Ísland vitundarvakning um mikilvægi jökla og íss 23. júní 2012 06:15 Jökullinn verður lýstur upp í september 2013 undir tónlist Bergljótar Arnalds. fréttablaðið/vilhelm Íslenska verkefnið Vox Naturae var kynnt á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál, sem haldin er í Brasilíu. Verkefninu er ætlað að bregða ljósi á mikilvægi jökla og íss og þau áhrif sem hlýnun jarðar hefur. Dr. Ania Grobicki, aðalritari samtakanna Global Water Partnership, en það eru stærstu alþjóðasamtök um sjálfbæra notkun á vatnsauðlindum jarðar, fjallaði um verkefnið. Hún sat í pallborði á fundi um mikilvægi fjallgarða fyrir hið græna hagkerfi, ásamt ráðherrum og forsvarsmönnum alþjóðastofnana. Verkefnið Vox Naturae felst meðal annars í gjörningi við Svínafellsjökul, en í september 2013 verður jökullinn lýstur upp og tónlist Bergljótar Arnalds, sem byggir á hljóðum jökla, ljær jöklinum rödd. Þá verður hleypt af stokkunum alþjóðlegum verkefnum varðandi áhrif loftslagsbreytinga á jökla, ís og vatn. Páll Ásgeir Davíðsson, framkvæmdastjóri Vox Naturae, segir mikilvægt að verkefnið hafi fengið þessa kynningu í Brasilíu. Hann segir vandamálið varðandi loftslagsbreytingar það að þær gerist svo hægt að erfitt sé að sjá þær. „Skýrasta merkið sem náttúran sendir okkur er bráðnun íss og jökla. Ísinn er hitamælir jarðarinnar og við hér í norðri berum ákveðna ábyrgð. Með okkar sagnahefð og nálægð við jöklana getum við sýnt heiminum hvað er að gerast fyrr en nokkur annar.“ Dr. Grobicki sagði á fundinum að Ísland yrði vettvangur fyrir einstaka vitundarvakningu um vægi íss og jökla fyrir mannkynið allt. - kóp Loftslagsmál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Sjá meira
Íslenska verkefnið Vox Naturae var kynnt á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál, sem haldin er í Brasilíu. Verkefninu er ætlað að bregða ljósi á mikilvægi jökla og íss og þau áhrif sem hlýnun jarðar hefur. Dr. Ania Grobicki, aðalritari samtakanna Global Water Partnership, en það eru stærstu alþjóðasamtök um sjálfbæra notkun á vatnsauðlindum jarðar, fjallaði um verkefnið. Hún sat í pallborði á fundi um mikilvægi fjallgarða fyrir hið græna hagkerfi, ásamt ráðherrum og forsvarsmönnum alþjóðastofnana. Verkefnið Vox Naturae felst meðal annars í gjörningi við Svínafellsjökul, en í september 2013 verður jökullinn lýstur upp og tónlist Bergljótar Arnalds, sem byggir á hljóðum jökla, ljær jöklinum rödd. Þá verður hleypt af stokkunum alþjóðlegum verkefnum varðandi áhrif loftslagsbreytinga á jökla, ís og vatn. Páll Ásgeir Davíðsson, framkvæmdastjóri Vox Naturae, segir mikilvægt að verkefnið hafi fengið þessa kynningu í Brasilíu. Hann segir vandamálið varðandi loftslagsbreytingar það að þær gerist svo hægt að erfitt sé að sjá þær. „Skýrasta merkið sem náttúran sendir okkur er bráðnun íss og jökla. Ísinn er hitamælir jarðarinnar og við hér í norðri berum ákveðna ábyrgð. Með okkar sagnahefð og nálægð við jöklana getum við sýnt heiminum hvað er að gerast fyrr en nokkur annar.“ Dr. Grobicki sagði á fundinum að Ísland yrði vettvangur fyrir einstaka vitundarvakningu um vægi íss og jökla fyrir mannkynið allt. - kóp
Loftslagsmál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Sjá meira