Fer í nauðasamninga á næstu mánuðum Þórður Snær Júlíusson skrifar 6. júní 2012 10:00 Verði nauðasamningurinn samþykktur munu kröfuhafar gamla Kaupþings, eða þeir sem hafa keypt kröfur þeirra, eiga 87 prósenta hlut í Arion banka.FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kaupþing mun fara í nauðasamningsferli á allra næstu mánuðum. Stefnt er að því að leggja fram nauðasamning eins fljótt og auðið er á þriðja ársfjórðungi ársins 2012. Sá ársfjórðungur hefst 1. júlí næstkomandi. Eftir nauðasamninginn verður Kaupþing íslenskt eignarhaldsfélag í eigu, og undir stjórn, almennra kröfuhafa bankans. Þeir eru að langstærstu leyti erlendir aðilar. Einnig er mögulegt að sérstakt eignastýringarfyrirtæki verði sett á laggirnar til að fara með áframhaldandi eignastýringu fyrir Kaupþing. Þetta kemur fram í kynningu sem slitastjórn bankans hélt fyrir kröfuhafa hans 31. maí síðastliðinn. Eignarhaldsfélagið yrði meðal annars eigandi 87 prósenta hlutafjár í hinum íslenska Arion banka. Samþykktar almennar kröfur í bú Kaupþings í dag eru 2.873 milljarðar króna, en samtals var lýst kröfum í búið fyrir tæplega 4.900 milljarða króna. Virði eigna þrotabúsins var metið á 874 milljarða króna í lok árs 2011. Í greiningu sem Houlihan Lokey, sem hefur unnið mikið fyrir erlenda kröfuhafa, gerði í nóvember í fyrra og Markaðurinn hefur undir höndum, kom fram að innlendir kröfuhafar Kaupþings myndu líklega tapa um 223 milljörðum króna og fá um 23 prósent af kröfum sínum til baka. Erlendir kröfuhafar bankans myndu hins vegar tapa 2,295 milljörðum króna og fá 21 prósent upp í kröfur sínar. Tap kröfuhafa Kaupþings yrði mest allra þeirra sem áttu kröfur á íslensku bankana. Í kynningunni segir að „að loknu ítarlegu samráði við óformlega kröfuhafaráðið (ICC) og ýmsa aðra stóra kröfuhafa Kaupþings, er niðurstaðan sú að ICC og stórir kröfuhafar Kaupþings styðja eindregið að leitað verði nauðasamninga. Á grundvelli þessa hefur Kaupþing unnið, ásamt ráðgjöfum sínum, að undirbúningi nauðasamnings". Leggja á hann fyrir á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Ýmis atriði gætu þó haft áhrif á tímasetningu nauðasamningsins. Þar á meðal er afstaða Fjármálaeftirlitsins (FME) og skattayfirvalda til hans og áhrif gjaldeyrishafta, þar sem reglur Seðlabanka Íslands, sem gilda eiga um kröfuhafa bankanna, eru enn óbirtar. Aðeins almennir kröfuhafar fá að kjósa um nauðasamninginn. Til að hann verði samþykktur þarf stuðning frá eigendum 60 prósenta af virði allra nauðasamningskrafna og 70 prósenta af fjölda þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Eftir staðfestingu nauðasamningsins mun slitastjórn Kaupþings láta af störfum og kröfuhafar bankans taka hið nýja félag yfir. Lagt hefur verið til að ný stjórn Kaupþings verði skipuð sjö einstaklingum og stefnt er að ráðningu framkvæmdastjóra félagsins. Í kynningunni segir að „alþjóðlegt ráðningarfyrirtæki vinnur nú að því að finna aðila með þekkingu, reynslu og bakgrunn til setu í stjórninni, bæði er leitað að íslenskum og erlendum aðilum". Þegar búið verður að finna nýja stjórn og framkvæmdastjóra munu þeir aðilar verða til ráðgjafar við að setja upp skipulag nýs fyrirtækis fram að nauðasamningi. Þá hefur slitastjórn kynnt þann möguleika að setja upp sérstakt eignastýringarfyrirtæki, sem stýrt yrði af núverandi eignastýringarteymi, sem myndi sinna eignastýringu fyrir Kaupþing og mögulega aðra þegar fram líða stundir. Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira
Kaupþing mun fara í nauðasamningsferli á allra næstu mánuðum. Stefnt er að því að leggja fram nauðasamning eins fljótt og auðið er á þriðja ársfjórðungi ársins 2012. Sá ársfjórðungur hefst 1. júlí næstkomandi. Eftir nauðasamninginn verður Kaupþing íslenskt eignarhaldsfélag í eigu, og undir stjórn, almennra kröfuhafa bankans. Þeir eru að langstærstu leyti erlendir aðilar. Einnig er mögulegt að sérstakt eignastýringarfyrirtæki verði sett á laggirnar til að fara með áframhaldandi eignastýringu fyrir Kaupþing. Þetta kemur fram í kynningu sem slitastjórn bankans hélt fyrir kröfuhafa hans 31. maí síðastliðinn. Eignarhaldsfélagið yrði meðal annars eigandi 87 prósenta hlutafjár í hinum íslenska Arion banka. Samþykktar almennar kröfur í bú Kaupþings í dag eru 2.873 milljarðar króna, en samtals var lýst kröfum í búið fyrir tæplega 4.900 milljarða króna. Virði eigna þrotabúsins var metið á 874 milljarða króna í lok árs 2011. Í greiningu sem Houlihan Lokey, sem hefur unnið mikið fyrir erlenda kröfuhafa, gerði í nóvember í fyrra og Markaðurinn hefur undir höndum, kom fram að innlendir kröfuhafar Kaupþings myndu líklega tapa um 223 milljörðum króna og fá um 23 prósent af kröfum sínum til baka. Erlendir kröfuhafar bankans myndu hins vegar tapa 2,295 milljörðum króna og fá 21 prósent upp í kröfur sínar. Tap kröfuhafa Kaupþings yrði mest allra þeirra sem áttu kröfur á íslensku bankana. Í kynningunni segir að „að loknu ítarlegu samráði við óformlega kröfuhafaráðið (ICC) og ýmsa aðra stóra kröfuhafa Kaupþings, er niðurstaðan sú að ICC og stórir kröfuhafar Kaupþings styðja eindregið að leitað verði nauðasamninga. Á grundvelli þessa hefur Kaupþing unnið, ásamt ráðgjöfum sínum, að undirbúningi nauðasamnings". Leggja á hann fyrir á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Ýmis atriði gætu þó haft áhrif á tímasetningu nauðasamningsins. Þar á meðal er afstaða Fjármálaeftirlitsins (FME) og skattayfirvalda til hans og áhrif gjaldeyrishafta, þar sem reglur Seðlabanka Íslands, sem gilda eiga um kröfuhafa bankanna, eru enn óbirtar. Aðeins almennir kröfuhafar fá að kjósa um nauðasamninginn. Til að hann verði samþykktur þarf stuðning frá eigendum 60 prósenta af virði allra nauðasamningskrafna og 70 prósenta af fjölda þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Eftir staðfestingu nauðasamningsins mun slitastjórn Kaupþings láta af störfum og kröfuhafar bankans taka hið nýja félag yfir. Lagt hefur verið til að ný stjórn Kaupþings verði skipuð sjö einstaklingum og stefnt er að ráðningu framkvæmdastjóra félagsins. Í kynningunni segir að „alþjóðlegt ráðningarfyrirtæki vinnur nú að því að finna aðila með þekkingu, reynslu og bakgrunn til setu í stjórninni, bæði er leitað að íslenskum og erlendum aðilum". Þegar búið verður að finna nýja stjórn og framkvæmdastjóra munu þeir aðilar verða til ráðgjafar við að setja upp skipulag nýs fyrirtækis fram að nauðasamningi. Þá hefur slitastjórn kynnt þann möguleika að setja upp sérstakt eignastýringarfyrirtæki, sem stýrt yrði af núverandi eignastýringarteymi, sem myndi sinna eignastýringu fyrir Kaupþing og mögulega aðra þegar fram líða stundir.
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira