Forsetavaldið Skúli Magnússson skrifar 7. júní 2012 06:00 Í umræðu undanfarna daga um vald forseta Íslands, þ. á m. heimild hans til þingrofs, hefur skort á að greinarmunur sé gerður á annars vegar jákvæðum valdheimildum og hins vegar neikvæðum. Íslensk stjórnskipun byggir á þeirri meginreglu að mikilvægustu stjórnarathafnir ríkisins hljóti gildi við sameiginlega undirritun forseta og ráðherra. Þessi meginregla styðst við 19. gr. stjskr. þar sem segir að undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi er ráðherra riti undir þau með honum, en einnig kemur hún fram í 13. gr. um að forseti láti ráðherra „framkvæma vald sitt“. Samkvæmt þessari reglu, sem rekja má til afnáms einveldis Danakonungs árið 1849, verður valdheimildum forseta ekki beitt án þess að til komi atbeini ráðherra sem ber stjórnskipulega ábyrgð á máli (sbr. 14. gr. stjskr.). Reglan á t.d. við um embættisveitingar forseta (20. gr. stjskr.), framlagningu lagafrumvarpa (25. gr. stjskr.) og útgáfu bráðabirgðalaga (28. gr. stjskr.). Hins vegar gildir reglan ekki um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Forseti getur því synjað lögum Alþingis staðfestingar án atbeina ráðherra en að öðru leyti nýtur hann ekki formlegra jákvæðra heimilda. Það er því ástæðulaust að velta vöngum yfir því hvort forseti geti á eigin spýtur skipað embættismenn eða lagt fram stjórnarfrumvörp, svo dæmi séu tekin. Á hinn bóginn er ljóst að þessar ákvarðanir verða ekki teknar með gildum hætti án þess að til komi staðfesting forseta á tillögu ráðherra. Neikvæðar valdheimildir forseta skv. ákvæðum stjórnarskrárinnar eru því verulegar. Þótt jafnan sé rætt um þessar heimildir sem aðeins „formlegar“ með hliðsjón af þeirri framkvæmd að forseti fer jafnan að tillögu ráðherra, stendur eftir sú blákalda staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar. Um þingrof gildir framangreind meginregla fullum fetum. Forseti getur því ekki rofið þing skv. 24. gr. stjskr. án atbeina ráðherra og hefur því ótvírætt ekki jákvæða eða sjálfstæða heimild til þingrofs. Á hinn bóginn leiðir af reglunni að forseti verður heldur ekki þvingaður til að fallast á tillögu ráðherra um þingrof. Sú framkvæmd að forseti fallist jafnan á tillögu ráðherra um þingrof getur ekki haggað þessari staðreynd. Sama á við um skipun ráðherra (15. gr. stjskr.). Það flækir hins vegar málið að tillaga um skipun nýs forsætisráðherra getur verið borin upp af forsætisráðherraefni sem verður þá ráðherra þegar við undirskrift forseta. Fræðilega stenst því sú ímyndaða atburðarás sem Svanur Kristjánsson brá upp í viðtali við Spegilinn fyrir stuttu þar sem forseti skipaði nýjan forsætisráðherra sem gerði umsvifalaust tillögu til forseta um lausn sitjandi ríkisstjórnar, þingrof og nýjar kosningar. Hér verður þó að hafa í huga að slíkar athafnir forseta væru háðar því að fyrir hendi væri stjórnmálamaður sem vildi axla þá pólitísku og lagalegu ábyrgð sem þessum ákvörðunum fylgja. Sá stjórnmálamaður gæti orðið vandfundinn, a.m.k. í hópi alþingismanna. Hér verður og að hafa í huga að þrátt fyrir þingrof myndi Alþingi halda umboði sínu til kjördags og gæti því samþykkt vantraust á hina nýju ríkisstjórn (24. gr. stjskr.). Að lokum verður að benda á heimild þingsins til að krefjast þess með 3/4 hluta atkvæða að forseti sé leystur frá með þjóðaratkvæðagreiðslu (3. mgr. 11. gr. stjskr.) en við slíka samþykkt myndi forseti láta umsvifalaust af störfum og handhafar forsetavalds fara með hlutverk hans þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu lægi fyrir. Alþingi hefur það þannig í hendi sér að víkja forseta tímabundið frá og virkja pólitíska ábyrgð hans gagnvart þjóðinni. Þar af leiðandi fer því fjarri að Alþingi hafi engin spil á hendi í skiptum við forseta sem bryti gegn viðteknum venjum í stjórnskipun landsins, svo sem þingræðisreglunni. Það er svo annað mál, sem ekki er unnt að fjalla um nánar hér, hvort rétt sé að skýra og skilgreina lagalega ábyrgð forseta um þau atriði sem að framan greinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu undanfarna daga um vald forseta Íslands, þ. á m. heimild hans til þingrofs, hefur skort á að greinarmunur sé gerður á annars vegar jákvæðum valdheimildum og hins vegar neikvæðum. Íslensk stjórnskipun byggir á þeirri meginreglu að mikilvægustu stjórnarathafnir ríkisins hljóti gildi við sameiginlega undirritun forseta og ráðherra. Þessi meginregla styðst við 19. gr. stjskr. þar sem segir að undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi er ráðherra riti undir þau með honum, en einnig kemur hún fram í 13. gr. um að forseti láti ráðherra „framkvæma vald sitt“. Samkvæmt þessari reglu, sem rekja má til afnáms einveldis Danakonungs árið 1849, verður valdheimildum forseta ekki beitt án þess að til komi atbeini ráðherra sem ber stjórnskipulega ábyrgð á máli (sbr. 14. gr. stjskr.). Reglan á t.d. við um embættisveitingar forseta (20. gr. stjskr.), framlagningu lagafrumvarpa (25. gr. stjskr.) og útgáfu bráðabirgðalaga (28. gr. stjskr.). Hins vegar gildir reglan ekki um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Forseti getur því synjað lögum Alþingis staðfestingar án atbeina ráðherra en að öðru leyti nýtur hann ekki formlegra jákvæðra heimilda. Það er því ástæðulaust að velta vöngum yfir því hvort forseti geti á eigin spýtur skipað embættismenn eða lagt fram stjórnarfrumvörp, svo dæmi séu tekin. Á hinn bóginn er ljóst að þessar ákvarðanir verða ekki teknar með gildum hætti án þess að til komi staðfesting forseta á tillögu ráðherra. Neikvæðar valdheimildir forseta skv. ákvæðum stjórnarskrárinnar eru því verulegar. Þótt jafnan sé rætt um þessar heimildir sem aðeins „formlegar“ með hliðsjón af þeirri framkvæmd að forseti fer jafnan að tillögu ráðherra, stendur eftir sú blákalda staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar. Um þingrof gildir framangreind meginregla fullum fetum. Forseti getur því ekki rofið þing skv. 24. gr. stjskr. án atbeina ráðherra og hefur því ótvírætt ekki jákvæða eða sjálfstæða heimild til þingrofs. Á hinn bóginn leiðir af reglunni að forseti verður heldur ekki þvingaður til að fallast á tillögu ráðherra um þingrof. Sú framkvæmd að forseti fallist jafnan á tillögu ráðherra um þingrof getur ekki haggað þessari staðreynd. Sama á við um skipun ráðherra (15. gr. stjskr.). Það flækir hins vegar málið að tillaga um skipun nýs forsætisráðherra getur verið borin upp af forsætisráðherraefni sem verður þá ráðherra þegar við undirskrift forseta. Fræðilega stenst því sú ímyndaða atburðarás sem Svanur Kristjánsson brá upp í viðtali við Spegilinn fyrir stuttu þar sem forseti skipaði nýjan forsætisráðherra sem gerði umsvifalaust tillögu til forseta um lausn sitjandi ríkisstjórnar, þingrof og nýjar kosningar. Hér verður þó að hafa í huga að slíkar athafnir forseta væru háðar því að fyrir hendi væri stjórnmálamaður sem vildi axla þá pólitísku og lagalegu ábyrgð sem þessum ákvörðunum fylgja. Sá stjórnmálamaður gæti orðið vandfundinn, a.m.k. í hópi alþingismanna. Hér verður og að hafa í huga að þrátt fyrir þingrof myndi Alþingi halda umboði sínu til kjördags og gæti því samþykkt vantraust á hina nýju ríkisstjórn (24. gr. stjskr.). Að lokum verður að benda á heimild þingsins til að krefjast þess með 3/4 hluta atkvæða að forseti sé leystur frá með þjóðaratkvæðagreiðslu (3. mgr. 11. gr. stjskr.) en við slíka samþykkt myndi forseti láta umsvifalaust af störfum og handhafar forsetavalds fara með hlutverk hans þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu lægi fyrir. Alþingi hefur það þannig í hendi sér að víkja forseta tímabundið frá og virkja pólitíska ábyrgð hans gagnvart þjóðinni. Þar af leiðandi fer því fjarri að Alþingi hafi engin spil á hendi í skiptum við forseta sem bryti gegn viðteknum venjum í stjórnskipun landsins, svo sem þingræðisreglunni. Það er svo annað mál, sem ekki er unnt að fjalla um nánar hér, hvort rétt sé að skýra og skilgreina lagalega ábyrgð forseta um þau atriði sem að framan greinir.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar