Búið að borga um helming af Icesave 1. júní 2012 06:15 Eignir þrotabús Landsbankans jukust um 77 milljarða króna að raunvirði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Helsta ástæða þess var salan á Iceland Foods.fréttablaðið/valli Þrotabú Landsbankans á 122 milljarða króna umfram forgangskröfur, sem nema 1.323 milljörðum króna. Þetta kom fram á kröfuhafafundi sem haldinn var í gærmorgun. Þar kynnti slitastjórn bankans kröfuhöfum stöðu eignasafns hans í lok fyrsta ársfjórðungs 2012. Matið miðast við gengi íslensku krónunnar 22. apríl 2009. Í kynningunni kom einnig fram að raunaukning á virði eigna búsins hafi verið tæpir 77 milljarðar króna frá lokum árs 2011. Sé veiking krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum heims tekin með í reikninginn nemur aukningin á þessu þriggja mánaða tímabili 117 milljörðum króna. Virðisaukning eigna þrotabús Landsbankans er að langmestu leyti tilkomin vegna sölunnar á Iceland Foods sem fór fram í febrúar síðastliðnum. Þá seldi Landsbankinn 67,5 prósenta hlut sinn til Malcolms Walker og hóps meðfjárfesta á um 1.050 milljónir punda, um 212 milljarða króna á gengi dagsins í dag. Landsbankinn lánaði kaupendunum um 50 milljarða króna af kaupverðinu. Fram að sölunni hafði Landsbankinn bókfært hlutinn um 33 prósent undir því verði sem fékkst á endanum fyrir hann. Eftir söluna jukust endurheimtur bankans því um 70 milljarða króna. Auk þess var tilkynnt að slita-stjórn hefði í lok maí greitt út hlutagreiðslu til forgangskröfuhafa í annað sinn. Í þetta sinnið voru um 162 milljarðar króna greiddir út. Áður hafði þrotabúið greitt út 432 milljarða króna í byrjun desember síðastliðins og því hefur slitastjórnin samtals greitt út jafnvirði rúmlega 594 milljarða króna. Það eru um 43 prósent af öllum forgangskröfum í búið. Langstærstur hluti greiðslnanna rennur til tryggingasjóða innstæðueigenda í Hollandi og Bretlandi vegna Icesave-málsins. Samþykktar forgangskröfur í bú bankans nema 1.323 milljörðum króna. Kröfur tryggingasjóða innstæðueigenda í Hollandi og Bretlandi nema um 86 prósentum af öllum forgangskröfum. Af þeirri upphæð er Tryggingasjóður innstæðueigenda á Íslandi í ábyrgð fyrir 674 milljörðum, eða um helmingi allra samþykktra forgangskrafna vegna tryggingar á lágmarksinnstæðum upp að 20.887 evrum. thordur@frettabladid.is Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þrotabú Landsbankans á 122 milljarða króna umfram forgangskröfur, sem nema 1.323 milljörðum króna. Þetta kom fram á kröfuhafafundi sem haldinn var í gærmorgun. Þar kynnti slitastjórn bankans kröfuhöfum stöðu eignasafns hans í lok fyrsta ársfjórðungs 2012. Matið miðast við gengi íslensku krónunnar 22. apríl 2009. Í kynningunni kom einnig fram að raunaukning á virði eigna búsins hafi verið tæpir 77 milljarðar króna frá lokum árs 2011. Sé veiking krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum heims tekin með í reikninginn nemur aukningin á þessu þriggja mánaða tímabili 117 milljörðum króna. Virðisaukning eigna þrotabús Landsbankans er að langmestu leyti tilkomin vegna sölunnar á Iceland Foods sem fór fram í febrúar síðastliðnum. Þá seldi Landsbankinn 67,5 prósenta hlut sinn til Malcolms Walker og hóps meðfjárfesta á um 1.050 milljónir punda, um 212 milljarða króna á gengi dagsins í dag. Landsbankinn lánaði kaupendunum um 50 milljarða króna af kaupverðinu. Fram að sölunni hafði Landsbankinn bókfært hlutinn um 33 prósent undir því verði sem fékkst á endanum fyrir hann. Eftir söluna jukust endurheimtur bankans því um 70 milljarða króna. Auk þess var tilkynnt að slita-stjórn hefði í lok maí greitt út hlutagreiðslu til forgangskröfuhafa í annað sinn. Í þetta sinnið voru um 162 milljarðar króna greiddir út. Áður hafði þrotabúið greitt út 432 milljarða króna í byrjun desember síðastliðins og því hefur slitastjórnin samtals greitt út jafnvirði rúmlega 594 milljarða króna. Það eru um 43 prósent af öllum forgangskröfum í búið. Langstærstur hluti greiðslnanna rennur til tryggingasjóða innstæðueigenda í Hollandi og Bretlandi vegna Icesave-málsins. Samþykktar forgangskröfur í bú bankans nema 1.323 milljörðum króna. Kröfur tryggingasjóða innstæðueigenda í Hollandi og Bretlandi nema um 86 prósentum af öllum forgangskröfum. Af þeirri upphæð er Tryggingasjóður innstæðueigenda á Íslandi í ábyrgð fyrir 674 milljörðum, eða um helmingi allra samþykktra forgangskrafna vegna tryggingar á lágmarksinnstæðum upp að 20.887 evrum. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira