Mikil starfsemi hjá málsvörum atvinnulífs Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 23. maí 2012 15:00 Hús atvinnulífsins Í Borgartúni 35 fer fram umfangsmikil starfsemi fyrir atvinnulífið í svokölluðu Húsi atvinnulífsins. Þar eru SA, SI og LÍÚ meðal annarra til húsa. Fréttablaðið/GVAi Velta hagsmunasamtaka sem starfa fyrir íslenskt atvinnulíf er á annan milljarð króna á ári. Megnið af tekjum þeirra kemur frá aðildarfyrirtækjum og er rekstrarniðurstaða flestra í kringum núllið. Samtök atvinnulífsins (SA) og aðildarfélög þeirra fá samanlagt hátt í milljarð í árgjöld frá aðildarfyrirtækjunum. Fréttablaðið greindi frá því 10. maí að þreifingar hefðu átt sér stað á milli hagsmunasamtaka í atvinnulífinu um að taka upp nánara samstarf en tíðkast hefur með það fyrir augum að ná fram hagræði. Ein hugmynd er að mynduð verði sameiginleg hagdeild en flest samtökin hafa hagfræðinga á sínum snærum. Í fréttinni var haft eftir Vilmundi Jósefssyni, formanni SA, að viðræðurnar væru enn á óformlegu stigi en haft hefði verið samband við öll félög sem sinna málefnum atvinnurekenda. Þá sagði hann lykilatriði að nánara samstarf mætti ekki vera dýrara en núverandi rekstur. SA eru stærstu hagsmunsamtök atvinnurekenda á Íslandi en aðildarfyrirtæki þeirra eru um 2.000 talsins og innan hverra um 50 prósent launamanna á almennum vinnumarkaði starfa. Samtökin hafa það meginmarkmið að skapa íslenskum fyrirtækjum hagstæð skilyrði og þá kappkosta þau að veita félögum þjónustu og vera málsvari atvinnulífsins í landinu. Sjö félög eiga aðild að SA en þau starfa á grundvelli sérstakra atvinnugreina og hafa frumkvæði í málefnum fyrirtækja á sínu sviði. Félögin sjö eru Samtök iðnaðarins (SI), Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), Samtök fiskvinnslustöðva (SF) og Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja. Lunginn úr tekjum SA og aðildarfélaga þess kemur frá þeim fyrirtækjum sem eru félagar í samtökunum og aðildarfélögunum. Sem dæmi má nefna að aðildarfyrirtæki í SA greiða allt að 0,19% af heildarlaunagreiðslum til samtakanna en þó þannig að gjaldið verði aldrei hærra en sem nemur 0,067% af rekstrartekjum. Auk þess greiða fyrirtæki í ákveðnum greinum félagsgjald til aðildarfélaga innan SA. Til dæmis greiða fyrirtæki sem eiga aðild að SI allt að 0,15% af veltu til SI. Auk kjarnastarfsemi hagsmunasamtakanna taka þau ýmis verkefni að sér fyrir aðildarfyrirtækin sem þau greiða þá sérstaklega fyrir. Því eru í flestum tilfellum nær allar tekjur samtakanna frá aðildarfyrirtækjum þó rekstrargjöld séu nokkru hærri en sem nemur félagsgjöldum þeirra. Þá eru samtökin flest rekin mjög nærri núllinu. Sé ársskýrsla SA skoðuð kemur í ljós að á árinu 2011 námu árgjöld aðildarfyrirtækjanna rétt tæpum 327 milljónum króna og standa þau undir stærstum hluta rekstrar SA. Tæpur þriðjungur árgjaldanna kemur frá fyrirtækjum sem eiga aðild að SI, um fimmtungur frá bæði fyrirtækjum í SVÞ og LÍÚ, einn tíundi hluti frá bæði fyrirtækjum í ferðaþjónustu og fjármálaþjónustu og sá tíundi hluti sem upp á vantar frá aðildarfyrirtækjum í SF og Samorku. Stærsta aðildarfélag SA er SI sem eru svo aftur regnhlífarsamtök 25 annarra aðildarfélaga. Árgjöld fyrirtækja í SI voru hátt í 200 milljónir króna árið 2011 en heildartekjur þess nokkru hærri samkvæmt upplýsingum frá SI. Næst stærsta aðildarfélagið er LÍÚ sem hafði heildartekjur upp á 188,6 milljónir á árinu 2010 og heildargjöld upp á 190 milljónir. Þá voru heildartekjur Samtaka fjármálafyrirtækja 108 milljónir á síðasta ári en önnur aðildarfélög SA höfðu úr minna að moða. Utan við SA starfa tvö stór hagsmunafélög fyrir atvinnulífið; Viðskiptaráð Íslands og Félag atvinnurekenda. Viðskiptaráð eru frjáls samtök félaga, fyrirtækja og einstaklinga í atvinnulífinu. Það skilgreinir sjálft sig sem vettvang atvinnulífsins til þess að vinna að hvers konar framförum að bættu starfsumhverfi og velmegun. Félag atvinnurekenda er aftur á móti hagsmunasamtök fyrirtækja í inn- og útflutningi, heildsölu og smásölu. Aðildargjöld fyrirtækja sem eru félagar í Viðskiptaráði voru alls rétt tæpar 67 milljónir króna á árinu 2011 samkvæmt ársskýrslu og aðildargjöld fyrirtækja í Félagi atvinnurekenda alls 55 milljónir samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Fleiri minni hagsmunasamtök starfa fyrir ákveðna geira atvinnulífsins og má í því samhengi nefna Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands. Loks má hafa í huga að þegar allt er tekið saman standa umrædd samtök að baki fyrirtækjum hverra velta er samanlagt hundruðir milljarða á ári hverju. Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Velta hagsmunasamtaka sem starfa fyrir íslenskt atvinnulíf er á annan milljarð króna á ári. Megnið af tekjum þeirra kemur frá aðildarfyrirtækjum og er rekstrarniðurstaða flestra í kringum núllið. Samtök atvinnulífsins (SA) og aðildarfélög þeirra fá samanlagt hátt í milljarð í árgjöld frá aðildarfyrirtækjunum. Fréttablaðið greindi frá því 10. maí að þreifingar hefðu átt sér stað á milli hagsmunasamtaka í atvinnulífinu um að taka upp nánara samstarf en tíðkast hefur með það fyrir augum að ná fram hagræði. Ein hugmynd er að mynduð verði sameiginleg hagdeild en flest samtökin hafa hagfræðinga á sínum snærum. Í fréttinni var haft eftir Vilmundi Jósefssyni, formanni SA, að viðræðurnar væru enn á óformlegu stigi en haft hefði verið samband við öll félög sem sinna málefnum atvinnurekenda. Þá sagði hann lykilatriði að nánara samstarf mætti ekki vera dýrara en núverandi rekstur. SA eru stærstu hagsmunsamtök atvinnurekenda á Íslandi en aðildarfyrirtæki þeirra eru um 2.000 talsins og innan hverra um 50 prósent launamanna á almennum vinnumarkaði starfa. Samtökin hafa það meginmarkmið að skapa íslenskum fyrirtækjum hagstæð skilyrði og þá kappkosta þau að veita félögum þjónustu og vera málsvari atvinnulífsins í landinu. Sjö félög eiga aðild að SA en þau starfa á grundvelli sérstakra atvinnugreina og hafa frumkvæði í málefnum fyrirtækja á sínu sviði. Félögin sjö eru Samtök iðnaðarins (SI), Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), Samtök fiskvinnslustöðva (SF) og Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja. Lunginn úr tekjum SA og aðildarfélaga þess kemur frá þeim fyrirtækjum sem eru félagar í samtökunum og aðildarfélögunum. Sem dæmi má nefna að aðildarfyrirtæki í SA greiða allt að 0,19% af heildarlaunagreiðslum til samtakanna en þó þannig að gjaldið verði aldrei hærra en sem nemur 0,067% af rekstrartekjum. Auk þess greiða fyrirtæki í ákveðnum greinum félagsgjald til aðildarfélaga innan SA. Til dæmis greiða fyrirtæki sem eiga aðild að SI allt að 0,15% af veltu til SI. Auk kjarnastarfsemi hagsmunasamtakanna taka þau ýmis verkefni að sér fyrir aðildarfyrirtækin sem þau greiða þá sérstaklega fyrir. Því eru í flestum tilfellum nær allar tekjur samtakanna frá aðildarfyrirtækjum þó rekstrargjöld séu nokkru hærri en sem nemur félagsgjöldum þeirra. Þá eru samtökin flest rekin mjög nærri núllinu. Sé ársskýrsla SA skoðuð kemur í ljós að á árinu 2011 námu árgjöld aðildarfyrirtækjanna rétt tæpum 327 milljónum króna og standa þau undir stærstum hluta rekstrar SA. Tæpur þriðjungur árgjaldanna kemur frá fyrirtækjum sem eiga aðild að SI, um fimmtungur frá bæði fyrirtækjum í SVÞ og LÍÚ, einn tíundi hluti frá bæði fyrirtækjum í ferðaþjónustu og fjármálaþjónustu og sá tíundi hluti sem upp á vantar frá aðildarfyrirtækjum í SF og Samorku. Stærsta aðildarfélag SA er SI sem eru svo aftur regnhlífarsamtök 25 annarra aðildarfélaga. Árgjöld fyrirtækja í SI voru hátt í 200 milljónir króna árið 2011 en heildartekjur þess nokkru hærri samkvæmt upplýsingum frá SI. Næst stærsta aðildarfélagið er LÍÚ sem hafði heildartekjur upp á 188,6 milljónir á árinu 2010 og heildargjöld upp á 190 milljónir. Þá voru heildartekjur Samtaka fjármálafyrirtækja 108 milljónir á síðasta ári en önnur aðildarfélög SA höfðu úr minna að moða. Utan við SA starfa tvö stór hagsmunafélög fyrir atvinnulífið; Viðskiptaráð Íslands og Félag atvinnurekenda. Viðskiptaráð eru frjáls samtök félaga, fyrirtækja og einstaklinga í atvinnulífinu. Það skilgreinir sjálft sig sem vettvang atvinnulífsins til þess að vinna að hvers konar framförum að bættu starfsumhverfi og velmegun. Félag atvinnurekenda er aftur á móti hagsmunasamtök fyrirtækja í inn- og útflutningi, heildsölu og smásölu. Aðildargjöld fyrirtækja sem eru félagar í Viðskiptaráði voru alls rétt tæpar 67 milljónir króna á árinu 2011 samkvæmt ársskýrslu og aðildargjöld fyrirtækja í Félagi atvinnurekenda alls 55 milljónir samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Fleiri minni hagsmunasamtök starfa fyrir ákveðna geira atvinnulífsins og má í því samhengi nefna Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands. Loks má hafa í huga að þegar allt er tekið saman standa umrædd samtök að baki fyrirtækjum hverra velta er samanlagt hundruðir milljarða á ári hverju.
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira