Atkvæði í ótta eða trausti á komandi kynslóð? Svanur Sigurbjörnsson skrifar 22. júní 2012 06:00 Kosningakerfið er meingallað. Fólk sem vill góðan framtíðarkost í stað núverandi forseta á það á hættu að of mikil dreifing atkvæða tryggi Ólafi Ragnari sigur. Með jafningja í framboði er því mikilvægt að kjósa taktískt þannig að nýr forseti flytji fyrir okkur næsta áramótaávarp. Ég hef átt erfitt með að gera upp á milli Þóru og Ara Trausta, en þau hafa bæði sína kosti sem eru ekki alveg á sama sviðinu. Það sem ríður baggamuninn er að Þóra hefur virst mér hafa aðeins betri snertingu við áhorfendur sína og er einstaklega góð ræðumanneskja. Hún hefur þrefalt meira fylgi en Ari Trausti í endurteknum könnunum og þar sem mér er mikið um mun að þaulseta, pólitík og al á óvissu einkenni ekki forsetaembættið áfram tel ég Þóru vænlegasta kostinn til að sigra sitjandi forseta í kosningunum. Hún er ekki bara einhver valkostur heldur mjög frambærilegur valkostur. Það væri líka gott að sjá að þjóðin hafi hug á því að kjósa aftur konu í embættið. Það er að vissu leyti auðveldara að líta framhjá konum í framboði núna því að þegar Vigdís var kosin var svo mikilvægt að hefja jafnréttisferlið. Nú er auðvelt að sofna á verðinum. Þorir þjóðin að kjósa aðra konu? Gifta konu með fullt hús af börnum? Lítum á hinar konurnar í framboði. Herdís hóf framboð sitt með því að væna Þóru og forsetann um pólitísk leppframboð án allra gagna ákæru sinni til stuðnings. Slíkt ber vott um dómgreindarleysi og kom mér illilega á óvart frá konu sem hefur barist fyrir mannréttindum Andrea hefur verið afar skelegg en hún hefur of pólitískar hugmyndir um það hvað hún myndi gera sem forseti. Hún virðist frekar vera á leið til að verða forsætisráðherra einhvern góðan vordaginn. Þóra hefur komið afar heiðarlega fram í sinni baráttu og veit hvert hlutverk forsetans er. Framboðsræður Þóru hafa verið afar góðar og mér sýnist að hún muni halda góðum og hófsömum gildum á lofti mun betur en Ólafur Ragnar og hún mun verða nánari fólkinu í landinu. Hans ímynd hefur snúist svo mikið um viðskipti og pólitísk deilumál. Það er því kominn tími til að huga að grunninum og því sameiningarafli og upplyftingu sem góður nýr forseti eins og Þóra getur fært þjóðinni. Ég kýs Þóru! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kosningakerfið er meingallað. Fólk sem vill góðan framtíðarkost í stað núverandi forseta á það á hættu að of mikil dreifing atkvæða tryggi Ólafi Ragnari sigur. Með jafningja í framboði er því mikilvægt að kjósa taktískt þannig að nýr forseti flytji fyrir okkur næsta áramótaávarp. Ég hef átt erfitt með að gera upp á milli Þóru og Ara Trausta, en þau hafa bæði sína kosti sem eru ekki alveg á sama sviðinu. Það sem ríður baggamuninn er að Þóra hefur virst mér hafa aðeins betri snertingu við áhorfendur sína og er einstaklega góð ræðumanneskja. Hún hefur þrefalt meira fylgi en Ari Trausti í endurteknum könnunum og þar sem mér er mikið um mun að þaulseta, pólitík og al á óvissu einkenni ekki forsetaembættið áfram tel ég Þóru vænlegasta kostinn til að sigra sitjandi forseta í kosningunum. Hún er ekki bara einhver valkostur heldur mjög frambærilegur valkostur. Það væri líka gott að sjá að þjóðin hafi hug á því að kjósa aftur konu í embættið. Það er að vissu leyti auðveldara að líta framhjá konum í framboði núna því að þegar Vigdís var kosin var svo mikilvægt að hefja jafnréttisferlið. Nú er auðvelt að sofna á verðinum. Þorir þjóðin að kjósa aðra konu? Gifta konu með fullt hús af börnum? Lítum á hinar konurnar í framboði. Herdís hóf framboð sitt með því að væna Þóru og forsetann um pólitísk leppframboð án allra gagna ákæru sinni til stuðnings. Slíkt ber vott um dómgreindarleysi og kom mér illilega á óvart frá konu sem hefur barist fyrir mannréttindum Andrea hefur verið afar skelegg en hún hefur of pólitískar hugmyndir um það hvað hún myndi gera sem forseti. Hún virðist frekar vera á leið til að verða forsætisráðherra einhvern góðan vordaginn. Þóra hefur komið afar heiðarlega fram í sinni baráttu og veit hvert hlutverk forsetans er. Framboðsræður Þóru hafa verið afar góðar og mér sýnist að hún muni halda góðum og hófsömum gildum á lofti mun betur en Ólafur Ragnar og hún mun verða nánari fólkinu í landinu. Hans ímynd hefur snúist svo mikið um viðskipti og pólitísk deilumál. Það er því kominn tími til að huga að grunninum og því sameiningarafli og upplyftingu sem góður nýr forseti eins og Þóra getur fært þjóðinni. Ég kýs Þóru!
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar