastofnun SÞ hefur í ráðgefandi áliti sagt höfunda samnings eingöngu hafa undanskilið frá verndinni þá flóttamenn sem þegar höfðu fengið hæli eða sest að um lengri eða skemmri tíma í öðru landi. Undir þetta hefur tekið Guy Goodwin-Gill, lagaprófessor við Oxfordháskóla. Tekur vernd ákvæðisins því til þeirra sem hafa viðdvöl í ríkjum á leið sinni á áfangastað, og þeirra sem á einhvern hátt hefur ekki tekist að fá vernd í þeim ríkjum sem þeir flýja til. Skal þá vikið að túlkun á orðunum „gefi sig tafarlaust fram". Í útvarpsviðtali var þetta túlkað sem svo að sá sem kæmi með fölsuð skilríki félli sjálfkrafa utan verndar því þá væri viðkomandi ekki að gefa sig tafarlaust fram. Þetta er alrangt, því hælisleitandinn á oft ekki annarra kosta völ en að ferðast með fölsuð skilríki og er beinlínis gert ráð fyrir vernd honum til handa vegna þess. Hann þarf hins vegar að óska hælis, eins og umræddir drengir hafa gert. Þess ber að geta að hér er um örstutta greiningu að ræða um þetta viðkvæma efni, en er undirrituð tilbúin til að útskýra betur á öðrum vettvangi. Formaður lögmannafélags Íslands, Brynjar Níelsson hrl., hefur kosið að koma fram opinberlega og vega að starfsheiðri undirritaðrar vegna þessa máls. Ekki átta ég mig á hvað formanninum gengur til, enda þekki ég hann ekki neitt og hef aldrei þurft að mæta honum í dómsal eða á öðrum vettvangi. Þegar ég heyrði af málefnum ungu flóttamannanna var mér eðlilega brugðið og fannst ekkert tiltökumál að tjá mig um málið þegar fréttamaður óskaði. Hef ég hvort tveggja unnið að vörn í viðlíka sakamáli sem og starfað að málefnum hælisleitenda, setið námskeið hjá Flóttamannastofnun SÞ og lesið óteljandi rit um efnið. Formaðurinn ýjar að því að ég hafi þar tjáð mig í pólitískum tilgangi, og eykur síðar ávirðingar í minn garð og segir mig hvorki þekkja til í flóttamannarétti, hafa viðrað undarlegar túlkanir á samningnum, og efast um þekkingu mína í sakamálaréttarfari og refsilögum. Er með ólíkindum að formaðurinn telji sig þess umkominn að ræða um mína þekkingu á einhverju, enda hefur hann engar forsendur til þess. Þá ber að geta þess að formanninum ber, eins og öðrum lögmönnum, að fara að siðareglum lögmanna, hvar segir að lögmenn skuli sýna hver öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu, sem og að lögmaður megi einungis hafa uppi gagnrýni á störfum annars lögmanns á málefnanlegum grundvelli og skuli forðast að valda honum álitsspjöllum umfram það sem málefnið gefur ástæðu til. Mæli ég með því að formaðurinn leiti endurmenntunar hjá kollegum sínum í siðareglum lögmanna sjálfum sér og stéttinni til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Skoðanir Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þann 30. apríl sl. voru 15 og 16 ára gamlir hælisumsækjendur dæmdir í 1 mánaðar langt óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum í Leifsstöð. Vegna mikillar og oft á tíðum villandi umræðu um málið, og um túlkun og innihald ákvæðis 31. gr. alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna, er mér bæði ljúft og skylt að upplýsa hvernig sérfræðingar í flóttamannarétti álíta að túlka beri ákvæðið, svo það megi verða til að fræða þá sem kunna að vilja tjá sig um málefnið eða ákvæðið sjálft. Fyrst er vert að geta þess að flóttamannasamningurinn hefur verið í gildi gagnvart Íslandi frá árinu 1956. Skv. 31. gr. samningsins ber aðildarríkjum, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, að veita hælisleitendum vernd gegn refsingu hafi þeir komið með ólögmætum hætti. Skilyrðin eru að um flóttamann hafi verið að ræða, sem komið hefur ólöglega inn í landið, beint frá landi þar sem lífi hans eða frelsi var ógnað og að hann gefi sig tafarlaust fram við stjórnvöld og óski hælis. Um fyrstu tvö skilyrðin þarf ekki að orðlengja hér heldur vikið að seinni skilyrðunum. Flóttamannastofnun SÞ hefur í ráðgefandi áliti sagt höfunda samnings eingöngu hafa undanskilið frá verndinni þá flóttamenn sem þegar höfðu fengið hæli eða sest að um lengri eða skemmri tíma í öðru landi. Undir þetta hefur tekið Guy Goodwin-Gill, lagaprófessor við Oxfordháskóla. Tekur vernd ákvæðisins því til þeirra sem hafa viðdvöl í ríkjum á leið sinni á áfangastað, og þeirra sem á einhvern hátt hefur ekki tekist að fá vernd í þeim ríkjum sem þeir flýja til. Skal þá vikið að túlkun á orðunum „gefi sig tafarlaust fram". Í útvarpsviðtali var þetta túlkað sem svo að sá sem kæmi með fölsuð skilríki félli sjálfkrafa utan verndar því þá væri viðkomandi ekki að gefa sig tafarlaust fram. Þetta er alrangt, því hælisleitandinn á oft ekki annarra kosta völ en að ferðast með fölsuð skilríki og er beinlínis gert ráð fyrir vernd honum til handa vegna þess. Hann þarf hins vegar að óska hælis, eins og umræddir drengir hafa gert. Þess ber að geta að hér er um örstutta greiningu að ræða um þetta viðkvæma efni, en er undirrituð tilbúin til að útskýra betur á öðrum vettvangi. Formaður lögmannafélags Íslands, Brynjar Níelsson hrl., hefur kosið að koma fram opinberlega og vega að starfsheiðri undirritaðrar vegna þessa máls. Ekki átta ég mig á hvað formanninum gengur til, enda þekki ég hann ekki neitt og hef aldrei þurft að mæta honum í dómsal eða á öðrum vettvangi. Þegar ég heyrði af málefnum ungu flóttamannanna var mér eðlilega brugðið og fannst ekkert tiltökumál að tjá mig um málið þegar fréttamaður óskaði. Hef ég hvort tveggja unnið að vörn í viðlíka sakamáli sem og starfað að málefnum hælisleitenda, setið námskeið hjá Flóttamannastofnun SÞ og lesið óteljandi rit um efnið. Formaðurinn ýjar að því að ég hafi þar tjáð mig í pólitískum tilgangi, og eykur síðar ávirðingar í minn garð og segir mig hvorki þekkja til í flóttamannarétti, hafa viðrað undarlegar túlkanir á samningnum, og efast um þekkingu mína í sakamálaréttarfari og refsilögum. Er með ólíkindum að formaðurinn telji sig þess umkominn að ræða um mína þekkingu á einhverju, enda hefur hann engar forsendur til þess. Þá ber að geta þess að formanninum ber, eins og öðrum lögmönnum, að fara að siðareglum lögmanna, hvar segir að lögmenn skuli sýna hver öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu, sem og að lögmaður megi einungis hafa uppi gagnrýni á störfum annars lögmanns á málefnanlegum grundvelli og skuli forðast að valda honum álitsspjöllum umfram það sem málefnið gefur ástæðu til. Mæli ég með því að formaðurinn leiti endurmenntunar hjá kollegum sínum í siðareglum lögmanna sjálfum sér og stéttinni til heilla.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar