Vöxtur sjávarútvegsins á nýjum stöðum Magnús Halldórsson skrifar 23. maí 2012 14:30 Þorskurinn færir tugi milljarða inn í íslenskt þjóðarbú á hverju ári. Með betri nýtingu er þó hægt að ná enn meiri árangri. Töluverð tækifæri liggja í því að nýta betur fisk sem veiddur er í íslenskri lögsögu, að því er athugun Íslenska sjávarklasans hefur leitt í ljós. Það eru ekki síst tækifæri í heilbrigðisgeiranum þar sem vaxtamöguleikarnir eru en ýmislegt sem unnið er úr fiski nýtist í framleiðslu vörutegunda sem tilheyra heilbrigðisgeiranum, svo sem andlitskrem og plástra. Aukin verðmætiSamkvæmt athugun sjávarklasans er eftir töluverðu að slægjast fyrir íslenskt þjóðarbú ef það tekst að nýta betur aflann sem veiddur er við Íslandsstrendur. Sé helsta fisktegundin sem seld er inn á erlenda markaði, þ.e. þorskurinn, skoðuð sérstaklega liggja þar mikil tækifæri fyrir íslenskan efnahag í heild sinni en tæplega 40 prósent af útflutningstekjum þjóðarbúsins koma úr sjávarútvegi. Margt bendir þó til þess að betur megi nýta tækifærin, að því er athugun sjávarklasans hefur leitt í ljós, eins og áður sagði. Grunnurinn að nýtingu tækifæranna liggur öðru fremur í því að styðja við nýsköpun og rannsóknir þegar kemur að öllum þáttum sjávarútvegsins, og einnig að bæta meðhöndlun aflans og þar með möguleika á því að fá meira fyrir hvert kíló af þorski. Sjávarútvegur hér á landi er lengra kominn en útvegurinn víðast hvar annars staðar þegar kemur að fullvinnslu þorsks en algengt er að flökin séu það eina sem nýtist. Þá hefur nýtingin einnig batnað hér á landi vegna meiri krafna sem gerðar eru við vinnslu, en tæknifyrirtæki sem þjónusta sjávarútveg, þar á meðal Marel og 3X Technology, hafa ekki síst haft mikið um þá þróun að segja. Bætt skurðtækni hefur skilað sér í 15 prósent betri nýtingu í samanburði við stöðuna eins og hún var fyrir 20 árum, samkvæmt athugun sjávarklasans. Betri kælitækni hefur einnig skilað sér í betri meðferð fisksins, sem síðan skilar meiri peningum í kassann. Mikil gerjunMarkaðurinn kannaði gróflega sjálfur, með aðstoð sjávarklasans, hvernig landið liggur þegar kemur að nýsköpun í sjávarútvegnum. Lýsi er líklega einna þekktast af þeim fyrirtækjum sem eru að vinna heilsubótarvörur úr lifraolíu, sem unnin er úr lifur. Miðað við 6 kílóa þorsk þá gefur hann um 300 grömm af lifur. Markaðsvirði lýsis og mjöls úr 6 kílóa þorski er um 70 krónur en með fullvinnslu gæti brúttóverðmæti vörunnar allt að tvöfaldast og lifur því gefið 140 krónur. Á markað eru nú þegar komnar lyfseðilsskyldar vörur þar sem mun meira fæst fyrir vöruna heldur en lýsið. Þá er lifur einnig unnin í niðursuðuvörur ýmiss konar og má þar nefna fyrirtæki eins og Akraborg og NC93 í Grindavík. Töluverð tækifæri gætu því legið í því rannsaka möguleikana sem liggja í þessari framleiðslu betur og mætti hæglega auka nýtingu á lifur, svo dæmi sé tekið. Roðið gefur af sérÁ undanförnum árum hefur vinnsla úr fiskroði vaxið nokkuð hröðum skrefum. Athugun sjávarklasans hefur leitt það í ljós að um 50 störf eru nú við fiskroðsvinnslu hér á landi, þar af eru mörg störfin sem krefjast sérfræðimenntunar. Dæmi um þetta er fyrirtækið Kerecis á Ísafirði sem framleiðir lækningavörur, plástra, úr roði. Úr 6 kílóa þorski getur Kerecis framleitt um 8 einingar af heilsuvörum sem má ætla að séu að brúttóverðmæti til útflutnings um 6 til 8 þúsund krónur. Erlendir samkeppnisaðilar Kerecis eru að selja plástra sem eru 3x7 sentimetrar á allt að 20 þúsund krónur. Þá hefur Sjávarleður á Sauðárkróki einnig náð töluverðum árangri þegar kemur að því nýta fiskroðið í tískuvörur ýmiss konar en útflutningsverðmæti roðs af einum þorski er um 700 til 800 krónur. Hátt verðÞó þessar vörur sem hér eru upptaldar séu aðeins dæmi um fjölbreytta nýtingu þorsks þá bendir margt til þess að í betri nýtingu felist mikil viðskiptatækifæri. Þannig fást um 1.800 krónur á markaði fyrir 6 kílóa þorsk, sem er allt að tvö til þrjú hundruð krónum meira en sjávarútvegsfyrirtæki í nágrannalöndum okkar fá, samkvæmt athugun sjávarklasans. Með fullvinnslu, og skipulögðum verkferlum í vinnslunni í þá veru, þá er raunhæft að fá allt að 3.000 krónur fyrir 6 kílóa þorsk, sem þýðir um 30 milljarða í auknu verðmæti á ársgrundvelli. Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Töluverð tækifæri liggja í því að nýta betur fisk sem veiddur er í íslenskri lögsögu, að því er athugun Íslenska sjávarklasans hefur leitt í ljós. Það eru ekki síst tækifæri í heilbrigðisgeiranum þar sem vaxtamöguleikarnir eru en ýmislegt sem unnið er úr fiski nýtist í framleiðslu vörutegunda sem tilheyra heilbrigðisgeiranum, svo sem andlitskrem og plástra. Aukin verðmætiSamkvæmt athugun sjávarklasans er eftir töluverðu að slægjast fyrir íslenskt þjóðarbú ef það tekst að nýta betur aflann sem veiddur er við Íslandsstrendur. Sé helsta fisktegundin sem seld er inn á erlenda markaði, þ.e. þorskurinn, skoðuð sérstaklega liggja þar mikil tækifæri fyrir íslenskan efnahag í heild sinni en tæplega 40 prósent af útflutningstekjum þjóðarbúsins koma úr sjávarútvegi. Margt bendir þó til þess að betur megi nýta tækifærin, að því er athugun sjávarklasans hefur leitt í ljós, eins og áður sagði. Grunnurinn að nýtingu tækifæranna liggur öðru fremur í því að styðja við nýsköpun og rannsóknir þegar kemur að öllum þáttum sjávarútvegsins, og einnig að bæta meðhöndlun aflans og þar með möguleika á því að fá meira fyrir hvert kíló af þorski. Sjávarútvegur hér á landi er lengra kominn en útvegurinn víðast hvar annars staðar þegar kemur að fullvinnslu þorsks en algengt er að flökin séu það eina sem nýtist. Þá hefur nýtingin einnig batnað hér á landi vegna meiri krafna sem gerðar eru við vinnslu, en tæknifyrirtæki sem þjónusta sjávarútveg, þar á meðal Marel og 3X Technology, hafa ekki síst haft mikið um þá þróun að segja. Bætt skurðtækni hefur skilað sér í 15 prósent betri nýtingu í samanburði við stöðuna eins og hún var fyrir 20 árum, samkvæmt athugun sjávarklasans. Betri kælitækni hefur einnig skilað sér í betri meðferð fisksins, sem síðan skilar meiri peningum í kassann. Mikil gerjunMarkaðurinn kannaði gróflega sjálfur, með aðstoð sjávarklasans, hvernig landið liggur þegar kemur að nýsköpun í sjávarútvegnum. Lýsi er líklega einna þekktast af þeim fyrirtækjum sem eru að vinna heilsubótarvörur úr lifraolíu, sem unnin er úr lifur. Miðað við 6 kílóa þorsk þá gefur hann um 300 grömm af lifur. Markaðsvirði lýsis og mjöls úr 6 kílóa þorski er um 70 krónur en með fullvinnslu gæti brúttóverðmæti vörunnar allt að tvöfaldast og lifur því gefið 140 krónur. Á markað eru nú þegar komnar lyfseðilsskyldar vörur þar sem mun meira fæst fyrir vöruna heldur en lýsið. Þá er lifur einnig unnin í niðursuðuvörur ýmiss konar og má þar nefna fyrirtæki eins og Akraborg og NC93 í Grindavík. Töluverð tækifæri gætu því legið í því rannsaka möguleikana sem liggja í þessari framleiðslu betur og mætti hæglega auka nýtingu á lifur, svo dæmi sé tekið. Roðið gefur af sérÁ undanförnum árum hefur vinnsla úr fiskroði vaxið nokkuð hröðum skrefum. Athugun sjávarklasans hefur leitt það í ljós að um 50 störf eru nú við fiskroðsvinnslu hér á landi, þar af eru mörg störfin sem krefjast sérfræðimenntunar. Dæmi um þetta er fyrirtækið Kerecis á Ísafirði sem framleiðir lækningavörur, plástra, úr roði. Úr 6 kílóa þorski getur Kerecis framleitt um 8 einingar af heilsuvörum sem má ætla að séu að brúttóverðmæti til útflutnings um 6 til 8 þúsund krónur. Erlendir samkeppnisaðilar Kerecis eru að selja plástra sem eru 3x7 sentimetrar á allt að 20 þúsund krónur. Þá hefur Sjávarleður á Sauðárkróki einnig náð töluverðum árangri þegar kemur að því nýta fiskroðið í tískuvörur ýmiss konar en útflutningsverðmæti roðs af einum þorski er um 700 til 800 krónur. Hátt verðÞó þessar vörur sem hér eru upptaldar séu aðeins dæmi um fjölbreytta nýtingu þorsks þá bendir margt til þess að í betri nýtingu felist mikil viðskiptatækifæri. Þannig fást um 1.800 krónur á markaði fyrir 6 kílóa þorsk, sem er allt að tvö til þrjú hundruð krónum meira en sjávarútvegsfyrirtæki í nágrannalöndum okkar fá, samkvæmt athugun sjávarklasans. Með fullvinnslu, og skipulögðum verkferlum í vinnslunni í þá veru, þá er raunhæft að fá allt að 3.000 krónur fyrir 6 kílóa þorsk, sem þýðir um 30 milljarða í auknu verðmæti á ársgrundvelli.
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira