Nýtt hlutverk, næsti forseti Gunnar Hersveinn skrifar 25. júní 2012 06:00 Ísland hefur þúsund andlit og grímur. Ein gríma er sett upp á hverjum tíma – jafnvel fleiri. Grímurnar heita: land hreinleikans, hrikafegurðar, land stóriðju, fiskveiða og friðar, land jafnréttis, fjármála og þjónustu, land ferðamannsins og eldgosa. Á tímum vörumerkja hefur ímynd áhrif á viðhorf og viðmót annarra til lands og þjóðar. Ímynd um frelsi og fjörug fjármál laðar t.a.m. til sín ákveðna tegund fyrirtækja til landsins en ímynd um öryggi og matarmenningu aðra. Yfirleitt setja stjórnvöld meginstefnu og markmið. Þannig voru ríkisstjórnir Davíðs, Halldórs og Geirs með þá stefnu að gera Ísland að fjármálamiðstöð á heimsmælikvarða. Yfirvöld gáfu með því forsetanum hlutverk sem hann rækti af alúð. Hlutverk forseta Íslands fólst þá m.a. í því að styðja og efla það sem Ísland átti að verða. Ólafur Ragnar fékk það hlutverk að markaðssetja Ísland sem alþjóðlega miðstöð fjármála og þjónustu. Hann gerði það af krafti – en nú er þessu hlutverki lokið. Hann er bæði lofaður og lastaður fyrir. Ísland er um þessar mundir að gera tilraun til að móta sér aðra ímynd og til að markaðssetja hana þarf annan forseta, annað andlit, nýja grímu. Það andlit Íslands þarf að byrja með hreint borð til að geta tekið trúverðugan þátt í nýrri stefnu og unnið að markmiðum hennar. Hver verður meginstefnan á næstu fjórum árum? Árið 1996 átti Ísland að verða miðstöð upplýsingatækni í heiminum. Árið 2003 miðstöð fjármála og þjónustu. Árið 2009 átti að markaðssetja Netríkið Ísland – fremst þjóða! Ef til vill verðum við sammála um nýja stefnu árið 2013 og þá um leið öðlast næsti forseti Íslands nýtt hlutverk til að fylgja henni eftir. Hvert hlutverkið verður – mér er það hulið. Ísland gæti orðið miðstöð ferðamála og þjónustu eða lífrænnar matarframleiðslu, miðstöð eldfjallagarða eða jafnréttis og fjölskyldugilda, miðstöð heilsulinda, hátækni eða land skapandi greina. Hvert sem það verður, þurfum við örugglega nýtt forsetaandlit til að vinna því brautargengi. Fyrir mér er það augljóst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ísland hefur þúsund andlit og grímur. Ein gríma er sett upp á hverjum tíma – jafnvel fleiri. Grímurnar heita: land hreinleikans, hrikafegurðar, land stóriðju, fiskveiða og friðar, land jafnréttis, fjármála og þjónustu, land ferðamannsins og eldgosa. Á tímum vörumerkja hefur ímynd áhrif á viðhorf og viðmót annarra til lands og þjóðar. Ímynd um frelsi og fjörug fjármál laðar t.a.m. til sín ákveðna tegund fyrirtækja til landsins en ímynd um öryggi og matarmenningu aðra. Yfirleitt setja stjórnvöld meginstefnu og markmið. Þannig voru ríkisstjórnir Davíðs, Halldórs og Geirs með þá stefnu að gera Ísland að fjármálamiðstöð á heimsmælikvarða. Yfirvöld gáfu með því forsetanum hlutverk sem hann rækti af alúð. Hlutverk forseta Íslands fólst þá m.a. í því að styðja og efla það sem Ísland átti að verða. Ólafur Ragnar fékk það hlutverk að markaðssetja Ísland sem alþjóðlega miðstöð fjármála og þjónustu. Hann gerði það af krafti – en nú er þessu hlutverki lokið. Hann er bæði lofaður og lastaður fyrir. Ísland er um þessar mundir að gera tilraun til að móta sér aðra ímynd og til að markaðssetja hana þarf annan forseta, annað andlit, nýja grímu. Það andlit Íslands þarf að byrja með hreint borð til að geta tekið trúverðugan þátt í nýrri stefnu og unnið að markmiðum hennar. Hver verður meginstefnan á næstu fjórum árum? Árið 1996 átti Ísland að verða miðstöð upplýsingatækni í heiminum. Árið 2003 miðstöð fjármála og þjónustu. Árið 2009 átti að markaðssetja Netríkið Ísland – fremst þjóða! Ef til vill verðum við sammála um nýja stefnu árið 2013 og þá um leið öðlast næsti forseti Íslands nýtt hlutverk til að fylgja henni eftir. Hvert hlutverkið verður – mér er það hulið. Ísland gæti orðið miðstöð ferðamála og þjónustu eða lífrænnar matarframleiðslu, miðstöð eldfjallagarða eða jafnréttis og fjölskyldugilda, miðstöð heilsulinda, hátækni eða land skapandi greina. Hvert sem það verður, þurfum við örugglega nýtt forsetaandlit til að vinna því brautargengi. Fyrir mér er það augljóst.
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar