„Leikur á borði“ 22. júní 2012 16:00 Ég man enn þann dag þegar mér var ljóst að Vigdís hefði verið forseti Íslands fyrstu ár ævi minnar. Ég var ekki nema þriggja ára þegar Vigdís lét af störfum sem forseti og man svo sem ekki eftir henni sem slíkri en hún var alltaf þessi virðulega manneskja sem ég leit upp til og bar mikla virðingu fyrir. En það skipti mig máli þá tíu ára gamalli að Vigdís hefði verið forsetinn minn. Það má kannski vera að ástæðan sé sú að móðir mín sagði mér gjarnan söguna af því þegar hún stóð á Aragötunni og veifaði Vigdísi nýkjörnum forseta að morgni 30. júní, eftir harða vinnu við að hjóla út bæklinga fyrir Vigdísi. Mömmu fannst alltaf einsog hún ætti eitthvað í sigrinum 1980. Stoltið sem ég upplifði þarna tíu ára langar mig að upplifa aftur núna. Ég hef aldrei fundið fyrir tengingu við Ólaf og aldrei getað sagt með stolti: “Þetta er Ólafur Ragnar, forsetinn minn!” og finnst mér það mikill skömm. Ólafur er eini forsetinn sem ég hef reynslu af. Síðan ég fæddist (árið 1993) hafa verið fjórir forsætisráðherrar, sjö forsetar alþingis, tíu borgarstjórar en einungis tveir forsetar lýðveldisins og annar þeirra hefur setið í sextán ár og vill sitja í fjögur ár í viðbót. En ég vil ekki bera saman Vigdísi og Ólaf, hvað þá Vigdísi og Þóru. En ég hef ákveðið að kjósa Þóru. Ástæðan er sú að ég held og veit að ég geti horft á hana og sagt með stolti: “JÁ! Þetta er Þóra, forsetinn minn!” Ég hef verið það heppin að hitta hana og fengið tækifæri á að spjalla við hana tvisvar. Nærvera hennar er hlý og náungakærleikurinn svo mikill. Hún fær - mig nítján ára “peð á plánetunni jörð” til að finnast ég vera jafn merkileg og mikilvæg og drottning á leikborði samfélagsins. Þóra hefur verið manni kunnuleg lengi. Hún var góðlátlegi Útsvarsspyrillinn sem heilsaði manni blítt á föstudagskvöldum sem og hlutlausi beitti blaðamaðurinn í Kastljósinu. Síðasta vetur og sumar var ég tíður gestur í strætóleið 1 á leið suður í Hafnafjörð og var Þóra ekki sjaldséð sjón í þessum strætóferðum mínum á kvöldin. Hún kom inn uppstíluð einsog maður hefði séð hana í sjónvarpinu fyrr um kvöldið nema í stað hátískufatnaðs var hún búin að skipta yfir í þægilegri föt í vindjakka yfir... Fatnaður hennar skiptir svo sem ekki máli heldur yfirbragðið yfir henni. Hún gekk inn einsog hver annar, settist niður með bókina sína og las, jafnvel þarna bar maður virðingu fyrir henni. Því hún brosti til manns - bláókunnulegu peði alveg eins og þegar hún bauð manni “gott kvöld” á skjánum, með sömu virðingu og hlýju. Þóra er manneskjan sem ég vil sjá á Bessastöðum. Því ég veit að hún mun koma fram við þjóðina af virðingu og vinsemd og fá okkur til að sameinast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég man enn þann dag þegar mér var ljóst að Vigdís hefði verið forseti Íslands fyrstu ár ævi minnar. Ég var ekki nema þriggja ára þegar Vigdís lét af störfum sem forseti og man svo sem ekki eftir henni sem slíkri en hún var alltaf þessi virðulega manneskja sem ég leit upp til og bar mikla virðingu fyrir. En það skipti mig máli þá tíu ára gamalli að Vigdís hefði verið forsetinn minn. Það má kannski vera að ástæðan sé sú að móðir mín sagði mér gjarnan söguna af því þegar hún stóð á Aragötunni og veifaði Vigdísi nýkjörnum forseta að morgni 30. júní, eftir harða vinnu við að hjóla út bæklinga fyrir Vigdísi. Mömmu fannst alltaf einsog hún ætti eitthvað í sigrinum 1980. Stoltið sem ég upplifði þarna tíu ára langar mig að upplifa aftur núna. Ég hef aldrei fundið fyrir tengingu við Ólaf og aldrei getað sagt með stolti: “Þetta er Ólafur Ragnar, forsetinn minn!” og finnst mér það mikill skömm. Ólafur er eini forsetinn sem ég hef reynslu af. Síðan ég fæddist (árið 1993) hafa verið fjórir forsætisráðherrar, sjö forsetar alþingis, tíu borgarstjórar en einungis tveir forsetar lýðveldisins og annar þeirra hefur setið í sextán ár og vill sitja í fjögur ár í viðbót. En ég vil ekki bera saman Vigdísi og Ólaf, hvað þá Vigdísi og Þóru. En ég hef ákveðið að kjósa Þóru. Ástæðan er sú að ég held og veit að ég geti horft á hana og sagt með stolti: “JÁ! Þetta er Þóra, forsetinn minn!” Ég hef verið það heppin að hitta hana og fengið tækifæri á að spjalla við hana tvisvar. Nærvera hennar er hlý og náungakærleikurinn svo mikill. Hún fær - mig nítján ára “peð á plánetunni jörð” til að finnast ég vera jafn merkileg og mikilvæg og drottning á leikborði samfélagsins. Þóra hefur verið manni kunnuleg lengi. Hún var góðlátlegi Útsvarsspyrillinn sem heilsaði manni blítt á föstudagskvöldum sem og hlutlausi beitti blaðamaðurinn í Kastljósinu. Síðasta vetur og sumar var ég tíður gestur í strætóleið 1 á leið suður í Hafnafjörð og var Þóra ekki sjaldséð sjón í þessum strætóferðum mínum á kvöldin. Hún kom inn uppstíluð einsog maður hefði séð hana í sjónvarpinu fyrr um kvöldið nema í stað hátískufatnaðs var hún búin að skipta yfir í þægilegri föt í vindjakka yfir... Fatnaður hennar skiptir svo sem ekki máli heldur yfirbragðið yfir henni. Hún gekk inn einsog hver annar, settist niður með bókina sína og las, jafnvel þarna bar maður virðingu fyrir henni. Því hún brosti til manns - bláókunnulegu peði alveg eins og þegar hún bauð manni “gott kvöld” á skjánum, með sömu virðingu og hlýju. Þóra er manneskjan sem ég vil sjá á Bessastöðum. Því ég veit að hún mun koma fram við þjóðina af virðingu og vinsemd og fá okkur til að sameinast.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun