Nýtt hlutverk, næsti forseti Gunnar Hersveinn skrifar 25. júní 2012 06:00 Ísland hefur þúsund andlit og grímur. Ein gríma er sett upp á hverjum tíma – jafnvel fleiri. Grímurnar heita: land hreinleikans, hrikafegurðar, land stóriðju, fiskveiða og friðar, land jafnréttis, fjármála og þjónustu, land ferðamannsins og eldgosa. Á tímum vörumerkja hefur ímynd áhrif á viðhorf og viðmót annarra til lands og þjóðar. Ímynd um frelsi og fjörug fjármál laðar t.a.m. til sín ákveðna tegund fyrirtækja til landsins en ímynd um öryggi og matarmenningu aðra. Yfirleitt setja stjórnvöld meginstefnu og markmið. Þannig voru ríkisstjórnir Davíðs, Halldórs og Geirs með þá stefnu að gera Ísland að fjármálamiðstöð á heimsmælikvarða. Yfirvöld gáfu með því forsetanum hlutverk sem hann rækti af alúð. Hlutverk forseta Íslands fólst þá m.a. í því að styðja og efla það sem Ísland átti að verða. Ólafur Ragnar fékk það hlutverk að markaðssetja Ísland sem alþjóðlega miðstöð fjármála og þjónustu. Hann gerði það af krafti – en nú er þessu hlutverki lokið. Hann er bæði lofaður og lastaður fyrir. Ísland er um þessar mundir að gera tilraun til að móta sér aðra ímynd og til að markaðssetja hana þarf annan forseta, annað andlit, nýja grímu. Það andlit Íslands þarf að byrja með hreint borð til að geta tekið trúverðugan þátt í nýrri stefnu og unnið að markmiðum hennar. Hver verður meginstefnan á næstu fjórum árum? Árið 1996 átti Ísland að verða miðstöð upplýsingatækni í heiminum. Árið 2003 miðstöð fjármála og þjónustu. Árið 2009 átti að markaðssetja Netríkið Ísland – fremst þjóða! Ef til vill verðum við sammála um nýja stefnu árið 2013 og þá um leið öðlast næsti forseti Íslands nýtt hlutverk til að fylgja henni eftir. Hvert hlutverkið verður – mér er það hulið. Ísland gæti orðið miðstöð ferðamála og þjónustu eða lífrænnar matarframleiðslu, miðstöð eldfjallagarða eða jafnréttis og fjölskyldugilda, miðstöð heilsulinda, hátækni eða land skapandi greina. Hvert sem það verður, þurfum við örugglega nýtt forsetaandlit til að vinna því brautargengi. Fyrir mér er það augljóst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur þúsund andlit og grímur. Ein gríma er sett upp á hverjum tíma – jafnvel fleiri. Grímurnar heita: land hreinleikans, hrikafegurðar, land stóriðju, fiskveiða og friðar, land jafnréttis, fjármála og þjónustu, land ferðamannsins og eldgosa. Á tímum vörumerkja hefur ímynd áhrif á viðhorf og viðmót annarra til lands og þjóðar. Ímynd um frelsi og fjörug fjármál laðar t.a.m. til sín ákveðna tegund fyrirtækja til landsins en ímynd um öryggi og matarmenningu aðra. Yfirleitt setja stjórnvöld meginstefnu og markmið. Þannig voru ríkisstjórnir Davíðs, Halldórs og Geirs með þá stefnu að gera Ísland að fjármálamiðstöð á heimsmælikvarða. Yfirvöld gáfu með því forsetanum hlutverk sem hann rækti af alúð. Hlutverk forseta Íslands fólst þá m.a. í því að styðja og efla það sem Ísland átti að verða. Ólafur Ragnar fékk það hlutverk að markaðssetja Ísland sem alþjóðlega miðstöð fjármála og þjónustu. Hann gerði það af krafti – en nú er þessu hlutverki lokið. Hann er bæði lofaður og lastaður fyrir. Ísland er um þessar mundir að gera tilraun til að móta sér aðra ímynd og til að markaðssetja hana þarf annan forseta, annað andlit, nýja grímu. Það andlit Íslands þarf að byrja með hreint borð til að geta tekið trúverðugan þátt í nýrri stefnu og unnið að markmiðum hennar. Hver verður meginstefnan á næstu fjórum árum? Árið 1996 átti Ísland að verða miðstöð upplýsingatækni í heiminum. Árið 2003 miðstöð fjármála og þjónustu. Árið 2009 átti að markaðssetja Netríkið Ísland – fremst þjóða! Ef til vill verðum við sammála um nýja stefnu árið 2013 og þá um leið öðlast næsti forseti Íslands nýtt hlutverk til að fylgja henni eftir. Hvert hlutverkið verður – mér er það hulið. Ísland gæti orðið miðstöð ferðamála og þjónustu eða lífrænnar matarframleiðslu, miðstöð eldfjallagarða eða jafnréttis og fjölskyldugilda, miðstöð heilsulinda, hátækni eða land skapandi greina. Hvert sem það verður, þurfum við örugglega nýtt forsetaandlit til að vinna því brautargengi. Fyrir mér er það augljóst.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar