Stuðningsgrein: Ákaflega stoltur Íslendingur Margrét Dagmar Ericsdóttir skrifar 4. júní 2012 14:00 Ég hef átt þess kost að kynnast frá fyrstu hendi hluta af því ötula starfi sem núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Dorritt Moussaieff, inna af hendi í þágu Íslands. Það er okkar litla landi ómetanlegt að hafa slíkt fólk í forsvari. Ólafur Ragnar hefur á áratugalöngum ferli sínum byggt upp einstakt tengslanet um allan heim, bæði við aðra þjóðarleiðtoga og fjölmarga einstaklinga og stofnanir sem eru leiðandi á ýmsum sviðum. Hvað sem landsmönnum finnst um ákvarðanir um að vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæði, þá er ekki um það deilt að það vakti athygli á Íslandi og aðstæðum Íslendinga um allan heim og enginn forustumaður Íslands hefur haft slíka áheyrn á alþjóðavettvangi eins og Ólafur Ragnar. Eiginkona Ólafs, Dorrit Moussaieff, er einstakur dugnaðarforkur sem hvergi dregur af sér við að koma Íslandi og Íslendingum á framfæri á erlendri grund og það hefur í mörgum tilfellum reynst ómetanlegt. Við vorum svo lánsöm að fá Dorrit til liðs við okkur við gerð heimildarmyndarinnar Sólskinsdrengurinn. Dorrit var verndari myndarinnar og hefur verið ötull baráttumaður fyrir bættum hag einhverfra. Dorrit fékk Kate Winslet til að gefa sína vinnu og lesa enska þulartextann við myndina og í framhaldi af því stofnaði Kate Winslet góðgerðarsamtökin, The Golden Hat Foundation, til frekari stuðnings við einhverfa. Það er allt í lagi að geta þess að samtökin hafa nánast keypt alla sína aðkeyptu þjónustu frá Íslandi eins og heimasíðugerð og markaðsherferðir. Dorrit hefur verið einstaklega dugleg að hjálpa til með sinni einskæru og fallegu góðmennsku eins og hún er kunn fyrir. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins Íslandsvini eins og Dorrit Moussaieff. Hún elskar Ísland og það hefur verið gaman að kynnast einstaklingi sem ber jafn mikla virðingu fyrir Íslandi og sér jafn mikil tækifæri á Íslandi eins og hún gerir. Mér finnst það sérstakt og dásamlegt þar sem ég er Íslendingur og finnst Ísland bara vera Ísland, ekkert meira eða merkilegra en það. En ég hef kynnst landi mínu á annan og stórbrotnari veg eftir að ég kynntist þessari sterku hugsjónakonu og mikla Íslandsvini. Hún hefur kynnt mér landið á nýjan og töfrandi hátt og opnað augu mín fyrir því að taka því ekki sem sjálsögðum hlut. Hún hefur kennt mér að meta eigin þjóð og land að verðleikum og gert mig að ákaflega stoltum Íslendingi. Ég hef oft hugleitt að þar sem hún hefur kallað á viðhorfsbreytingu mína gagnvart eigin landi og þjóð, hvað hún og Ólafur Ragnar eru áhrifaríkir fulltrúar erlendis til gagns fyrir alla Íslendinga. Þess vegna kom mér ekki á óvart þegar Dorrit sagði mér að hún hefði sannfært Mörtu Stewart um að gera heilan sjónvarpsþátt um Ísland og íslenskar afurðir. Allt í þeim tilgangi að trekkja að ferðamenn hvaðanæva að úr heiminum og til að selja meira af íslenskum vörum. Það besta við Dorrit og Ólaf er að þau sýna orð í verki og þannig nýtist það landi og þjóð beint. Dorrit var búin að segja mér að hún vildi meðal annars hafa kynningu á íslenska hestinum sem mér fannst frábært og sá fyrir mér myndir af hestum eða myndbrot af hestum og fannst það mjög góð hugmynd hjá henni. En Dorrit vill alltaf leggja sig alla fram þegar Ísland er annars vegar og kom ríðandi inn í eldhúsið í þættinum hennar Mörtu Stewart á þessum líka fallega íslenska gæðingi sem vakti þvílíka lukku allra viðstaddra. Hún kynnti meðal annars lopapeysuna okkar, smjörið og skyrið, fiskinn okkar, sælgætið og landið sem spennandi áfangastað svo eitthvað sé nefnt. Það vildi svo til að ég var í New York á þessum tíma og gat því verið í þættinum ásamt fleiri Íslendingum sem voru að kynna sínar vörur. Í þættinum var hún svo sannfærandi að ég sem Íslendingur gat ekki einu sinni beðið eftir því að komast heim aftur og smakka allt þetta ljúfmeti sem hún kynnti þarna. Svoleiðis upplifi ég forsetahjónin, Ólaf Ragnar og Dorrit, þau eru í þessu af lífi og sál og vilja allt það besta fyrir land sitt og þjóð. Ég styð því Ólaf Ragnar Grímsson heilshugar til áframhaldandi setu í embætti forseta Íslands og vona að Íslendingar eigi eftir að njóta krafta þeirra hjóna áfram, okkur til hagsbóta og farsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef átt þess kost að kynnast frá fyrstu hendi hluta af því ötula starfi sem núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Dorritt Moussaieff, inna af hendi í þágu Íslands. Það er okkar litla landi ómetanlegt að hafa slíkt fólk í forsvari. Ólafur Ragnar hefur á áratugalöngum ferli sínum byggt upp einstakt tengslanet um allan heim, bæði við aðra þjóðarleiðtoga og fjölmarga einstaklinga og stofnanir sem eru leiðandi á ýmsum sviðum. Hvað sem landsmönnum finnst um ákvarðanir um að vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæði, þá er ekki um það deilt að það vakti athygli á Íslandi og aðstæðum Íslendinga um allan heim og enginn forustumaður Íslands hefur haft slíka áheyrn á alþjóðavettvangi eins og Ólafur Ragnar. Eiginkona Ólafs, Dorrit Moussaieff, er einstakur dugnaðarforkur sem hvergi dregur af sér við að koma Íslandi og Íslendingum á framfæri á erlendri grund og það hefur í mörgum tilfellum reynst ómetanlegt. Við vorum svo lánsöm að fá Dorrit til liðs við okkur við gerð heimildarmyndarinnar Sólskinsdrengurinn. Dorrit var verndari myndarinnar og hefur verið ötull baráttumaður fyrir bættum hag einhverfra. Dorrit fékk Kate Winslet til að gefa sína vinnu og lesa enska þulartextann við myndina og í framhaldi af því stofnaði Kate Winslet góðgerðarsamtökin, The Golden Hat Foundation, til frekari stuðnings við einhverfa. Það er allt í lagi að geta þess að samtökin hafa nánast keypt alla sína aðkeyptu þjónustu frá Íslandi eins og heimasíðugerð og markaðsherferðir. Dorrit hefur verið einstaklega dugleg að hjálpa til með sinni einskæru og fallegu góðmennsku eins og hún er kunn fyrir. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins Íslandsvini eins og Dorrit Moussaieff. Hún elskar Ísland og það hefur verið gaman að kynnast einstaklingi sem ber jafn mikla virðingu fyrir Íslandi og sér jafn mikil tækifæri á Íslandi eins og hún gerir. Mér finnst það sérstakt og dásamlegt þar sem ég er Íslendingur og finnst Ísland bara vera Ísland, ekkert meira eða merkilegra en það. En ég hef kynnst landi mínu á annan og stórbrotnari veg eftir að ég kynntist þessari sterku hugsjónakonu og mikla Íslandsvini. Hún hefur kynnt mér landið á nýjan og töfrandi hátt og opnað augu mín fyrir því að taka því ekki sem sjálsögðum hlut. Hún hefur kennt mér að meta eigin þjóð og land að verðleikum og gert mig að ákaflega stoltum Íslendingi. Ég hef oft hugleitt að þar sem hún hefur kallað á viðhorfsbreytingu mína gagnvart eigin landi og þjóð, hvað hún og Ólafur Ragnar eru áhrifaríkir fulltrúar erlendis til gagns fyrir alla Íslendinga. Þess vegna kom mér ekki á óvart þegar Dorrit sagði mér að hún hefði sannfært Mörtu Stewart um að gera heilan sjónvarpsþátt um Ísland og íslenskar afurðir. Allt í þeim tilgangi að trekkja að ferðamenn hvaðanæva að úr heiminum og til að selja meira af íslenskum vörum. Það besta við Dorrit og Ólaf er að þau sýna orð í verki og þannig nýtist það landi og þjóð beint. Dorrit var búin að segja mér að hún vildi meðal annars hafa kynningu á íslenska hestinum sem mér fannst frábært og sá fyrir mér myndir af hestum eða myndbrot af hestum og fannst það mjög góð hugmynd hjá henni. En Dorrit vill alltaf leggja sig alla fram þegar Ísland er annars vegar og kom ríðandi inn í eldhúsið í þættinum hennar Mörtu Stewart á þessum líka fallega íslenska gæðingi sem vakti þvílíka lukku allra viðstaddra. Hún kynnti meðal annars lopapeysuna okkar, smjörið og skyrið, fiskinn okkar, sælgætið og landið sem spennandi áfangastað svo eitthvað sé nefnt. Það vildi svo til að ég var í New York á þessum tíma og gat því verið í þættinum ásamt fleiri Íslendingum sem voru að kynna sínar vörur. Í þættinum var hún svo sannfærandi að ég sem Íslendingur gat ekki einu sinni beðið eftir því að komast heim aftur og smakka allt þetta ljúfmeti sem hún kynnti þarna. Svoleiðis upplifi ég forsetahjónin, Ólaf Ragnar og Dorrit, þau eru í þessu af lífi og sál og vilja allt það besta fyrir land sitt og þjóð. Ég styð því Ólaf Ragnar Grímsson heilshugar til áframhaldandi setu í embætti forseta Íslands og vona að Íslendingar eigi eftir að njóta krafta þeirra hjóna áfram, okkur til hagsbóta og farsældar.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun