Spyrjum að leikslokum Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 4. júní 2012 09:15 Það er vandlifað í Reykjavík um þessar mundir. Eftir efnahagshrunið hefur verið ládeyða í byggingariðnaði enda lítið um nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu síðustu misserin. Það þarf vart að fjölyrða um áhrifin sem lamaður byggingaiðnaður hefur á efnahag þjóðarinnar og ein af þeim leiðum sem stjórnvöld hafa gripið til að styrkja hann hefur verið að stórefla ferðamannaiðnað. Sú leið virðist hafa borið árangur og samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur gistinóttum í Reykjavík fjölgað ár frá ári og yfir háannatímann er skortur á gistiplássum í borginni. Miðborg Reykjavíkur er eitt helsta aðdráttarafl höfuðborgarsvæðisins og því er mikilvægt að skipulag í miðbænum sé til fyrirmyndar. Sú er því miður ekki raunin á Ingólfstorgi. Skipulag torgsins og nærliggjandi svæða er vægast sagt umdeilt og ekki af ástæðulausu. Ber þar einna helst að nefna svæðið sunnan við torgið þar sem ægilegir brunagaflar Miðbæjarmarkaðarins og Landsímahússins tryggja að athygli vegfaranda beinist alveg örugglega ekki að því sem fallegt gæti talist í nærliggjandi umhverfi. Tónleikasalurinn aftan við Thorvaldsenstræti 2, Nasa, verður einnig seint talinn augnayndi og hvað þá hið hlandbrunna þröngstræti sem liggur meðfram salnum í átt að Austurvelli. Í ljósi þeirra ástæðna sem nú hafa verið nefndar ætti það því að vera fagnaðarefni að eigandi meirihluta húsanna sunnan Ingólfstorgs ætli að hefja framkvæmdir á svæðinu, m.a. með byggingu hótels. Með því slær hann í raun þrjár flugur í einu höggi og leggur þannig lóð sitt á vogarskálarnar til að leysa áðurnefnd vandamál; byggingariðnaðurinn fær innspýtingu, Reykjavík getur tekið á móti fleiri ferðamönnum og Ingólfstorg fær langþráða og nauðsynlega upplyftingu. Hugmyndir um hótelrekstur á þessum reit eru ekki nýjar af nálinni. Í janúar 2008 voru lagðar fram tillögur að breytingum á deiliskipulagi á reitnum sem þá mættu hörðum andmælum, ekki síst fyrir þær sakir að til stóð að salurinn aftan við Nasa yrði rifinn, unnendum tónlistar til mikils og skiljanlegs ama. Fyrirhugað byggingamagn á svæðinu var einnig nefnt sem áhyggjuefni, ekki síst vegna skuggavarps og annarra sjónrænna þátta. Borgaryfirvöld höfðu lítið að segja í málinu enda fyrirhuguð hótelbygging í samræmi við gildandi deiliskipulag og húsin og lóðir sem þau standa á í einkaeigu. Eftir mótmælin árið 2008 átti hins vegar sá fáheyrði atburður sér stað að eigandi húsanna féllst á að stofnað yrði til alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um framtíð svæðisins sem hann hefur kostað að hluta til sjálfur. Þátttaka var góð en 68 tillögur bárust í keppnina og hafa fimm tillögur verið valdar til áframhaldandi þátttöku. Upp á síðkastið hafa á ný heyrst gagnrýnisraddir vegna fyrirhugaðra framkvæmda en nú um mánaðamótin verður rekstri skemmtistaðarins Nasa hætt. Sú gagnrýni er sem fyrr afar skiljanleg enda Nasa frábær tónleikasalur og einstakur í Reykjavík af ýmsum ástæðum. Fyrirhugað hótel hefur verið nefnt öllum illum nöfnum og talað er um framkvæmdina sem stórslys í menningar- og umhverfislegu samhengi. Til að sporna gegn hugsanlegu niðurrifi á svæðinu hefur verið lagt til að borgin festi kaup á húsnæðinu sem nú hýsir Nasa og sjái um rekstur staðarins í kjölfarið. Húsnæðið er hins vegar ekki til sölu og þó að svo væri þá er erfitt að sjá hvernig borgaryfirvöld gætu réttlætt kaup og rekstur á skemmtistað á krepputímum. Enn síður gæti það talist skynsamlegt að skapa borginni himinháa skaðabótaskyldu með því að standa í vegi fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum á svæðinu. Þegar öllu er á botninn hvolft er sá faglegi farvegur sem þetta skipulagsmál er í um þessar mundir allra besti kosturinn í stöðunni. Gildandi deiliskipulag og eignarhald á svæðinu setur borginni þröngar skorður í málinu. Þess utan er ávallt sá möguleiki í stöðunni að hafna vinningstillögu hugmyndasamkeppninnar ef hún reynist algjörlega óásættanleg. Ég hef hins vegar trú á því að á meðal þeirra 68 tillagna sem bárust í keppnina leynist í það minnsta ein sem leysir þann vanda sem að svæðinu steðjar. Þar til annað kemur í ljós tel ég að dómnefndinni sé fyllilega treystandi til að velja tillögu sem fellur vel að nærliggjandi umhverfi, leysir aðkomuvanda hópferðabíla og annarrar umferðar og sýnir Ingólfstorgi þann sóma sem það á skilið í hjarta borgarinnar. Vonandi mun tillagan þar að auki gera ráð fyrir að notkun hússins verði blanda af hótelrekstri, íbúðum, verslun og þjónustu. Þar til lokaniðurstaða hugmyndasamkeppninnar liggur fyrir er óþarfa bölmóður að rakka fyrirhugaða framkvæmd niður og ákveða fyrir fram að allt sé ómögulegt. Fögnum því frekar að skipulagsmál á svæðinu séu loks í faglegum farvegi sem vonandi skapar fjölda fólks atvinnu við að bæta ásýnd miðbæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það er vandlifað í Reykjavík um þessar mundir. Eftir efnahagshrunið hefur verið ládeyða í byggingariðnaði enda lítið um nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu síðustu misserin. Það þarf vart að fjölyrða um áhrifin sem lamaður byggingaiðnaður hefur á efnahag þjóðarinnar og ein af þeim leiðum sem stjórnvöld hafa gripið til að styrkja hann hefur verið að stórefla ferðamannaiðnað. Sú leið virðist hafa borið árangur og samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur gistinóttum í Reykjavík fjölgað ár frá ári og yfir háannatímann er skortur á gistiplássum í borginni. Miðborg Reykjavíkur er eitt helsta aðdráttarafl höfuðborgarsvæðisins og því er mikilvægt að skipulag í miðbænum sé til fyrirmyndar. Sú er því miður ekki raunin á Ingólfstorgi. Skipulag torgsins og nærliggjandi svæða er vægast sagt umdeilt og ekki af ástæðulausu. Ber þar einna helst að nefna svæðið sunnan við torgið þar sem ægilegir brunagaflar Miðbæjarmarkaðarins og Landsímahússins tryggja að athygli vegfaranda beinist alveg örugglega ekki að því sem fallegt gæti talist í nærliggjandi umhverfi. Tónleikasalurinn aftan við Thorvaldsenstræti 2, Nasa, verður einnig seint talinn augnayndi og hvað þá hið hlandbrunna þröngstræti sem liggur meðfram salnum í átt að Austurvelli. Í ljósi þeirra ástæðna sem nú hafa verið nefndar ætti það því að vera fagnaðarefni að eigandi meirihluta húsanna sunnan Ingólfstorgs ætli að hefja framkvæmdir á svæðinu, m.a. með byggingu hótels. Með því slær hann í raun þrjár flugur í einu höggi og leggur þannig lóð sitt á vogarskálarnar til að leysa áðurnefnd vandamál; byggingariðnaðurinn fær innspýtingu, Reykjavík getur tekið á móti fleiri ferðamönnum og Ingólfstorg fær langþráða og nauðsynlega upplyftingu. Hugmyndir um hótelrekstur á þessum reit eru ekki nýjar af nálinni. Í janúar 2008 voru lagðar fram tillögur að breytingum á deiliskipulagi á reitnum sem þá mættu hörðum andmælum, ekki síst fyrir þær sakir að til stóð að salurinn aftan við Nasa yrði rifinn, unnendum tónlistar til mikils og skiljanlegs ama. Fyrirhugað byggingamagn á svæðinu var einnig nefnt sem áhyggjuefni, ekki síst vegna skuggavarps og annarra sjónrænna þátta. Borgaryfirvöld höfðu lítið að segja í málinu enda fyrirhuguð hótelbygging í samræmi við gildandi deiliskipulag og húsin og lóðir sem þau standa á í einkaeigu. Eftir mótmælin árið 2008 átti hins vegar sá fáheyrði atburður sér stað að eigandi húsanna féllst á að stofnað yrði til alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um framtíð svæðisins sem hann hefur kostað að hluta til sjálfur. Þátttaka var góð en 68 tillögur bárust í keppnina og hafa fimm tillögur verið valdar til áframhaldandi þátttöku. Upp á síðkastið hafa á ný heyrst gagnrýnisraddir vegna fyrirhugaðra framkvæmda en nú um mánaðamótin verður rekstri skemmtistaðarins Nasa hætt. Sú gagnrýni er sem fyrr afar skiljanleg enda Nasa frábær tónleikasalur og einstakur í Reykjavík af ýmsum ástæðum. Fyrirhugað hótel hefur verið nefnt öllum illum nöfnum og talað er um framkvæmdina sem stórslys í menningar- og umhverfislegu samhengi. Til að sporna gegn hugsanlegu niðurrifi á svæðinu hefur verið lagt til að borgin festi kaup á húsnæðinu sem nú hýsir Nasa og sjái um rekstur staðarins í kjölfarið. Húsnæðið er hins vegar ekki til sölu og þó að svo væri þá er erfitt að sjá hvernig borgaryfirvöld gætu réttlætt kaup og rekstur á skemmtistað á krepputímum. Enn síður gæti það talist skynsamlegt að skapa borginni himinháa skaðabótaskyldu með því að standa í vegi fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum á svæðinu. Þegar öllu er á botninn hvolft er sá faglegi farvegur sem þetta skipulagsmál er í um þessar mundir allra besti kosturinn í stöðunni. Gildandi deiliskipulag og eignarhald á svæðinu setur borginni þröngar skorður í málinu. Þess utan er ávallt sá möguleiki í stöðunni að hafna vinningstillögu hugmyndasamkeppninnar ef hún reynist algjörlega óásættanleg. Ég hef hins vegar trú á því að á meðal þeirra 68 tillagna sem bárust í keppnina leynist í það minnsta ein sem leysir þann vanda sem að svæðinu steðjar. Þar til annað kemur í ljós tel ég að dómnefndinni sé fyllilega treystandi til að velja tillögu sem fellur vel að nærliggjandi umhverfi, leysir aðkomuvanda hópferðabíla og annarrar umferðar og sýnir Ingólfstorgi þann sóma sem það á skilið í hjarta borgarinnar. Vonandi mun tillagan þar að auki gera ráð fyrir að notkun hússins verði blanda af hótelrekstri, íbúðum, verslun og þjónustu. Þar til lokaniðurstaða hugmyndasamkeppninnar liggur fyrir er óþarfa bölmóður að rakka fyrirhugaða framkvæmd niður og ákveða fyrir fram að allt sé ómögulegt. Fögnum því frekar að skipulagsmál á svæðinu séu loks í faglegum farvegi sem vonandi skapar fjölda fólks atvinnu við að bæta ásýnd miðbæjarins.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar