Af leðjuslag: "Skrautdúkkan“ Gunnlaugur Sigurðsson skrifar 30. maí 2012 11:00 Einn frambjóðenda til forsetakjörs hefur sætt ásökunum um „kynjuð ummæli" sín. Hann hafði látið þá skoðun sína í ljós að ekki dygði að hafa í forsetaembætti „skrautdúkku". „Puntudúkka" væri að vísu mun þjálla í munni og bókmenntalegra en frambjóðandinn er ekki að eltast við slíkt í greiningu sinni á þeim mannkostum sem síst duga í forsetaembætti. Greining hans er vísindaleg og byggð á mikilli reynslu. Annars vegar tekur hún til iðju forsetans í embætti. Þar fáum við að vita að ekki dugi forseta að lesa bækur. Hins vegar til persónuleika forsetans. Þar hefur frambjóðandinn fundið út að sé mesta óráð að hafa „skrautdúkku" í forsetastóli. Nú eru þetta ákaflega málefnaleg sjónarmið, svona út af fyrir sig. Þau eru það reyndar svo rækilega út af fyrir sig að þau koma málefninu ekki við. Enginn hefur haldið því fram að helsti starfi forsetans skuli vera bóklestur þótt einhverjir hafi kannski ekki vitað að forseti ætti helst ekki að vera læs. Þaðan af síður hefur því verið hreyft að forsetinn skuli vera „skrautdúkka". Enginn frambjóðendanna hefur gert það að stefnumáli sínu, þótt ótrúlegt sé, að vera „skrautdúkka". Þess vegna byrjuðu einhverjir að skima eftir því hvað frambjóðandinn gæti hafa átt við með þessum orðum. Tilvísunin í bóklestur er talin svo torræð að enginn hefur reynt að ráða þá launsögn en stjórnmálafræðingur tók sig til og reyndi að fá einhverja glætu í varnaðarorð frambjóðandans um „skrautdúkkuna". Niðurstaða stjórnmálafræðingsins er sú, að með „skrautdúkku" sé frambjóðandinn að vísa til tiltekins annars frambjóðanda, konu, og lýsa með þessu vel valda hugtaki skoðun sinni á persónu hennar. Stjórnmálafræðingurinn hefur gert að aðalatriði þessa máls að í orðum frambjóðandans felist „kynjuð" afstaða til persónu hins frambjóðandans. Lætur sem sagt ekki nægja að upplýsa það sem augljóst er að með orðum sínum lýsir frambjóðandinn einfaldlega fyrirlitningu sinni á persónu mótframbjóðanda síns heldur sé sú fyrirlitning „kynjuð". Það þýðir að frambjóðandinn hafi með „skrautdúkkunni" dregið upp afskræmda mynd af persónu keppinautar síns sem rímaði sérstaklega við kyn hennar. „Skrautdúkka" sé afskræming í orðum á persónu manneskju og sú afskræming sé sérstaklega bundin við konur. Ekki er auðvelt að hafna þessari niðurstöðu því varla félli það að málvitund okkar að karlmaður sé kallaður „skautdúkka" í embætti. Ekki bara vegna kyns þessa orðs, „skrautdúkka", heldur vegna þess að upptök sjálfrar samlíkingarinnar er að finna í þeim landlæga óhróðri um konur að þær gegni því hlutverki best í framvindu mannkynssögunnar að vera til skrauts. Frambjóðandinn bregst við þessari niðurstöðu stjórnmálafræðingsins eftir eðli sínu, hefði hann líklega sjálfur sagt við annað tækifæri. Hann er staðinn að niðrandi dylgjum um persónu keppinautar síns. Hann segir ekki beinum orðum við hvern hann á né hvað hann meinar nákvæmlega, lesandans er að geta sér til um það. Þetta er listin að dylgja eins og hún gerist best af langri æfingu í leðjuslag stjórnmála og valdabrölts. En í stað þess að gangast við athæfi sínu ber frambjóðandinn stjórnmálafræðinginn sökum um að vera sjálf að „dylgja" um það sem hún þó fullyrti berum orðum. Eftirleikurinn kemur svo af sjálfu sér hjá vönum manni. Skinhelgi, heitir það. Að vísu nýlega aflögð aðferðafræði hjá biskupsembættinu en gæti dugað eitthvað enn í forsetaembættinu, ef svo fer fram sem horfir. Skýrt orðaðar ásakanir séu „dylgjur", því varla er hægt að hugsa sér að hans heilagleiki sé borinn sökum beinum orðum. Eftir fylgir svo löng lofræða um eigin verðleika sem gera höfund hennar hafinn yfir minnsta grun um „kynjuð" sjónarmið, hvað þá annað. Hann hafi þvert á móti sýnt keppinaut sínum „virðingu með því að ræða á málefnalegum grundvelli þau sjónarmið sem hún hefur sett fram um forsetaembættið". Maður er auðvitað snortinn af slíkri göfgi, að frambjóðandinn skuli náðarsamlegast ræða á málefnalegum grundvelli þau sjónarmið sem „skrautdúkka" hefur sett fram um forsetaembættið. En göfugt hugarfar frambjóðandans á sér eðlilegar skýringar í „viðhorfum" hans og „sjónarmiðum" sem hann segir hóp nafngreindra „sjálfstæðra og sterkra kvenna" hafa átt stærstan þátt í að móta. Það er sannarlega þakkarvert að slíkar konur hafi forðað frambjóðandanum frá yfirvofandi ranghugmyndum um konur. Nú er bara að vona að hann standist þá freistingu að hafa þær í þakklætisskyni til skrauts í kosningabaráttunni. Í algeru framhjáhlaupi tekst svo frambjóðandanum að upplýsa okkur um það hver stjórnmálafræðingurinn sé sem hafi vogað sér að „dylgja" um hann. Nafngreinir hana, en minnist hvorki á starf hennar né háskólagráðu: „Rósa Guðrún Erlingsdóttir, ræðumaður á fundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar". Hvernig væri: „Ólafur Ragnar Grímsson, farþegi í einkaþotu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar"? Var einhver að tala um eðli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Einn frambjóðenda til forsetakjörs hefur sætt ásökunum um „kynjuð ummæli" sín. Hann hafði látið þá skoðun sína í ljós að ekki dygði að hafa í forsetaembætti „skrautdúkku". „Puntudúkka" væri að vísu mun þjálla í munni og bókmenntalegra en frambjóðandinn er ekki að eltast við slíkt í greiningu sinni á þeim mannkostum sem síst duga í forsetaembætti. Greining hans er vísindaleg og byggð á mikilli reynslu. Annars vegar tekur hún til iðju forsetans í embætti. Þar fáum við að vita að ekki dugi forseta að lesa bækur. Hins vegar til persónuleika forsetans. Þar hefur frambjóðandinn fundið út að sé mesta óráð að hafa „skrautdúkku" í forsetastóli. Nú eru þetta ákaflega málefnaleg sjónarmið, svona út af fyrir sig. Þau eru það reyndar svo rækilega út af fyrir sig að þau koma málefninu ekki við. Enginn hefur haldið því fram að helsti starfi forsetans skuli vera bóklestur þótt einhverjir hafi kannski ekki vitað að forseti ætti helst ekki að vera læs. Þaðan af síður hefur því verið hreyft að forsetinn skuli vera „skrautdúkka". Enginn frambjóðendanna hefur gert það að stefnumáli sínu, þótt ótrúlegt sé, að vera „skrautdúkka". Þess vegna byrjuðu einhverjir að skima eftir því hvað frambjóðandinn gæti hafa átt við með þessum orðum. Tilvísunin í bóklestur er talin svo torræð að enginn hefur reynt að ráða þá launsögn en stjórnmálafræðingur tók sig til og reyndi að fá einhverja glætu í varnaðarorð frambjóðandans um „skrautdúkkuna". Niðurstaða stjórnmálafræðingsins er sú, að með „skrautdúkku" sé frambjóðandinn að vísa til tiltekins annars frambjóðanda, konu, og lýsa með þessu vel valda hugtaki skoðun sinni á persónu hennar. Stjórnmálafræðingurinn hefur gert að aðalatriði þessa máls að í orðum frambjóðandans felist „kynjuð" afstaða til persónu hins frambjóðandans. Lætur sem sagt ekki nægja að upplýsa það sem augljóst er að með orðum sínum lýsir frambjóðandinn einfaldlega fyrirlitningu sinni á persónu mótframbjóðanda síns heldur sé sú fyrirlitning „kynjuð". Það þýðir að frambjóðandinn hafi með „skrautdúkkunni" dregið upp afskræmda mynd af persónu keppinautar síns sem rímaði sérstaklega við kyn hennar. „Skrautdúkka" sé afskræming í orðum á persónu manneskju og sú afskræming sé sérstaklega bundin við konur. Ekki er auðvelt að hafna þessari niðurstöðu því varla félli það að málvitund okkar að karlmaður sé kallaður „skautdúkka" í embætti. Ekki bara vegna kyns þessa orðs, „skrautdúkka", heldur vegna þess að upptök sjálfrar samlíkingarinnar er að finna í þeim landlæga óhróðri um konur að þær gegni því hlutverki best í framvindu mannkynssögunnar að vera til skrauts. Frambjóðandinn bregst við þessari niðurstöðu stjórnmálafræðingsins eftir eðli sínu, hefði hann líklega sjálfur sagt við annað tækifæri. Hann er staðinn að niðrandi dylgjum um persónu keppinautar síns. Hann segir ekki beinum orðum við hvern hann á né hvað hann meinar nákvæmlega, lesandans er að geta sér til um það. Þetta er listin að dylgja eins og hún gerist best af langri æfingu í leðjuslag stjórnmála og valdabrölts. En í stað þess að gangast við athæfi sínu ber frambjóðandinn stjórnmálafræðinginn sökum um að vera sjálf að „dylgja" um það sem hún þó fullyrti berum orðum. Eftirleikurinn kemur svo af sjálfu sér hjá vönum manni. Skinhelgi, heitir það. Að vísu nýlega aflögð aðferðafræði hjá biskupsembættinu en gæti dugað eitthvað enn í forsetaembættinu, ef svo fer fram sem horfir. Skýrt orðaðar ásakanir séu „dylgjur", því varla er hægt að hugsa sér að hans heilagleiki sé borinn sökum beinum orðum. Eftir fylgir svo löng lofræða um eigin verðleika sem gera höfund hennar hafinn yfir minnsta grun um „kynjuð" sjónarmið, hvað þá annað. Hann hafi þvert á móti sýnt keppinaut sínum „virðingu með því að ræða á málefnalegum grundvelli þau sjónarmið sem hún hefur sett fram um forsetaembættið". Maður er auðvitað snortinn af slíkri göfgi, að frambjóðandinn skuli náðarsamlegast ræða á málefnalegum grundvelli þau sjónarmið sem „skrautdúkka" hefur sett fram um forsetaembættið. En göfugt hugarfar frambjóðandans á sér eðlilegar skýringar í „viðhorfum" hans og „sjónarmiðum" sem hann segir hóp nafngreindra „sjálfstæðra og sterkra kvenna" hafa átt stærstan þátt í að móta. Það er sannarlega þakkarvert að slíkar konur hafi forðað frambjóðandanum frá yfirvofandi ranghugmyndum um konur. Nú er bara að vona að hann standist þá freistingu að hafa þær í þakklætisskyni til skrauts í kosningabaráttunni. Í algeru framhjáhlaupi tekst svo frambjóðandanum að upplýsa okkur um það hver stjórnmálafræðingurinn sé sem hafi vogað sér að „dylgja" um hann. Nafngreinir hana, en minnist hvorki á starf hennar né háskólagráðu: „Rósa Guðrún Erlingsdóttir, ræðumaður á fundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar". Hvernig væri: „Ólafur Ragnar Grímsson, farþegi í einkaþotu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar"? Var einhver að tala um eðli?
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun