Stuðningsgrein: Ég styð Herdísi Kristín Ómarsdóttir skrifar 29. júní 2012 16:00 Þegar gjaldþrot Íslands blasti við fyrir fjórum árum létu margir þá reynslu sér að kenningu verða og strengdu þess heit að taka ekki aftur lán eða láta svindla á sér; eftir að hafa horft á útskýringaþætti í sjónvarpinu um mátt lána og vald banka yfir lífi manneskjunnar um allan heim. Stjórnmálamenn höfðu sem dæmi notið ólíklegustu styrkja, svimandi hárra upphæða, frá stórum fyrirtækjum í kosningasjóði sína. Þegar teppunum var lyft af gólfunum í Alþingishúsinu, í Stjórnarráðinu, í bönkunum, í mörgum stofnunum, komu undirheimar í ljós og í raun var bara þægilegast að skella teppunum aftur á gólfið. Fólk sem barði potta á Austurvelli trúði því haustið 08 að nú myndi samfélagið breytast; sumir voru ekki eins auðtrúa og kannski trúði því enginn, kannski voru mótmælin ákveðinn dans sem fólk stígur til þess að endurheimta sjálfsvirðinguna; eftir að hafa verið platað all hressilega af pólitíkusum og vinum þeirra. Vissulega gengur líf manns að mörgu leyti fyrir svikum, heiðarleikinn er draumsýn og einhvers konar sýndarmennska líka, heimurinn er sem betur fer ekki svart-hvítur, manneskjan eru mannleg og breysk og það er harmrænt og ólíðandi þegar spilling valdafólks, og þeirra sem bjóðast til þess að fara með ráð yfir öðrum, kemur niður á lífsbjörg almennings, leggur á hann ferðarhöft; í hverjum mánuði á fólk á Íslandi ekki fyrir mat. Raddirnar á Austurvelli hljóðnuðu ótrúlega fljótt nokkrum mánuðum eftir fyrrnefnt haust, enginn veit hvað gerðist: var sú stétt sem hæst heyrist í búin að fá svokallaða leiðréttingu? Er rödd þeirrar stéttar sem á greiðastan aðgang inn í fjölmiðla betur stödd fjárhagslega og hefur hún þess vegna hætt að mótmæla? Ég veit það ekki. Ég trúi því að það þurfi ekki peninga „til að ná til fjöldans", eins og ég hef heyrt fólk réttlæta milljónirnar sem kosningasjóðir júní-mánaðar þenja. Og hver er annars umræddur fjöldi? Gæti það hugsanlega verið andlýðræðislegt að tala á þessum nótum: að ná til fjöldans? Ég trúi því að Jesús hafi ekki haft fjármagns-bakköpp til að opna eyru og augu fólks, að hann hafi ekki haft bakland - jafnvel ekki hjá Guði - og að fiskarnir og brauðið sem hann mettaði fólk á hafi ekki verið auglýsingatrikk; þó vissulega megi og gaman sé að túlka gjörninginn þannig. Ég trúi því að umræður okkar á milli, um það hvernig við eigum að smíða framtíðina, geti átt sér stað án auglýsingamennsku, án styrkja, án peninga. Ef þjóðaratkvæðagreiðslur og öll framboð, til forseta, Alþingis, bæjar- og sveitarstjórna, væru ekki drifin áfram af peningaafli, myndum við fljótt finna leið til að hittast, til þess að kynnast, nýjar leiðir, til þess að kjósandinn hitti og kynnist frambjóðandanum og frambjóðandinn hitti og kynnist kjósandanum. Ég held að auglýsingamennska tilheyri fortíðinni. Auglýsingar og sölumennska í lýðræðislegum stjórnmálum tilheyra sannarlega fortíðinni. Við stöndum frammi fyrir heimi þar sem við eygjum von og eigum möguleika á því að tala saman án þess að fá borgað fyrir það. Þar sem við getum búið til samfélag án þess að stóru karlarnir, eins og valdaheimurinn er oft kallaður, hafi ekki öðruvísi eða meiri afskipti af smíðaskapnum en sérhver annar borgari. Það er meðal annars þess vegna sem ég styð Herdísi Þorgeirsdóttur til embættis forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar gjaldþrot Íslands blasti við fyrir fjórum árum létu margir þá reynslu sér að kenningu verða og strengdu þess heit að taka ekki aftur lán eða láta svindla á sér; eftir að hafa horft á útskýringaþætti í sjónvarpinu um mátt lána og vald banka yfir lífi manneskjunnar um allan heim. Stjórnmálamenn höfðu sem dæmi notið ólíklegustu styrkja, svimandi hárra upphæða, frá stórum fyrirtækjum í kosningasjóði sína. Þegar teppunum var lyft af gólfunum í Alþingishúsinu, í Stjórnarráðinu, í bönkunum, í mörgum stofnunum, komu undirheimar í ljós og í raun var bara þægilegast að skella teppunum aftur á gólfið. Fólk sem barði potta á Austurvelli trúði því haustið 08 að nú myndi samfélagið breytast; sumir voru ekki eins auðtrúa og kannski trúði því enginn, kannski voru mótmælin ákveðinn dans sem fólk stígur til þess að endurheimta sjálfsvirðinguna; eftir að hafa verið platað all hressilega af pólitíkusum og vinum þeirra. Vissulega gengur líf manns að mörgu leyti fyrir svikum, heiðarleikinn er draumsýn og einhvers konar sýndarmennska líka, heimurinn er sem betur fer ekki svart-hvítur, manneskjan eru mannleg og breysk og það er harmrænt og ólíðandi þegar spilling valdafólks, og þeirra sem bjóðast til þess að fara með ráð yfir öðrum, kemur niður á lífsbjörg almennings, leggur á hann ferðarhöft; í hverjum mánuði á fólk á Íslandi ekki fyrir mat. Raddirnar á Austurvelli hljóðnuðu ótrúlega fljótt nokkrum mánuðum eftir fyrrnefnt haust, enginn veit hvað gerðist: var sú stétt sem hæst heyrist í búin að fá svokallaða leiðréttingu? Er rödd þeirrar stéttar sem á greiðastan aðgang inn í fjölmiðla betur stödd fjárhagslega og hefur hún þess vegna hætt að mótmæla? Ég veit það ekki. Ég trúi því að það þurfi ekki peninga „til að ná til fjöldans", eins og ég hef heyrt fólk réttlæta milljónirnar sem kosningasjóðir júní-mánaðar þenja. Og hver er annars umræddur fjöldi? Gæti það hugsanlega verið andlýðræðislegt að tala á þessum nótum: að ná til fjöldans? Ég trúi því að Jesús hafi ekki haft fjármagns-bakköpp til að opna eyru og augu fólks, að hann hafi ekki haft bakland - jafnvel ekki hjá Guði - og að fiskarnir og brauðið sem hann mettaði fólk á hafi ekki verið auglýsingatrikk; þó vissulega megi og gaman sé að túlka gjörninginn þannig. Ég trúi því að umræður okkar á milli, um það hvernig við eigum að smíða framtíðina, geti átt sér stað án auglýsingamennsku, án styrkja, án peninga. Ef þjóðaratkvæðagreiðslur og öll framboð, til forseta, Alþingis, bæjar- og sveitarstjórna, væru ekki drifin áfram af peningaafli, myndum við fljótt finna leið til að hittast, til þess að kynnast, nýjar leiðir, til þess að kjósandinn hitti og kynnist frambjóðandanum og frambjóðandinn hitti og kynnist kjósandanum. Ég held að auglýsingamennska tilheyri fortíðinni. Auglýsingar og sölumennska í lýðræðislegum stjórnmálum tilheyra sannarlega fortíðinni. Við stöndum frammi fyrir heimi þar sem við eygjum von og eigum möguleika á því að tala saman án þess að fá borgað fyrir það. Þar sem við getum búið til samfélag án þess að stóru karlarnir, eins og valdaheimurinn er oft kallaður, hafi ekki öðruvísi eða meiri afskipti af smíðaskapnum en sérhver annar borgari. Það er meðal annars þess vegna sem ég styð Herdísi Þorgeirsdóttur til embættis forseta Íslands.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun