Satt og ósatt um þingrof Guðni Th. Jóhannesson skrifar 5. júní 2012 06:00 Í umræðum um völd forseta hlýtur rétturinn til að rjúfa þing að koma við sögu enda segir í 24. grein stjórnarskrárinnar að hann geti gert það. Hér er vandinn hins vegar sá að í stjórnarskránni segir líka að forsetinn sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum, láti ráðherra framkvæma vald sitt og undirskrift hans undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi þegar ráðherra hafi einnig undirritað þau. Við gerð stjórnarskrárinnar var þó sérstaklega tekið fram að valdi til synjunar laga beitti forseti án þess að atbeina ráðherra þyrfti. En hvað segja venjur og hefðir um þingrofsvaldið? Aldrei í sögu lýðveldisins hefur þing verið rofið að frumkvæði forseta. Enginn fyrri forseta hélt því fram að slíkur réttur væri í sínum höndum og fyrir nokkrum árum var sá sem nú situr sama sinnis: Í janúar 2009, þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde hrökklaðist frá völdum, viðurkenndi Ólafur Ragnar Grímsson að forseti hefði ekki sjálfstæðan þingrofsrétt. Fróðlegt væri að vita fyrir víst hvort hann hefur núna skipt um skoðun, og þá hvers vegna. Hitt er svo annað mál hvernig forseta beri að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof. Síðustu daga og vikur hefur Ólafur Ragnar hiklaust haldið því fram að þá hafi forseti frjálsar hendur. Bendir hann gjarnan á að árið 1950 synjaði Sveinn Björnsson ósk Ólafs Thors forsætisráðherra um þingrof og þar við sat. Ólafur Ragnar gleymir hins vegar að nefna, viljandi eða óviljandi, að stjórn nafna hans var minnihlutastjórn sem hafði í ofanálag beðist lausnar. Þar að auki var beiðni forsætisráðherrans óformleg og borin fram í samræðum þeirra Sveins um alla mögulega kosti í stjórnarkreppu. Reyndar er ólíklegt að þingmönnum Sjálfstæðisflokks hefði líkað hugmyndin um þingrof að frumkvæði stjórnar sem hafði ekki meirihluta á þingi; þeir mundu vel andúðina sem reis þegar framsóknarmenn gripu til þess ráðs árið 1931. Skoðanaskiptin árið 1950 hafa því þröngt fordæmisgildi. Jafnframt var það nú svo að í janúar 2009 sagði Ólafur Ragnar Grímsson að óskaði forsætisráðherra, sem nyti stuðnings meirihluta Alþingis, eftir þingrofi bæri forseta samkvæmt stjórnskipun landsins að verða við því. Aftur væri fróðlegt að heyra hvort forseta þyki eitthvað hafa breyst síðan þá. Sömuleiðis ætti Ólafur Ragnar Grímsson að vita af löngum stjórnmálaferli sínum að þegar forystumenn stjórnmálaflokka hafa ákveðið að setjast í samsteypustjórn sammælast þeir gjarnan um að forsætisráðherrann beiti ekki þingrofsrétti sínum nema um það sé eining meðal stjórnarflokkanna. Þetta var til dæmis gert snemma árs 1980 þegar Gunnar Thoroddsen myndaði sína sögulegu ríkisstjórn. Engum datt þá í hug að einnig þyrfti að ganga úr skugga um hver afstaða forseta væri. Ólafur Ragnar, sem fylgdist vel með þróun mála, er sjálfur þar með talinn. Svipaða sögu má segja frá árinu 1990. Þá var Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kominn á fremsta hlunn með að rjúfa þing frekar en að hlíta því að bráðabirgðalög ríkisstjórnar hans yrðu felld á Alþingi eins og útlit var fyrir. Svo var komið að leiðtogar hinna ?stóru? flokkanna í stjórninni studdu Steingrím. Það voru alþýðuflokksmaðurinn Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. Engum þessara þriggja framámanna stjórnarinnar datt annað í hug en að forseta bæri að undirrita þingrofsbeiðnina. Var þó óvíst hvort hún nyti meirihluta á Alþingi. Enn væri fróðlegt að heyra frá forseta hvað hefur breyst síðan hann var í eldlínunni hinum megin. Við verðum helst að geta treyst orðum þjóðhöfðingjans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um völd forseta hlýtur rétturinn til að rjúfa þing að koma við sögu enda segir í 24. grein stjórnarskrárinnar að hann geti gert það. Hér er vandinn hins vegar sá að í stjórnarskránni segir líka að forsetinn sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum, láti ráðherra framkvæma vald sitt og undirskrift hans undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi þegar ráðherra hafi einnig undirritað þau. Við gerð stjórnarskrárinnar var þó sérstaklega tekið fram að valdi til synjunar laga beitti forseti án þess að atbeina ráðherra þyrfti. En hvað segja venjur og hefðir um þingrofsvaldið? Aldrei í sögu lýðveldisins hefur þing verið rofið að frumkvæði forseta. Enginn fyrri forseta hélt því fram að slíkur réttur væri í sínum höndum og fyrir nokkrum árum var sá sem nú situr sama sinnis: Í janúar 2009, þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde hrökklaðist frá völdum, viðurkenndi Ólafur Ragnar Grímsson að forseti hefði ekki sjálfstæðan þingrofsrétt. Fróðlegt væri að vita fyrir víst hvort hann hefur núna skipt um skoðun, og þá hvers vegna. Hitt er svo annað mál hvernig forseta beri að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof. Síðustu daga og vikur hefur Ólafur Ragnar hiklaust haldið því fram að þá hafi forseti frjálsar hendur. Bendir hann gjarnan á að árið 1950 synjaði Sveinn Björnsson ósk Ólafs Thors forsætisráðherra um þingrof og þar við sat. Ólafur Ragnar gleymir hins vegar að nefna, viljandi eða óviljandi, að stjórn nafna hans var minnihlutastjórn sem hafði í ofanálag beðist lausnar. Þar að auki var beiðni forsætisráðherrans óformleg og borin fram í samræðum þeirra Sveins um alla mögulega kosti í stjórnarkreppu. Reyndar er ólíklegt að þingmönnum Sjálfstæðisflokks hefði líkað hugmyndin um þingrof að frumkvæði stjórnar sem hafði ekki meirihluta á þingi; þeir mundu vel andúðina sem reis þegar framsóknarmenn gripu til þess ráðs árið 1931. Skoðanaskiptin árið 1950 hafa því þröngt fordæmisgildi. Jafnframt var það nú svo að í janúar 2009 sagði Ólafur Ragnar Grímsson að óskaði forsætisráðherra, sem nyti stuðnings meirihluta Alþingis, eftir þingrofi bæri forseta samkvæmt stjórnskipun landsins að verða við því. Aftur væri fróðlegt að heyra hvort forseta þyki eitthvað hafa breyst síðan þá. Sömuleiðis ætti Ólafur Ragnar Grímsson að vita af löngum stjórnmálaferli sínum að þegar forystumenn stjórnmálaflokka hafa ákveðið að setjast í samsteypustjórn sammælast þeir gjarnan um að forsætisráðherrann beiti ekki þingrofsrétti sínum nema um það sé eining meðal stjórnarflokkanna. Þetta var til dæmis gert snemma árs 1980 þegar Gunnar Thoroddsen myndaði sína sögulegu ríkisstjórn. Engum datt þá í hug að einnig þyrfti að ganga úr skugga um hver afstaða forseta væri. Ólafur Ragnar, sem fylgdist vel með þróun mála, er sjálfur þar með talinn. Svipaða sögu má segja frá árinu 1990. Þá var Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kominn á fremsta hlunn með að rjúfa þing frekar en að hlíta því að bráðabirgðalög ríkisstjórnar hans yrðu felld á Alþingi eins og útlit var fyrir. Svo var komið að leiðtogar hinna ?stóru? flokkanna í stjórninni studdu Steingrím. Það voru alþýðuflokksmaðurinn Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. Engum þessara þriggja framámanna stjórnarinnar datt annað í hug en að forseta bæri að undirrita þingrofsbeiðnina. Var þó óvíst hvort hún nyti meirihluta á Alþingi. Enn væri fróðlegt að heyra frá forseta hvað hefur breyst síðan hann var í eldlínunni hinum megin. Við verðum helst að geta treyst orðum þjóðhöfðingjans.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar