Komdu út að leika Kolbrún Baldursdóttir skrifar 26. maí 2012 06:00 Við fögnum Degi barnsins í fimmta sinn á morgun en samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í október árið 2007 er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Yfirskrift dagsins í ár er „Gleði og samvera“. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að átaksverkefninu „Hreyfing og líkamlegt heilbrigði“ sem ætlað er að efla vitund um mikilvægi heilbrigðs lífs fyrir börn; hvort heldur er út frá líkamlegu og andlegu heilbrigði sem og í forvarnarlegu tilliti. Verkefnið byggir á ákvæðum barnasáttmála um rétt barna til heilsuverndar og banni við mismunun, einnig á ákvæðum sáttmálans um ábyrgð foreldra og aðildarríkja. Umræðan um líkamlegt heilbrigði barna þarf á ölllum tímum að vera lifandi og frjó. Við þurfum að hafa vakandi auga með þróuninni hér á landi, hvað varðar næringu og þyngd barna á Íslandi. Það eru ekki einungis heilsufarslegar afleiðingar fyrir börnin sem um ræðir heldur einnig sjálfsmynd þeirra sem er í mótun. Foreldrar eru í lykilhlutverki í þessu sem og öðru er varðar börn þeirra. Þeir eru ekki eingöngu helstu fyrirmyndir þeirra, heldur bera þeir ábyrgð á innkaupum og mataræði fjölskyldunnar. Barn sem horfir á foreldra sína lifa heilbrigðu lífi, huga að hollu mataræði og stunda reglulega hreyfingu er líklegt til að vilja feta í sömu fótspor. Öll börn, óháð efnahag foreldra, eiga rétt á að stunda hreyfingu við hæfi, íþrótta- og frístundastarf. Flestir eru sammála um að leikir, íþróttir og almenn hreyfing hafa forvarnagildi. Margar rannsóknir hafa t.a.m. sýnt að börn sem stunda íþróttir eru í minni hættu á að leiðast út í vandamál tengd unglingsárunum. Það er á ábyrgð okkar að skapa þeim viðeigandi vettvang til íþrótta- og tómstundaiðkana þar sem þau geta komið saman, leikið sér og fengið hreyfingu við hæfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Við fögnum Degi barnsins í fimmta sinn á morgun en samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í október árið 2007 er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Yfirskrift dagsins í ár er „Gleði og samvera“. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að átaksverkefninu „Hreyfing og líkamlegt heilbrigði“ sem ætlað er að efla vitund um mikilvægi heilbrigðs lífs fyrir börn; hvort heldur er út frá líkamlegu og andlegu heilbrigði sem og í forvarnarlegu tilliti. Verkefnið byggir á ákvæðum barnasáttmála um rétt barna til heilsuverndar og banni við mismunun, einnig á ákvæðum sáttmálans um ábyrgð foreldra og aðildarríkja. Umræðan um líkamlegt heilbrigði barna þarf á ölllum tímum að vera lifandi og frjó. Við þurfum að hafa vakandi auga með þróuninni hér á landi, hvað varðar næringu og þyngd barna á Íslandi. Það eru ekki einungis heilsufarslegar afleiðingar fyrir börnin sem um ræðir heldur einnig sjálfsmynd þeirra sem er í mótun. Foreldrar eru í lykilhlutverki í þessu sem og öðru er varðar börn þeirra. Þeir eru ekki eingöngu helstu fyrirmyndir þeirra, heldur bera þeir ábyrgð á innkaupum og mataræði fjölskyldunnar. Barn sem horfir á foreldra sína lifa heilbrigðu lífi, huga að hollu mataræði og stunda reglulega hreyfingu er líklegt til að vilja feta í sömu fótspor. Öll börn, óháð efnahag foreldra, eiga rétt á að stunda hreyfingu við hæfi, íþrótta- og frístundastarf. Flestir eru sammála um að leikir, íþróttir og almenn hreyfing hafa forvarnagildi. Margar rannsóknir hafa t.a.m. sýnt að börn sem stunda íþróttir eru í minni hættu á að leiðast út í vandamál tengd unglingsárunum. Það er á ábyrgð okkar að skapa þeim viðeigandi vettvang til íþrótta- og tómstundaiðkana þar sem þau geta komið saman, leikið sér og fengið hreyfingu við hæfi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun