Menningarminjar okkar allra Katrín Jakobsdóttir skrifar 21. júní 2012 06:00 Ný löggjöf um menningarminjar var samþykkt frá Alþingi í vikunni. Tilgangur laganna er að stuðla að verndun menningarminja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Lögunum er einnig ætlað að auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af menningarminjum, skýra hugtök er þær varða og greiða fyrir rannsóknum. Víðtækt samráð hefur verið um lagasetninguna. Frumvarp að þessum lögum var kynnt opinberlega á vegum ráðuneytisins og leitað umsagna um það haustið 2008. Frá þeim tíma hefur verið leitað til ýmissa sérfróðra aðila sem og hagsmunaaðila um ýmis atriði þess. Haustið 2010 var ýmsum hagsmunaaðilum boðið til fundar í ráðuneytinu og farið yfir frumvarpsdrögin. Frumvarpið var síðan kynnt af nefndum Alþingis og fjölmargar ábendingar bárust um efni þess og inntak. Verður því að telja að vinnuferlið hafi verið gagnsætt og þeir sem starfa í þessum geira hafi verið vel upplýstir um framgang málsins. Endanlegur texti laganna endurspeglar að tekið hefur verið tillit til fjölmargra þeirra ábendinga og athugasemda sem hafa komið fram í þessu samráðsferli. Árið 2001 voru gerðar miklar breytingar á lögum um fornleifar og minjavörslu. Sett voru sérstök lög um ýmsa þætti sem áður var fjallað um sameiginlega í eldri lögum, þ.e. lög um húsafriðun, lög um flutning menningarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa, safnalög og ný þjóðminjalög. Stjórnsýsluþáttur fornleifaverndar var þá skilinn frá Þjóðminjasafni Íslands og Fornleifavernd ríkisins sett á laggirnar til að annast þau mál. Á sama tíma var Húsafriðunarnefnd gerð að formlegri stjórnsýslustofnun með lögum. Reynslan af framkvæmd laganna frá 2001 hefur leitt í ljós að stjórnsýsla, ábyrgð og verkaskipting þarf að vera skýrari og að þessu er stefnt með nýjum lögum um menningarminjar. Helstu stjórnsýsluþættir minjavörslunnar verða sameinaðir í eina stjórnsýslustofnun, Minjastofnun Íslands. Þessi stofnun mun taka við hlutverki Fornleifaverndar ríkisins og Húsafriðunarnefndar, en þær stofnanir verða lagðar niður. Nýja stofnunin hefur yfirumsjón með heildarstefnu um verndun og varðveislu menningarminja og sér einnig um umsýslu tveggja sjóða, fornminjasjóðs og húsafriðunarsjóðs. Betri yfirsýnNýmæli í nýjum lögum um menningarminjar eru nokkur. Þar má nefna að Þjóðminjasafni Íslands og Minjastofnun Íslands er gert að halda skrár yfir þjóðminjar fyrir íslenska menningarsögu, annars vegar yfir lausamuni og hins vegar jarðfastar minjar. Stefnt er að því að minjaráð geti verið virkur samráðsvettvangur hvert á sínu svæði, en í þeim geta setið fulltrúar sveitarfélaga, safna, skipulagsyfirvalda og annarra hagsmunaaðila. Einnig er gert ráð fyrir að minjaverðir, sem falla undir Minjastofnun Íslands, sinni víðtækara hlutverki en þeir gera samkvæmt gildandi þjóðminjalögum. Hin nýju lög um menningarminjar voru undirbúin í samhengi við þrenn lög, sem voru afgreidd frá Alþingi á síðasta ári, þ.e. safnalög, lög um Þjóðminjasafn Íslands og lög um skil menningarverðmæta til annarra landa. Öll þessi lög munu taka gildi frá 1. janúar 2013, og verður tíminn framundan notaður til að undirbúa framkvæmd laganna sem best. Ég tel þessa löggjöf sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi vera fagnaðarefni og vona að allir sem starfa á þessu sviði sameinist um að vinna farsællega í samræmi við ákvæði laganna. Ég hvet alla til að kynna sér umrædda löggjöf vel; hér er um að ræða lög um menningarminjar allra landsmanna, sem ber að vernda og skila óspilltum til komandi kynslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Ný löggjöf um menningarminjar var samþykkt frá Alþingi í vikunni. Tilgangur laganna er að stuðla að verndun menningarminja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Lögunum er einnig ætlað að auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af menningarminjum, skýra hugtök er þær varða og greiða fyrir rannsóknum. Víðtækt samráð hefur verið um lagasetninguna. Frumvarp að þessum lögum var kynnt opinberlega á vegum ráðuneytisins og leitað umsagna um það haustið 2008. Frá þeim tíma hefur verið leitað til ýmissa sérfróðra aðila sem og hagsmunaaðila um ýmis atriði þess. Haustið 2010 var ýmsum hagsmunaaðilum boðið til fundar í ráðuneytinu og farið yfir frumvarpsdrögin. Frumvarpið var síðan kynnt af nefndum Alþingis og fjölmargar ábendingar bárust um efni þess og inntak. Verður því að telja að vinnuferlið hafi verið gagnsætt og þeir sem starfa í þessum geira hafi verið vel upplýstir um framgang málsins. Endanlegur texti laganna endurspeglar að tekið hefur verið tillit til fjölmargra þeirra ábendinga og athugasemda sem hafa komið fram í þessu samráðsferli. Árið 2001 voru gerðar miklar breytingar á lögum um fornleifar og minjavörslu. Sett voru sérstök lög um ýmsa þætti sem áður var fjallað um sameiginlega í eldri lögum, þ.e. lög um húsafriðun, lög um flutning menningarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa, safnalög og ný þjóðminjalög. Stjórnsýsluþáttur fornleifaverndar var þá skilinn frá Þjóðminjasafni Íslands og Fornleifavernd ríkisins sett á laggirnar til að annast þau mál. Á sama tíma var Húsafriðunarnefnd gerð að formlegri stjórnsýslustofnun með lögum. Reynslan af framkvæmd laganna frá 2001 hefur leitt í ljós að stjórnsýsla, ábyrgð og verkaskipting þarf að vera skýrari og að þessu er stefnt með nýjum lögum um menningarminjar. Helstu stjórnsýsluþættir minjavörslunnar verða sameinaðir í eina stjórnsýslustofnun, Minjastofnun Íslands. Þessi stofnun mun taka við hlutverki Fornleifaverndar ríkisins og Húsafriðunarnefndar, en þær stofnanir verða lagðar niður. Nýja stofnunin hefur yfirumsjón með heildarstefnu um verndun og varðveislu menningarminja og sér einnig um umsýslu tveggja sjóða, fornminjasjóðs og húsafriðunarsjóðs. Betri yfirsýnNýmæli í nýjum lögum um menningarminjar eru nokkur. Þar má nefna að Þjóðminjasafni Íslands og Minjastofnun Íslands er gert að halda skrár yfir þjóðminjar fyrir íslenska menningarsögu, annars vegar yfir lausamuni og hins vegar jarðfastar minjar. Stefnt er að því að minjaráð geti verið virkur samráðsvettvangur hvert á sínu svæði, en í þeim geta setið fulltrúar sveitarfélaga, safna, skipulagsyfirvalda og annarra hagsmunaaðila. Einnig er gert ráð fyrir að minjaverðir, sem falla undir Minjastofnun Íslands, sinni víðtækara hlutverki en þeir gera samkvæmt gildandi þjóðminjalögum. Hin nýju lög um menningarminjar voru undirbúin í samhengi við þrenn lög, sem voru afgreidd frá Alþingi á síðasta ári, þ.e. safnalög, lög um Þjóðminjasafn Íslands og lög um skil menningarverðmæta til annarra landa. Öll þessi lög munu taka gildi frá 1. janúar 2013, og verður tíminn framundan notaður til að undirbúa framkvæmd laganna sem best. Ég tel þessa löggjöf sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi vera fagnaðarefni og vona að allir sem starfa á þessu sviði sameinist um að vinna farsællega í samræmi við ákvæði laganna. Ég hvet alla til að kynna sér umrædda löggjöf vel; hér er um að ræða lög um menningarminjar allra landsmanna, sem ber að vernda og skila óspilltum til komandi kynslóða.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar